Tíminn - 22.06.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1958, Blaðsíða 4
4 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIIU Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við LlndargBt* Símar: 18 300, 18301, 18 302, 18303, 18304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 123SS Prentsmiðjan Edda bf. Barátta Sjálfstæðisflokksins gegn vinnufriðnum ÞAÐ er ekki oft, sem Mbl. iief ur gert fund í verka- iýðisfélagi að höfuðefni aðal- forustugreinar sinnar. Þetta he'fur þó gerzt i gær. Þá helg- ar Mbl. aðalforustugreinina fundi, sem var haldinn í Dagsbrún á fimmtudags- kvöld, en þar var samþykkt að efna ekki til kaupkrafna eða verkfalls að svo stöddu, heldur semja um eins mán- aðar uppsagnarfrest. Þetta þykja Mbl. bersýni- lega ekki hin æskilegu mála lok. í forustugrein Mbl. segir meöal annars: „Eins og kunnugt er hafði félagið sagt upp samning- um við atvinnurekendur og var búizt við að kommúnista stjórnin legði nú fram ýtar- legar tillögur um þær kröfur, sem gera skyldi og aflaði sér heimilda til vinnustöðvunar, eins og ýmis önnur félög 'hafa nú gert, þar sem komm únistar ráða. En þetta fór nokkuð á annan veg en hátt- ur kommúnista- er, þvi að engar kröfur voru nú lagðar fram nema sú, að krefjast þess að samningar verði upp segjanlegir með eins mánað- ar fyrirvara.“ Mbl. bætir því svo við, að kommúnistar vilji bersýni- lega ekki, að í Dagsbrún sé hóstað eöa stunið nema með leyfi þeirra. Það er næsta augljóst hvað veldur vonbrigðum Mbl. yfir Dagsbrúnarfundin um. Kaupkröfur átti að leggja fram strax og verk- fall átti að fylgja á eftir. Sú er nú stefna Sjálfstæðisfloks ins í verkalýðsmálunum. ÞESSI afstaða Sjálf- stæðisflokksins skýrist bet- ur, þegar það er jafnframt upplýst, að sama daginn og Dagsbrúnarfundurinn var haldinn, gaf Sjálfstæöisflokk urinn út sérstakt blað, Verka mannablaðið, er dreift var út meöal Dagsbrúnarmanna. — Að vlsu var Sjálfstæðisflokk urinn ekki skráður útgef- andi, heldur lýöræðissinnaðir verkamenn, en sú nafnföls- un dylur ekki hinn raunveru lega útgefanda. í aöalgrein blaðsins var fjallaö um, að nauðsynlegt væri fyrir verkaanenn aö krefjast kauphækkana. Greininni lauk síðan á þessa leið: „DagSbrúnarstjórnin virð- ist vera þeirrar skoðunar, að fresta beri öllum aðgerðum í kaup- og kjaramálum verka- manna. Verkamenn eru hins vegar þeirrar skoðunár, að ef eitthvað á að gera á þessu ári til þess að vega á móti rýrnandi kaupmættj launa þeirra, þá beri að gera það nú þegar, en ekki í haust eða fyrri hluta vetrar, því að reynslan er sú, að haustið og tíminn fram að áramótum hefur ávallt reynst rersti tím inn til að knýja fram endur- bætur á samningunum.“ Hér kemur það skýrt fram hver stefna Sjálfstæðisfl. er: Kaupkröfur strax. Verkfall strax. Þennan boðskap lét Sjálf- stæðisfl. líka erindreka sína flytja á Dagsbrúnarfundin- um, þótt þeir gugnuðu á aö flytja tillögu i samræmi við hann, er þeir heyrðu undir- tektir fundarmanna. Þennan sama áróður hafa þeir líka látið erindreka sina flytja í öðrum verkalýðsfélögum, þar sem þeir hafa getað komiö því við. EN HVER er svo tilgang- ur Sjálfstæðisflokksins með því að knýja fram kaupkröf- ur og verkfall strax? Er það vegna þess, að hann úlíti það réttmætt og fram- kvæmanlegt að hækka nú kaupið og að atvinnurekend- ur, sem margir hverjir eru helztu ráðamenn Sjálfstæðis flokksins, bíði bara eftir að samþykkja kröfurnar jafn- skjótt og þær hafa verið born ar fram? Vissulega er þetta ekki af- staða Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti leggja forkólfar Sj álfstæðisflokksins fast að atvinnurekendum að láta nú hvergi undan síga, og benda í því sambandi réttilega á, að atvinnuvegirnir geti nú ekki greitt hærra kaupgjald. — Afleiðingin af þessu yröi að sjálfsögðu sú, að framundan væru löng verkföll hjá þeim félögum, sem færu nú af staö með kaupkröfur og verkföll. Tilgangur Sjálfstæöisfl. er þannig bersýnilega sá að koma mikilli og varan- legri truflun á vinnufrið- inn með því annarsvegar að æsa verkalýðsfélögin til kröfugerðar og verkfalla og hinsvegar með því að hvetja atvinnurekendur til þess aö láta nú hvergi undan síga. SÁ PLOKKUR, sem á erf- iðum tímum reynir þannig að eyðileggja vinnufriöinn, sýnir vissulega ekkert greini legar en að hann telur sig varða um annað meira en þjóðarhag. Það er skefjalaus valdalöngun sérhagsmuna- mannaklíkunnar, sem ræður flokknum, er stjórnar aðgerð um eins og þessum. Hér svif- ur yfir vötnunum stefna flokksformannsins: Eigin- hagsmunir fyrst, flokkshags munir svo, þjóöarhagsmunir síðast. í þeirrj trú, að upp- lausn og ófriður geti lyft sérhagsmunaöflunum til valda að nýju, er ekki hikað við að beita þeim vopnum, er hér hefur verið greint frá. Furðulegt má það vera, ef þjóðin sér ekki við þess- um brögðum og dæmir þau að veröleikum. T í M I N N, sunmulagiun 22. júní 1958. ••:: -- Alþjóðadómstóllinn í Haag Hugmyndin um aiþjóða- dómstól, þar sem þjóðir heimsins gætu fengið úrslita dóm í deilumálum sinum, var eitt af því, sem efst var í huga fulltrúa frá fimm- tíu löndum, er komu saman í San Francisco í Kaliforníu árið 1945, til þess að semja stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Hinn nýi dómstóll átti í raun- inni að vera framhald af Fasta- dómstóli um alþjóðarétt, sem stofnaður var árið 1921 á vegum Þjóðabandalagsins, en var leystur upp í heimsstyrjöldinni fyrri. Lög- in, sem hann er byggður á, eru hin sömu að undanteknum nokkrum breytingum, sem nauðsynlegt var að gera í samræmi við hlutverk hinnar nýju alþjóðastofnunar. Aðsetur Alþjóðadómstólsins er hið sama og fyrirrennara hans, þ. e. í Friðarhöllinni í Haag í Hol- landi, en hún var reist árið 1913 að ósk ameríska iðnfrömuðsins Andrew Carnegie. Carnegie gaf fé til byggingar „alþjóðadómstóls, og skulu dyr hans standa opnar á friðartímum, en lokaðar á stríðs- tímum.“ Þeir 15 dómarar, sem sæti eiga í dómstólnum, eru kosnir til níu ára í senn af allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna og öryggisráðinu, og eru þeir valdir úr hópi fremstu lögfróðra manna í heiminum. Kosn ingarnar í báðum þessum stofnun- um Sameinuðu þjóðanna eru hvor annarri óháðar. Nú mega tveir ■dómarar vera borgarar sama lands. Dómarar þeir, sem nú eiga sæti í Alþjóðadómstólnum, eru frá Arg- entínu, Ástraliu, Kína, Egypta- landi, E1 Salvador, Frakklandi, Urikklandi, Mexíkó, Noregi, Pak- istan, Póllandi, Ráðstjórnarríkjun- um, Stóra-Bretlandi, Bandaríkjun- um og Uruguay. Þeir eru fulltrúar allra helztu þátta siðmenningar og lagakerfa í heiminum. Eina Skylda þeirra er að-kveða upp dóm í samræmi við alþjóðalög, er grundvallast á al- þjóðlegum ráðstefnum og alþjóða- hefð, almennum lagaákvæðum, sem viðurkennd eru af þjóðum og lögfræðikenningum og úrskurðum hinna allra fremstu lagavísinda- manna í heiminum. Einstaklingar mega ekki standa að málum, sem borin eru undir úrskurð Alþjóðadómstólsins, held- ■ur aðeins ríki. Meðferð málanna þar getur verið tvenns konar: dóm- stóllinn kveður upp úrskurð í deilumálum, og hann veitir ráð- gefandi svör við lögfræðilegum spurningum. Úrskurðir hans eru endanlegir og þeim verður ekki áfrýjað. Allir meðlimir Sameinuðu þjóð- anna eru sjálfkrafa aðilar að lög- Friðarhöllin í Haag. um dómstólsins. Önnur ríki geta einnig orðið aðilar að þeirn að uppfylltum skilyrðum, sem ákveð- in eru í hverju tilfelli af allsherj- arþinginu eftir tilmælum frá ör- yggisráðinu. Úrskurðir þeir, sem dómstóllinn hefir kveðið upp, hafa verið virtir af þeim þjóðum, sem hlut áttu að máli, í öllum tilfellum nema einu. Það var árið 1949, þegar Albanía neitaði að hlíta úrskurði dómsins um að greiða Stóra-Bretlandi kringum 844 sterlingspund fyrir herskip, sem urðu fyrir tundur- duflum á Korfusundi árið 1946. í í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna er tekið fram, að þegar úr- skurði dómstólsins sé ekki hlýtt, megi hinn aðilinn leita til öryggis- ráðsins, og ef það telur nauðsyn- legt, getur það látið uppi álit sitt ■eða fyrirskipað aðgerðir, sem íramkvæma skal, til þess að úr- skurðinum verði framfylgt. Ekkert ríki hefir enn boirið slíkt mál undir öryggisráðið. svo að það er ekkert fordæmi til um það. hver yrðu við- brögð öryggisráðsins. AlþjóðadómstóBinn ber vott um viðleitni mamia til þess að viðhalda friði og öryggi í heimin- um á grundvelli laga. Enda þótt alþjóðalög, sem dórmstóLlinn verð- ur að byggja úrskurði sína á, séu enn á þróunarstigi, þá vinnur 'hann ekki aðeins að þvi að hjálpa til við að leysa alþjóðleg deilumál, aneð því að hann beitir viðurkenndum reglum, hefð og almennum ákvæð- um við samþykkt og birtingu dóm- anna, heldur hjálpar hann einnig til við að staðfesta og treysta hið alþjóðlega lagákerfi. Á SKOTSPÓNUM Tveir iðnrekendur, Sveinn Valfells og Sveinn í Héðni hafa keypt hlutabréf Kristjáns Guðlaegssonar í útgáfu- félagt dagblaðsins Vísir. Horfur eru jafrrvel á, að þeir muni ná meirihluta í stjórn félagsins, en þar hafa Björn Ólafsson og Hersteinn Pálsson ráðið mestu að undan- förmi. . . . Líklegt þykir, að þeir Sveinarnir ætli að treysta pólitísk völd sín með þessu. . . .Dómar munu nú væntanlegir á næstunni í málum þeim. sem risu út af gjaldbroti verzlunarinnar Ragnar Blöndal hf.i’ því samhandi er talið, að nokkrir menn murti fá aðlþunga dóma fyrir okur. . . . Hljótt hefir verið um okurmálin svonefndu um sinn, en nú munu birtast dómar byggðir á rannsókn þeirri, sem fram hefir farið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.