Tíminn - 04.07.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.07.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 4. júlí 1958. sex grunaðir saga eftlr agafha ehrisfie sagði Hercule Poirot, þegar hann. gekk niður stigann frá húsinu. Hann var næstum viss um, að þar var að finna svarið við þessu vandamáli. Enn sem komið er vissi hann ekki, hvað það var. Samt fannst honum hann hafa færzt skrefi nær. 6. . . Þegar Poirot kom aftur til heimilis síns, beió hans óvænt ur gestur. Hann sá glytta á skalla á manni upp af einu stólbakinu og hr. Ðarnes reis á fætur. Hann bað afsökunar á ónæðinu. Hann kvaðst hafa komið' 111 að endurgjaida M. Hercule Poirot heimsókn- ina. Poirot var mjög feginn að hitta hr. Barnes. Hann skipaði Georg að* færa þeim kaffi, eða vildi! gesturinn k;annski held'ur; viskí og sóda.? t — Kaffi- er prýðilegt, sagðij hr. Barnes. ; Þeir skiptust á nokkruml mjög bráðskemmtilegum at-? hugasemdum um veðrið, en loks hóstaði hr. Barnes kurt- eislega og sagði: — Ég ætla að vera opin- skár Poirot. Það var satt að segja af einskærri forvitni aö ég' er hingað kominn. Því að ég bjóst við að þér væruð vel að yður í þessu furðulega Sainsbury Seale máli. Ég las í blöðunum að hún væri fund in, að réttarhöld hafa farið fram og verið frestað til að afla frekari gagna. Dauðaor- sökin hefur verið of stór skammtur lyfja. — Það er hárrétt, svaraði Poirot. Um stund var þögn. Síðan spurði Poirot: — Hafið þér einhverntíma heyrt minnst á Albert Chap- mann hr. Barnes? — Ó, eiginmann konunnar, sem átti íbúðina, sem Seale fannst í. Dálítið dularfull pesóna, virðist mér. En hann er til? — Já, já,*sagði hr. Barnes. Hann er til. Já, hann er til eða var til. Mér hefur verið sagt að hann sé látinn. En maður veit aldrei hverju er óhætt aö trúa. — Hver var hann hr. Bar- nes? — Ég býst ekki við að þeir segi þaö við réttarhöldin. Ekki ef þeir geta komizt hjá því. Þeir munu sjálfsagt halda til streitu sölumannssögunni. — Hann var iþá í letyniþjón ustunni eftir að hann kvænt ist. Það er venja að þeir hætti þá, skiljið þér. Hr. Barnes glotti. — Og Albert Chapmann var . . . . ? — Já, QX912. Hann var þekktur undir því nafni. Það var ekkert sérstaklega mikil vægt. En það var gott að nota hann. Hann hafði svo hvers- dagslegt andlit, sem ekki er auðvelt að muna lengi eftir. — Hann hefur þá vitað margt mjög þýöingarmikið. — Kannski vissi. hann ekki neitt, sagði hr. Barnes glað- lega. Starf hans var mestmegnis fólgið í því að hoppa upp og niður úr lestum, bátum og flugvélum og hafa alltaf skýr ingu á reiðum höndum, hvers vegna hann gerði það og hvert hann væri að fara. Poirot sagði; . — Og þér hafið heyrt að hann sé látinn? Hr. Barnes sagði: — Já, en maður veit aldrei hverju er hægt að trúa. Poirot leit rannsakandi á 'hr. Barnes og sagði. — Iivað haldið þér aö hafi orðið um konuna hans? — Ég get satt að segja ekki ímyndað mér það sagði hr. Barnes. Hann leit á Poirot fullur forvitni. — Getið þér? Poirot sagði: — Ég hef grun — Hann þagnaði. Hann sagði mjög hægt: — Það er mjög kjánalegur grunur. Hr. Barnets sagði samúðar f ullur: — Hafið þér áhyggjur út af einhverju sérstöku Hercules Poirot sagði hægt: — Já, augunum mínum. 7. Japp kom inn í setustofu Poirots með miklum bægsla- gangi. Hann sagði: — Hvernig í andskotanum datt þér það í hug ? Hercule Poirot sagði: — Kæri vinur, ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að meina? Japp sagði æstri röddu: — Hvernig datt þér í hug að likið væri ekki af ungfrú Sainbury Seale? Poirot sagði hugsandi: — Það var andlitið, sem fékk mig til að efast? Hvers vegna að lemjá andlit dáinn- ar konu í klessu? Japp sagði: — Það er líka mögulegt að Morley hafi verið rutt úr vegi til að hann gæti ekki borið vitni. — Auðvitað hefði það verið gott ef hann hefð getaö borið vitni. Kvöldblöðin fluttu fréttirn- ar. Álitið hafði verið aö líkið væri af ungfr. Sansbury Seale, en nú var komið í ljós, aö þaö var sennilega af frú Chap- mann, eiganda íbúðarinnar, þar sem líkið fannst. Eftirmaður Morleys viö Queen Charlotte Street númer 58 hélt því ák.veðið fram að líkið væri af frú Chapmann samkvæmt lýsingu á gexvi- gómi hennar í skrá hr. Morley Líkið hafði verið íklætt fötum af ungfrú Sansbury Seale og handtaska hennar hafði verið hjá líkinu, — en hvar var þá ungfrú Sainsbury Seale sjálf? V. Kafli Þegar þeir komu frá réttar höldunum sagði Japp glað- lega: — Gott dagsverk, finnst þér ekki? Poirot kinkaði kolli. — Þér datt það í hug fyrst, sagði Japp, en sjálfur var ég heldur ekki ánægður því að maður lemur ekki andlit dá- innar konu i klessu aö á- stæðulausu. Og fýrir því getur aðeins legið ein ástæða. Til að koma í veg fyrir að likið þekkist aftur. En mér datt ekki í hug, að þetta gæti verið frú Chap- mann. Poirot sagði brosandi: — Hafa konurnar verið af- ar ólíkar. Frú Chapmann var greind og falleg kona, klæddi sig samkvæmt nýjustu tízku og málaði sig mikið. Ungfrú Sainbury Seale var ósmekk- leg í klæðaburöi, og notaði aldrei varalit. En þó voru þær líkar um ýmislegt. Báðar voru þær vitlausu megin við fertugt og báðar svipaðar á vöxt. Báö ar höfðu grátt hár sem þær lituðu. — Já, auðvitað ef þú tekur það á þann hátt. Eitt verðum við að játa — hin sakleysis- lega Mabelle lék á okkur báða Ég hefð getað svarið að hún væri bæði góð og göfug. — En vinur minn, þaö var hún líka. Við vitum allt um fortíð hennar. — Við vissum ekki að hún gæti framið morð — og svo virðist sem hún hafi gert það samt. Sylvia myrti ekki Mabelle. Mabelle myrti Sylviu. Hercule Poirot hristi höfuð ið. Hann var hugsandi. Honum fannst enn mjög erfitt að trúa því á ungfrú Seale að hún hefði framiö moi-ðið og síðan lamiö höfuðið í klessu til að koma í veg fyrir að líkið þekktist aftur. En hann minntist oröa hr. Barnes: — Athugið fólk, sem sýnist heiðarleikinn uppmálaöur, M. Poirot. Japp sagði: — Ég skal komast til botns í þessu máli, Poirot. Þessari konu skal ekki takast að leika á mig. 2. ætsada ihrgiandpgp N J Næsta dag hringdi Japp í Poirot. Rödd hans var æst. Hann sagði: — Poirot, langar þig aö heyra nýjustu fréttir. Poirot jánkaði. — Eg hef fengið fyrirskip- anir.um að láta rannsóknina ekki ganga lengra? Poirot sagði: — Hvað segirðu, maður. — Það sem ég sagði. Þetta kemur stundum fyrir. — Furðulegt, sagði Poirot, mjög furðulegt. Hvað er í þessu máli, sem gerir það óleyfilegt til frekari rannsókna. — Þeir vilja ekki hugsa um þetta meira. Maðm’inn henn- FLUGFARMGJÖLD railli Islands og annarra landa Frá og með 10. júlí hækka öll flugfarmgjöld um 55% milli íslands og annarra landa, sem greidd eru í íslenzkum krónum. i Sú flugfragt, sem borizt hefii' afgreiðslum flugfé- laganna fyrir 10. þ. ip-, en kann að þurfa að bíðá flutnings, þar til síðar, verður reiknuð samkvæmt þeirri farmgjaldskrá, er í gildi var fyrir 10. júlí. FLUGFÉLAG ÍSLANDS ] LOFTLEIÐIR ] PAN AMERICAN WORLD AIRWAYS ] FLUGFARMGJÖLD í innanlandsflugleiðum Athygli skal vakin á því, að frá og með 6. júlí n. k. hækka flugfarmgjöld á innanlandsflugleiðum fé- lagsins. j Hin nýja gjaldskrá mun liggja frammi hjá öllum aígreiðslum og umboðsmönnum félagsins. A/emds^ /C££AA/BA//f íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiujiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimiiuuiiiiiiin | LÖGTAK | Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- | um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari | fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að | átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, | fyrir fyrirframgreiðslum upp í þinggjöld ársins 1958, | sem r.ú eru allar 1 gjalddaga fallnar. | Borgarfógetinn í Reykjavík, 3. júlí 1958, 1 Kr. Kristjánsson. “miiiiiiiraiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinmra W.V.V.V.V.V.V.V.W.’AWV.V.V.V.V.V.V.WAVLV.VU "■ -■ s w Innilegustu þakkir til ykkar allra, sem með heim- sóknum, gjöfum og hlýjum árnaðaróskum minntust mín á 0 ára afmæli mínu 28. júní s. 1. Guð blessi ykkur öll. Ingveidur Guðjónsdóttir, Ásbrekku. v.v.w.wv 3 Mínar innilegustu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir, skeyti og annan heiður og vinsemd, er mér var auðsýnd á sjötugsafm,æli mínu 29. júní s. I. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Sigurjón Kjartansson, Tjarnargötu 3 C. .v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.% Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu samúð og virðingu viS fráfall Helga Guðmundssonar, Apavatni. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.