Tíminn - 16.02.1958, Side 6

Tíminn - 16.02.1958, Side 6
6 T í MIN N, sunnudagiim 16. í'e'brúair 1958, L Utgefandl: PramaékurflakfcwrlKð Bltstjórar: Haukur Srorrason, Þórariss ÞdraxtBaiK Skrifstoíur ( Edduhúsinu viB Lindargdt!) Símar: 18300, 18301, 18302, 18301, 1H» (ritstjórn og hlaðamenn). Auglýsingasími 19523. Atgreiðsluaíatí MX& Prentsmiðjan Edda hJL Þriðja leið samskiptamálanna ÞEGAK ský dregur fyrir sól'U á e f n aha.g.s mál afh i m n i Bandaríkjanna — sem hefur veriff bjartur og heiffur und- anfarinn áratug — fara jafn vel forvígismenn Repúblik- ana aff ræða um nauffsyn þess aff ríkisvaldiff grípi í taumana, gefi innspýtingu fjármagns hér, leggi áherzlu á framkvæmd þar. Þannig er orffiff stórfellt fráhvarf frá einstrengingslegrí kenningu um sjáilfvirkt náttúrulögmál viffskipta- og efnahagsílífs. Fyrir tveimur áratugum voru Roosevelt og fyigismenn hams úthrópaðir sem sósíal- istar fyrir aff halda því fram, aff almannavaldið yrði- aff taka fastri hendi á hluttm- um þegar framtak einstakl- ingsins væri að leiða þjóff- félagiff út á hálar brautir. Nú telur jafnvel Knowland öldungardeildarþingmaður opinbera íhlutun nauffsyn- lega til aff fyrirbyggja at- vinnuleysi og til aff leiða efnahagsmálaþróunina á rétta braut á ný. Líklegt er, að bandaríska þjófffélagiff þróist í átt til meira jafn- vægis í efnahagsmálunum á næstu áratugum. Kfeppan verður þá aðeins löngu liff- inn sögulegur atburður, þensla og spenna eftirstríðs tímans verffur líka liffin saga. Jafnvægi í búskapnum og aukiff jafnræffi þegnanna í efnahagsmálum, verffur tím anna tákn. Jafnvel íhalds- blöð á borð viff Wall Street Journal, þykjast sjá merki slíkrar þróunar í dag. Á HINU leitinu er þró- unin í burtu frá alræði ríkis vald!sins og þeirri trú, að hægt sé að steypa alla þegn- ana í sama mótinu, effa fella allt þjófflífiff í farveg þröngra kennisetninga, sem í megin- atriffum voru skapaðar á öld inni sem leiff. Hvenær, sem slakað er á járnklómii, sem heldur fólkinu í kommún- istaríkjunum í ógnargreip- um, brýst frelsisbráin fram eins og óstöffvandi straumur. Þetta gerffist í Ungverja- landi. Sú tilraun mistókst. Þefcta gerffist líka í Póllandi, síffia árs 1956 og sú tilraun stendur enn yfir. Ef ekki væri hervald til aff halda fólkinu i skefium, mundi kennisetningunum um alræffisvald ríkisins yfir sálum manna jafnt sem éfna hag, verffa varnaff út í yztu myrkur, og unn úr beim um- brotum snretta hin þriðia leið, er færi bil beggja, ríkis- átrúnaðarins og skefjalausr- ar einstaklingshyggju. Þess sjást líka merki, bar sem kommú.nisminn er alráður, aff valdhafarnir telja hag- kvæmt aff slaka ofurlítið á klónni, leyfa einstakliners- framtakinu ofurlítið svig- rúm, jafnvel örva sjálfs- bjarearviðleitnina, þótt ekki sé aff bví marki aff kúgunar stjórninni stafi nokkui' hætta af henni. ÞESSI ÞRÓUN í stór- veldunum er athyglisverff og umhugsunarverff fyrir þjóðir smárikjanna. Þar hafa löngum þróast hófsam legri stefnur. Þar hefir sann ast aff öfgarnar leiða sízt til mestrar lifshamingju. Vafa samt er, að nokkurs stað- ar ríki rneira jafnræði þegn anna á öllum sviöum, meiri almenn menning né örugg- ari þróun til aukinnar vel- megunar en á Noröurlönd- um. Þar hafa jafnaöarmenn lengi ráffiff ríkjum. En nokk urra ára reynsla í ríkisstjórn nægði til þess aff sverfa brodflmn af kennisetning- unum og kenna þeim, aö stjómsemi aff ofan leiðir efcki ætíð til úrbóta. Þjóff- nýting er ekkert lausnarorff í nútíma þjóöfélagi, sam- þjöppun valds og fjármagns í höndum embættismanna- valds dylur mikla hættu fyrir raunverulega framför. í norrænum þjófffélögum hef ir athafnafrelsið því fengiff aff dafna. Því eru þær skorff ur settar, aff þaff vegi sig ekki upp til auffs og valda á óréttlætinu. Þaff á aff vera tillitssamt viff aðra og stefna aff því, að lyfta öllu þjóðfé- laginu til betra lífs. í þessu starfi hafa samvinnufélög- in veriff mikill þáttur. Þau hafa skapað nauffsynlegt aff hald fyrir einkafraimtakið. í Svlþjóff brutu þau einokun- arhringa niður meff sam- keppni, en heiibrigður at- vimiurekstur einstaklinga dafnar viö hliff samvinnufé- laganna; þjófffélagiff skapar báffum svigrúm. Þannig njóta kostir beggja sín bezt. HÉR í OKKAR þjóðfé- lagi hefir Iengi boriff mikið á talsmönnum beggja öfg- anna. Sá hagsmunahópur, sem ræffur stefnu og störf- um Sjálfstæðisflokksins hef ir sýait samvinnufélagsskapn um ful-lan fjandskap, og ætíff reynt aff misnota að- stöffu sína innan rikisvalds- ins til aff veita klíkum og gæðingum óeölileg fríðindi á kostnáff fjöldans. Á hinu leit inu hefir veriff sá hópur, sem ekki hefir séð aöra vörn gegn þessari ásókn en þjóffnýt- ingu og stóraukiff embættis- mannavald. Öfgar skapa öfg ar. Þegar linnir áróðurs- stríffi þessara fylkinga, eygja menn það hér eins og í Bandaríkjunum og Póllandi, að millivegurinn muni vera beztur. Rikisvaldið ver’ður aö marka þá leið, sem heildinni er fyrir beztu, en einstakl- ingarnir eiga aff fá fullt frelsi og j afnrétti til athafna innan þess ramma, sem hags munir heildarinnar og effli- leg tillitssemi við náungann skapar. Allir, sem áðhyllast þessa þriðju leið í samskipta málum þegnanna, eiga sam- leiff meff samvinnumönnum. Framtíðarleiðin liggur frá öfgunum til beggja handa og áð friðsamlegri þróun þar sem frelsi, samvinna og rétt læti ráða ferðinni. Breytt viðhorf í Bandaríkjuniim til afskipta ríkisins af efnahagsmálum Repúblikanar sjá helzt þau úrræíi nú, er blika er á lofti, aí grípa til mikilla opinberra framkvæmda eins og Roosevelt geríi Ekki er iengur um þaS deilt í Bandaríkjunum, hvorki utan þjóðþings né innan, að samdráttur hefir orðið í efnahagslífi Banda- ríkjamanna að undanförnu, En menn eru ekki á einu máli um orsakirnar, né heldur um það, hvert stefni nú í at- vinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar. í s. 1. viku flutti Sinclaij' Weeks, verzlunarmálaráðherra landsins', útvarps- og sjónvarpsávarp, og við- urkenndi þar að taia atvinnuleys- ingja nú í mánaðarlokin mundi verða orðin 5 milljónir, og er það hæsta tala síðan 1941, er samþykkt Láns- og leigukjarafrumvarps Roosevelts forseta, og stórkostleg- ar vörupantanir Breta og Frakka sneru taflinu við. Þar með lauk síðustu áhrifunum af kreppunni á fjórða tug aldarinnar, og velgengn- istímabil hófst, sem staðið hefir allt til þessa dags, og stendur raun- ar enn, þótt nú sé um tímabundna stöðvun að ræða. Þróun virðist hraðfara En ástandið hefir versnað hrað- ar en menn gerðu ráð fyrir. Fyrir röskum mánuði þóttist talsmað- ur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir því versta, sem orðið gæti, með því að segja. að svo kynni að fara, að tala atvinnuleysingja yrði orð- in 5 milljónir í mailok. En þá mundu verða þáttaskil. Þá mundu fara að verka í efnahagslífinu þær miiklu fjárfúlgur, sem stjórnin ver nú til kjarnorkuvera og eldflauga- smíða og annarra nýtízku her- 'gagna. Þá mundi framfaraþróun- in taka til aftur með sama hraða og fyrr, veimegunin enn aukast og framtíðin veita fólkinu æ meiri lífsþægindi. Tíu dögum síðar tilkynnti verka- málaráðuneytið að tala atvinnuleys ingja væri þá komin í 4,3 millj., en spáði því að talan mundi lækka um eina milijón til maíloka. Hins vegar var játað, að ýmislegt benti til þess að í vændum væri mjög erfitt ár fyrir bílaframleiðsluna, og samdráttur þar gæti haft ör- lagaríkar afleiðingar. Stjórnarvöld í varffstöffu Sú breyting er nú líka á orðin, að það er ekki lengur aðeins Denió kratar, sem vara við afleiðingum samdráttar í efnahagslífinu og telja stjórnina sýna andvaraleysi Ýmsir áhrifamiklir talsmenn Repú blikana hafa líka sagt, að veður- útlitið sé uggvænlegt. Fyrir mán- uði voru þessir söiuu Repúblik- anar önnum kafnir við að úthrópa aðvaranir Demókrata sem dæmi um „svartsýni“ og „hættulegar úr- tölur", en inú er annað hljóð í strókknum. En það fylgir jafnan með, að stjórnarvöldin séu vel á verði, og hafi tiltækar aUskyns gagnráðstafanir ef samdrátturinn verður svo alvarlegur, að merki um kreppu sjáist á himni. Hættu- merki mætti t.d. kalla þær upplýs- ingar „Wall Street Joumal“, að birgðir bílasalan-na jukust í janú- ar, þegar salá er venjulega mjög ör, og heildarsalá bifreiða í Banda- ríkjunum það sem af er þessu ári er hin lægsta, sem orðið hefir í 4 ár. Opinberar framkvæmdir lausnarorffið Repúblikanir þeir, sem nú eru að reyna að friða flokksmenn sína og telja kjark í fólkið, fullyrða, að ríkisstjórnin hafi nægileg ráð til að snúa taflinu við, ef þurfa þykir, svo sem stórauknar opinber- ar framkvæmdir og stóraukið fjár- magn til margskyns atvinnurekstr- ar. Þetta lætur undarlega í eyrum EISENHOWER - neyðist hann til að feta í fótspor Roosevelts? nú, þegar þess er minnst að fyrir fáum áratugum héldu Repúblik- anar því fram að al'lar slíkar ráð- stafanir væru hreinar skottulækn- ingar, uppfundnar af Roosevelt, sem væri undir áhrifum frá hag- fræðingnum John Maynard Keynr es. Upp lir slíkum ráðstöfunum gæti þjóðfélagið ekkert haft ann- að en enn meiri samdrátt að lok- um og síðan Iireint vandræðaá- stand. Knowland talar um opinberar framkvæmdir Það er til dæmis um hið breytta viðhorf á aðstöðu og afskiptum ríkisvaldsins í slíkum tilfellum, að Knowland öldungadeildarþing- maður frá Kaliforníu, einn helzti talsmaður flokksins og úr hægri armi lians, lét uppi þá skoðun í s.l. viku, að stjórninni bæri að hefja stórauknar opinberar fram- kvæmdir undir eins og hætta þætti á að samdrátturinn færi að bera svip af kreppu. „Þróunin næstu tvo til þrjá mánuðina, muu skera úr um það, hvað verður tek- iö til bragðs“, sagði Knowland. „Margir telja, og þar á meðal ríkisstjórnin að efnahagslífið muni sjálft rífa sig upp úr þessari lægð þegar nálgast missiraskiptin.“ Ef sú von bregst. er samt. engin hætta á ferðum því að stjórnin og flokk- urinn ’ hafa á takteinum áætlanir urn miklar opinberar framkvæmd- ir, ráfveitu- og Iandþurrkunar- framkvæmdir o. fl!. Verkfræðinga- deildir hersins hafa gert þessar áætlanir, sagði Knowland, og þeg- ar rétt stund er upp runnin, verða þessar áætlanir settar í gang til þess að mæta atvinnuleysisvanda- málinu. Ýmsir talsmenn Demókrata eru þeirrar skoðunar, að stundin sé þegar upp runnin. Meðal þeirra eru öldungadeildarmennirnir Humphrey frá Minnesiota og Mans- field frá Montana. Enn aðri-r hafa látið uppi þá skoðun, að stjórn- inni beri líka að lækka skatta og losa þannig um fjármagn til fram- kvæmda, enda þótt ljóst sé að skattatekjur ríkisins verða á þessu fjárhagsári lægri en áætlað er í fjárlögum, einkum ef samdiráttur sá, er nú ríkir, stendur í nokkra mánuði enn. Stórpólitískasta máiið Þróun efnahagslífsins er nú orð- in stórpólitískasta málið heima fyrir í Bandaríkjunum. Efinahags- málaritstjóri s'tórblaðsins New Yoúk Herald Tríbune skrifar í blað sitt 10. febrúar:. „Aukinn sam- dráttur í verzluninni nálgast óð- um að verða þjóðmál númer eitt í dag“. „The Wall Street Journal“, sem að jafnaði er mjög varkárt í orðum um efnahagsmálaþróunina, birti 10. febrúar stóra fiorsíðugrein og var þarrætt um það, hvort nú- verandi samdráttur sé í rauninni tímamót, með henni ljúki hinu mikla útþenslutimabili eftirstríðs- áranna, og nýtt tímabil sé að ganga í garð. Blaðið ræður pólitíska þýð- ingu þessara atburða og lýkur greininni með þessum orðum: „En jafnvel þótt deilt sé um ástandiS, er e. t. v. fólgið sam- komulag á bak við orðin. Bjart sýnismennirnir, sem vona að við- skiptin muni aftur færast í auk- ana á árinu, halda því ekki fram, að ástandið á eftir verði endilega eftirstríðsáraútiþensla á ný. Á sama tíma sem þeir andmæla harðlega þeirri skoðun, að þessu tímabili sé nú lokið, eru þeir sjáifir að tala um nýja tegund velmegunar, hátt Iífsstig og al- mennt jafnvægi, sem byggist á afskiptum ríkisvaldsins og eftir- liti. Þeir, sem ekki eru eins bjartsýnir, tala um lægri stand- ard. En hváð sem gerist á þessií ári, á næsta ári eða á næstu fimm ánun, virðist að öllu samanlögðu skynsamlegt að gera ráð fyrir, að útþensluöflin í fram tíðinni gangi ekki lengur fyrir krafti, sem stafar frá styrjöld, er hófst fyrir 19 árum“. Á SKOTSPÓNUM Fulitrúaráff og miffstjórn Þjóðvamarflokksins hélt nýlega fund. .. . Valdimar Jóhannsson flokksformaður og Þórhallur Vilmundarson frambjóðandi lögðu til að flokksstarfsemi yrði haldið áfram . Tillagan fékk misjafnar undirfektir. .. . Eftir nokkurt þóf var ákvörð- un í málinu frestað.... Formlegur skiptafundur verð- ur haldinn síðar. . . . Gunnar Thoroddsen borgarstjóri tók sér far með Gullfossi fil útlanda að ioknu erfiffi kosningabaráttunnar. .. . Þetta er þó ekki eina skýr- ingin á því, að nafn Gunnars er að kalla má horfið úr Morgunblaðinu, þar sem Bjarni Bénediktsson ræður ríkjum. . . . Líklegt er að íslenzk sýningardeild verffi á alþjófflegri listiðnaffarsýningu, sem haidin verður í París í vor. . . . Hingað er kominn. rússneskur flótta- maður til að flytja erindi ... Hann mun vera flótta- maður frá Rússlandi vegna þess að hann er hrein- ræktaður marxisti samkvæmt frumfræðunum Þetta mun hafa komið gestgjöfum hér nokkuð óvænt.... þeir eru félagið Frjáls menning, er lýtur forustu Gunn- ars Gunnarssonar skálds.... Benjamín Eiríksson bankastjóri Framkvæmdabankans dvelur um þessar mundir í Þýzkalandi.... Þess mun verða krafizt með vaxandi þunga á næstunni að innflutnings- og gjald- eyrisleyfi verði afgreidd viðar en i Reykjavík Þetia mál var m.a. tekið upo í málefnasamning þriggja flokka um bæjarstjórn Akureyrar. . . .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.