Tíminn - 24.07.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 24. júlí 1958.
9
•re* *r;
sex
grunaöir
saga eftir
agathe christie
Hercule Poirot sagði: —
Hvað með Morley?
— Mér þótti það leitt, sagði
Blunt blátt áfram.
Poirot sagöi: — Já, ég skil.
Löng þögn.
Síðan sagði Blunt: — Jæja,
M. Poirot, og hvað?
Poirot sagði: — Helen
Montressor hefur þegar verið
handtekin.
— Og nú er röðin komin
að mér?
— Það var ætlunin.
Blunt sagði vingjarnlega:
— En yður þykir það leitt.
— Já, mér þykir það mjög
leitt.
Alistair Blunt sagði: — Eg
hef drepið þrjár manneskjur.
En þér hafið heyrt hvað ég
færi mér fram til varnar.
Réttilega ætti að hengja mig.
— Sem er?
— Að ég trúi af öllu hjarta
að England þarfnist mín. Eg
er eini maðurinn, sem get
stjórnað landinu svo vel sé.
Hercule Poirot sagði: — Já,
ef til vill . . .
— Þér viðurkennið það.
— Já. í mínum augum eruð
þér mikill maöur og þýðingar
mikill.
Blunt sagði hljóðlega: —
Þakka yður fyrir.
Hann toætti við: .— Nú og
hvað?
— Þér eigið við, að ég láti
málið falla. niður?
— Já.
— Og eiginkona yðar.
— Póruð mannavillt. Það' er
alltaf sígilt.
— Og ef ég neita?
— Á, sagði Alistair Blunt
blátt áfram, — er ég búinn
að vera. Hann hélt áfram: —
Það er í yðar höndum, Poirot.
Allt veltur. á yður. En ég segi
það satt að ég er minnst að
hugsa um sjálfan mig — held
ur: aljt landið sem þarfnast
mín. Og vitið þér hvers
vegna? Vegna þess að ég er
heiöarlegur maður. Og vegna
þess að ég er skynsamur og
hef vit á fjármálum.
Poirot kinkaöi kolli. Þó und
arlegt væri trúði hann því.
Hann sagði: :— Já, það er ein
hliðin. Eruð þér rétti maður-
inn á réttum staö? Þér hafið
heilbrigðar skoðanir, skarpa
dómgreind. En á málinu er
þnnur hlið. Þrjár manneskjur,
sem éru dánar.
' — Já, en hugsið yður. Ma-
belle Sainsbury Seale, naut-
heimsk kerling — Amberiotis,
fjárkúgari og okrari.
— Og Morley?
— Eg sagði yður áðan að
niér þætti það leitt. En þegar
öllu er á botninn hvolft var
hann hversdagslegur náungi.
Og góður tannlæknir — en
það eru til fleiri tannlæknar.
— Já, sagði Poirot. — Þaö
eru til aðrir tamilæknar. Og
Frank Carter. Þér ætluðuð að
láta hann deyja líka.
Blunt sagði: — Eg voi'kenni
honum ekki. Hann er ómerki-
legur náungi.
Hercule Poirot sagði: — En
hann er lifandi vera.
— Við erum öll lifandi ver-
ur.
— Já, við erum öll lifandi
verur. Það er það sem þér
hafið ekki munaö eftir. Þér
sögðuð að Mabelle Sainsbury
Seale hafi verið nautheimsk
kerling og Amberiotis fjár-
kúgari og Frank Carter ó-
merkilegur — og Morley var
bara tannlæknir og að það
væru til aðrir tannlæknar.
Hér er munurinn á okkur.
Fyrir mig eru líf þessara fjög
urra eins þýðingarmikil og líf
yðar.
— Yður skjátlast. Skiljið
þér ekki, Poirot, að öryggi og
hamingja þjóðar minnar er
undir mér einum komin?
— Eg hirði ekki um það,
Monsieur. En ég hirði um
mannslíf hvers einstaklings,
sem eiga rétt á að lifa sínu
lifi.
Hann reis á fætur.
— Svo að þetta er svar yð-
ar, sagði Alistair Blunt.
Hercule Poirot sagði þreytu
lega: — Já, þetta er svar
mitt . . . . '
Hann gekk að dyrunum,
opnaði þær. Tveir menn komu
inn.
2.
Hercule Poirot gekk niður
stigann. Þar beið stúlka eftir
honum. Það var Jane Olivera.
Hún var náföl. Við hlið henn
ar stóð Howard Raikes.
Hún sagöi: — Nú?
Poirot sagði hljóðlega: —
Því er lokið.
Raikes sagði hranalega: —
Hvað eigið þér við?
Poirot sagði: — Alistair
Blunt hefur verið handtekinn
fyrir morð.
— Eg hélt hann myndi
kaupa yður til . . . .
Jane sagði: — Nei, það datt
mér aldrei í hug.
Poirot andvarpaði. Hann
sagði: — Veröldin er ykkar.
Nýr himinn — ný jörð. Börn-
in mín — leyfið friði, frelsi
og umhyggju að ríkja í hin-
um nýja heimi . . . Það er allt
sem ég bið ykkur um.
ENDIR.
i ■ ■ ■ ■■_■_■_>
i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ l
Við þurfum að þakka
(Framh. af bls. 3.)
mín æðsta lífshugsjón. Mér finnst
ekki mega minna vera en að ég
fái aö eiga þá hugsjón í friöi á
stórhátíðum.
í áðurnefndri prédikun minntist
sr. Jón með þakklæti lærifeðra
sinna og ber sízt að lasta það, ef
hann hefði ekki í beinu framhaldi
niðurlægt nafn Jesú Krists. Orð-
rétt sagði hann: „Við þurfum ekki
að þakka honum allt.“
Eigum við ekki hinni uppruna-
legu lífsverund í alheimsgeimi og
í sérhverjum manni ibúandi, allt að
þakka? Þeir jnenn, sem aðskilja
nafn Jesú Krists frá þeirri verund,
ættu aldrei að leyfa sér um það
nafn að tala. Það er nauðsynlegra
en allt annað, að varðveita hina
æðstu lífshugsjón hreina og óflekk-
aða og þann lífsneista, sem liggur
innzt.
Ég hefi blandað mér inn í kirkj-
unnar málefni á þá lund, að ekki
verður fram hjá gengið, og vil
vinna markvisst að því, að upp-
ræta innri meinsemdir allt frá
rótum. Það er heilög sannfæring
mín, að klerkarnir í landi hér
biskupar og guðfræðiprófessorar
vinni beint og óbeint í móti samfé
lagshugsjón Jesú Krists. Hver
sem ekki er með Iþeirri hugsjón
hann er í móti henni. Hver, sem
ekki samansafnar undir merki
hennar, hann sundurdreifir.
Kirkjunnar menn skilja ekki,
eða vilja ekki skilja réttilega þró-
un félagsmála samtíðarinnar, og
eiga þar af leiðandi ríkan þátt í
því, að spilla fyrir heilbrigðu lífi
og réttlátum friði á jörðu hér.
Það er því fyrir ómótstæðilega
köllun og djúpstæða lifsreynslu,
að ég hef blandað mér inn í mál-
efni kirkjunnar. Vænti ég þess fast
lega, að hæstvirtur dóms- og
kirkjumálaráðlherra taki áskorun
mína alvarlega, og að ég fái færi
á, að útskýra nánar þau atriði í
ritlingi minum, sem væntanleg
dómnefnd kynni að álykta, að séu
í samræmi við sannkristilteg lífs-
sjónarmið
19. júní 1958.
Guðrún Pálsdóttir.
ÞÖKKUM samúð og hlýjan hug við andlát og útför
Ingu Rasmussen
Stella Geirsdóttir. Ágúst Rasmussen.
Ellen og Sverrir Pálsson.
ÞÖKKUM innilega auðsýnaa spmúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar,
Guðbjargar í Múlakoti,
og öllum þeim, sem heiðruðu minningu hennar á ógleymanlegan
hátt.
Börn, fósturbörn, tengdabörn
• og barnabörn.
Bróðir minn
Guðjón Jónsson
frá Skeggjastöðum,
verur jarðsunginn að Hraungerði, laugardaginn 26. þ. m., kl. 2 síð-
degis.
Jón Jónsson.
Bidjið um
BRA6A
Kaffi
W.V.V.WAW/.W.V.W.V.V.V.V.’.W.VAW.’.V.V
iiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiinuniiiiiiiimniimii
( Vélaverkstæöi til sölu
Véla- og bifreiðaverkstæði úti á landi er til sölu.
Verkstæðinu fylgja góðar vélar, svo sem renni-
bekkur, borvélar og handverkfæri ýmis | konar.
Mjög hagkvæmt verð og greiðsluskilmála|'.
BJÖRN HERMANNSSOMj
héraðsdómslögmaður,
Þinghólsbraut 22, Kópavogi.
Sími 1-39-71.
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiuniiuni|B
BdiiiiimmmminmiiiiiiininiiiiHiiiimiiiniimMiimminmmiiiE