Tíminn - 04.06.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1958, Blaðsíða 7
' í M IM V joiSvikudaginn 4. júní 1958. r r Utvarpsræða Asgeirs Bjarnasonar, þingmanns Dalamanna: Því verður naumast haldið fram, að aðrir skili að jafnaði stærri hlut í þjóðarbúið en bændur Herra forseti. — Góðir hlustendur. Við, sem nú lifum og störfum í lanclinu höfum hlotið í -arf mikinn íj ársj-ó'ð, sem forfeður okkar börð ust fyrir um aldir, en það er sjálfstæði þjóðarinnar, viðurkenn ing á rétti hennar til landsins og tilveru meðal þjóðanna. En þetta kostar okkur líka umfram allt fórn fýsi og samheldni auk fjármuna, ef vel á til að takast. Áður fyrr lxafði Alþingi og ríkis stjórn litil afskipti af atvinnuveg um þjóðarinnar. Bóndinn og út- gerðannaðurinn sáu um sig sjálf- ir. I>eir tóku á sig „boðaföllin“ og látið var skeika að sköpuðu, hvort þeir stóðust þau eða ekki. UppbóíarleiSin kemur til sögunnar Nú er öldin önnur. Árið 1946 fór nýsköpunarstjórn Ólafs Thors, hv. þm. Gullbringu- og Kjósar- sýslu, inn á nýja leið í þessum efnum. Þá var fyrsf gengið inn á það af Alþingi og ríkisstjórn að taka ábyrgð á fiskverði til útflutn- ings. Síðan hefir ekki tekizt að losna við afskipti ríkisins af út- f 1 utningsverðinu, enda ekki tekizt á annan hátt að skapa rekstrarskil yrði fyrir atvinnuvegina. Með hverjú ári hefir það orðið erfiðara að afla fjár til þess að br.úa bilið á milli framleiðslukostn aðar annars vegar og sölverðs af urðanna hins vegar, en þetta hef- ir verið nauðsynlegt, nema því að- eins að eitt af þrennu hefði skeð eða allt í senn: 1 fyrsta lagi að framleiðslukostn aður innanlands hefði haldizt ó- breyttur. í öðru lagi að framleiðsluaukn ingin í landinu hefði verið það mikil, að hún hefði getað staðið undir hinum aukna kostnaði sem orðið hefir og þó hæpið að það eitf hefði dugað: í þriðja lagi að verðlag erlendis hefði hækkað til samræmis við aukinn fcostnað við framleiðsluna innanlands. Ekkert af þessu hefir verið til staðar í það ríkum mæli að það hafi nægt til að brúa bilið, þess vegna hefir á hverju ári í s. 1. 12 ár þurff nýjar aðgerðir af hálfu ríkisins til að tryggja sölu af- urðanna á erlendum markaði. Grurtdvöllurinn er sá að útflytj endur verða að láta gjaldeyrinn af liendi fyrir verð, sem hvergi nærri hrekkur fyrir framleiðslukostnað inum. Er nú svo komið að enginn útflytjandi getur flutt neitt út, nema með meiri eða minni uppbót um frá því öpinbera. Fyrst í stað var bilið brúað meg því að sjá framleiðslunni fyrir nýjum lekju stol'num í formi óbeinna skatta. Geagislækkunin 1950 Árið 1950 var ósamræmið milli erlends verðlags og framleiðslu- kostnaðar innanlands orðið það mikið að ekki þótti fært að halda áfram á sömu braut. Þá var gjald eyrisskráningúnni breytf það mik ið að það átti að nccgja til að bjarga útgerðinni. En sú varð þó ekki raunin. — Þá töluðu núv. stjórnarandstæðingar ekki um á- lögur á þjóðina, eins og háttv. þm. Sjálfstæðisfl. gera nú, og voru þó álögurnar, ef álögur skyldi kalla, miklu meiri þá en nú, því að allt sem greiða þurfti í erlend um gjaldeyri, hækkaði jafnt, og þar á meðal neyzluvárningur. Nei, Sjálfstæðismönnum ferzt hvorki að tala um álögur á þjóð ina, né það að aðrir vilji gina né gapa yfir bönkum og lánastofn unum, því þeir láta sjálfir, aldrei ónotuð tækifæri í þeim efnum og svífast einskis. Mikil fjárfesting hefur orðið í landbúnaðinum að undanförnu, en framleiðsluaukning hefir líka orðið mikil. MilIiIeiÖin, sem nú er farin Sú leið, sem farin er nú í efna- hagsm'álum og lögfest hefir verið til að tryggja afkomu aðalatvinnu veganna, er millileið. 1 hinum nýju lögum um útflutningssjóð o. fl. er farinn meðalvégur milli geng isbreytingar og þess skattafyrir- komulags, sem ríkt hefir á undan förnum áriun. Kerfinu er breytt frá því sem verið hefir og það jafnframt gerjf einflaldiara. Það er gerður minni mismunur á upp bótum en áður hefir átt sér stað og það er gert ráð fyrir því að allar tegundir útflutningsvara geti komið til greina. Þá er gert rág fyrir því að leggja yfirfærslugjald á allar að- fluttar vörur og duldar geiðslur. Ennfremur að greiða yfirfærslu- uppbætur á tekjur islenzkra at- vinuvega af öðru en vörusölu, eins og t. d. flutningsgjöld í sigling um m. a. Breytingar til mikilla bóta í þessu er fólgin mikil breyting frá því sem verið hefir, sem hefir m. a. þá þýðingu að ekki er lengur útilokað að nýjar at'vinnugreinar geti staðizt samkeppni í útflutn- ingi, þótt svo hafi verið áður. Þá minnkar nú mikið bilið á milli innlends og erlends verðlags í ýmsum greinum og er það spor í réta átt, enda hefir það líka hlot ið viðurkenningu hv. stjórnarand- stæðinga, sem eru hreint ekki eins mikið á móti þessum lögum og þeir vilja vera láta, og sýndu breytingatillögur þeirra það bezt. Þær miðuðu flestar að því að auka útflutningsbæturnar, en það þýð, ir meiri álögur ag þeirra dómi og engin tillaga hefir komið frá þeim um það að minnka gjöldin á nauð synja- eða rekstrarvörum land- búnaðar og sjávarútvegs. Enda eru margir hinna reyndari þm.' Sj'álfstæðisfl. það greindir menn að þeir sjá þýðingu þessa rrtáls fyrir land og þjóð, þótf sjálf um hafi þeim ekki auðnazt að koma með neitt, sem getur þjarg að atvinnuvegum þjóðarinnar. Og engan fá þeir til að trúa því, að við lifum til lengdar eins og á- statt er, án þess að gera nýjar ráðstafanir. Ef engar ráðstafanir væru gerðar, þá fyrst væri ástæða til að óttast um hag lands og þjóð ar. Þvi eftir því sem lengur er dregið að aðhafast eitthvað í efna hagsmálum eftir því eykst misræm ið í verðlagi innanlands' og utan og enginn eyrir verður fiT að brúa bilið svo að ekki liggur neitt fyrir annað en ag framleiðslan stöðvist. verkamenn atvinnulausir og afurð ir landbúnaðarins illseljanlegar. Aðgerðarieysið yrði of dýru verði keypt til þess að nokkur skyni borinn maður óski þess, því altir sjá hvernig fer um lífsnauðsynjar og framkvæmdir í landinu, þegar framleiðsla þjóðarinnar er ósenni leg eða stöðvast'. Nýju lögin og landbúnafiurirm Um á'hrif hinna nýju iaga um útflutningssjóð á aíkomu lancl- búnaðarins vil ég taka það fram að aðstaða til útí'lutnings á land- iiúnaðarvörum vérður nú betri vegna hækkaðra útilutningsupp- bóta. Hækkun á erlenduin rekstrar vörum, ásamt hækkun á vinnulaun um mun að sjálfsögðu verða tek I in til greina við verðlagningu á ÁSGEIR BJARNASON komandi hausti, mjólkurverð hækkar nú þegar í samræmi við grunnkaupshækkun og aukinn dreifingarkost'nað samkv. lögunum. Kjötverð hækkar einnig, sem nem ur hækkun á dreifingarkostnaði. Oþarfur metingur Því er haldið fram af sunium ræðum á Alþingi nú nýlega að ofmiklu fé sé varið til fjárfesting ar í landbúnaði miðað við annað. í því sambandi var því haldið fram að fjárfesting í landbúnaði sl. 4 ár hafi verið meiri en í sjávar útvegi. Ég hygg að óþarft sé og engum fil góðs að stofna til metings milli þetósara hc(fuð.Vt- vinuvega í þessum efnum. Upp bygging þarf að eiga sér stað bæði í landbúnaði og sjávarútvegi og nær væri að bera samanlagða fjár festingu þeirra saman við heildar fjárfestingu þjóðarinnar. En ég vil leyfa mér af þessu tilefni ag fara nokkrum orðum um landbúnaðinn, þátf hans í þjóð arbúskapnum og landbúnaðarfram kvæmdir síðustu ára. Framleiísla land- búnaðarins Það er að vísu rétt að land- búnaðurinn framleiðir eins og nú standa sakir ekki nema tiltölulega lítinn hlul'a af útflutningsvöru landsmanna. Á það vil ég þó benda, enda full ástæða til að menn viti það, að s'á gjaldeyrir sem inn i landið kom á s. 1. ári fyrir útfl. landbúnaðarvörur, gær- ur, ull, kjöt o. fl. gerði betur en að greiða allar rekstrarvörur sem keyptar voru til þarfa landbúnað arins á því ári. En eins og kunnugt er framleiðir landbúnaðurinn að- allega vörur, er þjóðin notar sjálf, og auðvitað sparar hann þannig gjaldeyri, sem hún yrði að afla með einhverju móti, ef þessar vörur væru fluttar inn. Landbúnaðarframleiðslan til inn landsnotkunar mun eftir því sem næst verður komizt hafa num ið nokkuð yfir 700 millj. króna á sl. ári miðað við verðlagsgrund völl landbúnaðarafurða. Þeir, sem tala um ofmikla fjárfestingu í landbúnaði nú síðustu árin verða að gera sér grein fyrir því, að framkvæmdir í lanclbúnaði hafa á ýmsum tímabiium á þessari öld verið litlar og verulegur hlut'i er bústofnsaukning, sem er vegna fjárpestanna. Fjárfesting í landbúnaðinum Á árunum 1947—52 er landbún aðarfjárfestingin, þó ekki nema um 40 millj. króna á ári, en hef ir aukizt síðan. Á öðruin sviðum átti sér stað mjög mikil fjárfest 'ng á sama tíma og lítil fjárfesting var í landhúnaði. Til dæmis um það sem fengizt hefir fyrir það fé æm fest hefir verið í landbúnaði í seinni tíð skal ég nefna þetta: A árunum 1947—56 stækkuðu túnin um 23 þúsund ha. eða sem uæst þriðjungi á sama tíma voru reist 2083 íbúð.arhús eða á þriðju hverri jörð í landinu. Á síðustu 5 árum hafa verið byggð f jós með hlöðuin yfir nálega 10.000 naut gripi og fjárhus með lilöðum yf ir um 150.000 fjár. En bústofns aukningin á árinu 1953—56 er 7300 nautgripir og 260.000 fjár. Auk þessa liefir yfirleitt verið vel séð fyrir vélvæðingu í land búiiaðinum. En framleiðslaukningin er líka ■ mikil síðustu árin. Kjötframleiðsla hefir aukizt síðustu 5 árin úr 9000 í 15400 tonn, ull og gæru- framleiðsia meir en tvöfaldazf og mjólkurframleiðslan hjá mjólkur búunum aukizt úr 42 millj. lítr- um í 66 millj. lítra. Ég vil enn fremur benda á það að við land- búnaðinn vinna nú aðeins 13% af þjóðinni og hygg ég að því verði naumast haldið fram að þau 87%, sem önunr störf vinna skili að jafnaði stærri hlut í þjóðarbúið. Ný Iagasetning í þágu landbúnaÖarins Bændur landsins hafa lyft' Grettistaki og notið til þess stuðn ings Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Það er líka söguleg staðreynd, að þegar bændurnir hafa leyst sín stærstu vandamál þá hefir Framsóknar- flokkurinn jafnan átt sæti í rík isstjórn og farið með landbúnað- armál. í tíg núverandi rikisstjórnar hef ir margt verið unnið landbúnaðin um í hag. Lögum um búfjárrækt hefir verið breytf til bóta, enda þarf saman að fara arðmikið bú- fé grasgefin tún, og góð nýting, svo að vel notist starf bóndans. Þá ber enfremur að nefna hina nýju lagasetningu um landnám, ræktun og byggingar I sveitum, þar sem tekin er upp sú nýjung að styrkja sérstaklega ræktun þeiri-a býla, sem hafa undir 10 ha. tún. Framsóknarmönnum hefir lengi verið það ljóst að brýna nauðsyn ber til að skapa öllum býlum í land inu rekstrarhæfan grundvöll, en sá grundvöllur er óvíða til staðar, ef túnin, sem eiga að sjá búpen- ingnum fyrir fóðri, eru undir 10 ha Þá er samkv. þessum sömu lögum verulega bætt aðstaða nýbýlinga frá því sem verið hefir. Það er trú mín og von að þeir fjársjóðir, sem faldir eru í ræktanlegu landi muni smámsaman leysast úr læð- ingi og að þar eigi enn eftir að skapast nýir möguleikar t. d. í sambandi við skógrækt, hvera- orku m. m. FramiiS Iandbúna'ðaríns Sjálfsagt spyr nú einhver: Hvað á að gera með meiri framleiðslu í landbúnaði en nú er? Því vil ég svara þannig: Þjóðinni fjölgar. Mörg smáþorp eiga eftir að rísa upp í sveitum landsins. Sú kem- ur tíð, að enginn efast um, að hægt sé að flytja út sauðfjárafurð ir með góðum árangri, en það er með þær eins og aðra framleiðslu, að það þarf að tryggja rekstrar- grundvöll útflutningsafurðanna og um leið tryggja fólkinu í landinu stöðugt verðlag daglegra nauð- synja og eigna. íslenzku þjóðinni fjölgar um 3000 manns á ári og leiðir þetta til þess að efla þarf framleiðsluna af fremsta megni, svo að hægt sé að sj'á öllum fyrir lífsnauðsynj- um. Búið í haginn fyrir framtííina Núverandi æskumenn og konur geta valið um skóla og hlotið góða menntun, enda er æskan þess verðug því að hún er bæði þrótt mikil og dugleg og hefir alla mögu leika til að láta gotf af sér leiða. Þessum arftökum þjóðfélagsins mun vafalaust takast að bæta urn og laga ýmislegt sem miður fer nú í landi voru. Af hálfu hins opinbera er fé varig til menhtunar ækunni eftir því, sem ást'æður leyfa, og á þessu ári er fjárveitingin til mennta- mála 123 millj. kr. en auk þess 12 millj. kr. til kirkjumála. En einnig á annan hátt er 'fé varið t'il þess að búa í haginn fyr- ir framtíðina. Til opinberra fram kvæmda er m. a. veitt á fjárlög- uin þessa árs: Til nýbyggingar þjóðvega sem næst 15 millj. króna og til viðhalds' þjóðvega heimingi hærri upphæð eða 33 miilj." kr. Til endurbygg- ingar gamalla vega, fjallvega og sýsluvega rúmar 4 millj. króna. Til brúargerða rúmum 10 millj. króna. Til hafnarframkvæmda um 13 millj. króna. Til raforkusjóðs 15 millj., nýrra raforkuframkvæmda 10 millj. króna. Til ræktunarfram kvæmda samkv. jarðræktarlögum 23 millj. króna. Til nýbýla 6,5 millj. króna, til lánastofnana landbúnaðarins : 4.1 millj. og til stækkunar á túnum innan 10 ha. 5 millj. króna. Allir þessir liðir á fjárlöguin eiga það sameiginlegt að þeii" miða að varanlegum umbótuni, sem eiga að skapa þjóðinni betrf afkomu í framtíðinni. Atvinnuvegirnir og fjárfestingin Þag er talið að um 1500 millj. króna hafi farið í fjárfestihgu ár- ið 1957 eða 1 króna af hverjum þremur sem þjóðin hefir aflað. Þessi fjárfesting er að miklu leyti á vegum einstaklinga. — Það gefur auga ieið að það' þarf ýtrustu hagsýni og dugnaö til að halda þannig áfram til lengdar. En eitt er víst að það er ekki hægt að festa svona mikið fé árlega, nema því aðeins að at- vinuvegir þjóðarinnar gangi, og gangi vel. Öll fjárfesting varðaidi atvinnuvegina er nauðsynleg, sé hún til þess ao auka framleiðslu- magnið og skapa ný verðmæti og þar af leiðandi auknar tekjur. Sú fjárfesting þarf jafnan að sitja f fyrirúmi fyrir öðru, sem ónauðsyn legra er. Það má heldur aldrei draga vinnuafl þjóðarinnar um of frá atvinnuvegunum. Þeir eiga aö geta fengið og þurfa ag fá inn- lent vinnuafl, svo ekki fari af þeim sökum gjaldeyrir úr landi. Verkefni, sem bíða framundan Framsóknarflokknum er það ljóst ag það þarf að venja meira fjármagni en gerf hefir verið til sjálfs atvinnulífsins. Ber þó aö meta það, sem vel hefir veriö gert í þessum efnum. Byggg hef- ir verið áburðarverksmiðja, söm sér bændum fyrir nægum köfn unarefríisáburði og jspairar þar með mikinn gjaldeyri. Nú er langt (Framhald á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.