Tíminn - 19.02.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1958, Blaðsíða 9
T í MIN N, miðviktidagian 19. febrúar 1958. 9 <^lílith IjJiinerótcicl: S, mmmm Við fórum í sporvagninn við Norrmalmstorg, settumst fremst og fengum að vera þar út af fyrir okkur. — Hve lengi voruð þið gift, Bricken? spurð'i hún lágt. — I tuttugu og sex ár. Hún andvarpaði. Hún hafði ekki verið gift nema hálft: annað ár. enn. — Var hjónabandið ætíð jafngott? ---- Spurðu ekki svona barnalega, slík hjónabönd eru ekki til. — Eín líklega hefur það þó aldrei farið úr skorðum á svipaðan hátt og hjá mér? — Ég veit ekki vel, hvað þú átt við. Stundum fannst mér, að ég væri mjög óhamingju- söm. En líttu á, þegar frá líður breytir allt um svip. Það skiptast á skin og skuggar í lífinu, en þegar á heildina er litið, var sambúð okkar góð'. — Já, ég veit, að þetta segj a allar ekkjur, og oft er þar um að ræða sjálfsblekk- ingu. E!n ég held að þetta sé rétt um sambúð okkar Hugos, og ég man, að hann sagði við mig á silfurbrúðkaupsdaginn okkar, að af þessum 25 árum hjónabands okkar, hefðu tvö verið erfið, þrjú heldur dauf- leg en hin góð. Og þetta er alveg eins og mér fannst sjálfri. Súsanna hallaði sér fram og horfði rannsakandi í augu mér. — Er þér um geð að segja mér, hvenær á hjónabands- skeiðinu erfiðu árin voru? Voru þau fyrst eða síöast? — í fyrstu reyndist okkur dálítið erfitt að samíagast, en erfiðustu árin komu þó miklu síðar, og um þau vil ég heizt ekki hugsa. — F'yrirgefðu mér forvitn- ina, sagði hún. — En svo varð allt gott aftúr og kannski betra en nokkru sinni fyrr. Það er það, Sém ég gleðst yfir núna. — Ég skil þig. Svo fórum viö að ræða um aðra hluti. Við kirkj ugarðshliöið keypti ég lítinn krans eins og venju- tega úr mosa og hrisi. Hann átti aö endast til næstu heirn- sóknar minnar, og hann var ódýr. Hugo hafði heldur aldrei; kært sig um blómskrúð. Það var langt liðið á haust, og stormurinn hafði sópað saman laufdyngju á leiðinu. Ég lireinsaði það eftir mætti og á meöan sat Súsanna á bekk og horfði til himins. Hún skildi það rétt, að ég vildi ekki; hjálp hennar við leiðið. Ég| minntist þess, að þegar við, fluttum nýgift í litla bæinn, þar sem herstöðin var, bjugg-j um við rétt hjá kirkjugarði, og þá sá ég oft kerlingar eins og mig núna vera að bogra við leiði. Á sumrin gekk ég oft ein. inn í kirkjugarðinn og sat þar! í sólskini á bekk með handa-1 vinnu mína. Súsánna tók af sér hattinn og lét goluna leika að hárinu I-Iún virtist einmana og um- komulaus, og ég fann til með henni og óskaði þess heitt að geta létt áhyggjur hennar. Gaman væri að vita, hverj u Hugo mundi svara, ef ég gæti sp.urt hann ráða. Hann gæti iiócinnct Framhaidssaga 32 kannske gefið einhverja skýr ingu á framferði Hinrifcs og vitað, hvað Súsönnu væri bezt að gera í málinu. Eða mundi Hugo kannske hafa verið alveg eins ráðviíltur og ég? Líklega eru flestir karl- menn likir, þegar öllu er á botninn hvolft, einhvern tíma kemur einhver Ingaliil inn í hjónaband þeirra. Slíkt hend ir svo auðveldlega, og það skiptir líka svo litlu máli, sagði Hugo. Já, fyrir þá. En skiptir það jafnlitlu fyrir konurnar, konur eins og Sús- önnu og mig? Eg þurfti ekki annað en að líta á föit andlit Súsönnu til þess að fá svar við þeirri spumingu — jú, það skipti töluvert miklu máii. Jæja, vertu þá sætil í dag, Hugo, sagði ég með sjálfri mér, nú verð ég víst að reyna að líta til með þek-ri litlu. Þú og þínir líkar stofna til margra vandræða af hugs- unarleysi einu saman. Á eftir segið þio svo, að þið haíið hreint ekkert meint með þessu og teljið að þá sá allt klappað og klárt og skuli vera gleymt og grafið. — Mig langar til að setjast hérna við hlið þína svolitla stund, Súsanna, en það er heldur svalt í veðri fyrir mig í dag. Ef þú mátt vera að, getum við farið inn í litla kaffihúsið hérna handan kirkjugarðsins og fengið okk- ur hressingu. Eg er .vön að gera það, þegar ég fer hingað. Það er aðeins skammur spöl- ur þangað. Eg leit yfir leiðið í síðasta sinn, gáði að, hvort allt væri þar eins og ég vildi skilja við það. Kransinn hallaðist mjúk lega upp að gráum steiiiin- um. Þarna lágu þegar fjórir Engelberger, og þar var enn rúm fyrir mig. Ég fleygði gamla kransinum i sorptunnu skammt frá, og svo gengum við að litla kirkjugarðskáffi- húsinu, þar sem syrgjendur fengu sér hressingu að lok- inni heimsókn í garðinn og hresstu hugann á ný við sterkt og ilmandi kaffi. í fremri stotfunni sátu þrjár soi'gatflj'.æddajr komur,- en í þeirri innri var engin mann- esk j a. Framreiðslústúlkan kinkaði til mín kolli, því að hún þekkti mig. Við fengum kaffið og eftir bað vorum við einar og ótrufiaðar langa stund. — Hinrik á iíka leiði, sem þarf að líta etftir, sagði Sús- anna og hrærði í bollanum sínum. En ég \æifc ekki, hvort hann fer þanguð nokkurn tíma. Eg hef aldrei orðið þess vör og ekki heidur spurt hann um það. — Vafalaust fer hann þang að aldrei. Karlmenn eru hálf hræddir við kirkjugarða, held ég. Þeir áðíta, að hinir dauðu eigi að fá að vera dauðir í friði. Þeir horfa ekki eins mik ið aftur á veginn sem við. — Eg veit, að þú álítur, að ekki sé ástæða fyrir mig að vera afbrýðisöm vegna hins liðna, sagði Súsanna, — En fram hjá því getur vafalaust engin síðari kona komizt, býst ég við. Hún saup á bollanum og horfði hugsandi fram. fyrir sig. — Nú er vlst komið að mér, að rekja raunir minar, sagöi hún. — Afbrýðisöm — já, þú minntist einu sinni á það. Og ég verð að játa það. Það eru til dæmis þessi ör á and- liti hans,” st-undum finnst mér þau óþolandi. Þau minna mig alltaf á hið liðna — líf hans áður en ég kom til hans. Mér finnsit, að miinningag hanis hljóti að vera svo mikiar, að ég komist þar varla að, og allar þessar minningar Mjóti að altaka huga hans i hvert sinn sem hann lítur í spegil, því að örin á andlitinu kalli þær fram. Þessi ör banria hon um að gleyma og skilja hann frá mér. Hann getur ætíð horfið aftur til fyrri konu sinnar og sona, og þangað get ég ekki fylgt honum. Drottinn minn dýri, hvað unga fólkið gerir mikið veð- ,ur út af öllu, hugsaði ég og fann til elli minnar. — Eg held, að það sé al- rangt af þér að hugsa þann- ig, góða mín. Hið liðna er ekki svo ríkt í huga Hinriks. Hann er hættur að taka etftir örunum á andiiti sínu. En hún virtist efcki heyra til mín. — Og þó elska ég hann otft einmitt vegna öranna, sag'ði hún, — því að þau minna á harm hans. Og mér finnst ég geti séð það á svip hans, þeg- ar hann hugsar um liðna tíð. Eg skil ekki sjálfa mig tfull- komlega, en ég finn að það er raun að unna ei-ns og ég, vera svona eigingjörn í ást minni, á ég við. — Þú ert áreiðanlega efcki eigingjamari en aðrir, ságði pcr C!=>* — Jú, það er ég. Eg krefst þess að eiga hann ein, og hann skal vera minn og mín einnar. Mér finnst helzt að ég vildi bera hann innan á mér, á sama hátt og ég bar Lillu. Finnst þér ég þá ekki vera eigingjörn, Bricken — og ímvndunai'veik. Hún hló vandræðalega. — Ég vil ekki einu sinni leyfa neinum að horfa á hann sagði hún og hleypti brúnum. Ég skal segja þér eitt, ég er haldin sjúklegri vissu um þao, að engin kona megi hann augum líta án þess að verða ástfangin af honum. En það á að vera einkaréttur minn að elska hann, einkaréttur, sem ég hef keypt með sjálfri mér. Þú mátt ekki halda, að ég sé gengin af göflunum, þótt ég segi slíka vitleysu. En mér er alvara í hverju einasta orði, það segi ég þér alveg satt. — Óeigingjörn ást er tæp- lera til, sagði ég. — Þú skalt ekki láta þetta valda þér kvíða. Mér finnst satt að segja, að þetta, sem þú varst að segja mér, sé ein fegursta ástarjátning, sem ég hef hevrt, og ég vildi satt að segja að Hinrik hefði heyrt hana. — Hinrik, sagði hún, slíkt má hann aldrei heyra. Held- urðu kannske, að hann heföi nokkurn tíma elskað mig, ef ég hefði hangt sífellt um háls hans? — Já, sagöi ég, það kom mér satt að segja til hugar. Úr mínum bæjardyrum (Framhald af 3. síðu). aðeins eitt dæmi um hagsýn- ina. Við kostum dýr strandferða- skip til að sigla mjög oft hálf- tóm meðfram ströndum lands- ins. Á sama tíma eru byggðir og viðhaldið dýrum vegum um landið, til þess m. a. að komast akandi é viðkomustaði strand- ferðaskipanna. Síðan fara bíl- ar með svo þungan farm frá og til Beýkjavíkur, eftir þess- um vegum, að þeir stórskemm- ast, m.a. miklu meira fyrir hve bílarnir eni stórir og með mik- inn þunga. Þannig er miklum fjölda bíla ekið frá Reykjavík til margra fjarðarbotna á Norðurlandi og talsvert á Vesturlandi einnig, þar sem þeir þungt hlaðnir mæta hálftómum strandferða- skipum, er sikrölta meðfram ströndunum, styrkt stórum fúlg um af aknannafé. Þó tekur út yfiir í þessum efn- um, þegar verið er að moka ■traðir í skafrenningi til þess að koma þessum flutningabílum milli héraða. Þó að afsaka megi stöku sinnum snjómokstur á vetrum, einkum í byggð, til þess að koma mjól'k og þ.h. áfram, þá er snjómokstur á heiðum um hávetur oftast mjög óhag- sýnt starf, og ófyrirgcfanlegt bruðl á fjármunum, a.m.k. til þess að komast á þá staði þar sem strandferðaskipin og flug- vélarnar geta fullnægt sam- gönguþörfinni. Má t.d. rifja upp næsta dæm- ið um snjómoksturinn, þar sem erfitt er að bera við þörfinni. Borgfirðingar og Akurnesing- ar hafa nýlega byggt í félagí ágætis skip „Akraborg", til þess að annast flutninga miili sín og höfuðborgarinnar. En skip- ið hefir venjulega alltof lítið að flytja. Hvað er svo gert? Reynt er að láta sem alira fiesta bíla brjótast inn fyrir Hvalfjörð með vörur og far- þega — oft í kafaófærð. Og stundum skefur snjóinn jafn,- óðum í brautirnar, sem dýr vinnutæki eru að ryðja á kosta- að almennings í landinu. Finnst mönnum að fátæk 'þjóð í nokikuð harðibýlu landi hafi leyfi til að haga sér sivöna naer því á fiestum sviðum? í gamla daga þótti hagsýni, nýtni og sparsemi góðar dygð- ir. Myndi nokkuð óhoEt að at- huga hvort ekki vseri ráð að hefja þær til vegs og virðingar aftur? Karl í koti. 1 9iiiiiimuiiiiiiiiiiiiiu!iiiiuii]iiiiiiii!ii:miiii!iiiiiiiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiitiiiiui!iiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiii«!3ii!ii tlíIIT* Tilkynning ] gjaldenda skatts á stóreignir: § m •= Kærufrestur til skattstjórans í Reykjavík út af § álagningu skatts á stóreignir er til 7. marz n. k. I í Reykjavík, en annars staðar á landinu til 17. marz næst komandi. Skattstjórinn í Reykjavík. HiiiiiiiiiiiiiiisiiiimiiiiiiiimiiiinmmiimiiiiiHuiiiiiiimiimiimmHiuiiniiiiiimiimimiiiiiiimmiimiiiiiiittmn '.V.V.V.^V.V/.V/.V.V.VVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.VJ ? ■: ijí Hjartkæra þökk til allra hinna mörgu vina og Ij vandamanna, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmæli mínu, 14. febr. s. 1. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Magnúsdóttir, Arakoti. i s VV.VV.VVVV.V.V.VVV.VVVV.V.VV.VVVV.VVV'.VV.V.V.VVV VVVV.V.VV.VVVVVW.V.V.VV.VV.VV.V.V.VVVVVVV.VV.VV :: •; Hjartans þakkir sendi ég öUum þeim mörgu vmum í; mínum, nær og fjær, sem glöddu mig með heillaóska- ■! •; skeytum, heimsóknum og stórgjöfum, eða á annan hátt < !; gerðu mér sextugsafmælisdaginn ógleymanlegan. ;! Guð blessi ykkur öll. Brúnastöðum, 7. febrúar 1958. Árni Sæmundsson I V.V.VV.'.V.V.V.V.’.V.’.VV.V.VV.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V Innilega þökkum vi5 öilum þeim, er sýndu okkur samúð við jaröarför móður og ömmu okkar, Margrétar Guðmundsdóttur, Hvammsfanga Guðm. Björnsson og börnin. Kveöjuathöfn Ingibjargar Sigurðardóttur frá Árdal fer fram í Akraneskirkju fimmtudaginn 20. þ. m. og hefst kl. 11 f. h. Jarðarförin fer fram frá Hvanneyri í Andakíl sama dag kl. 2. Bíiferöir verða frá Akranesi. Þelm, sem höfðu ætlað sér að minnast hlnnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Systkini hinnar látnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.