Tíminn - 18.12.1957, Blaðsíða 16
Veðrið:
Norðvestan eða vestan kaldi og
jeljagangur.
Miðvikudagur 18.
Hitinn: ~
Reykjavík 1 st., Akureyri 2 st.,
Kaupmannah. —5 st., Stokhhólm
ur 2 st., París 1 st.
desember 1957,
Stjornarfrv. UOl að lcyfa Flllgfcl. Isl. Rægan, sem Morgunblat$smenn vildu aí ekki hefði veritJ haldin:
að efna til skuldahréfahappdrættis
Eysteinn Jónsson fjármálarátSherra mælti fyrir
frumvarpinu á þingfundi í gær og lagtSi áherzlu
á myndalegt starf flugféláganna
í gær fór fram í neðri deild fyrsta umræða um nýtt
stjórnarfrumvarp til laga um happdrætti í sambandi við
skuldabréfalán Flugfélags íslands. Eysteinn Jónsson fjár-
málaráöherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess að
efri deiíd hefði afgreitt málið frá sér daginn áður og von-
aðist hann til þess að frumvarpið fengi einnig skjóta af-
greiðslu í neðri deild.
reyndist að selja vélina en vonir
stóðu til og eins hins, að aukin
notkun slíkra véla fólagsinis skap
ar nokkra notkunarmöguleika vél
arinnar.
Gert er ráð fyrir, að í sambandi
við skuldatoréfaián félagsins, sem
ætlunin er að hefja sölu á fyrir
jól, verði efnit til happdrættis og
vinningarnir verði farseðlar með
vélum félagsins, eða afsláttur á
farseðlum.
Fjármálaráðherra lagði áheralu
á það, að nauðsynlegt væri að
veita starfseimi flugfélaganna hér
fyrirgreiðslu, því starfsemi þeirra
hefði verið með myndarskap.
Hér var um að ræða má'l, sem
talið væri að sikipti Flugfólag ís-
lands miklu. Lýsti ráðherra síðan
ástæðum þess að Flugfélag íslands
þarf nú á auknu fjármagni að
tialda, til þess að greiða niður
'skuldir sem félagið stofnaði til
við kaup á þeim tveimur nýju
miiililandaflugvélum sem félagið
toeypti á liðnu vori. Þarf félagið
senn að greiða um 15 milljónir
króna í þessu saimbandi.
Upphaflega hefði verið gert ráð
fyrir að selja aðra Skymastervél
'félagsins, en nú horfið frá því
ráði, bæði vegna þess að erfiðara
Erlend lán til Sogsvirkjunar, Ræktun-
arsjóðs, Fiskveiðasjóðs og sements-
verksmiðju kallar Ingólfur eyðslulán
Þýzkir hershöfðingj-
ar vilja ekki flug-
skeytin
BONN—NTB, 17. des. — Vestur-
þýaka blaðið Die Welt, sem er
óháð í stjórnmálum, fullyrðir í
dag, að vestur-þýzku hershöfðirigj
arnir, sem starfa í þjónustu
Atlantshafsbandalagsins í Paris,
séu andvígir því, að settar verði
upp skotstöðvar fyrir meðallang-
dræg flugskeyti í ^estur-Þýzka-
landi. Blaðið telur mat hershöfð-
ingjanna eingöngu hyggt á hern-
aðarlegu sjónarmiði.
Sjálfstæftismenn hamast enn á Alþingi gegn friðsamari kosningum:
Kalla valdniðslu ef fulltrúar flokka f á
ekki að haf a flokksskrá á kjörfundum
Bjarni Benediktsson umhverfist í ræðustól,
þegar fjármálaráðherra lýsir rökleysum æs-
ingamanna út af kosningafumvarpinu
Kosningalagafrumvarpiö var til þriðju umræðu á fundi
neðri deildar 1 gær, og urðu miklar umræður um málið
enn sem fyrr. Sjálfstæðismenn á Alþingi eru frumvarpinu
mjög andvígir, þeir sem til máls hafa tekið, þó að ekki
hafi þsir haldið þeirri skoðun að meðþingsmönnum sínum,
sem á Varcjarfundinum fræga, að talsverð hætta væri á
því að þtetta frumvarp um ráðstafanir til að friða kosninga-
daginn myndi „eyðileggja“ Reykjavík.
Eysteinn Jónsson fjármátaráð-
herra lagði fram í gær við um-
ræðu málsins skriflega breytingar-
tiliögu, sem er orðalagsbreyting,
þannig að ákvæði um óleyfilegan
aróður í nálægð kjörstaðar, yrði
orðað ljósar en í frumvarpinu er
gert og tekið yrði upp sama orða-
lag um þetta efni og gildir í nú-
gildandi lögum, það er að banna
tilgreindan áróður á kjörstað.
Bjarni gerist þungorðnr
á þingfundi.
Bjarni Benediktsson tók næstur
til máls og hclt fremur orðljóta
Eisenhower flytur ræðu: Lítil frétt
- Bjarni flytur ræðu: Stór frétt
Fundur Atlantshafsráðsins í París hófst á mánudagsmorgun,
og þar flutti Eisenhower Bandaríkjaforseti ræðu, sem vakið
hefir alls staðar athygli, sem til fréttist, nema á einum stað: í
Morgunblaðshöllinni. í Mbl. í bær var smáfrétt um ræðuna, inn
an í blaðinu. Önnur „heimsfrétt'* liafði gerzt þennan sama dag',
og hún sópaði Eisenhower, Atlantshafsráðsfundinum og öðrum
heimsviðburðum út af forsíðu Morgunblaðsins. Þessi mikla frétt
var þessi: Bjarni Benediktsson hafði flutt ræðu á Alþingi. Þeg-
ar lesendur höfðu brotizt í gegnum þessa ræðu á forsíðunni, og
flettu blaði, kom í ljós, að Iíjarni Benediktsson hafði flutt ræðu
á Alþingi, sem prentuð er á 2. bls; þegar lesendur höfðu brot-
izt í gegnum hana og' líta á þriðju síðu blaðsins þá kemur í
ljós að Bjarni Benediktsson liefir flutt ræðu á Alþingi og er
hún prentuð þar. Um það bil sem þeir eru að ljúka við ræðu nr.
3, reka þeir augun í frétt niðri í horni þar sem rætt er um
Parísarfundinn og þar sagt með nokkrum orðuin frá því, að
Eisenhower liafi haldið ræðu. — Eitthvað 16 síðum seinna í
blaðinu er sagt frá því að Ingólfur Jónssou hafi lialdið ræðu.
Sést á því, að niðurröðun öll er þrauthugsuð.
ræðu. Var engu líkara en þing-
maðurinn umhverfðist alveg, þeg-
ar hann sendi fjármálaráðherra
tóninn og getur ástæðan varla
verið önnur en sú, að fokið hafi í
þingmanninn og hann fyllst, að
vísu rcttlátri, reiði, þegar honum
eftirá hefir orðið ljóst, hvað liann
ihefir farið herfilega halloka fyrir
Eysteini Jónssyni fjármálaráð-
herra, oftar en einu sinni, í um-
ræðum á Alþingi undanfarna daga.
Einkennileg skilgreining
á valdníðslu.
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra sagðist ekki ætla að fara að
munnhöggvast við Bjarna, meðan
hann væri í þessum ham. Bjarni
beitti engum rökuiri, heldur rót-
aði upp moldviðri og brígslum.
Vék ráðherra síðan að þeirri
furðulegu fullyrðingu Bjarna að
í frumvarpinu fælist valduíðsla.
En valdníðslan væri þá sú að
bannað væri að fulltrúar stjórn-
málaflokka sætu inni í sjálfuin
kjörstofunum með flokksskrár
sínar og skrifuðu upp nöfn
þeirra, er kysu. Ráðherra spurði
síðan livers vegna Sjálfstæðis-
menn væru svona ofsalega reiðir
út af því að fá ekki að sjá
liverjir kjósa. Sagðist ráðherra
ítreka fyrri ummæli sín að lítill
skaði væri skeður þótt flokks-
vél Sjálfstæðisflokksins og flokk
arnir fengju ekki aðstöðu til að
vita hverjir kjósa.
Sjálfstæðismenn hefðu ætlað að
hylja kjarna þessa máls meðmiklu
moldviðri og æsa fólk upp til
andstöðu gegn frumvarpinu. Þetta
hefði ekki tekizt, enda væri al-
menningur fylgjandi þeirn breyt-
ingum, sem ráðgerðar eru, raunar
allir, nema fáeinir ofstækisfullir
ornenn í hþpi Sjálfstæðismanna.
Björn Ólafsson talaði næstur og
var hann andvígur frumvarpínu,
en hógværari í málflutningi sín-
um en Bjarni. Einnig flutti Jón
Pálmason alllanga ræðu.
Hvað veldur óróa
Sjálfstæðismanna?
Gísli Guðmundsson flutti ræðu
(Framhald á 2. aiðu).
Hér eru birt ortSrétt ummæli Ingólís á Jling-
fundi, sem sýna atí Mbl.-menn komast ekki
frá þessari skömm
Morgunblaðsmenn eru meira en lítið óánægðir með
ræðumennsku Ingólfs á Hellu, er hann flutti langan lestur
á þingfundi á föstudagskvöldið og sagði margt berum orð-
um, sern forustumenn Sjálfstæðisflokksins segja sjaldan, en
virðist itanda hjarta þeirra nærri, ef dæma má eftir furðu-
legum málflutningi Ingólfs, er hann lýsti þeirri
skoðun sinni í þingræðu að erlend lán, sem tekin eru
vegna Sogsvirkjunarinnar væru eyðslulán.
Nú eftir á hafa Morgunblaðs-
menn af þessu miklar áhyggjur
og þungar og óska þess að Ingólf-
ur hefði aldrei sagt þetta. Birta
þeir feitletraða skammagrein í
Morgunblaðinu í gær, í tilefni af
því að Tíminn sagði frá þessum
ummælum Ingólfs. Er síðan frá
því sagt að ræður þingmanna séu
teknar upp á segulband og hirtur
kafli úr ræðu Ingólfs, sem ekki
fjailaði um það að hann hefði
kallað lán til Sogsvirkjunarinnar
eyðslulán. Þessar tólf línur úr
ræðu sem stóð um, eða yfir, heila
ldukkustund á svo að sanna það,
að Tíminn fari með rangt mál og
Ingólíur hafi ekki kallað Sogslán-
in eyðslulán.
Það sem Ingólfur kallar
eyðslulán.
Tíniinn birtir liér á eftir orð-
réttan kafla úr ræðn Ingólfs,
sem sannar, að Ingólfur kallaði
! Sogslánið eyðslulán, liversu leitt
seni flokksmönnum þessa þing-
manns kann að þykja og ekki
nóg með það, lieldur einnig er-
lent lán, sem varið er til Rækt-
unarsjóðs, Fiskveiðasjóðs, bygg-
ingu sementsverksmiðjunnar og
rafvæðingar dreifbýlisins. Lán
til þessara framkvæmda gefur
Ingólfur Iieitið MATAR- OG
EYÐSLULÁN. Fróðlegt væri að
vita hvað margir Rangæingar
Engir samningar
um Alsír
Frakldand er enn ckki reiðu-
búið að stofna til endanlegra
samninga um Alsír-inálið, sagði
Bourgiba forseti Túnis í dag, í
viðtali við Parísarblaðið Le
Mondc.
sem verja fé til ræktunar, eða eru
búnir að fá rafmagn, eðá eiga
von á því, vilja taka uudir meö
þinginanni sínum og kaUa það
fé sem ríkisstjórnin ver til þessa,
MATAR- OG EYÐSLULÁN.
Ingólfur vitnar sjálfur gegn
Morgunblaðinu.
Hér kemur svo segulbaudsþátt-
ur úr ræðu Ingólfs, sem Mwguu-
blaðið ætti að birta líka. Þessi
ræðukafli Ing'ólfs, er béí kirtur
nákvæmlega orðréttur, með þeim
ambögum, er til féllu. Verðui' þá
væntanlega ekki frainar kn það
að villast að rétt er efth* þiug-
manninum haft. En íeitietvanir
eru blaðsins.
„... Og það er háskalegt að
taka lán eins og m'tvCrandi
ríkisstjórn hefir gert. Það er
matar- og eyðslulán. Yið síð-
ustu áramót tekur hæstv, íákis-
stjórn 4 millj. kr. lán — 4 millj.
dollara lán í Bandaríkjúnum,
— sem er matarlán, oyöslu-
lán. ÞESSU FÉ VAR EKKI
VARIÐ TIL FRAMKVÆMDA,
SEM SKYLDI AUKA ÚT-
FLUTNINGSFRAMLEIÐSL-
UNA. FRAMKVÆMÐAí SEM
SÍÐAR GÆTU BORGAÐ ÞESSI
LÁN. Nei, þessu fé Var varið
til venjulegs iunflutnúags til
þess að brúa bilið á gjáWeyris-
hallanum. Sogslánið um ð uiiUj.
kr. var tekið með þelm hætti,
sem ég áðan nefndi að í iaeföa
varnarliðið og ráforku til þess
í sambandi við þá lántöku, og
2,7 millj. DOLLARA LÁNIÐ,
SEM NOTA SKAL TIL ÞESS
AÐ BORGA INNLENDA
KOSTNAÐINN VIÐ SOGH> ER
MATARLÁN, vegna þess að út
á það fáum við korn og fleiri
nauðsynjavörur....“
Stólkunni var vísaS ór landi
A að hón átti lausaleiksbam
af þvi
Mál danskrar hjúkrunarkonu vekur athygli
í Danmörku og Bretlandi
London—NTB. — Dönsk hjúkrunarkona mun bráðlega
fara frá Bretlandi samkvæmt kröfu brezkra yfirvalda. Á-
stæðan er, að hún hefir eignazt barn í lausaleik í Bretlandi.
Stórblaðið Daily Mail flutti þá
fregn nú í vikunni, að 22 ára göm-
ul dönsk hjúkrunarkona væri að
hverfa af landi brott, gegn vilja
sínum. Yfirvöldin neituðu að fram
lengja dvalarleyfi hennar.
Stúlkan var ráðin til hjúkrunar-
starfa á St. Marys Iíospital í Ports-
moufch. Meðan hún dvaldi þar varð
hún ófrísk, og var sagt upp. Hún
gerðist þá afgreiðslustúlka i kvik-
myndahúsi í bænum og hefir séð
fyrir sér og barninu með því starfi
síðan. En í Bretlandi gildir bú
regla, að útlendar stúlkur fá ekki
framlengt dvalar- og atvinmúeyfi,
ef þær eignast barn utan hjória-
bands. Þetta er ófrávíkjanleg
regla, og er saga þessarar stólku
ekkert einsdæmi. Þótt leitað só til
innanríkisráðuneytisins sjáMs I
London, breytir það engu. Lausa-
leiksbarn jafngildir hrottvísun úr
landi.
Dregið í happdrætti SUF 21. des. - gerið skil sem fyrst