Tíminn - 04.07.1958, Qupperneq 6
6
T í 311N N, föstudaginu 4, júlí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Efnahagslögin hafa afstýrt
stórfelldu atvinnuleysi
HÉR í blaðinu í gær,
birtist pistill frá upplýsinga
skrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn,
þar sem skýrt var frá því, að
verulegt atvinnuleysi væri
nú viða í heiminum, bæði
vestan járntjalds og austan.
Hér á landi hefur ekki
verið atvinnuleysi um margra
árabil, þegar undan er skilið
árstíðarbundið atvinnuleysi,
sem átt hefur sér staö í
sumum sjóþorpum út um
land. Annarstaðar á landinu
og þó einkum hér suðvestan-
lands, hefur atvmna verið
meiri en hægt hefur verið
að anna. í kjölfar þessarar
miklu atvinnu hafa fylgt
verðþensla og verkföll, sem
hafa haft óheppilegustu
áhrif á efnahagskerfið.
ÞESSI mikla atvinna, sem
verið hefur hér suðvestan-
lands, hefur villt mörgum
sýn á því, hve ótraustur
grundvöllur hennar hefur
verið í raun og veru. Einn
aðalstoð hennar hafa verið
hernaöarframkvæmdir, sem
beint og óbeint hafa veitt
þúsundum manna atvinnu,
en þess er ekki að vænta, að
þær haldist til langframa,
enda mun enginn æskja
þess, að það heimsástand
haldist, er gert hefur þær
nauðsynlegar. Önnur aðal-
stoðin hafa svo verið miklar
lántökur, fyrst Marshalllán-
ín og nú síðast lán til nýju
Sogsvirkjunarinnar, sem-
entsverkssmiðjunnar o.s.frv.
Þess er ekki að vænta,
að jafn stórfelld lán verði
tekin í framtíðinni, enda
gæti þjóðin með þvi reist sér
hurðarás um öxl.
Af þessum ástæðum, hefur
hin mikla atvinna, sem hér
hefur verið að undanförnu,
verið byggð á hinum ótraust
asta grunni og það er engin
von til þess, að i framtíðinni
verði tryggð næg atvinna,
nema komið verði und‘r hana
styrkari og varanlegri stoð-
um. Og þar getur ekki verið
um aðrar stoðir að ræða en
tryggja framleiðslunni arð-
•vænlegan starfsgrundvöll
og stuðla að eflingu hennar
á þann hátt.
BLAÐIÐ „Verkamaðurinn”
á Akureyri ræðú' nýlega um
hið ólíka viðhorf fulltrúa í
nítjánmannanefnd Al-
þýðusambandsins, er efna-
hagslögin nýju voru þar til
meðferðar. Reykjavíkurfull-
trúarnir lögðu áherzlu á
kauphækkun, en fulltrúar
félaganna út á landi lögðu
áherzlu á að tryggja stöðuga
atvinnu. Ástæðan var sú,
segir Verkamaðurinn, að
þeim var Ijósari hættan á at
vinnuleysinu. Þess vegna var
afstaða þeirra önnur og já-
kvæðari til efnahagslaganna
en reykvísku fulltrúanna.
Pýrir þá menn, sem eitt-
hvað þekkja til atvinnuleys-
is, hafa háir kauptextar lítið
að segja, ef atvinna fæst
ekki. Það er rétt hjá Verka-
manninum, að næg atvinna
er sú undirstaða, sem af-
koma hvers þjóðfélagsþegns
byggist á öðru fremur.
ÞAÐ ER vitaö mál, að
hefðu nýju efnahagslögin
ekki verið sett, væri atvinnu
leysið nú búið að halda inn-
reið sína í stórum stíl. Engin
síldveiði hefði þá oröið og
togarnir hefðu stöðvazt.
Mörg iðnaðarfyrirtækin
væru þá stöðvuð vegna skorts
á gjaldeyrir til kaupa á hrá-
efnum. Byggingavinna væri
líka stöðvuð af sömu ástæð
um.
Hernaðarvinna og erlendar
lántökur nægja lítið til að
tryggja nóga atvinnu, þegar
framleiðslan er stöðvuð.
Almenningur hefur áreið
anlega gert sér þess alltof
litla grein, hvert atvinnu-
ástandið hefði orðið, ef efna
hagslögin nýju hefðu ekki
verið sett. Þá myndu menn
nú hafa ástæðu til að kvarta
undan margfallt meiri kjara
skeröingu en verðhækkun-
um þeim, sem hafa átt sér
stað undanfarið vegna
hinnar nýju löggjafar.
Þessi hefði óhjákvæmilega
orðið afleiðingin, ef fylgt
hefði verið ráðum þeirra
þingmanna, er undir forustu
Sjálfstæðisflokksins greiddu
atkvæði gegn efnahagslög-
gjöfinni nýju, án þess að
benda á nokkur úrræði önn-
ur til að afstýra stöðvun at-
vinnuveganna.
ÞAÐ ER efnahagslögunum
nýju að þakka, að framleiðs
an er nú rekin af miklu
fjöri til sjós og lands í stað
þeirrar stórfelldu atvinnu-
stöðvunar, sem annars hefði
orðið. Með efnahagslögunum
er jafnframt lagður grund-
völlur af því, að framleiðsl-
an geti starfað þannig
áfram, ef ekki vei'öa knúðar
fram meiriháttar kauphækk
anir, sem eyðileggi hann.
Efnahagslögin nýju tryggja
því næga og vaxandú at-
vinnu, ef áhrif þeirra verða
ekki eyðilögð í framkvæmd
vegna skammsýni og óbil-
girni. Þeir, sem nú reyna að
spilla fyrir árangri þessarar
löggjafar, kippa þannig
grundvellinum undan arð-
vænlegum rekstri framleiösl
unnar, er stuðla myndi að
vexti hennar og viðgangi, eru
þeir að bjóða heim atvinnu-
leysinu, sem veldur nú mörg
um þjóðum miklum áhyggj-
um og myndi því hvergi reyn
ast öllu tilfinnanlegra en
hér vegna þess, að fámenn
og fátæk þjóð eins og ís-
leendingar þolir sízt slík á-
föll.
Fréttirnar utan úr heimin
um um vaxandi atvinnuleysi
þar, gera það vssulega nauö
synlegt, að menn íhugi efna
ahgsmálin ekki sizt frá þessu
sjónarmiði.
ERLENT YFIRL/7:
Eftir kosningarnar í Svíþjói
Ver^ur bráUlega reynt a(J mynda þar ríkisstjérn á breitJara grundvelli?
KOSNINGARNAR, sem fóru
fram til neðri deildar sænska
þingsins 1. júní sl., snerust fyrst
og fremst um eitt mál, eftirlauna-
análið, enda var beinlínis stofnað
til þeirra vegna ágreinings um
það. Urs'litin urðu hins vegar þau,
að þetta mál má heita jafn óleyst
sem áður, því að hin nýkjörna
neðri deild mun skiptast í tvo
jafna helminga um meginstefnu í
málinu. Jafnaðarmenn og kommún
istar, sem vilja koma á lögskipuð-
um eftirlaunum fyrir alla, fengu
samtals 116 þingsæti, en flokkarn-
ir, sem eru andstæðir algerri laga-
bindingu í þessum efnum, fengu
115 þingsæti. Samkvæmt venju er
forseti deildarinnar úr stærsta
flokknum, jafnaðarmannaflokkn-
um, og hann tekur ekki þátt í at-
kvæðagreiðlum. Þannig stendur
málið því í járnum, eða 115 þing-
menn móti 115 þingmönnum.
Eftir kosningarnar ríkir því ó-
vissa um það, hvernig þetta mál
leysist, en til úrslita í því sam-
bandi mun ekki draga fyrr en á
næsta ári, því að ríkisstjórnin, sem
er skipuð jafnaðarmönnum1 ein-
um, hefir lýst yfir því, að hún
TAGE ERLANDER
dæmum, hafa þeir tapað verulegu
fylgi. Árið 1956 fengu þeir 164 þús
und atkvæði í þeim .kjördæmum,
þar sem þeir buðu fram nú, en
ekki nema 129 þús. að þessu sinni.
Þeir fengu 5 þingmenn nú í stað
6 áður. Þeir fengu nú 3,4%
stafa af því, að hann hafði borið
fram tillögu itm millileið í eftir-
launamálinu. Þá hefir það og bitn-
að á honurn, að bæði hægri flokk-
urinn og Miðflokkurinn hafa verið
að vinna sig upp.
Hægri flokkurinn eða íhalds-
fiokkurinn fékk 750 þús. atkv. eða
nær 90 þús. fleiri en 1956. Hann
fékk nú 45 þingmenn eða þreanur
fleiri en áður. Árið 1948 fekk
flokkurinn ekki nema 23 þing-
menn kjörna og hafði verið að
tapa stöðugt síðan 1928, er hann
hafði 73 þingmenn. Hann hefir
unnið sig mjög upp e'íðan Jarl
Hjálmarson varð fornmður ihans.
Hann fékk nú 19,5% af atkvæða-
magninu.
Miðflokkurinn, sem áður kallaði
sig Bændaflokk og er fyirst og
fremst flokkur bænda, var helzti
sigurvegari kosninganna. Hann
fékk 487 þús. atkv. eða 120 þús.
fleiri atkv. en 1956 og 32 þing-
menn eða 13 fleiri en áður. Flokk-
■urinn hafði tapað í þremur undan-
förnum kosningum og hefir stjórn
arsamstarfi við jafnaðaranenn ver-
ið kennt um. Hann gékk því úr
stjórninni á síðastliðnu ári. At-
leggi ekki tillögur sínar fram fyrr
en þá.
EFTIR kosningarnar ríkir ekki
aðeins óvissa um lausn þessa
rnáls, heldur skipan ríkisstjórnar-
innar einnig. Ríkisstjórn jafnaðar-
manna er minnihlutastjórn og
þótt hún geti átt samleið með
kommúnistum í eftirlaunamálinu,
igetur hún það ekki í öðrum mál-
um, og ótrúlegt er t. d. að hún
láti sér nægja að bægja frá van-
trausti með aðstoð þeirra. Hún
þarf því að vera meira og minna
háð samstarfi við lýðræðislegu
andstöðuflokkaná, og virðist því
sennilegt, að jafnaðarmenn reyni
að fá einhvern þeirra til stjórnar-
þátttöku með sér. Miðflokkurinn
eða bændaflokkurinn hefir löng-
um haft' 'stjórnarsamvinnu við
jafnaðarmenn, en varð að láta af
henni vegna óánægju í flokknum
og 'get’Ur því sennilega efcki endur-
nýjað hana fyrst um sinn. Þjóð-
flokkurinn eða frjálslyndi flokkur-
inn stendur næst jafnaðarmönnum
í eftirlaunamálinu, og hefir því ver
ið orðrómur um stjórnarsamstarf
þeirra, en foringjar beggja hafa þó
borið það til baka. Af hálfu Mið-
flokksins og Þjóðflokksins er því
lýst yfir, að þeir vilji samsteypu-
stjórn allra lýðræðisflokkanna, en
þeirri hugmynd virðast jafnaðar-
menn andvígir Um samstjórn borg-
aralegu flokkanna þriggja er ekki
að ræða eftir kosningarnar, þar
sem þeir eru líka í minnihluta í
efri deildinni. Liklegasta framvind
an er sú, að minnihlutastjórn jafn
aðarmanna fari með völd fyrst um
sinn.
ÞAR SEM ekki hefir verið
greinilega sagt frá úrslitum
sænsku kosninganna í íslenzkum
blöðum, þykir rétt að gera það hér
og verður þá fyrst sagt frá fylgi
jafnaðarmanna og kommúnista, er
stóðu saman í eftirlaunamálinu,
þótt þeir séu yfirleitt ósammála
um flest annað.
Jafnaðarmenn fengu 1777 atkv.
eða 46 þús. fleiri en 1956. Þeir
fengu 111 þingsæti og bættu því
fimm þing'Sætum við sig. Þeir
fengu 46,2% af atkvæðamagninu.
Mest fylgi hafa þeir ha-ft 1940, er
þeir fengu 53,8% greiddra atkv.
og traustan meirrhluta á þingi.
Kommúnistar fengu 129 þús. at-
kvæði, en fengu 194 þús atkv. í
kosningunum 1956. Þess ber að
gæta, að þeir buðu nú ekki frarn
í kjördæmum, þar sem þeir fengu
30 þús. atkv. 1956. Þar skoruðu
þeir á fylgismenn sína að kjósa
frambjóðendur ja'fnaða'rmanna og
hafa þeir sennilega komið á þann
hátt í veg fyrir, að borgaralegu
flokkarnir fengjtt meirihluta í
neðri deildinni. Þót-t tekið sé til-
lit til þess, að kommúnistar buðu
ekki fram nú í umræddum kjör-
greiddra atkvæða. Mest fylgi hafa
þeir fengið 1944, en þá fengu þeir
10,3% greidra atkvæða og 15 þing
menn. Þeir hafa m. ö. o. ekki nema
þriðjung þess fylgis, er þeir höfðu
fyrir 14 árum.
KOSNINGARNAR eru mikið á-
fal'l fyrir þann borgaralega flokik-
inn, sem var sterkastur áður, Þjóð-
flokkinn eða Frjálslynda flokkinn.
Hann hafði tapað rnjög fylgi á ár-
unum milli styrjaldanna og hafði
árið 1940 ekki nema 12% af at-
kvæðamagninu og 23 þingmenn.
Eftir styrjöldina óx honum mjög
ásmegin undir ötulli forustu Bertil
Ohlins og fékk hann þannig 57 þing
menn í kosningunum 1948 og hélt
þeirri stöðu bæði í kosningunúm
1952 og 1956. Nii fékk hann hins
vegar ekki nema 38 þingmenn og
tapaði 20 þingsætum og 224 þús.
atkvæða. Hann fékk rétt 700 þús.
atkv. eða 18,2% af atkvæðamagn-
inu. Ósigur hans er in. a. talinn
hyglisvert er, að flokkurinn vann
nú víða fylgi í hinum minni bæj-
um og kann það m. a. að stafa
af nafnbreytingunni. Flokkurinn
telur sig ekki aðeins bændaflokk,
heldur flokk allra þeirra, sem
vilja þræða bil beggja og vinna að
auknu samstarfi stótta og flokka
í þjóðfélaginu. Hann fékk nú 12,7
% af atkvæðamagninu.
TIL NEÐRI deildar sænska
þingsins, sem er áhrifameiri þing
deildin, er kosið í stærri kjöoxlæm
um hlutfallskosningum. Til efri
deildar er kosið á allt annan
hátt. Nokkur hluti hennar er kos-
inn í einu með vissu millibili af
fulltrúum í bæjar- og héraðsstjórn
um. Þar hafa nú jafnaðarmenn
hreinan meirihluta eða 79 sæti af
151 alls. Það er neðri deildin, sem
ræður skipan ríkistjórnarinnar, en
hins vegar er erfitt fyrir ríkis-
stjórn að hafa meirihluta efri
deildar á móti sér. Þ.Þ.
TfAÐSrOFM'k
„Friölýst1' höfuðborg.
Hér kemur bréf, sem baðstofunni
hefir borizt, og er það rabb um
„friðlýsingarræðu11 borgarstjór-
ans í Reykjavík 17. júní sl. j
Gunnar Thoroddsen virðist hafa dá-
læti á hreyfingunni „Friðlýst
land'". Ræða hans á þjóðhátíðar-
daginn var öll á þá lund, að nú
þyirfti að „friðlýsa" Reykjavik.
„Það á að friðlýsa Laugarásinn"
sagði ræðumaður; „það á að frið-
lýsa Öskjuhlíð, Skerjafjörð" o.
s. frv. o. s. frv. Auðvitað liggur
í augumi uppi1, hverjir byggja
aðallega þessi svæði — einmitt
fyrir hugulsemi borgarstjórans.
Þeim, sem enn búa í húsakjöll-
urum, þurrkloftum og hermanna
skálum, finnst brýnni verkefni
fyrir hendi en að gera blóma-
garða og trjáreiti fyrir sérrétt-
indafólkið.
Þá gaf ræðumaður þess, aö vinna
þyrfti bráðan bug að því að koma
upp dýragarði í höfuðborginni,
þótti vel til' fundið að setja þessa
hugmynd fram við Arnarhólinn,
þar sem manniegir útigangshest-
ar hafa um lángt árabil átt sama-
stað, svo á nóttu sem á degi —
til vanza fyrir bæjarfélagið og
einkum forr-ðamenn þess. Væri
ekki nær að reisa loks hæli fyrir
þessa útilegumenn en byggja yf-
ir ljón og zebra frá Afríku? j
Annars samræmist friðlýsingarstefn-
an einkar vel hugsun og eðli hins
aðgerðarlitla borgarstjóra, sem
stendur vanmáttugur gagnvart
svo ótal mörgum verkefnum,
k’
þeim, er staða hans leggur hon-
um á herðar. Það mun mála sann
ast, að hamn hafi vart skipulags-
gáfur og framkvæmdaþrek, sem
til þanf að stjórna vaxandi höf-
uðborg sem Reykjavík. Myndi
honum að sjálfsögðu Ijúfast að
geta friðlýst athafnarsvæði sitt
allt. Sú orka, sem maðurinn á
aflögu frá ræðuhöldum og véizlu
gleði, fer að mestu í að tryggja
sjálfan hann í sessi og vinna
næstu kosningar. í því ljósi einu
er unnt að skilja embættisverk
hans og furðulegar ráðstafanir,
er sumar verðskulda raunar op-
inbera rannsókn, sbr. t. d. lóða-
úthlutun og biðskýli fyrir sein-
ustu kosningar. Velgengni hans
á stjómmálabrautinni er tákn-
rænt dæmi um veikleika lýð-
ræðisins, er svo oft hossar þeim
er sízt skyldi, mönnum, sem
kunna að talá og ganga £ augu,
en kunna ekki að starfa.
Borgarstjórinn gat þess í ræðulok
að stefnt væri i rétta átt, og
skyldu bæjarbúar bíða þolinmóð
ir, því að hinir friðlýstu unaðs
blettir myndu koma ó sínum
tíma. Þarna vildi hann líklega
reyna að sefa þær þúsundir sem
daglega líða fyrir getuleysi og
sleifarlag bæjaryfirvaldanna,
svo að ekki sé meira sagt, sefa
þá, sem fá hvergi að byggja í
hinu víðáttumikla Reykjavíkur-
landi, þá, sem ekki fá dryfckjar-
vatn í kranana, heitt vatn í mið
stöð o. s. frv. En þetta fólk hef-
ir þegar glatað allri trú ó borg-
arstjórann, og því vex ekki leng
ÍFramhald á 8. aíöuj