Tíminn - 19.02.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 19.02.1958, Qupperneq 6
6 T í MIN N, mi'ðvikudaginn 19. febrúar ' 1958* mm» 6RLENT YFIRLIT _ Úfgefandl: PraimékmrfMdiniriBk Eitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarlnn 'Þéraxmm* Skrifstofur í Edduhústnu vlð Liadargfin- Símar: 18300, 18301, 18302, 18301, 1»» (ritstjórn og blaðamen*). Auglýsingasími 19523. AfgreiðslmæÍMS isbös. Prentsmiðjan Edda buJ, Árásir Þjóðviljans á ríkisstjórnina ÞEIR, sem hafa lesið Morgunblaðið í gær, hljóta helzt að hafa látið sér koma tffl hugar, að þrátt fyrir alla hina hörðu stjórnarandStöðu aðalritJstjórans, væri þó til annaö meira stjórnarand- stöðublað en Morgunblaðið. Mestallt pólitískt efni Morg uUblaðsins í gær, voru úr- klippur úr Þjóðviljanum, þar sem farið var mörgum hin- um verstu orðum um ríkis- stjórnina og ýms störf henn ar. Auöséö var, að þessar úr- klippur úr Þjóðviijanum höfðu mjög hresst hiö bága skap aðaMtstjórans, enda þess full þörf, þar sem ný- lokinn flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins hafði hafn- að bónorði Sjálfstæöisflokks ins mjög eindregið. Aðstandendur Þjóðviljans virðast hinsvegar hafa tal- ið, að ekki væru hinar fyrri úrklippur nægilegar til aö bæia raunir _ hins hrygg- brötna biðiis. I Þjóðviljanum í gtær, er haldið áfram sví- virðingaherferðinni gegn ríkisstjóminni og nú bætt viö nýjum ásökunum og skömmum. Bjarni hefur á- reiðanlega fengið nóg verk- efni í gær við það að klippa úr Þjóðviljanum. AÐ SINNI verður ekki talin ástæða til þess að elta ólar við allar þær skammir um ríkisstjórnina, sem jhafa birzt undanfarna daga i Þjóð viljanum. Þó þykir rétt að hnekkja þeim tveimur at- riöum, sem meginástæða var lögð á í blaðinu í gær. Annáð atriöið er það, að Eysteinn Jónsson fjármála- ráherra hafi hindrað lán- töku vegna litlu togaranna, sem nú er verið að smíða í AuíJtu r -Þýzkalandi. Sannl'eik urinn er sá, að fyrir altllöngu var samþykkt í ríkisstjórn- inni, aö reyna að fá greiðslu frest á andvirði skipanna til hæfilegs langs tíma og að semja jafnframt um, að þau yröi greidd í gegnum clear- ingsviðskipti við Rússa. Þeim Lúðvík Jósefssyni og Guð- mundi í. Guömundssyni var svo falið að vmna að þessu máli. Eysteinn Jónsson hefur ekki að öðru leyti nálægt þessu komið en að fylgja þessari málsmeðferð í ríkis- stjórninni. Allt, sem Þjóð- viijinn segir um afstöðu hans er því hreinn uppspuni. Hitt atriðið er það, að Ey- steinn Jónsson hafi verið eiits og „útspýtt hundskinn“ til að afla lána til allra ann- arra framkvæmda og „þá fyrst og fremst til neyslu- framkvæmda". Hverjar eru þær , .n eysluf ramk væmd i r “, s'em Þióðviljmn talar hér um í óvirðingartón? Það eru nýja Soersvirkjunin, sements verksmiðjan, Piskveiðasj óð- ur, Ræktunarsjóður og raf- væðing dreifbýlisins. AÖ tíósni Þióðvilians virðist þess ar fmmkvæmdir hafa átt að sitja á hakanum. I ríkisstjórn inni var hinsvegar algert samkomulag’ um, að þær skyldu hafa forgangsrétt. ÞAÐ mun áreiðanlega g'anga illa mörgum óbreytt- um liðsmanni Alþýðubanda- iagsins að skýra þessar og aðrar árásir Þójðviljans á ríkisstjórnina. Ef tilgangur- inn er sá, að stækka ráð- herra Alþýðubandalagsins eitthvað á kostnað meöráð- herra þeirra, þá er hann meira en misheppnaður. — Plest af því, sem Þjóðviljinn týnir til, bitnai' nefnilega ekki síðin- á þeim en hinum ráðherrunum, ef um sök væri að ræða, þvi að þar er yfirleitt um verk að ræða, sem stjórnin ber öll ábyrgð á. Ef tiigangurinn á að vera sá, að betrumbæta eitthvaö störf ríkisstj órnarinnar, þá er þetta vissulega sízta leið- in fyrir þá, sem telja sig stjórnarsinna, því aö þeir hafa áðrar betri leiðir til að koma áhrifum sínum á fram færi. Það er þvi sama, hvernig litið er á þessa framkomu Þjóðviljans. Hún verður ekki með neinu móti skýrð á þann veg að vera sprottin af velvilja í garð Alþýðu- bandalagsins eöa ríkisstjórn arinnar. Eini árangur þess- arar iðju er sá, að stjórnar- andstöðunni eru lögð vopn í hendur til að ófrægja ríkis stjórnina og stuðningsflokka hennar. Þetta skilur líka Bjarni Benediktsson, ella væri hann nú ekki daglega kófsveittur við aö safna úr- klippum úr Þjóðviljanum. EN HVER er þá annars skýringin á þessu háttalagi Þjóðviljans? Hún kemur í ljós, þegar menn gera sér ljóst, aö Þjóðviijinn er ekki málgagn Alþýðubandalags- ins, heldur Sósíalistaflokks- ins. Innan þess flokks hafa jafnán verið til öfl, sem eru andvíg núv. stjómarsam- vinnu. Það eru hægri öfiin, sem ekkert sjá nema Moskvu. Þau eru full illsku og úlfúðar yfir því, að stjórn in fylgir ekki austrænni stefnu. Þetta þora þau ekki að seg-ja beint, heldur reyna að vega að ríkisstjórninni úr launsátri með öðrum vopn- um. Þessi öfl viröast hafa alltof greiðan aðgang að Þj óðvilj anum. Það sanna úr- klippurnar, sem Bjarni Bene diktsson keppist nú við að birta úr Þjóöviljanum. Þetta er'skýringin á því, aö Þjóð viljinn er nú aö veröa helzta vopnabúr Bjarna. Fyrir stuðningsmenn ríkis stjórnarinnar er nauösynlegt að gera sér grein fyrir þessu. Meðal alha frjálshuga lýð- ræöissinna ætti það vissulega að styrkja stjómina, að hún skuli verða jafnt fyrir árás- um ihalds og Moskvukomm únista. Forsetakjörið í Guatemala Gengst Guatemala fyrir sérstökum samtökum Mií-Ameríkuríkjanna? SEINUSTU mánuðina hefir athygli mjög beinzt að Guatemala, sem er stærsta ríki Mið-Ameriku, vegna stjómmálaatburða, sem hafa verið að gerast þar. í amerískum blöðum 'hefir isá uggur gægzt fram, að þróunin þar gæti vel leitt tií þess, að þar kæmist til valda að nýju hálfkommúnistisk stjórn svip- uð þeirri, sem steypt var úr stóli 1954. Nokkuð gleggra yfirlit fæst um þessa atburði, ef rifjuð er upp saga Guatemala frá fyrstu tíð. Þeg- ar Spánverjar komu þangað upp úr aldamótunuin 1500, hafði einn þjóðflokkur Indíána, Mayarar, haldið þar uppi miklu menningar- ríki um alllangt skeið. Spánverj- ar lögðu þetta ríki í rústir og gerðu síðan Guatemala að miðstöð sinni í Mið-Ameríku. Veldi þeirra stóð þar um þriggja alda skeið. Þá voru þeir hraktir í burtu og stofnað þar fyrst bandalag Mið- Ameríku, er leystist upp um 1840. Síðan hefir Guatemala verið sjálf- stætt ríki og löngum lotið einræð- isstjórnum. í skjóli þeirra náðu amerískir auðhringar allsterkri að- stöðu í landinu og náðu þeir t.d. mestu bananaöla'unum undir yfir- ráð ,sín, en bananar eru 1/10 hluti af útflutningi landsins. Landbún- aður er helzta atvinnugrein lands- ins og hafa jarðeignirnar aðallega verið í höndum fárra stórjarðeig- enda, er hafa haft ódýrt vinnuafl, þar sem Indíánar eru, en hrein- ræktaðir Indíánar eru meira en ihelmingur af ibúum landsins, en íbúatalan er um 3,4 mil’lj. Megin- þorri annarra landsmanna er af blönduðum ættum. ÁRIÐ 1931 hófst U1 valda í Gueta mala Jorge Ubico hershöfðingi, sem stjórnaði landinu með harðri hendi urn 14 ára skeið. Hann stjórnaði sem alger einræðisherra, treysti mjög yfirráð yfirstéttarinn- ar eða jarðeigenda, en beitti sér þó jafnframt fyrir ýmsum verkleg- um framförum. Haustið 1944 var Juan Arevalo kosinn forseti og var stjórn hans fremur vinstri sinnuð. Eftirmaður hans var Arbenz Gus- man, sem var mjög vinstrisinnað- ur og jafnvel talinn standa nærri kommúnistum. Hann beitti sér fyrir ýmsum róttækum stjórnar- ráðstöfunum. Árið 1954 hugðist liann að styi-kja sig í sessi með því að fá hergögn frá Tékkóslóva- kiu, en Bandarikjamenn höfðu neitað honum um vopn. Þetta leiddi til þess að uppreisn var gerð gegn honum undir forustu Armas liðsforingja, sem síðan tók sér forsetavald. Uppreisn Armas- ar var studd af Bandarikj amönn- um. Eftir að Armas varð forseti, reyndi hann að halda áfram ýms- um umbótum, er Arbenz hafði byrjað á, m.a. jarðaskiptingu. í- haldsöflin töldu sig því verða fyrir vonbrigðum með hann. Á síðastl. sumri var Armas myrtur í höll sinni, og var kommúnistum kennt ium, en síðan hefir sitthvað komið í ljós, er bendir til’ þess að þar hafi allt önnur öfl að verki verið.: Þannig upplýsir fréttamaður frá „Sunday Times“ í London nýlega, aö morðingi Armas hafi verið í tengslum við útsendara frá Dom- inikanska lýðveldinu. Á SÍÐAST LIÐNU hausti var efnt til forsetakosninga í Guate- malla og stóð keppnin aðallega milli flokksmanna Armas annars vegar og hægri manna hins vegar, en forsetaefni þeirra var Miguel Ydi- goras Fuentes hershöfðingi, sem hafði verið rnjög handgenginn Ubico og hafði mjög komið til greina sem íoringi uppreisnar- innar gegn Aa-benz, en Armas þá tekinn fram yfir. Vinstri mönnum var meinuö þátttaka í þessum kosn ingum. Fyrstu úrslitin, sem voru birt eftir þessar kosningar, bentu til þess, að Pazzarelli, sem var fram- bjóðandi flokks Armas, hefði unn- Ydigoras forseti. iðsigur. Fylgísmenn Ydigoras hófu þá víðtæk mótmæli, sluddir af vinstri mönnum, og töldu kosning- arnar falsaðar. Æsingar þessar leiddu til stjórnarskipta og fyrir- heits um að efnt skyldi til nýs forsetakjörs, þar sem vinstri menn aðrir en kommúnistar fengju einn- ig framboðsréft. Þessar kosningar fóru fram 19. janúar síðastl. Urslit þeirra urðu þau, að Ydigoras féfck flest atkvæði eða 177 þús., frambjóðandi flokks Armas, Crus Salazar, fékk 132 þús. atky, og frambjóðandi vinstri manna, Mendes Montenegro, fékk 125 þús. Þar sem enginn fékk ■hreinan meirihluta, bar þinginu að velja milíi þeirra tveggja, sem fengu flest atkvæði. Á bingi hefir flokkur Armas meirihluta og var Salazar því viss um kosningu, ef hann hélt framboði sínu til streitu. Kjör hans hefði hins vegar senni- lega leitt til borgarastyrjaldar. Hann dró sig því til baka og lýsti stuðningi við Ydigoras, er hefir nú verið kjörinn forseti. AF AMERÍSKUM blöðum má ráða, að Bandaríkjamenn eru ekk- ert ánægðir yfir sigri Ydigoras. Þeir beittu sér gegn honum við báðar kosningarnar og á hann þeim því ekki neitt upp að unna. Sá ótti þeirra, að hann kunni að taka upp samstarf við vinstri menn, virðist þó ástæðulaus, en hitt get- ur verið ástæða til að óttast meira, að stjórn hans verði svö íhakls- söm, að hiin ryðji kommúnistum braut. Kommúnistaflokkurmn í Guatemala, sem verður að starfa leynilega, er sagður aBSSsugur og vel skipulagður. Rétt er að geta þess, að í kosningabaráttunni lof- aði Ydigoras ýnisum umhótum og frjákiegri si.jómarháttum. Því mun vera veitt veruleg at- hygli, hvernig Ydigoras heldur á stjórnartaumum. Þróun stjórnmál- anna í Guatemala getur haft mikil áhrif í öðrum löndum Mið-Amer- íku, þar sem Guatemala er stærsta ríkið þar. Sumir gizka á, að Ydi- goras muni gerast talsmaður þess, að Mið-Amerikuríkin taki upp að ýmsu levti óháðari stefnu út á við, og geri meiri kröfur um efnahags- lega aðstoð Bandaríkjanna, e-f sam- fylgd Ameríkuríkja eigi að hahlast áfram. Á seinasta þingi S.Þ. sá- ust þess st.undum merki, að suni i Mið-Ameríkuríkin fóru: sínar eigin götur undir forustu Guatemala. Jafnvel var haft á orði, að Gtuite- mala hefði i hyggju að beita sér fyrir sérstökum samtökum Mið- Ameríkuríkjanna sex. Þ.Þ. Flugmálastjórí sæmdur gullmerki Flugmálafélagsins Um siðustu helgi var í fyrsta sinn haldin árshátíð þeirra, sem að flugmáhim vinna hér á landi- Tóku þátt í henni stanflsmienn flug málastjórnarinnar, flugfólaiganna og félagsmenn í FIugmiMaféilagi ís lands. Hátiðin var að Hóetl Borg. Eysteinn Jónsson, fliuigmlálaráð- herra, flutti ræðu á hátíðinni. — Guðrún Á. Simonar söng einsöng og Karl Guðmundsson, lieikari flutti gamaibþátt. Hákon Guðmundssoii, forseti Flugmálafélags íslands sikýrði frá því á hátíðinni, að stjórn félagsins hefði samþykkt að sæma Agnar Kcfoed-Hansen fiugnnálastjóra gullmerki félagsins fyrir mikið og þrotlaust starf að framgangi flugm'ála hér á iandi, og var merk ið aflient á hátíðínni. &AÐ$rorAtv Matthías vissi, hvaS hann var hann var aS segja. A-l-B skrifar. „Sumir menn eru þannig gerð- ir að þeir þurfa sí og æ að fetta fengur útí verk stórskálda þjóð- arinnar og breyta þeim jafnvel eftir eigin höfði, þar sem þeir þykjast betur vita. Hagyrðingur upp í Mosíellssveit tók sér einu sinni fyrir hendur að yrkja upp kvæði Jónasar, „Ilvað er svo glatt . . og sannaði að kvæðið væri vitlaust ort. Bindindispost- uli einn heimtaði að lögboðið yrði að sungið skyldi „kaffi“ í staðinn fyrir ,jvínið“ í sama kvæði og þannig mætti lengi telja. Eitt ein tak af þessari manngerð fær iinni hjá VeLvakandi í Mogga um dag- inn og heimtar að orðið „þreyr“ verði sett í stað orðsins „deyr“ í þjóðsöng íslendingia. Hann getur semsé ekki skilið hvernig eilífð ar smáblóm geti dáið, honum finnst sönnu nær að það þreyi , en sú sögn merkir eftir því sem hann sjáifur segir: „að bíða með eflirvæntingu eftir því er við tek- ur er ævi skeið cr runnið." Þessi skjólstæðtngur Velvakanda virð- ist því gera ráð fyrir að einhver endir sé á æviskeiðinu og einnig áð eitthvað taki við. Það skyldi þó aldrei vera aö dauðinn sé end- ir æviskeiðsins og eilifðin taki svo við? Þannig hygig ég að Matthías hafi litið á málin og því vitað hvað hann var að segja þeg ar hann orti um eilífðar ’smáblóm sem deyr. Á að yrkja upp þjóðsönginn? Það má enrialaust $núa útúr góðum kvœð'um með lágkúruleg um nánasarskap. Spekingurinn sem skrifar Velvakanda getur með sama. rétti spurt hvernig hægt sé að hnýta kranz úr sól- kerfum himnanna eða hvernig dagur getur verið þúsund ár. Og hvernig getur eitt smáblóm grát- ið titrandi tárum? Og geta meim kvakað eins og fuglar, og það í þúsund ár samfleytt? Eg sé ekki annað en nauðisynlegt sé að yrkja allan þjóðsönginn að nýju. Listastefnu mótmælt? Ennfremur skrifar A+B. Þjóðviljinn segir frá því að Camus hafi tekið nokikur frönsk ungmenni i forsvar sem staðin voru að því að skjóta úr skamm byssum á málverk. Unglin.garn ir gáfu þá skýringu að þeim hefði ekki falhð í geð sú listastefna sem málverkin boðuðu. Kaunski þarna sé funriin skýringiii á skot hríðinni á Hótel Skjaldbreið úm daginn. Súemssnar þaðan stendur líkneskið fræga af Skúla.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.