Tíminn - 19.12.1957, Blaðsíða 11
.T f MIN N, fjmmtudaginn 19. desember 1957.
11
Myndasagan
Eiríkur
víöförii
•ftlr
HANS G. KRESSE
»»FRED PETERSEN
Eiríkur snýr sér að Ólafi, gdpur harbalega í öxl
. . hans og hristir hann duglega. „Nú sikaltu iþó leysa
frá skjóðuuni, karl minn“, segir hann og er reiður.
„Fyrirgefðu, herra, að ég leyndi þig sannleikan-
um“. stynur Ólafur upp. „En maðurinn sem þú sást
18. dagur er vitsikertur. Ég hefi í heilt ár stöðugt þurft að
óttast árás af hans hendi.“
„Setjið út hátinn aftur“, skipar Eiríkur, „ég ætla
að hitta þennan mann að rnáii." — „Lofaðu inér
að koma með“, segir Ólafur. „Ég þekki felustaði
hans og ég skal aðstoða þig.“ Eftir nokkra um-
ihugsun ákveður Eiríkur að Ólafur skuli koma
með í iand.
Sveinn er kyrr uim borð í langskipinu og horfir á
eftir hátnum og er áhyggjufullur á svip. Þeir ern
fimm saiman á bátnum. „Nú er Eiríkur að setja
sjálfan sig í hættu alveg að óþörfu“, tautax
Sveinn.
JÚLAGETRAUN HREYFILS
Fimmtudagur 19. des.
Nemesius. 353. dagur ársins.
Tungl í suðri kl. 10.52. Árdeg-
isflæði kl. 3.49. Síðdegisflæði
kl. 16.13.
SlysavarSstofa Reykjavíkur
í Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl.
18—8. — Sími 15030.
Slokkvlstcðin: sfml 11100.
LSgreglustððin: sfml 11164.
517
Bifreiðastöðin Hreyfii! og Hreyfilsbúðin efna til gefraunar fyrir almenning. Þeir, sem
viljá taka bátt í getrauninni eru beðnir að svara eftirfarandi spurningum og senda svörin
fyrir kl. 23.30 laugardagmn 21. desember í HreyfilsbútSina, Kalkofnsvegi
1. spurning.
2. spurning.
3. spurning.
4. spurning.
Hva'ða ár kom fyrsti bíllinn til Reykjavíkur
1899 — 1904 — 1907?
(Strikið undir rétta ártalið).
Nokkrum árum eftir að fyrsti bíllinn kom til Reykjavíkur
festi norðlenzkur bóndi kaup á bíl og lét flytja hann til
Norðurlands. Hvað hét bóndinn?
Benedikt á Auðnum — Sigurður á Arnarvatni —
Magnús á Grund.
Strikið undir rétta nafnið.
Á Hrevfli eru 14 tegundir bíla.
Nefnið 3 algengustu tegundirnar í röð eftir fjölda bílanna.
Hvað verða margar símapantanir afgreiddar hjá Hreyfli í
síma 22-4-22 á Þorláksmessu?
Skrifið þá tölu, sem þér teljið sennilegasta.
Lárétt: 1. Blása 6. Fugl 8. Biblíu-
nafn 9. Raki 10. Dans 11. Alþjóða
samtök 12. Áhald 13. Bið 15. Óskar
eftir.
Lóðrétt: 2. Ólga (ef.) 3. Dreyfa 4.
Fastna 5. Gárótt 7. Ormur 14. Drykk
ur.
Lausn á krossgátu nr. 415.
Lárétt: 1. Báran 6. Hóf 8. Fræ 9.
Æti 10. ot 11. Bók 12 Konu 13. Ann
15. Knáar.
Lóðrétt: 2. Ahættan 3. Ró 4. Afætuna
5.5 Aftra 7. Ritur 14. Ná.
Útvarpið í dag:
8.00 Mofgunucvarp. —
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
16.00 Fréttir og veðurfr.).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fornsögulestur fyrir börn
(Helgi Hjörvar).
18.55 Þingfréttir. — Tónleikar. —
Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Eggert Stefánsson söngvari
les úr síðasta bindi sjálfsævi-
sögu sinnar: „Lífið og ég“.
b) Magnús Jónsson syngur;
Fritz Weisshappel leikur und-
ir á píanó (ný plata).
c) Rósberg G. Snædal rithöfund
ur les úr kvæðabók sinni „X
Tjarnarskarði".
d) Karl ísfeld rithöfundur les
úr bókinni „Bak við fjöllin"
eflir Guðmund Einarsson frá
_ Miðdal.
21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon kand. mag.).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Erindi með tónleikum: Dr. Hall
grímur Helgason taiar um
músíkuppeldi.
23.00 Dagskrárlok.
Leiðrétting
í afmælisgrein um Magnús Áma-
son, hreppstjóra og bónda í Flögu
misritaðist föðurnafn hans í fyrir-
sögn greinarinnar. Var hann þar
sagður Björnsson en átti að vera
Árnason eins og réttilega er ritað
£ greininni. Hlutaðeigandi eru beðn-
ir velvirðingar á þessum leiðu mis-
tökum.
Vísnagerð og annar kveðskapur
Nafn
Heitnili
Dregið veröur úr réttum svörum á aðfangadag.
Vinningar eru:
1. 1000 krónur í peningum.
2. Skemmtiferð í Hreyfilsbíl á sólbjörtum sumardegi til
Þingvalla.
3. Jólasælgæti fyrir 300 krónur.
4. 1 kassi jólaöl.
5. Kcnfektkassi.
Ákaflega er að hraka
okkar fornu vísnagerð,
nú heyrist varla hnyttin staka
í hófi eða á skemmtiferð,
og unglingum er ekki kennt
að iðka slíka Ijóðamennt.
Útvarpið þótt alla fraeði
um allt, sem finnst á himni og jörð,
fátt er um það flytji kvæði
af fullkomnustu rímlist gjörð,
og aldrei talað heyrist hót
um hætti rímna og þess kyns dót.
Ýmsir vitrir úrelt telja
allt það ríms og stuðla bang,
og fínni og nýrri form því velja
fyrir andans bægslagang.
Atómljóð þeim urðu þar
orkulindir „tjáningar".
En þetta kalla ég ekki að yrkja,
— orðaþulur torskildar,
sem engir höfuðstafir styrkja,
stuðlar eða hendingar —.
Ocðs er vant um yrking þá,
og ætti að nefna það, að „tjá".
Allt frá tímum Gísla og Grettis
svo gekk, og fram á okkar dag,
að hafa menn, til lundar-léttis,
lært og raulað stöku og brag,
en velflest ykkar atómljóð
aldrei lærast, „tjáskáld" góð.
ANDVARI