Tíminn - 22.06.1958, Qupperneq 2

Tíminn - 22.06.1958, Qupperneq 2
2 T f M I N N, sunnudaginn 22. júní 1958. Mál og Menning sshhsbbbbbmb eftir dr. Halldór Halldórsson wasmmmma 20. þáttur 1958 Ó. Á. skrifaði mér nýlega bréf um nokkur orð, er hann telur illa myndug eða notuð í vafasömum merkingum. Bréfið, sem dagsett er í Reykjavík 10. maí, er á þessa leið: í nýjum sóttvarnalögum birt- ist nýyrðið sóttvarnasótt, og mun þar át't við þær farsóttir, sem opinberum vörnum er 'beitt gegn. Er orð þetta not- Ihaaft? Ef svo er, má ekki imynda tilsvarandi orðið slysa- varnaslys, þ.e. slys, sem slysa- vörnum er beitt gegn, eða orðið sauðfjárveikivarnaveiki, þ.e. sauðfjár-veiki, áem sauð- fjárveikivörnum er beitt gegn. í nýrri heilbrigðissamþykkt I fyrir Kópavogskaupstað, svo og í eldri lögum og reglugerðum, sem fjalla um líkf efni, -er orðið næmur sjúkdómur nolað um mjög smitandi sjúkdóm. Er iþetta orð notað í réttri merk- ingu? í fljótu bragði virðist sem réttara væri að nota orðið næmur sjúkdómur um .sjúk- dóm, sem næmur sé fyrir áhrif- um utanaðkomandi, t.d. lyfja, f.d. næiniprófa sýkla, t.d. fyrir á hrifum mygiulyfja. HinsVegar er mjög rökrétt að tala um, að fólk sé næmt fyrir sýklum, sbr. 1 þegar talað er um, að menn séu ónæmir fyrir sjúkdómi. Einnig er talað um ónæmisaðgerðir, þ.e. aðgerð, sem kemur í veg fyrir ,að menn séu næmir fyriú sóttkveikju. Hvaða orð væri þarna betur notað? Mjög er talað um bólusetn- ingar gegn ýmsum sjúkdómum öðrum en bólusótt, t.d. mænu- sóttarbólusetningu. Hvað er að segja um slíka orðanotkun? Ég vík fyrst að orðinu sótt- varnasótt. Ég geri ráð fyrir því,- að það láti, að minnsta kosti í fyrstu, illa í flest'ra eyrum, og mun tvennt valda þvi. Það er ekki fegurðarauki nokkru orði, að sami stofn sé tvítekinn (sótt- varnasótt), iþótf finna megi fjöl- mörg dæmi þess í málinu. Hitt atriðið er, að mönnum mun ekki virðasf samband fyrra og síðara liðar merkingarlega eðlilegt. Það er þetta atriði, sem Ó.Á. vikur að í bréfi sínu. Mig grunaði, að Viimundur Jónsson landlæknir mundi vera höfundur þéssa orðs. Hringdi ég því til hans, og kannaðist hann þegar við króann og virtist hinn ánægðasti með hann. Landlækn- ir sagði mér, að -orðið væri þýð- ing á quarantinible disease, en svo væri á ensku nefndar sóttir, sem væru þess eðlis, að þær létu , að sóttvörnum, eins og hann orð-1 aði það .Landlæknir virðist því hafa hugsað orðið þannig, að sóttvarnasótt væri sú sótt, sem : -hefði „sóttvarnaeðli“, en svo | mun því ekki farið um alla1 smitandi sjúkdóma, svo að þörf er á nýju nafni. Þag er alkunnugt mál, ag fyrri liður samsetts orðs getur tak- markað merking síðari liðar. með mjög margvíslegum hætti. Hér eru engín lök á að ræða . það mái nema mjög stuttlega. Ef-j t.d. eru borin saman orðin tré-1 skip og gufuskip, sézt þegar, að , fýrri liður orðsins tróskip segir til um, úr hverju efni skipið er gert, en fyrri hlúti orðsins gufu- skip segir til um,-með hverjú: skipið er knúið. Ég efa það ekki, I að orð::i gufuskip og eimskip hafa komig einhverjum spánskt fyrir sjónir í fyrstu. Nú leiðir enginn hugann að þvi. Ég býst við, að eins fari um orðið sótt- varnasótt, þótt mér þyki það eklci fallegt fremur en Ó. Á. Og ég efa ekki, að hægt er að benda á dæmi þess, að samband fyrri og síðari liðar sé nákvæmlega eins í öðrum íslenzkum örðum, eða mjög svipað. Geysileg fjöl- breytni ríkir í þess'u, eins og áður pr sagt. Og á margar deilur hefi ég hlýtt, sem stafa af því, að mönnum er þessi fjölbreytni ekki ljós. Og mér vitanlega brýt- ur orðið sóttvarnasótt engin lög- mál tungunnar. Þá vík ég að orðasambandinu næmuf sjúkdómur. Orðið næmur er leitt af sögninni nema, sem í rauninni merkir „taka“. Það merkir í fyrstu „sem getur tek- ið, móttækilegur“. Það er því ekki í samræmi við upprunalega merkingu að tala um næma sjúk- dóma. Hins vegár er þetta all- gamalt í málinu. í orðabók séra Björns í Sauðlauksdal segir svo: Næm sótt, morbus contagio-. sus, inficiens, smitson Sygdom. B.H. II, 117. Með hliðsjón af því, að hér er um að ræða allgamalt mál- fyrirbæri, sem náð hefír svo mikilli útbreiðslu, að það meiðir ekki málssmekk neins — eða að minnsta kos'ti mjög fárra — tel ég það eiga fullkominn rétt á sér að tala um nænin sjúk- dóma. Þá kem ég að þriðja og síð- asta atriðinu í bréfi Ó. Á. Það er alveg rétt, að merking orðsins bólusetning hefir víkkað mikið. Slíkt er mjög algengt fyrirbrigði í máli. Sú tegund merkingarvíkk' unar, sem hér um ræðir, nefnist hluthvörf, en hún á rætur að rekja til þess, að hluturinn eða fyrirbrigðið, sem merking orðs vísar til, breytist. Sem dæmi mætti nefna, að orðið hamar hefir í fyrstu táknað verkfæri úr steini, enda er hamar énn til í merkingunni „klettahæð“. Síðar tóku menn að gera þetta verkfæri úr öðru efni, en skiptu ekki um nafn. Svipuðu máli gegn ir um bólusetningu. Þessari að- gerð var fyrst beint gegn bólu- sótt, síðar gegn öðrum sjúkdóm- um, en nafh aðgerðarinnar helzt óbreytt. Fjölmörg svipuð dæmi mætti nefna. Hér er aðeins um eðlilega málþróun að ræða. Sú stefna, sem fram kemug í bréfi Ó. Á., að meta einstök orð aðalega eftir röklegri meginreglu er dálítið hæpin. Vitanlega er það eitt hlutverk málsins að tjá röklega hugsun, en það hefir einnig mörgum öðrum þörfum að sinna. Ef org hefir náð rót-- festu í máli í tiltekinni merk^ ingu, þótt sú merking sé ekki í samræmi við frummerkingu (sbr. t.d. hamar og bólusetning), getur það átt fullkominn rétf á sér. Hér eru ekki tök á að rök- styðja þetta nánara. Til þess þarf meira rúm. Um orðið löghelsi, sem nokkuð hefir verrð vikið að áðnr, hefi ég enn fengið nokkru fyllri vitn- eskju. Guðmundúr G. Hagalín rit höfundur segir mer, að hann þekki það að vestan. Eru þá komnar þrjár heimildir af Vest- fjörðum, og mun orðið því hafa verig alkunnugt þar. En nú hefi ég auk þess fengið fréttir af orð- Engar líkur fyrir svæðisráðstefmi NTB—London, 1. júní. Aðstoðar- utanríkisráðlierra Breta, David Ormsby-Gore, hefur látið svo um mælt í skriflegu svari við spurn- ingu frá einum þingmanni efri dcildárinnar, að enginn árangur virðist verða af tilraunum til að koma á svæðisráðstefnu um land helgismálið." Spurning þingfull- trúans til stjórnarinnar var á þá leið, livort nokkuð hefði orðið ágengt uin undirbúning að ráð- stefnu Norðursjávarríkja um fisk veiðimörkin. Ormsby-Gore sagði í svari sínu, að mörg ríki spyrðu nú, livort yfirleitt geti orðið nokkurt gagn að því að ræða fisk veiðimálin í hafinu kringum Is- land, meðan íslendingar fást ekki til að eiga aðild að slíkri ráðstefnu. Fyrsta síldin til Dalvíkur DALVÍK í gær. — Fyrsta síldin á þessu sumri barst hingaö til Dal- vikur í dag. Baldvin Þorvaldsson kom hingað með 180 tunnur, sem hann fékk á'vesturs'væðinu í nótt. Er síldin sölt'uð hér í dag. Síldin virðist feit og falleg. Hér er alltaf þurr og köld tíð og sprettur heldur seint. Má segja að varla hafi komið dropi úr lofti síðan bætti að snjóa, aðeins smá skúrir um síðustu helgi. PJ. Ameríski gamansöngleikurinn „Kysstu mig Kata" verður sýndur í kvöld í 15. sinni í Þióðleikhúsinu. Einn þeirra gesta sem koma fram í sýningunni er danski balletdansarinn Svend Bunch, og sézt hann hér á myndinni ásamt þeim Ingunni Jensdóttur og Maríu Þorgeirsdóttur. Sýningum á söngleiknum lýkur annan mánudag, 30. júní Soimr einræSisherrans féll á prófi og faSirinn hefndi sín þegar í staS S. 1 fimmtudag ákvað þingið í Dominanska lýðveldinu í Mið-Ameríku, sem raunar er aðeins verkfæri í höndum Trujillos einræðisherra, að afþakka alla frekari fjárhagsað- stoð frá Bandaríkjunum og segja upp samningum, sem heim- ila Bandaríkjamönnum að reka radarstöðvar og athugunar- stöðvar fyrir eldflaugar á dóminönsku landi. Ekki var af þingsins hálfu færð fram nein ástæða fvrirþessum sam þykktum, en það er álit kunnugra, að hér sé einfaldlega um að ræða Jón Nordal leiknr á síðustu tónleikum Tónlistarfélagsins á þessu vori Jón Nordal tónskáld og píanóleikari heldur tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins n. k. miðvikudag og fimmtu- dag kl. 7 síðdegis í Austurbæjarbíói. Eru þetta sjöundu tónleikar á þessu ári, sem Tónlistarfélagið iheldur fyrir stýrktarfélaga sína, j en tveir þeir fyrstu tilheyrðu síð-1 asta ári. Verða þessir tónleikar því þeir 5. í röðinni af 10 tónleik- um, sem haldnir eru árlega fyrir styrktarféjaga. Á efnisskránni eru fimm prelú- inu úr Dalasýslu. í bréfi, sem Kristján Markússon, Nýlendu- götu 19 B, skrifar mér 8. maí, ségir á þessa leið: Orðið löghelsi þekkti ég í Dalasýslu fyrir og eftir alda- mótin 1900. Það var notað sem hálsþand, einkum á kýr, ef 'nautabönd .fengust ekki.; .Ég lýsi þessu ekki en sendi eitt löghelsi. | Ég er Kristjáni mjög þakklát-1 ur fyrir sendinguna. Nú kann ég að hnýta löighelsi. Það er gert með þeim hælti, að fyrst er hnýttur hnúlur á enda bandsins, síðan er gerð lykkja á bandið, hnútnum stungið þar í og hert að. Pétur Jónsson frá Nautabúi segir mér, að hann þekki orðið löghclsi úr Fljótum í Skagafirði. Orðið löghelsi er án efa gam- alt lagamál. Ég hefi að vísu ekki fundið dæmi þess í lögum, en orðabókarmenn Háskólans fundu það nýlega í Alþingisbókum. Ár- ig 1693 kóm fram-fyrirspurn um orðig til lögsagnara: ast ÓÝ ogm aæ Item löghelsi, sem venjulegt sé á nautum gera, sé það kall- að, sem lykkjunni er svo hnýtt að ei á hnútinum renni hálsinn að kyrkja. Alþ. VIIÍ, 428. H. H. díur og fúgur úr „Wohltemperi- ertes Klavier" eftir J.S. Ðach, frönsk svíta nr. 5 og sálmforleikur „Jesus bleibet meine Freude11 eftir sama höfund, sónata op. 2 nr. 3 eftir Beethoven og loks tilbfigði fyrlr píanó eftir Anton Webern, én hann er talinn einn af.merkustu og sérkennilegustu nútímahöfund- um. Jón Norðdal er eins og kunnugt er, einn af okkar fremstu píanó- leikurum. Hann hefir ekki haldlð hér opinbera píanóleika síðan 1952 er liann spilaði fyrir styrktarfclaga Tónlistarfélagsins. Síðastliðinn vet ur lék hann með Sinfóniuhljóm- sveitinni og þá sinn eigin 'píanó- konsert. Hljómsveitarstjórinn Wll- ihelm Schleuning, sem stjórnaði þessum tónleikum, var svo hrifinn af frammistöðu Jóns, bæði sem tónskálds og píanóleikara, að hann bauð honum að koma til Þýzka- lands og leika þennan konsert þar með 'Ríkishljómsveitinni í Dresd- en. Þessu boði tók Jón og lék kon- sertinn á tónleikum í siðastliðnum febrúarmánuði og hlaut mjóg góða dóma í Dresden. Jón Nordal er nú kennari við Tónlistarskólahn. þjóðhátíðardaginn Á þjóðhátíðardaginn 17. júní bárust utanríkisráð’herra kveðjur frá utanríkisráðherrum Noregs, Brazilíu og Júgóslavíu, sendiherr- um Por.túgal, Ítalíu og Spánar bg aðalræðismönnum íslands í Barce- lona og Tel-Aviv. (Frá utanríkisráðuneytinu). hefndarráðstöfun af hiifu Trujillos einræðisherra. Sonur hans Rafael Trujillos vngri hefir sem sé faljið við lokapróf í liðsforingjaskólanuin í Bandaríkjunum, þar sem hann var nemandi. Eyddi 1 milljón dollara. Háttalag bessa unga manins, sem er general-lautinant að nafnbót: heimanað frá sér, hefir verið mjög galgnrýnt í blöðum og á þingi' í Bandarí'kjunum. Vil-di þingið draga mj'ög úr efnahagsaðsitoð við ein- ræðiSherrann, er það vitiiáðist, að TrujiLlos viigri hafði eytt í Banda- ríkjunum hvorki meira né minha en 1 millión dollara eða fömu upp hæð og efnahaigsaðstoð Bandáríkj- anná hefir numið árlega. Peningnm þessum hefir náung- inn evtt í gjafir og skemmtanir. Meslu hefir hann sóað í kvik- myndástjörnur eins oh Kim Novalc og Zsa Zsa Gabor og hann eyðir meiru aif tima sinum í Hollywood en á skólanum. Hann er giftuh og á mörg börn. Á fimmtudaginn viar hainn kominn til Hollywood og sagðist myndi halda þar samsæti um kvöldið fyrir fjölda gesta. Hjólbarðar og slöngur frá Sovétríkjunum fyrirliggjandi: 500x16 600x16 825x20 750x16 650x16 1000x20 1200x20 MARS TRADING COMPANY, Klapparst. 20. Sími 1-73-73

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.