Tíminn - 12.07.1958, Síða 9

Tíminn - 12.07.1958, Síða 9
T t MIN N, Iaugardagiim 12. júlí 1958. 9 sex grunaðir saga eftir agathe christie — Hvað í andskofcanum eigið þér við? — Það var siðast í gær, miríntr iríig, sem þér gripuð mann og hélduð hónum, af því að þér hélduð,. að hann hefði skotið á hr. ’Blurít og f or s.ætisr áðherrann. Howard Haikes ságði: — Eh — Já, það er lika. Satt. — En þó ér þettá óiíkt, sagði Poirot. — í gær var maðurinn, sem þér handsöm- uðuð ekki maðurinn, sem skaut. Yður skjátlaöist. Frank Carter muldraöi fýld ur: — Honum skjátlast líka núna. — Haltu kjafti, sagöi. Raikes. Hercule Poirot sagði við sjálfan sig: — Mér þætti gaman að vita .... Hercule Poirot var að þvo sér fyrir miðdegisverðinn. Hann settist á rúmstokkinn og hugsaði málið. Hann var óánægður, en hon um var óskiljanlegt, hvers vegna. Því að málið gat ekki verið ljósara, Frank Carter hafði verið gripinn glóðvolg- ur. Það var ekki það, að liann tryði ekki slíku á Carter, held ur fannst honum þetta dular fullt á einhvern hát.t, hann vissi aðeins ekki á hvern. Og öll saga Carters var vafa söm. Frásögn hans um ritara stöðu og 10 pund á viku, eins og hann hafði sagt Poárot fyrir alllöngu — og svo var hann venjulegur garðyrkju- maður, sem mælt hafði veriö með af einhverjum náunga, sem enginn mundi hver var. Já, saga hans var sannarlega ótrúleg að flestu leyti. Og hann gat enga skýringu gefið aðra en þá að einhver ánnar . heföi skotið. Hann hélt fast við það. Nei, það var ekkert sem sýndist koma Carter til bjarg ar, nema að Poifot gat ekki annað 'en hugleitt þá ein- kenniiegu tilviljun að Howard Raikes hafði tvo daga í röð verið nærstaddur og viðbú- inn að grípa tilræðismenn viö Blunt. En Poirot fann lítið leynd- ardómsfullt við þetta samt. Auðvitað hafði það ekki verið Raikes sem skaut í Dówning Street. Og nærveru sína skýröi hann á mjög trúlegan hátt, að hann hefði komið til aö hitta stúlkuna sína. Nei, það var ekkert vafasamt í sögu hans. Allt hafði snúizt mjög gæfu lega á sveif með Howard Raikes. Þegar maður hefur bjargað mannslífi, er ekki gott að neita þeim hinum sama að dveljast i liúsinu. Hið minnsta sem hsegt er að gera er áð sýna honum kurt- eisi. Það var augljóst að frú Julia Olivera var óánægð, en hún skyldi, að svo varð að vera. Poirot fylgdist gaumgæfi- lega með honum þennan dag. Harín sá að Howard lagði sig frairí um áð vinna hylli Blunts og frú Olivera. Hann minntist ekki orði á stjórn- mál, en sagði gamansögur og brandara, talaði um íþróttir og garðrækt. Hann er ekki úlfur lengur, hugsaði Poirot. Nei, hann hefur sveipað sig sauðargæru. En undir henni? Mér þætti gaman aö vita . . . Þegar Poirot var kominn upp í herbergi sitt um kvöld- ið var barið að dyrum. — Kom inn, sagði hann, og Howard Raikes birtist í dyrunum. Hann hló, er hann sá á svipinn á andliti Poirots. — Undrandi að sjá inig. Ég hef fylgzt með yður í allt kvöld. Mér geðjaðist ekki að augna- ráði yðar. Þér voruð allt of liugsandi. — Því skyldi það valda yður áhyggjum? — Eg veit ekki hvers vegna, en það gerði það samt. Eg hélt ef til vill að yður fyndist vissir hlutir of ótrúlegir til að kingja þeim á stundinni. — Eh bien? Og ef svo er? — Gött og vel, ég held það sé bezt við höfuin þetta á hreinu. Eg á við afcburðinn í gær. Þetta var eintómt gabb hjá mér. Eg stóð og fylgdist með forsætisráðherranum þegar hann kom út og ég sá Raw Lal skjóta á hann. Eg þekki Raw Lan. Hann er ágæt ur náungi. Eg vildi gjarna aö hann slyppi, svo að ég greip í þann, sem næstur mér stóð og hrópaði aö þetta væri mað urinn, og vonaði að Raw Lan kæmist undan á meðan. En lögreglan var of skörp. Þeir náðu honum fljótlega. Hercule Poirot sagöi: — Og í dag? — Það er annáð. í dag var enginn Raw Lan til að verja. Carter var eini maðurinn á staðnum. Hann skaut; það vitið þér. Hann var enn með byssuna í höndunum þegar ég stökk á hann. Hann hefur sjálfsagt ætlað að skjóta aft- ur. Poirot sagði: — Þér voruð mjög ákafur í að vernda ör- yggi M. Blunts. Raikes glotti: •— Eg skil að ýður finnst það skrítið eft- ir allt sem ég hef. áður sagt. Eg játa að það er furðulegt. Mér finnst Blunt maður sem á aö skjóta — vegna fram- fara og mannúðar — ég á ekki við persónulega — hann er almennilegaheita karl, brezk ur frá toppi til táar og íhalds samur. Mér finnst það, en samt stekk ég fram og reyni að vernda hann, þegar skotiö er. Svona er mannskepnan nú einu sinni sjálfri sér ósam- kvæm. Asnalegt, finnst yður ekki? Howard Raikes gekk til dyra. Hann brosti til Poirots: — Mér fannsfc bara, sagði hann, — að ég yrði að koma og skýra þetta út fyrir yöur. Hann gekk út og lokaöi dyr unum gætilega á eftir sér. 5. Vcirðveit mig, drottinn, gegn hinum illa, verndaðu mig gegn hinum brjálaða, söng frú Olivera hástöfum. Hercule Poirot hafði farið með gestgjafa sínum og fjöl- skyldunni í morgunmessu í þorpskirkjunni. Howard Raikes hafði sagt: — Farið þér alltaf í kirkju, hr. Blunt. Og Blunt hafði muldrað eitthavð um að þess væri vænzt af honum. að hann kæmi. — Get ekki verið þekktur fyrir að vanrækja trúmál, skiljið þér, hafði hann sagt og Poirot gat ekki annað en brosað, þegar hann sá fyrirlitningarsvipinn á Raikes. Hercule Poirot tók undir sönginn: Þeir, er sitja um líf mitt, leggja snörur fyrir mig, þeir, er leita mér meins, mœla skaörœði allan liðlangan dag- inn. En ég er sem daufur. Eg heyri það ekki, og sem dumb- ur, sem opnar ekki munninn. Eg er sem maður, er eigi lieyr- iir og ,engin andmœlir, eru i munni hans . . .“ Poirot snarhætti og starði framfyrir sig. Hann sá liana — sá greinilega snöruna, sem hann hafði næstum því fest sig í. Snara — kænskulega lögð — svo kænskulega að engu munaði að hann flækti sig i henni og losnaði ekki aftur. Poirot sat eins og í leiðstu, munnurinn galopinn, augun starandi. Hann vissi ekki fyrr en Jane Olivera þreif í hand- legg hans og hvíslaði æst: — Eruð þér kolbrjálaður. Hercule Poirot settist aft- ur. Gamall prestur með mikið skegg byrjaði að tóna: Svo hljóðar byrjun 15. Kapitula 1. Bókar Samuels. — Og hóf aö lesa. En Poirot heyrði ekkert, sá ekkert. Hann var í leiðslu, dýrlegri leiðslu og sá ekkert né heyrði. Stórkostlegt — spenna á skó, númer 10 af sokkum, and lit lamið í klessu, bókmennta smekkur Alfreðs, starf Am- eriotis, og hlutur hr. Morleys í öllu þessu, allt þetta þaut um huga hans og Ýaðaði sér síðan kurteislega niöur, eins og mynstur í krosssaums- púða. í fyrsta sinn sá Poirot mál- ið frá sinni réUu hlið. .... Því að þrjóska er ekki betri en galdrasynd og þver- móðska er ekki betri en lijá- guðadýrkun og húsgoð. Af því að þú hefur hafnað skipun drottins, hefur hann og hafn að þér og svift þig konung- dómi. Hér líkur fyrsta versi, tónaði gamli presturinn. Og eins og í draumi, beygöi Hercule Poirot höíuö sitt og þakkaði drottni. VII. KAFLI.®* — M. Reilly, er ekki svo? Ungi írinn sneri sér viö og leit um öxl. Hann sá lítinn, fremur digran mann, með vel hirt yfirskegg standa viö hliö Hafið þér athugað að TÍMINN flytur daglega mikið og fjölbreytt lestrar- efni, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. að TÍMINN flytur mjög mikið af innlendum fréttum úr öllum byggðum landsins. að TÍMINN leggur áherzlu á að flytja lesendum sínum hlutlausar og réttar erlendar fréttir, þar reynt er að komast hjá áróðri stórveldanna. að TÍMINN birtir greinar um ólík efni eftir marga þjóð- fræga menn. Þannig skrifa að staðaldri í blaðið tveir frægustu íþróttamenn þjóðar- innar, Friðrik Ólafsson um skák og Vil- hjálmur Einai’sson um íþróttir. að 4. síða TÍMANS er vinsælasta lestrarefnið meðal unga fólksins í landinu. Ört vaxandi útbreiðsla sýnir, að í TÍMANUM finnur fólkið það, sem það vill lesa. Gerizt því áskrifendur og þá fáið þér blaðið fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Hringið í síma 1 2323, snúið yður til næsta útsölu- manns eða sendið afgreiðslunni línu. iiiiiiuiiiTiiiiiiiiTiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiin i = I Tilkynning i Nr. 14/1958. | Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi I hámarksverð á gasolíu, og gildir verðið hvar sem er § á landinu: Heildsöluverð, hver smálest .... kr. 970.00 | Smásöluverð úr geymi, hver Iítri . . — 0,96 1 Heimilt er að reikna 5 aura á lítra fyrir útkeyrslu. I Heimilt er einnig að reikna 15 aura á lítra í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera 2Vz § eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 12. júlí 1958. Reykjavík, 11. júlí 1958. VERÐLAGSSTJÓRINN. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuuiffluii

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.