Tíminn - 11.12.1957, Page 12
Veðrið:
Austa-n og norðaustan kaldi,
léttskýjað.
Góðviðrisbólstrar í „Heiminum okkar”
Miðvikudagur 11. dés.
Hitastig ki. 18.
Reykjavík 1 stig, Akureyri —2,
Kaupmannahöfn 7, Loódön 7,
París 3, Stokbhóimur —8.
1957.
Þessi ágæta Ijósmynd er úr hinni vönduSu bók „Heimurinn okkar", sem
Almenna bókafélagið gefur út á íslenzku. Upphaflega kom bókln út á
vegum ameríska tímaritsins Life, sem er í fremstu röð, ef ekki fremsta
myndatímarit, sem gefið er út í heiminum. Var til útgáfunnar mjög vand-
að af hálfu ritsins og fjölluðu færustu vísindamenn um efni ritsins, en
frægir Ijósmyndarar, sem starfa hjá ritinu völdu myndirnar. Þessi mynd
nefnist Góðviðrisbólstrar, og gæti allt eins verið tekin á sumardegi í ís-
lenzkri sveit. í skýringum er sagt að þeir séu algeng skýjamyndun hinna ;
neðri loftslaga.
Skagfirzk Ijóð komin út með kvæðum
og lausavísum sextíu og átta höfunda Smábækur handa
Hugvekja séra Sveins Víkings
um kjarna siðgæðis og trúar
Ný bók, sem nefnist EfniíJ og andinn
Út er komin bók eftir séra Svein Víking og nefnist Efnið
og andinn. Þetta eru pistlar um siðræn og menningarleg efni
og trúarhugvekjur. Útgefandi er bókaútgáfan Fróði.
Bókin hefst á forspjalli, aðal
lega um samband mannlífs og
trúar, en annars eru kaflaheit
in þessi: Þekking, Trú og' trú
arbrögð, Tími og rúm, Efnið,
þróun, Guð, Maðurinn, Líkami
Líf og andi, Hugsun, Sérhæfi
leikar mannsins, Gott og illt,
Valfrelsi, Skyldur, Syndin, Iðr
un og fyrirgefning, Vald og
máttur, Æðri verur, Ósýnileg
ir hjálpendur, Bæn, Opinber
un, Dauði og framhaldslíf,
Endurgjald, Hin mikla ábyrgð,
Eilift líf, Guðsríki.
Kaflaheitin gefa nokkra
hugmynd um efni bókarinnar.
Séra Sveinn Víkingur er þjóð
kunnur fyrir mælsku og rit-
snilld, og honum er það lagn
ara en flestum öðrum að ræða
um torskilin efni á svo Ijósan
hátt að menn skilji. Þættirnir
í þessari bók bera þessu Ijóst
vitni. Þarna er fjallað um ým
is þau efni, er menn hugsa
tíðast Um. Séra Sveinn er þó
enginn prédikari. Hann reynir
aðeins að kryfja efnið og
hjála lesendanum til sjálf-
stæðrar niðurstöðu en ieggur
ekki á það áherzlu að þröngva
upp á hann sinni sannfær-
ingu.
Þessi bók er liklegri en flest
ar aðrar sama efnis til þess að
ná tilgangi sínum, verða
mönnurn leiðarvísir. Bókin er
smekklega út gefin.
Sögufélag Skagfir'ðinga gefur bókina út
smábörnum
Myndabókaútgáfan hefir byrjað
Út er komin bókin Skagfirzk ljóð, sem Sögufélag Skagfirð-
inga »efur út í bók þessari eru sýnishorn skáldskapar sextíu útgáfu smábarnabóka í mjög litlu
og átta höfunda skagftekra eöa þoirra, sem hata búið þar ZSlSE. “tS
mestallan smn aldur. Serstok nefnd sa um val ljoðanna x bökaflotokur nefnist Litiu-Dodda
þetta safnrit, sem svipar mjög, hvað útlit snertir til annarra bækurnar og eru sögurnar eftir
byggðaljóða, er út hafa komið á undanförnum árurn. | Enid Blyton, hinn kunna og vin
sæla brezka barnabókaböfund.
Séra Helgi Konráðsson, prófast- firði. Tveir höfundanna hafa sér- Fyrsta bókin heitir Doddi í Leik
ur á. Sauðárkróki, ritar formála. stöðu. þeir Isleifur Gíslason og fangalandi, en önnur Doddi í
Sigurður Sigurðsson frá Vigur. fieiri ævintýrum. Litprentuð kápa
(Framhald á 2. síðu) prýðir bækurnar.
Þar skýrir hann frá því, að þann
8. janúar síðastliðinn hafi útgáfan
verið tekin til umræðu á fundi í
Sögufélaginu, eh aðalhvatamenn að
útg'áfunni voru þeir Jón Jónsson,
Béssastöðum, og Bjarni Halldórs-
son, Uppsölum. í útgáfunefnd voru
kjörnir Bjarni Halldórsson, Jón
Jónssön, Gunnlaugur Björnsson,
bóndi, Brimnesi, Pétur Hannesson,
póst- og símstjóri, Sauðárkróki, og
Heigi Konráðsson, sem síðan var
kjörinn formaður nefndarinnar.
Þeir, sem voru á Iífi 1950.
Nefndin leitaði til þeirra manna,
sém líklegir voru til þátttöku og'
var leitazt við að ná til allra, sem
komið gætu til greina sem höfund-
ar skagfirzkra Ijóða. Segir Helgi í
formála, að vafalaust hafi þó sézt
yfir einhverja, þar sem sumir
mejm séu mjög dulir á ljóðagerð
sína. Sumir þeirra, er skrifað var,
svöruðu engu, en aðrir kváðust
ekki eiga neitt til að senda. f bók-
inni er í stuttum æviágripum gerð
gTein fyrir höfundum hennar og
fylgir mynd ágripi. Þrír höfund-
anna eru fæddir i Húnavatnssýslu,
tveir á ísafirði og tveir í Norður-
árdal. Allir þessir menn eiga æsku
stöðvar sínar og átthaga í Skaga-
Séra Sveinn Vikingur
Verður stjórnarskrá
Bandaríkjanna breytt
vegna veikinda
Eisenhowers?
St. Louis, 10. des. — Aðstoðar-
maður Eisenhowers forseta, Sher-
man Adams, hefir skorað á Bar.da
tíkjaþing, að gera þegar í stað
nauðsynlegar ráðstafanir, svo ' að
ljóst só hvernig ráðstafa skuli for-
setavaldinu, þegar svo stendur á,
að íorseli getur efcki sinnt störf-
um vegna veikinda. Til þess þarf
að 'breyta stjórnarskránni. Sher-
man Adams hefir verið aðstoðar-
rnaður forsetans síðan 1953. Hann
teluir, að Iþinginu beri þegar á
næsta þingtámabili að bæta úr
þessum alvarlega ágalla stjórnar-
skrár Bandaríkjanna.
Aðalritstjórinn
rif jar upp
lexíurnar
Það hefir vakið almenna
athygli, hvernig Morgun-
blaðið skýrði frá ráðningu
Steingríms Hermannssonar
verkfræðings í starf fram-
kvæmdastjóra Rannsóknar-
ráðs ríkisins. Steingrímur
var valinn úr hópi þrtggja
umsækjenda. Hann er ágæt
lega til starfsins hæfur og
hefir að baki glæsilegan
náms- og starfsferil heima
og erlendis. Morgunbtaðið
gat ekki birt fréttina nema
skjóta inn í hana skætingi
um Steingrím, og ekki einu
sinni heldur tvo daga i röð.
Ástæðan liggur í augum
uppi. Steingrímur er sonur
pólitísks andstæðings, þess
vegna má hann ekki njóta
sannmælis. Þetta mun vera
eitt með fleiru, sem aðalrit-
stjórinn lærði meðan hann
var við nám í Þýzkalandi
fyrir styrjöldina. Þetta er
dæmi um það, hvernig heil-
ræðin um „heiðarlega"
blaðamennsku eru haldin af
siðameistaranum í Mbl.-höll
inni. En málflutningur þessi
vekur fyrirlitningu, hvar
sem til fréttist.
Adenauer fær
aðvörun
ADENAUER hefir fengið bréf frá
yfirvöldum Ráðstjórnarrílcjanna.
Efni þess hefir ekki verið birt,
en gizkað er á, að það sé áskor-
un til Vestur-Þýzkalands um að
hafa ekki flugskeyti né kjarn-
orkuvopn í landinu. Sé bréfið á-
minning til Adenauers fyrir Par-
ísarfundinn.
Gunnar borgarstjóri nærri fallinn
fyrir Gunnari á Hlíðarenda
Prófkosningu Sjálfstæðismanna um 16 menn „8 aðalmenn
og 8 varaménn", eins og sagði í kosningareglum, á lista flokks
ins í Reykjavík, mun nú vera lokið.
Af þeim fregnum, sem Tíminn liefir haft af úrslitum,
mun Gunnar borgarstjóri hafa orðið efstur en næst lionuni
kemur fru Auður Auðuns. Þriðji hæsti að atkvæðatölu varð
svo Gunnar Helgason frá Hlíðarenda, erindreki flokksins, að
sagt er, og' munaði litlu, að liann færi upp fyrir borgarstjóra
og frú Aúði. Geir Hallgrímsson mun og hafa orðið nokkuð Iiár,
en aðrir fyrirmenn býsna lágir, og talað er um bræðrabyltu
Björgvins og Þorbjörns í Borg.
Hins vegar er sagt, að Páll S. Pálsson, lögfræðingur, sem
sumir íhaldsmenn kalla svarta sauðinn í flokknum, hafi orð-
ið allhár að atkvæðum, jafnvel svo aö áhyggjum valdi á æðstu
stöðum.
Annars er sagt, að úrslit verði ekki birt fyrr en á fuli-
trúaráðsfundi, þar sem listi verður lagður fam, og munu at-
kvæðatölu þá verða taldar frain nákvæmleg'a.
Hins vegar er afar fi’óðlegt að vita, livort íhaldið leggur
fram lista með aðeins 16 nöfnum, eins og prófkjörið bendir
til, eða livort flokksstjórnin ætlar að liafa sjálfdæmi um
fjórtán nöfn.
Síðasta skáldsaga Francoise Sagan
komin út á íslenzku
Hlaut mikit$ lof franskra gagnrýnenda
Franska skáldkonan Francoise
“ Sagan var ofarlega á baugi í frétt
um heimsblaðaitna í vor og sumar
er Ieið.
Hún meiddlst lífshættuiega í
bifreiðanslysi, náði sér á strik og
trúlofaði sig og gaf út nýja sk'áld
sögu um svipað Jeyti. Franskir
gagnrýnendur lofuðu bókina hástöf
um, þar á meðal heimskunnir rit
höfundar og hefir þess áður verið
getið í fréttum hér í blaðinu.
„Eftir ár og dag“.
Nú er þessi síðasta saga Franc
oise Sagan komin út á íslenzku í
þýðingu Guðna Guðmundssonar
menntasikólakennara eins og fyrri
sögurnar tvær, Sumarást (Bonjour
Tristesse) og Eins konar bros.
Nýja sagan nofnist á ísienzku „Eft
ir ár og dag“. Útgefandi að ölium
verikum Sagans er Bókaforiag
Odds Björnssonar á Akuneyri.
Þessi saga, eins og hinar fyrri,
fjailar urn líf og ástir ungrar
stúlku, um isamskipti Parísarbúa,
sem lifa og hrærast í heimi bók
mennta, lista og ásta.
Bókin er mjög smekklega út gef
in hér.
Dregið í happdrætti SUF 21. des. - gerið skil sem fyrst