Tíminn - 17.06.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 17. jnní 1958. SSSsi undir fiskveiðum með ströndum fram", og talið, að öðrum rikj- um bæri að reyna að komast að samkomulagi við strandríki, meðal annars um „viðurkenn- ingu á forgangsrétti strand- ríkisins". Jafnframt var þó tal- að um „lögmæta" hagsmuni ann ara þjóða í því sambandi, sátta- umleitanir og gerðardóm. Þessi tillaga var í ályktunar en ekki lagaformi. En hún hlaut lög- legt samþykki samkv. fundar- sköpum. Með tillögu Bandaríkjanna um 6 mílna landhelgi og 6 milna fiskveiðalandhelgi að auki með undantekningum, sem eru óað- gengilegar fyrir íslendinga, voru greidd 45 atkvæði, 33 á móti, en 7 sátu hjá. Með tillögu Rússa um 12 mílna landhelgi (þ. e. ekki eingöngu fislcveiðalandhelgi) voru greidd 21 atkvæði, 47 á móti, en 17 sátu hjá. Eins og sjá má af þessu var engin bindandi niðurstaða sam- þykkt á ráðstefnunni um stærð landhelgi eða fiskveiðaland- helgi, og þá auðvitað ekki öðru fremur, að 12 mílur fari í bága við alþjóðalög. Jafnframt er það sérstaklega athyglisvert, hve 12 mílna fiskveiðalandhelgi virtist eiga mikil ítök í ráðstefnunni, þótt margir vildu draga úr gildi slíkrar landhelgi með undan- tekningum, og hve sá hugsunar- háttur reyndist nú almennur orðinn, að taka beri tillit til afkomumöguleika strandríkis og heimila því, af þeim ástæðum, „forgangsrétt" í einhverri mynd. Hér er um gerbreytt viöhorf að ræða, því að til skamms tíma hefir að mestu verið vitnað til „hefðar" og „sögulegra" raka í þessum málum og hinar stóru fiskveiðaþjóðir hafa yfirleitt ekki á annað vilja líta. Það skal tekið fram, að hér er aðeins lauslega skýrt frá aðal efni framangreindra tillagna, og skortir því á nákvæmni í orða- lagi, enda löggiltar þýðingar á íslenzku ekki fyru\hendi, þegar grein þessi er rituð. Yfirlýslng forsætisráðherra Hinn 1. júní s.l. var, eins og kunnugt er, birt opinberlega sVo hljóðandi yfirlýsing frá forsæt- isráðherra íslands: „Samkqmulag hefir verið gert mjlli stjórnarfiokkanna um eft- irfarandi. Reglugerð um fiskveiðaland- helgi Islands verði gefin út 30. júní n. k. í reglugerðinni verði eftirfarandi efnisbreytingar ein- ar gerðar frá því, sem nú gildir samkv. reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland nr. 21 19. m'arz 1952: 1. Fiskveiöalandhelgin verði 12 sjómilur út frá grunnlínum. 2. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, skal heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelg- innar, þó utan núverandi frið- unarlínu. Sérstök ákvæði skulu sett um þessa heimild og til- greina. nánar veiðisvæði og veiöi tíma. 3. Reglugerðin skal öðlast gildi 1. sept. Tíminn þangaö til réglugerð- in kemur til framkvæmda verð- ur notaður til þess að vinna að skilningi og viðurkenningu á réttmæti og nauðsyn útfærslunn ar. Réttur til breytinga á grunn- línum er áskilinn." Áöur en forsætisráðherra birti þessa yfirlýsingu var efni henn- ar lagt fyrir þá fjóra fulltrúa þingfiojjkanna fjögurra, sem sj ávarútvegsmálaráðherra hefir kvatt til funda öðru hverju síð- an 9. apríl s.l., þar sem þeir hafa, ásamt honum, rætt ýms atriði í sambandi við útfærslu fiskveiði- landhelginnar. Útfærsla landhelginnar hefir nv.kla þýöingu fyrir vélbátaflotann. Samkvæmt yfirlýsingunni verð ur nýja reglugerðin gefin út 30. júní og öðlast gildi 1. sept. í þess ari reglugerð verða grunnlínur óbreyttar frá því sem nú er. Þar veröur svo fyrir mælt, að fisk- veiðalandhelgin verði 12 sjómíl- ur út frá grunnlínunum og út- lendum skipum óheimilt að stunda veiðar innan hennar. ís- lenzkir togarar fá takmarkaðan rétt til veiða innan fiskveiða- landhelginnar, þó ekki innan þeirrar fiskveiðalandhelgi, sem nú gildir, og er gert ráð fyrir, að þeim verði aðeins leyfð veiði veita andsvör við því, sem stjórn ir annara ríkja hafa fram að færa, heyrir undir utanrikis- ráðuneytið. Löggæzla á fiski- miðum heyrir undir dómsmála- ráðuneytið. En allar meiriháttar ákvaröanir í máli sem þessu eru að 'sjálfsögðu teknar sameigin- lega af ráðherrum þeim, er í ríkisstjórninni sitja á hverjum tíma, að fengnu áliti sérfræð- inga. Málstaður Islands út á við Hér hefir verið rakið, mjög stuttlega, ýmislegt af því, sem fram“ og aö þegar svo stæði á, ætti strandríki að hafa „ein- hverskonar „forgangsrétt". Ef þetta á við um nokkurt strand- ríki, á það við um ísland. 5. Við íslendingar biðum i sjö ár eftir áliti þjóðréttarnefndar- innar, eitt ár eftir ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu Þ.jóð anna og loks eitt ár i viðbót eftir Genfarráðstefnunni. Við verðum því ekki sakaðir um óþolinmæði í því sambandi. Og engum þarf að koma á óvart, þó að nú sé hafizt handa. 6. Við útgáfu reglugerðarinn- ar verður ekki notaður sá rétt- ur, sem samkvæmt Haagdómn- um og samþykktum Genfarráö- stefnunnar, verður að telja, að RAN, flugbáfur landhelgis- gæzlunnar. á takmörkuðum svæðiun og á vissum tímum árs. — X yfirlýs- ingunni er gefið til kynna, að grunnlínum kunni að verða breytt síðar, þótt eigi verði það gert 30. júní. Meöferð og framkvæmd þeirra mála, sem hér er um aö ræða, heyrir undir þrjú ráðuneyti. Út- gáfa reglugerða og undirbúning- ur í sambandi við hana innan- lands heyrir undir sjávarútvegs- málaráðuneytið. Meðferð mála á erlendum vettvangi, eins og t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, og að Varðskipiö Ægir. gerzt hefir í landhelgismálinu fyrr og siöar. Skipulegar greinar gerðir um rök fyrir málstað ís- lands hafa verið lagðar fram af mönnum, sem til þess eru færir, en hér er ekki um slíka greinargerð að ræða. Hér skal þó lauslega bent á nokkur at- riði, sem styðja þá ákvöröun, er nú hefir verið tekin: I 1. Sum ríki hafa, með einhliða ' ráöstöfunum, ákveðið hjá sér 12 sjómílna landhelgi. Hér hefir verið tekin ákvörðun um 12 mílna fiskveiðalandhelgi ein- göngu, og gengur sú ákvörðun því skemmra. | 2. Þjóðréttarnefndin veitti þau svör ein varðandi víðáttu land- helgi, að hún mætti ekki, að al- þjóðalögum, vera meira en 12 sjómílur. Fiskveiðalandhelgi sú, sem hér hefir veriö ákveðin, fer ekki yfir þetta mark. 3. Mikill meiri hluti fulltrúa á Genfarráðstefnunni var fylgj- andi 12 milna fiskveiðalandhelgi. Tillaga um slíka fiskveiðaland- helgi, án undantekninga fyrir tilteknar fiskveiöiþjóðir, hlaut meirihluta greiddra atkvæða á ráðstefnunni. 4. Genfarráðstefnan viöur- kenndi, að athuga bæri sérstak- lega „aðstööu þeirra þjóða, sem eiga lifsafkomu sina eða efna- jhagsþróun að langmestu leyti lundir fiskveiðum meö ströndum Islendingar eigi til að færa út grunnlínur á ýmsum stöðum við landiö, en á þann hátt hefði ver- ið hægt að stækka fiskveiða- landhelgina meira en gert er. Aðrar þjóðir mættu gefa þessu atriði gaum. 7. „Söguleg" rök eru einnig fyrir hendi i þessu máli: Stærð landhelgi viö island á 17., 18. og 19. öld. Hvað ei framimdasi? Ákvörö'un íslendinga um út- færslu fiskveiðalandhelginnar er nú kunn orðin öðrum þjóð- um, þótt reglugerðin verði ekki gefin út fyrr en 30. júni. Nokkur ríki hafa þegar látið uppi álit á þessari ákvörðun. Eitt stórveldanna, Sovétríkin, hefir látið þá skoðun í ljós, að ákvörðun íslendinga sé réttmæt, og er það i samræmi við þá á- kvöröun, er þau tóku sjálf á sín- um tíma, því aö þau hafa ákveð- ið 12 sjómílna landhelgi hjá sér, og Bretar síðan samið við þau um heimild til fiskveiða í land- helginni, á tilteknum svæöum. En sumar þeirra þjóða, sem stunda fiskveiöar hér við land, hafa mótmælt útfærslunni. Við því mátti búast. Aðallega kemur gagnrýnin frá Bretum, eins og vænta mátti. Þeir hafa í seinni tíð veitt þjóða mest á Islands- m'iðum.1) Haft hefir verið eftir mikilsmegandi manni í Bret- ;■ landi eitthvað á þá leið, að í • þessu máli séu annarsvegar hags • munir 50 milljóna manna í Bret landi, hinsvegar hagsmunir 150 þúsunda á íslandi. Slíkur mál- flutningur er fjarri lagi. 150 þús. íslendingar, eða rúml. það, eru öll þjóffin, sem þetta land bygg- ir, og sjávarafurðir eru megin- 1 hlutinn af útflutningsvörum þessarar þjóðar. En sá fólks- ■ fjöldi í Bretlandi, sem hefir lífs- framfæri sitt af fiskveiðum á íslandsmiðum er svo agnarlitið brot af brezku þjóðinni, að engri átt nær, að tala um, að hags- munir þessarar 50 milljóna þjóð ar séu í veði, þó að brezk fiski- . skip verði nú að hverfa af nokkr um hluta íslandsmiða. Við íslendingar gerum þaö rvorki af ráðríki né meinsemi ið bægja erlendum fiskiskipum Tá þeim hluta íslandsmiða, sem læstur er landinu. Við gerum >að af brýnni nauðsyn, sem við röfum treyst öðrum til að virða. "’ólk hér á landi hefir borið ílýjan hug til fiskimanna, sem íingaö koma um langa vegu frá ■féímkýnnum' sinu'm og oft vinna: törf sín á miðunum við óblið kilyrði eins og starfsbræður leirra hér á landi. En það er -kki hægt að leyfa erlendum liskimönnum eða þeim, sem þá :enda, að lialda áfram að kippa ’.toðum undan framtið þjóðar- nnar. Ótrúlegt er, að aðrar . þjóðir haldi því til streitu, þeg- ar á reynir, að heimta aðstöðu til svo ills verks sér Cil handa. Það hefir oft verið sagt und- anfarnar vikur, að íslendingum beri að standa saman í þessu máli. Að nauðsyn sé á þjóðar- einingu. Og liversvegna? Auð- vitað vegna þess, að deilur og illindi milli manna hér innan- lands í sambandi við landhelg- ismálið, geta ýtt undir þá skoð- un erlendis, að meðal íslend- inga sjálfra sé uppi andstaða gegn útfærslu fiskveiðaland- helginnar. Það væri hættulegt, ; ef að því væri stuðlað af van- . gá, að slíkur misskilningur breiddist út með öðrum þjóðum. Það er líka víst, að síðan sjálf- stæðisbaráttunni lauk hefir aldrei verið jafn almennur og samstilltur áhugi fyrir nokkru máli og nú er i landhelgismál- inu. Þessi þjóðaráhugi lýsir bezt nauösyn og eðli málsins. Vegna þess þjóðaráhuga og at því að fylgi við sanngjarnan málstað Islendinga mun enn reynast vaxandi með öðrum þjóðum, ■— ef vel er á málum haldið — eig- um við íslendingar, ef um ein- hverskonar baráttu verður að ræða, að geta komið heilir frá þeirri hildi. G. G. ') Afli Brcta á íslandsmiðum mun Iiafa verið um 200 þús. tonn árið 1955, miðað við fisk upp úr sjó. . . ..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.