Tíminn - 19.04.1958, Síða 2

Tíminn - 19.04.1958, Síða 2
2 TÍMIN-N, laugardagínn 19. aprfl 19S Fni Asgerður Ester Búadótti rog Benedikt Gunnarsson. Myndirnar eru teknar í Sýningarsalnum í gær. Sýning á myndvefnaði og giermyndum íSýningarsainum í dag opna þau frú Ásgerður Ester Búadóttir og Benedikt C4unnarsson sýningu í Sýningarsalnum við Ingólfsstræti. Ás- gerður sýnir myndvefnað, en Benedikt glermyndir. Sýningin verður opnuð klukkan f jögur fyrir boðsgesti og fyrir almenn- áng klúkkan fimm. Sýningin verður opin daglega frá klukkan tvö til tíu síðdegis og lýkur þann fyrsta næsta mánaðar. Vörn uppreisnarmanna í Súmatra virSisf alveg að firotom komin Síðustu leifar uppreisnarhersins umkringdar aí stjórnarhernum NTB-Djakarta, 18. apríl. — Síðustu leifar uppreisnarhersins eru nú fyllilega umkringdar af sveitum stjórnarinnar, og talið er, að eftir svo sem tvo daga verði stjórn Sukarnos búin að ná aftur völdum um alla Súmatra. Stjórnarheriim liefir nú unnið Padang', helztu borg uppreisnar- manna, þar sem stjórn heirra var stofnuð og sækir liann nú fram til Bukit Tinggi, sem er eini stóri bærinn, sem uppreisnarmenn halda enn. Fjöldi nppreisnarmanna hefir, flúið til fjalla, og bendir allt til, i að langvinnur skæruhemaður sé í! vændum á eyjunni. Taismaður upp reisnarmanna í Singapore hefir sa-gt, að uppreisnarmenn viður- kenndu að hafa.mtsst aðstöðu sína á Súmatra, en þeir myndu halda áfram að berjast frá Norður-Cele- bes. Stjórnarhernum hefir miðað vel í bafdögum og framsókn síð- ustu daga og segir yfirhershöi'ðing- inn, Nasution, að stjórnarherinn muni ekki unna sér hvildar fyrr en uppreisnarmönnum hafi öiium verið útrýmt. Orðsending til Nor- Tvö norsk selveiðiskipanna laus úr ísklemmunni í vesturísnum „Maiblomsten“ 25 mílur frá aúðum sjó Frú Ásgerður sýnir tíu ofnar anyndir, flestar unnar síðast liðin tw ár. Myndirnar hafa allar hlotið nöfn, nema tvær, og sem dæmi m'á isefna „Form í haustnótt", „Grein- ar‘, „Kjarnar“, „Stúlka og fugl“. Á-sgerður Ester hóf nám i Ilandíða og myndlistarskólanum, en innrit- ac ist slðan haustið 1940 í Konung- le; a Akadémíið í Kaupmannahöfn eg slii'ndaði þar myndlistarnám •ncístu þrjá vetur. Eftir að Ásgerð- ur korii heim hefír hún lagt slund á myndvefnað og tekið þátt i nokkr um sýningum og nú seinast sam- wccrænu sýningunni í Gautaborg, jþs:: sem henni var boðið að sýna Jxrýá véfnaði. Einnig átti hún .véfn- aði á alþjóðlegu sýningunni í Mune’hen sumarið 1950 og hlaut þá guliverðlaun sýningarinnar fyrir eina myn,d sína. Þetta er í fyrstiá xSkm, sem hún efnir til sjáifstæðrar sýningar. Nýjung í málaralist. Benedikt Gunnarsson sýnir 26 g'ifrmýndir, málaðar með gagnsæ.i- oetí litum. Er þar um nýjung i mál- araikt að ræða, þar sem litaðar | gtemnyndir haía venjulega verið brenndari verksmiðjum, en mynd- ir Bcnedi'kts eru óbrenndar. Haía slLkar myndir ekki verið gerðar áð- ur :hér á landi og fróðjr menn segja, að aðíerðin sé 'lítl þekkt er-! lendis. Benedikt hefir skírt mynd-1 irnar og má nefna ii’öfsn eins og „Eldi'tigl“, „Hillingar“, „Regnslæð- ur“ og „Gott er a'ö hafa gler í skó“. Myndirnar eru málaðai' síðast liðið ár. Benedikt lauk námi við Handlða- og-myndlist'arskól'ann 1948, stund- aði -síðan nám vlð Lisíaliáskólann og liikislistasafnið í Kaupmanna- böfn og dvaldi síðan um skeið á Frakkiándi og Spáni. Hann liélt fyrstu sjálfstæðu málverkasýning- un>a í París 1953 og ári'ð eftir sýndi hann i Listamannaská'lanum. Hann hefir tekið þátt í mörgum samsýn- ingum íslenzkra listamanna heima og erlendis og síðast á alþjóðasam- sýningunnl í Moskvu. Benédikt hef ir i hyggju >að setja upp stóra einka- sýningu að hausti. ræna tónskálda- ráðsins Nýlega hefir Tónskáldafélag fs- lands sent Norræna tónskáldaráð- inu og tónskáldafélögum Norður- landa svohljóðandi orðssendingu: „Vegna þeirrar kröfu hinnar samnorrænu dómnefndar, :sem kjörin var til >aö v.élja tónyerk: fyrir mæstu norræuu tóniiirtarhátíð, að' til greina skuli ekki koma lón- verk, er samin haffia verið fyxir fíui árum eða >meir, vúll Tónskáldafélag! fsiands Jeyfa sér að henda ,á 'það,; sem hér segir: „Það 'verður ekki hjá þ.ví komizt að segja frá þvi, að tóniistariif á> íslandi 'hefir e.nn ekki núð svo( miklum iþroska, að krafa þessi geti átt við aan íslcnzk tón.verk isem oft bíða •óflutt í handriti ói'atugumi saman og oí'tast einmitt þau veiga- mes.tu. Það er ekki >hægt ,að dylja þá ótr.úlegu staðreynd, aö íslenzk tónsk'áld búa við langtum lakari kjör en stéttarbræður þeirra á hinum Norðurlöud'unum. íslenzilc tónskáld thafa ekki tök á að fá verk sin afrituð, fjöMtuð eða ljósmynd- uð — hvað - þá heldttr prentuð. Hvorki Bíkisúfvarp fslands né Sinfóníuhljómsveit íslanas né ís- lenzkir söngfloklcar n.é ítokkar stoíutónlistar né cinleikarar né OSLÓ, föstudag. — Eftirlitsskipið ,,Draug“, sem sent var að ísrönd- inni í yesturísnum til aðstoðar selveiðiskipunum þremur, sem þar veru innilokuð, tiikynnti síðdegis í dag tvö skipanna, „Drott“ og „lSalvadór“ hetfði losnað út úr Memtnunni ,og hefðu komizt á auðan sjó. En ,JVIaMojnsten“ er enn um það bil 25 mílur inni í ísnum. Þó mun nú horía betur, að skipið losnaði. Draug kom á vettvang í gær og komst svo langt inn í ísröndina að vel sjásl til „Drott“ og „Salva- dor“. Það var úr „Drott“, ;sam amerísk hellkopterflugvél bjarg- aði slösuðum manni og flutti til Grænlands og siðan til íslands. einsöng'vai'ar hafa, nema að mjög litlu 'leyíti, getað annazt flutning eða dreifingu íslenzkra tónverka. íslenzk tónskáld haía heldttr ekki haft tök á að starfa fijálfir að kymiingu verka sinna, heldur hafa einkum á seinni’ árum þurft að ejtða kröftum sínum í að skipu- leggja á íslandi alþjóSlega réttinda stofnun og félagsstarfsemi til að eeyrut að skapa sér og tónlLsfcinni ■sams konar aðstöðu hér ó landi sem aamars staðar tíðkast. Þess er að vænta að þessi aðstaða verði eftir 10—20 ár orðin á íslandi >svip- uð og í öðrum lönðum. ■ Tónskáldafélag íslands teeystir þ.vi, að Norræna tónskáldaráðið og ■narrænu ténskáldafélögin sýni full an skilning á sérstöðu ísl&tiðs í þessum efnum og styðji^ éinnig 'kröfur Tónskáldafélágs íslands á hendur þeim íslenzkum aðilum, sem ciga að leggja rækt við tón- list og alþjóðleg viðskipti á sviði tónlistar — svo að ísland geti sem fyrst staðið jafnfætis hinum Norð- urlöndunum í þessum efnum. Það er einnig skoðun Tónskáida- fólags íslands, að í vali tónvei'ka til flutnings á Norrænum tónlistar- liátíðum skuli ekki farið eftir tízku fyrirbrigðum og slælingum þeirra, hversu haganlega, sem þær kynnu að vera gerðar — heldur skuli lun- ar listrænu kröfur við samningu á efnisskrám eingöngu miðast vi'S hið sálræna tjáningargildi verk- anna — sem er óliáð tíma ogtízku“; Fyrsti knattspyrnuleikur í vor: íslands- og Reykjavíkurmeistararnir írá f fyrra mætast á sumard, fyrsta Einn liður í hátííahöldum Fram í tilefni 50 ára afmæli félagsins í tilefni af 50 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram efnir iélagið til ýmissa afmælisleikja og verður hinn stærsti þeirra næst komandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og' hefst kl. 5 á íþróttavellinum á Melunum. Reykjavíkurmeistarar Fram Tvö erlend lið — utanför. cc:æta þá íslandsmeisturunum frá í sumar eru væntanleg hingað Akránesi og má búast við skemmti tvö erlend knattspyrnulið á veg- legum leik, því þegar’ þessi lið um Fram. 26. i.úní kemur unglinga mættust i úrslitaleik íslandsmóts- lið frá Roskilde Boldklubb í Dan- 'ÍH3 í fyrrasumar, vann Akranes mörku og leikur hér nokkra to'ki. aneð 2—1, og var það eini tap- í fyrrasumar keppti 2. fiokkur •fciku'r Fram á sumrinu fyrir ísl. Fram á vegum þessa félags í Dan- kði. mcrku. Undirbuningiir hafinn að auknu sam- starfi við ísiendinga vestan hafs Ísíendingahús í Winnipeg, æviskrárritun, hand- ritasöfnun, nemendaskipti, íslenzk verzlun o. fl. Undh’búningur er nú hafinn hér að mjög auknu samstarfi við íslendinga vestan hafs. Forsaga málsms er 'sú, að Stein- grímur Steinþórsson, þá forsætisráðh., fól Árna Bjarnarsyni bókaútgefanda á Akureyri að gera tillögur varðandi slíkt sam- starf, en Árni hefir nú samið 40 tillögur í þessu efni og látið prenta ásamt greinargerð í bæMingi. í vetur skipaði núver- andi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, fimm manna nefnd til að vinna að framkvæmd máls þessa á grundvelli tillagna Árna, en í nefudinni eru auk hans, sem er formaður, þeir Hall- grímur Hallgrhnsson, aðalræðismaður Kanada, Egill Bjarna- son, auglýsingastjóri, Steindór Steindórsson, yfirkennari Menntaskólans á Akureyri og séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi. Stjómmáíanámskeið Ákveðið hefir verið að efna til stjórnmála- og málfundanám- skeiðs fyrir fólk í verkalýðsfélög- unum á tímabilinu 25. apríl til 5. maí n. k. Væntanlegir þátttakcndur eru góðfúslega beðnir að hafa sam- band við skrifstofu flokksins í Edduhúsinu sem fyrst. Síniar 15564 og 16066. Framsóknarfélögin.. . 10. j'úlí er svo væntanlegt úr- valslið SBU, Knattspyrnusam- bands Sjálands, og er þa'ð mjög sterkt lið. Mun þa'ð elika hér fjóra leiki. — Úrvalslið frá SBU hefir komið liingað til lands áður. — Liði'ð fer héðan 'hinri 20. júli, og verður þá meistaraflokur Fram því samferða til Danmerkur og mun leika þar þrjá leiki, við Köge, Næstved og Helsingör, þrjú beztu lið Sjálandssambandsins. Nánar verður skýrt frá þessum málum og afmæli Fram síðar hér í blað- inu. Tillögum sínum skiptir Árni í fimm flokka, er bera heitin: Gagn- kvæm landkynning, Heimbog og mannaskipti, Menninganmál, Við- skiptamál o.fl. og Ýmislegt. Meðal annars, sem hann leggur til, er að síofnuð verði íslenzk ferða- og upplýsingaski'ifstofa í Winnipeg, ríkisútvarpið flyfcji meira að frétt- um að vestan, einnig dagskrárliði þaðan, bréfaskipti námsmanna vestan hafs og austan og stoínun framkvæmdanefnda, sem þegar hefir verið gert hér, svo sem áður segir, og vænzt er til að einnig verði gert vestra. Þá skuli hafin æviskrárritun ís- leijdinga . i Vesturheúni, bæði •þeirra, er vestur fluttust og af- komenda þeirra, en í því augna- miði fara þeir Árni, Steindór Steindórsson og Benjamín Krist- jánsson vestur um haf í júní í vor og ferðast um íslandsbyggðir í sumar til að skrásetja ævisögur íslendinga. Ætlunin er að útgáfa á þeim verði svo hafin í haust og verði hún með svipuðu sniði og íslenzkar æviskrár. Til þessa starfs hefir Alþingi veitt nokkurn fjárstyrk. Árni leggur og til að gerð verði gangskör að þvi að safna handrit- usn Vestur-íslendinga til varanlegr ai' geymslu, stuðningur veittur vestur-íslenzkiun blöðum og tima- ritum, fréttaritari fyrir íslenzk blöð og útvarp slarfi vestau hafs, íslenzk; verzlun . stofnuð í Winni- peg, samvinna um skógræktarmál og þjóðræknisfélögin eíld o.fl. íslenðingaitús í Winnipeg. Þá leggur Árni Bjarnarson mikla áherzlu á að stutt verSi að stofnun íslendingahúss í Winnipeg. Þjóð- ræknisielagið vestan 'haís he'fir þegai' rætt það mál og byrjað er að saina fé til þess. 1 húsijþessu yrði sameinuð öll starfsemi Islend- inga í Winnipeg, en þar í borg munu flestir Vestur-íslendingar búsettir á einum stað, og borgin því nokkurs konar höfu'öborg þjó'ö arbrotsins vestra. Mikiii áhugi veytan hafs. Áriii Bjarnarson befir ferðazt viða um ísiendingabyggðir vestra, og telur hann mikinn áhuga rikj- andi meðal þeirra 45—50 þúsund fólks al' íslenzku bergi br.otnu á au'knum samskiptum við ísland. Árni heí'ir um langt skeið stáríað að þessum málum og nú síðast ráðizt i útgáfu mikils rits til efl- ingar samstari'i Vestur-íslendinga I og heimaþjóðarinnar, er hann j nefnir Eddu. í rit þetta skrifa 130 þjóðkunnir memi og verður það gefið út í 8—9 þúsund ein- tökum, sem bæði verður dreift I hér heima og vestra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.