Tíminn - 28.12.1957, Blaðsíða 8
8
Fimmtugur: Oskar Magnússon
kennari
TÍMINN, laugardagini) 28. desember 1957.
„Guð blessi minningu landnemanna...“
Ósfcar Magnússon, sagnfræðing-
ur, kennari við Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar er fimmtugur í dag.;
Hann er af ágætu húnvetnsku
bergi brotinn, fæddur 28. desem-
Iber 1907 í Tungunesi í Svínavatns-
'hreppi, sonur Magnúsar Sigurðs-
sonar bónda þar og Elísabetar Er-
Oiendsdóttur Pálmasonar bónda og
dannebrogsmanns í Tungunesi,
hins þjóðkunna bændahöfðingja og
félagsmálaírömuðar. Óskar ólst ’
upp við mikið ástriki í foreldra- j
'húsum, vann hverskonar störf, sem 1
að höndum bar, við búskapinn
'beima fyrir og daglaunavinnu ut-
an heimilis, en tómstundir sínar
notaði hann f rá barnæsku til bóka-.
lesturs og annarra andlegra iðk-
ana. Tvítugur að aldri ákveður
Óskar að leggja út á menntabraut-
ina. Fyrsta bekk menntaskólans
las hann heima, veturinn 1927—
’28, undir handieiðslu nágranna
jsíns og vinar, Guðmundar Jó-1
ihannessonar á Svínavatni, og tók
■þá um vorið próf upp í annan
bekk Menntaskólans á Akureyri. í
ekóla gat Óskar sér skjótt góðan
orðstír. Hann var eitíki einn þeirra
nemenda, sem settur var í skóla,
án þess að hafa áhuga íyrir nám-
inu, heldur knúði fróðleiksþrá
ihann inn á menntabrautina. Sig-
urður Guðmundsson, skólameist-
ari, og Óskar voru systkinasynir
og hugsaði Óskar gott til að fá að
teyga af brunni menntagyðjunnar
■undir handleiðslu frænda síns,
hins landskunna skólamanns.
N'ámið sóttist ágætiega og var Ósk.
ar filjótt viðurkenndur sem af-
burða námsmaður í sögu, náttúru-
fræði og fleiri greinum. Óskar
varð fljótt vinsæll meðal okkar.
bekkjarfélaga sinna. Hann var |
okkar elztur og þroskaðastur og :
r.aut verðskuldaðrar virðingar okk
ar og trausts enda getur var grand
varari manns tii orðs og æðis. Ósk-
ar lauk stúdentsprófi vorið 1934
mieð hárri I. einkunn. Hann taíð-
ist eitt ár vegna sjúkleika vetur-
inn 1930—’31.
Haustið 1934 innritaðist Óskar í
Hafnarháskóla og lagði fyrst stund
á náttúrufræði, en breytti um eftir
nokkurn tíma og lagði eftir það
stund á sagnfræði.
Er síðari heimsstyrjöldin brauzt
út, lokaðist Óskar, eins og aðrir ís-
lenzkir stúdentar í Höfn, inni og
varð að dvelja þar til styrjaldar-,
loka. Tímann notaði hann til náms i
og fræðiiðkana, en varð jafnframt •
•að vinna fyrir lífeyri.
Eftir heimkomuna 1945 réðist
Óskar sem kennari við Gagnfræða-,
skóla Vesturbæjar og var skipaður
í þá stöðu skömmu síðar. Hann j
hefir auk þess verið stundakenn-!
ari við Vélstjóraskólann o. fl.
skóla. Óskar er frábær kennari, í
senn vinsæll af samkennurum sín-
um og ástsæll af nemendum.
Hann býr yfir hafsjó þekkingar í
sögú og náttúrufræðum og bætir
við þann fróðlei'k með sífelldum
lestri fræðirita í þeim greinum og
er einkar sýnt um að miðla nem-
endum sínum af þeim nægta-
brunni. Óskar er skapfestumaður,
en jafnframt mildur í lund, dreng-
Iyndur, vinfastur og raungóður.
Þessir eigmleikar munu eiga drjúg
an þátt í því, að nú, aðeins fimm-
tugur að aldri, er Óskar viður-
kenndur einn í hópi íremstu kenn
ara Iandsins.
Landbúnaðarmái
(Framhald af 5. eíðu).
miklu og skyndiiegu kröfum, er
gerðar eru til kalsíummagnsins í
blóði hennar, þegar mjólkurmynd-
unin hefst eftir burðinn.
Á ÞVÍ LEIKUR varla vafi, að
vinna má gegn doða með skynsam
Jegri notkun fosfós- og kalsíum-
skammta og D-vítamína. Sjálfsagð-
ar ráðstafanir eru þá að sjá kún-
um fyrir D-fjörefni og það er auð-
velt með því að gefa þeim ann-
að hvort gott lýsi, er geymist í
lokuðu íláti, 1—2 matskeiðar á
dag, hverri kú — eða D-fjörefnis-
olíu með innspýtingu.
Óskar er listhneigður og hefir
hann lagt nokkura stund á mál-
aralist í írístundum sínum. Þegar
í menntaskóla fékkst hann við
Ijóðagerð og á Hafnarárum hans
kom út eftir hann ljóðabók. Á
síðari árum hefir hann að mestu
lagt ljóðagerð til hliðar, en helg-
að fræðiicSkunum frístundir sínar.
Óskar er kvæntur danskri konu,
Rigmor Charlotte að nafni, fæddri
Koch. Rigmor er ágæt kona og
mifcil húsmóðir. Heimili þeirra er
glæsilegt. Þangað þykir öllum gott
að koma. Þau eiga einn kjörson,
Magnús að nafni.
Ég veit, að ég mæli fyrir munn
allra skólafélaga Óskar, er ég færi
honum beztu árnaðaróskir á fimm-
tugsafmæli hans.
HaRdór Pálsson
Y-þýzkir jafnaðar-
menn hundsa boð
Uíbrights
NTB-Bonn, 27. des. — Jafnaðar-
mannaflokkur V-Þýzkalands hefir
bafnað tiiboði, sem kommúnista-
flokkur A-Þýzkalands gerði honum,
um samvinnu flokkanna til að fá
hrundið í framkvæmd hugmynd-
inni um vopnlaust svæði í Mið-Evr-
ópu. Skrifaði framkvæmdastjóri
kommiínistaflokksins jafnaðar-
mönnum bréf þessa efnis á aðfanga
dagskvöld. Talsmaður jafnaðar-
manna sagði í kvöld, að ekki kæmi
til mála að taka þessu boði. Hug-
mvndinni um hlutlaust vopnlaust
belti í Mið-Evrópu hefði þegar
skapast fjöldafylgi í Þýzkalandi og
myndi ná frarn að ganga, þrátt fyr-
ir stuðning manna eins og Ul-
brigchts, sem legðu henni lið af
annarlegum hvötum.
Þung færð
í Svarfaðardal
Frá fréttaritara Tímans
á Dalvík.
Aftaka veður gerði á Dalvík og
um Svarfaðardal á aðfangadag
jóla. Olii það töluverðum umferðar
truflunum, þar sem fólk gat tæp-
ast aíhafnað sig vegna veðurofs-
ans, en snjókoma var ekki mjög
mikil. Er þannig fært stórum bílum
til Akureyrar frá Dalvík, en mjög
þung færð og víða ófært um Svarf-
aðardal. Ekki munu neinar teljandi
skemmdir hafa orðið af völdum
veðursins á Daylvík eða þar um
slóðir.
Vestur-íslenzkra merkishjóna minnst
Einar Eiríksson var fæddur að
Hallbemhúsum á Völlum í Suð
ur-MúIaisýslu. Vora foreldrar hans
Eiríkur Einarsson og kona hans
Maavt'ót Guðmundsdóttir, er
bjuggu á Þorgrimsstöðum í Breið
dal. Varð þeim hjónum margra
barna auðið og var Einar edztur
þeirra, fæddur árið 1840. Einar
ólst up á Þorgrímsstöðum með
foreldrum sínum en innan við tví
tugsald'iir missti hann föður sinn
og fór þá í vinnumennsku til
vandalausra. Árið 1866 kvæntist
hann frændkonu sinni, Helgu
Marteinsdóttur, en foreldrar henn
ar, Marteinn Jónsson og Sigríður
Einansdóttir, bjuggu síðast á
Ánastöðum í Breiðdal og búnaðist
vel. En svo kom Ameríkuhugur
í frændlið hans, og langaði hann
þá að fylgjast með vestur um haf.
Seldi hann því búslóð sína og
bjóst til vesturfarar. Þá atviikaðist
það svo, að sá er hann seldi stóð
akki í skilum með andvirðið, og
varð Einar að fresta förinni að
sinni. Eigi gat þó orðið af vestur
iför næsta vor, því að þung veik
indi steðjuðu að fjölskyldunni og
efnin gengu til þurrðar. Liðu átta
ár frá því að vesturförin var fyr
irhugúð þar ti'l úr henni gat orðið,
en það var árið 1887. Fluttist hann
þá vestur ásamt fjölsikyldu sinni
og settist fyrst að í Nýja íslandi
hjá Magnúsi Jónassyni og Guð
björgu konu hans, sem var systir
Helgiu. Ekki leizt Einar á að nema
'land í Nýja íslandi og fluttist
því til Norður-Dakota eftir tvö
ár. Fjáður bóndi á Nýja íslandi
hafði gefið honum kú, þegar hann
'kom þaingað. En þegar hann frétti
að Eeinar væri að flytja burtu,
sótti hann kúna, sagðist ekki hafa
ætlazt til að hún auðgaði hann í
Dakota.
Þau Einar og Helga námu land
skammt fyrir sunnan Akra og
bjug'gu þar þangað til 1903, en
þá andaðist Helga. Þar’ leið þeim
vel, þó erfitt væri að byrja með
tvær hendur tómar, en landið allt
óratt. Þó urðu þau fyrir því ó
happi, að hús þeirra brann með
öHu sem í því var. Mest sáu þau
eftir að missa bækur sínar, sem
rnargar voru gamlir ættargripir.
HELGA Marteinsdóttir var mæt
kona og merk og hugsaði vel um
heimili sirtt og börn. Hún var bók
hneygð og las miikið, einkum fræði
bæíkur.
Við jarðarför hennar minntiist
hennar mætur maður, Stíður Þor
valdsson kaupmaður, meðal ann-
ars á þessa leið: Helga sáluga
var að miörgu leyti frábær kona,
vel gáíuð, atfbragðs stillt og skyldu
rækin, uimhyggjusöm og sparsöm.
Hún var þýð og skemmtileg í-
lund og gerði öllum, sem hún um
gekksit, lífið létt. Meðan hún hélt
hei'lsu, var sffelld sólskinisbirta
þar, sem hún fór, jafnan glað-
lynd og góð í viðmóti. Tryggð
hennar við mann og börn og alla,
sem heni bar að sjá um, var ó-
þreytandi. Hún tók fúslega á sín
ar herðar ertiðasta þáttinn í bar
át'tunr.i fyrir heimilinu og niælti
aldrei æðruorð þó að blési á nióti.
Nökkrum árum etftir lát konu
sinnar fluttist Einar til Vatna-
byggða í Sasbatshewan og tók þar
heimilisrétt á landi. Var hann eft
ir það til heimilis hjá dóttur sinni
og tengdiasyni, Margréti og Hall-
dóri Austfjörð. Þar andaðist hann
5. marz 1917.
ÞEIM Einari og Helgu fædd
ust tíu börn, en fimm þeirra dóu
á íslandi, þrjú í sömu vikunni úr
barnaveiki, tvö sömu nóttina sem
þeim fæddist dóttir. Má nærri
geta um líðan foreldranna, þar
sem engin læknishjálp viar fiáan
leg. Önnur börn þeirra eru þessi:
Margrét, kona Halldórs Austfjörð
bónda við Mozart í Saskatchewan
Guðrún, k-ona Finnboga Giuðmunds
sonar bónda við Mozart, Páll í
Riee Lake, Wisconsin; Sigríður
Nelson, Cavaiier Norður-Dakota;
Kristbjörg, gift Magnúsi Johnson,
Regina, Sask.
Einar Eiríksson var glaðlyndur
maður og góður herm að sækja,
starfsmaður, vandaður og yinsæll.
Meðal vina hans á íslandi var Pá'll
Ólafsson skáld á Hall'freðarstöð
um, en Einar hafði m’iklar mætur
á góðum hestum eins og Páll, og
var það eitthvert mesta yndi hans
að teanja hesta til reiðar. Eitt
sin nhittist svo á, að Páll var
staddur á heimili Eiitiars, þegar
þeim Helgu ag Einari fæddist scn
ur. Bað Páll þá Einar að Háta dreng
inn heita í höfuðið á ser, og var
það gert. Sendi Páll síðaa drengn
um tvo minjagripi í nafnfesti.
Einar átiti mangfi afbragrgóða reið
hesta. Hann gaf Páli Ólafssyni
Ljónslöpp, sem Páll -kvað svo fall
ega um í kvæðinu:
Brá ég mér í Breiðdal enn
til beztu vina minna.
Mér þætti vænt um, ef blaðið
Timin nviddi birta þessi fiáu minn
ingarorð um foreldra mína. Saga
þeirra er sviuð sögu annarra fiá-
tækra landnema frá íslandi, þegar
allir höfðu lítið undir höndum,
en hjálpu'ðu hver öðrum og vonu
glaðir og ánæigðir.
Guð blessi minningu landnem-
anna.
Gu®rún Guðmundsson.
Simanúmer okkar er
2 3 4 2 9
Hárgreiðsiustofan Snyrting,
Frakkastíg 6 A.
Þorvaldur Ari Arasou, tidl.
L.ÖGMANNSSKR1FSTOFA
SkólavÖrðustig 38
,/t, HáU \ÓU Þurlelfsson U- Pósth 621
sima* i>4/t o/t l >417 - Simnefnt: Au
amP€R %
Raflagnir — ViSgerðir
Sími 1-85-56
LJÚFFENGUR MORGUNVERÐUR, SEH |
FLJÓTT OG AUÐVELT ER AÐ MATBÚÍA I
Skemmdir af eldi
Á jóladag kviknaði í Jaðri við
SundlJaugaveg út frá jólatré.
Skemmdir urðu á einu herbergi.
Skömmu síðar kviknaði í litlu her-
bergi í Efstasundi 72. Logaði þar
í legubekk og var eldurinn fljót-
lega slökktur.'
Biðjið um hið pekkta Scort’s haframiöl, sem framleitt er úr beztu, fáarJegum,
skozkum höfrum Framleitt og pakkað samkvæmt ítrustu hreinlætiskröfum.
Fyrirliggjandi i handhægum pökkum, lokuðum með cellofanpappir.
BI-DJI-Ð UM SCOtt’S BORÐI-Ð SCOtt S |
iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiituiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiiiuiuiiiuiuiiiiiiiuiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuniuiiiiiiiiiiiiuuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiii