Tíminn - 24.04.1958, Blaðsíða 4
4
T í M IN N, finuntuðaginn 24. apríl 1958,
Dagur barnanna - hjdlpar-
starfið fyrir vangefin börn
Gersamlega ófullnægjandi aSstafta í þjóS-
félaginu fyrir andlega sjúk börn
Sumardagurinn fyrsti er
fyrst og fremst helgaður
börnunum. Þá er safnað fé
til ýmissar starfsemi þeim í
hag og víða um land eru
skemmtanir og hátíðahöld
fyrst og fremst miðuð við
þeirra hæfi. Það fer vel sam-
an að fagna sumri og reyna
að búa í haginn fyrir uppvax-
andi kynslóð, reyna að hlúa
að viðkvæmum gróðri í fleiri
en einum skilningi.
Enginn ber brigður á að heil-
brigð og efnileg börn séu ein
mesta hamingja foreldra sinna og
annarra vandamanna, að fátt eða
efekert veiti dýpri og innilegri
gleði en að annast börn, sjá þau
dafna og þroskast, breytast úr
ómiálga og ósjálfbjarga verum i
sjálfstæðar persónur, sem vilja
ráða eigin högum, stundum fyrr
en vit og þróttur leyfir.
Sjúku börnin
En einmitt í dag langar mig til
að minna á einn hóp barna, þann
hópinn sem efeki þroskast til að
verða sjálfstæð og sjálfbjarga,
böírnin, sem ýmist eru vangefin
fná fæðingu, eða verða það vegna
sjúkdiómsiáfalla í bernsku.
Ekki aMs fyrir löngu var mér
sýndur sá sómi að fá að sitja undir
búningsfund að félagsstofnun til
styrktar vangefnu fólki, Þar hitti
;ég konu, sem á vengefinn son, sem
ur áfram að vera á andlegu
þroskastigi barns. Hún sagði, að
ei-tt sinn hefði komið til sin kona
og sagt um þennan son: Hann er
iniklu meiri aumingi en þú gerir
þér ljóst, en það er kannski gott,
að þú sérð það ekki.
Móðirin sagðist í fyrstu hafa
orðið ákaflega særð, en svo hefði
hún hugsað með sér: Á ég þetta
hrós skilið? Ber ég mig svona
vel, að enginn sjái böl mitt?
Hve mælir sársauka móður eða
föður, sem stendur gagnvart þeirri
staðreynd, að barni þess sé mein-
aður eðlilegur þroski? Hver rann-
sakar hvaða áhrif það hefir á heil-
brigð börn að alast upp með van
gefunum börnum? Og síðast en
ekki sízt, hver skilur þá kvöl, sem
það er öldruðum foreldrum að
horfa fram á að vangefið barn
þeirra eigi kannski að lifa þau og
geta ekki tryggt því öruggan sama
stað?
Hin brýna þörf
Á stofnfundi félags þess, sem
ég áður nefndi, upplýsti Jón Sig
urðsson, borgarlæknir, að þó að
ekki lægju fyrir fullkomnar skýrsl
ur, mætti gera ráð fyrir að hér
lendis væru um 2 þúsund fávitar
og þar af um 500 örvitar, en rúm
á hælum fyrir sjúklinga þessa
væri aðeins fyrir rösklega eitt
hundrað alls. Því mega allir sjá
hve mikil og brýn þörf er fyrir
að auka hæliskost fyrir þessa sjúkl
inga sem fyrst, og hve mörg þau
heimili muni vera, sem eru í nauð
um stödd vegna þess vanda, sem
það er, að annast samtímis heil-
brigð og vangefin börn.
Löggjafarvald okkar hefir í
flestu sýnt skilning á þörfum
þeirra, sem sjúkir eru, en ein-
hvern veginn virðist sem þessir
sjúklingar hafi orðið út undan og
er það líklega vegna þess, að þsir
geta éfefei sjálfir talað sínu
máli og vanheilindi þeirra
eru vandamönnum svo við-
kvæmt mál, að þeir
hafa veigrað sér við að ganga fram
fyrir skjöldu og berjast fyrir hags
bótum þeim til handa. En hver
þarf á vernd og stuðningi að halda
ef ekfei sá, sem öllum þroskabraut
um er lokað fyrir? Hver á meira
tilkall til samúðar okkar en þess
ir einstaklingar, scm án allra saka
hafa hlotið það hlutskipti, að mega
elcki að standa óstuddir I lrfs-
baráttunni?
Því má hcldur ckki gleyma, að
vangefin börn eru oft vansæl
vegna þess, að þau finna vanmátt
sinn í samkeppni við heilbrigð
börn og þess vegna Ííður þeim á-
reiðanlega betur í félagsskap
þeirra, sem eru á svipuðu stigi, ef
þeim er jafnframt tryggður góður
aðbúnaður.
Styrktarfélagið
Með stofnun styrklarfélags van
gefins fólks er öllum, hvar á land
inu sem þeir búa, veitt tækifæri
til að stuðla að því, að sem fyrst
| verði komið upp nægu húsrými
og tryggð starfsemi nægilega
stórra hæla fyrir vangefið fólk.
Óþarft er að íjölyrða um hvílíkri
byrði yrði létt af mörgum heimil-
um, er þeim áfanga væri náð.
Ef trumvarpið um fjáröflun til
starfsemi féiagsins, sem nú liggur
fyrir Alþingi fæst samþykkt, ætti
á skömmum tima að safnast drjúg
ur sjóður til að standa imdir fram
kvæmdum, en fleiri stoðir þurfa þó
að renna undir starfsemina, ef vel
á að vera..
Hópar prúðbúinna barna með
andlit geislandi af eftirvæntingu,
gleðja augu margra landsmanna
í dag og okkur fullorðna fólkið
iangar til að n.ióta á ný hinnar
fölskvalausu. gleði barnsins, er við
fylgjum þeim á sarrfkcmur eða
göngum með þeim í leik af tilefni
hins fyrsta sumardags.
En jafnframt þpí að við gleðj
umst með börnunum og leggjum
fram okkar skerf til að hlua að
þeim gróðri, sem við vonum að
í framtiðinni verði kjarngróður
og kjörviðir þjóðarinnar, mætt
um við líka minnast liinna, sem
alltaf hljóta að verða hinn veiki
gróður.
GLEÐILEGT SUMAR!
Marion Anderson heiðruð í New York
Hin heimsfræga söngkona Marion Anderson var nýlega heiðruð í Carnegie Hall í New York fyrir framlag sift
tii þess að auka skilning og bræðralag í milli þjóðanna. Ungfrú Anderson hafði nýiokið hljómleikaferðalagi
um öil heiztu lönd Asíu. Hún kom þar fram sem fulltrúi Bandaríkjanna og talaði máli þjóðar sinnar. Marion
Anderson er blökkukona. Hún er talin ein ágætasta söngkona heimsins. Myndin sýnir fuiltrúa ameríska utan
ríkisráðuneytisins afhenda henni heiðursskjal að ferðinni lokinni.
W.V.V.V.V.V.Y.V.V.'.V.Y.V.V.V.’.V.Y.YrW.V.ViV.'
I í
í Gleðilegt SUMAR! í
I ij
»■ SkÍDaútgerð ríkisíns. ■■
■■
í GLEÐILEGT SUMAR!
í
Freyja, sælgætis- og efnagerS.
»■
í
Gleðilegt SUMAR!
Chemia h.f. Sterling h.f.
5 Gleðilegt SUMAR!
Hóteí Borg.
"í Gleðilegt SUMAR!
Bifreiðastöðin Hreyfill.
:■ Gleðilegt SUMAR!
H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson.
jj Gleðilegt SUMAR!
Ferðaskrifstofa ríkisins.
---------------
Gleðilegt SUMAR!
PPrentsmiðian Edda h.f.
Gleðilegt SUMAR!
Almennar Tryggtngar h.f.
í Gleðilegt SUMAR!
Rafmyndir h.f., Lindargöfu 9 A.
ij Gleðilegt SUMAR!
■■
"■ Húsg'&gnaverzl. Kristjáns Siggeirssonar.
GLEÐILEGT SUMAR!
í; Stálsmiðjan h.f. Járnsteypan h.f.
1 .V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V
t