Tíminn - 01.08.1958, Side 8
Norðaustan gola eða kaldi, létt-
skýjað.
Hltl kl. 1«;
Reykjavik 12 st., Akureyri 8 st„
París 25 st„ Kaupmannah. 19 st.,
New York 30 st, Berlín 23 st.
Föstudag'ur 1. ágúst 1958.
Landbúnaðarsýning á Selfossi
Á myndinni sést hús SláturféJags Suðurlands á Selfossi. Búnaðarsamband Suðurlands minnist 50 ára afmælis
með veglegri landbúnaðarsýningu í sláturhúsinu þann 16. þ. m. Sjá grein á 5. síðu í dag — (Ljósm. Tíminn).
Landsleikur við íra í knattspyrnu
á Laugardalsvelli annan mánudag
— Mest atvinnumenn í írska HUinu, sem leikur
auk þess vií Akranes og KR
Mánudoginn 11. ágúst leikur íslenzka landsliðið í knatt-
spyrnu 22. landsleik sinn í þeirri íþrótt. Mótherjar að þessu
sinni verður landslið írska lýðveldisins. Er það mjög gott
lið, sem náð hefir ágætum árangri á undanförnum árum.
Flestir leikmenn liðsins eru atvinnumenn. Leikurinn verður
á Laugardalsvellinum og hefst kl. átta.
Blaðamenn ræddu í gær við
móttökunefnd þá, sem sér um
heimsóknina. Ólafur Hallgrímsson
formaður nefndarinnar, og írskur
konsúll hér, skýrðu frá heimsókn
franna, en auk hans í nefndinni
eru Axel Einarsson, Sveinn Björns
son, Ólafur Sigurðsson, Jón Þórð-
arson og Jón Guðjónsson.
Kemur 9. ágúst.
írska landsliðig kemur hingað
laugardaginn 9. ágúst með flugvél
frá Flugfélagi íslands. í förinni
eru 16 leikmenn, þjálfari og fimni
manna fararsíjórn. Liðið dvelur
hér í viku og leikur á því tíma-
bili þrjá leiki. Hinn fyrsti verður
mánudaginn 11. ágúst, og er það
landsleikurinn. Miðvikudaginn 13.
ágúst leikur liðið við fslandsmeist
arana frá Akranesi og hinn síðasti
föstudaginn 15. ágúst gegn Reykja
víkurmeisturunum K. R. Knatt-
spyrnuráð Reykjavíkur átti að
velja lig í þann leik, en ákveðið
var að velja KR-liðið í heild. —
Allir þessir leikir fara að forfalla-
lausu fram á Laugardalsvellinum
og hefjast kl. 8.
Dómari í landsleiknum verður
kunnur norskur dómari, Leif
Gulliksen, en línuverðir íslenzkir.
Sterkt lið.
Landslið írlands er eitt af sterk-
ustu liðum, sem íslenzka lands-
liðið hefir mælt og eru því sigur-
möguleikar okkar manna sáralitlir.
Flestir leikmannanna hafa leikið
Leikmenn úr sjö liðum leika í
pressuliði gegn landsliðinu
Leikurinn ver^ur á þriíijucíag á Laugardalsvelli
Á þriðjudaginn fer fram á Laugardalsvellinum knatt-
spyrnuleikur miili landsliðs KSÍ og pressuliðs, sem Samtök
fþróttafréttaritara völdu. Leikmenn pressuliðsins eru úr sjö
félögum og má segja, að talsverður tilraunasvipur sé á
liðinu.
fjölmarga landsleiki fyrir land
sitt, og náð ágætum árangri, t.d.
sigruðu írar Dani tvívegis í heims
meistarakeppninni í fyrra (í und-
anrásum, ekki Norður-írland) og
gerðu jafntefli við Englendinga,
einnig í þeirri keppni.
Fyrir landsleikinn kemur út
leikskrá með ýmsum upplýsing-
um um írsku leikmennina, árang-
ur landsliðsins og írskf íþróttalíf.
Tommy Dunn, fastur maður i úrvals-
iiðum írlands.
Landsliðsnefnd KSÍ valdi lið
sitt þannig; talið frá marbmanni
fið vinstri útiherja. Helgi Daníels-
son, Hreiðar Ársæl-sson, Jón Leós-
son, Sveinn Teitsson, Halldór Hall-
dórsson, Sveinn Jónsson, Þórður
Þórðarson, Ríkarður Jónsson, Þór-
ölfur Beök, AJbert Guðmundsson
og Ellert Schram.
Pres's'uliðið er þannig: Heimir
Guðjónsson, Árni Njálsson, Rúnar
Guðmundsson, Páll Aronsson, Hörð
ur Felixson, Einar Sigurðsson,
Hf., Páll Jónsson, Keflavík, Björn f
Gístason, ísafirði, Ragnar Sig-
tryggsson, Hf., Helgi Björgvins-
son, Akranesi, og Ásgeir Þorsteins
son, Hf.
Ingimar Jónsson dæmd
ur í 3^/2 árs fangelsi
Sekur fundinn um þrenns konar brot: Fjár-
drátt, misferli í meíSferð skólafjármuna og
vanrækslu í opinberu starfi — dómurinn
kveíinn upp í gær
í gær var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur
í máli ákæruvaldsins gegn Ingimar Jónssyni, fyrrv. skóla-
stjóra. Dómsorð hljóðaði svo: Ákærður Ingimar Jónsson
sæti fangelsi í 3 ár og 6 mánuði. Ákærði eryfrá birtingu
dóms þessa sviptur kosningarétti og kjörgengi tii opinberra
starfa.
Frá happdræiti Framsóknarílokksins
VandatJir vinningar:
íbúð - heimilistæki - föt - ferðalög
★ Þeir, sem fengiS hafa heimsenda miða, eru
beSnir að gera skii sem fyrst. — Skrifstofan
er á Fríkirkjuvegi 7. Sími 1-92-85.
irk Umboðsmenn úti á landi: Hefjið sölu strax.
'krk'k Ennþá fást miðar á skrifstofu happdrættisins,
sími 1-92-85. — Það eru fáir svo ríkir, að þeir
hafi efni á að eiga ekki miða í
HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Ronnie Nolan, talinn bezti leikmaður
í írsku deildinni.
Fleiri og fleiri viður-
kenna íraksstjórn
NTB—LONDON, 31. júlí. —
Belgía, Austurríki og Tyrldand
viðurkenndu í dag hina nýju
stjórn í írak. Haft er eftir áreið
anlegum heimildum í London, að
Bretar muni einnig viðurkenna
hana ,og má búast við yfirlýsingu
þess efnis frá þeim á morgun.
Dómurinn var upp kveðinn af
Þórði Björnssyni, sem skipaður
var dómari 1 máli þessu samkv.
sérstakri umboðsskrá. Skýrði hann
fréttamönnum frá dómsniðurstöð-
um í gærkvöldi.
Stórfelldur fjárdráttur.
í dómsorði segir ennfremur, að
ákærður skuli greiða allan máls-
kostnað, þar með talin laun skip-
aðs sækjanda, Ragnars Jónssonar
hrl., og skipaðs verjanda ákærða,
Sigurðar Ólasonar hrl., kr. 25 þús.
til hvors. Þá segir, að dómi þess-
um skuli fullnægja með aðför að
lögum.
Ákærði var sekur fundinn um
þrenns konar brot: Fjárdrátt, mis,
ferli í meðferð fjármuna skóla
þess, er hann var skólastjóri við
og loks vanrækslu í opinberu
starfi sínu við skólann.
Fjárdráttur úr þrem sjóðum.
Talið var sannað, að ákærði
hefði dregið sér fé úr þrem sjóð-
um á tímabilinu frá 1941 til árs-
luka 1954, Úr rekstrarsjóði Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur, sem sið-
ar varð Gagnfræðaskóli Austur-
bæjar, samtals kr. 441.681,92. —
Úr byggingarsjóði sama skóla sam
tals kr. 57.374,60 eða samtals kr.
839.770,09. Þessi upphæð er kr.
14.366,78 lægri en upphæð sú, sem
ákærður var kærður fyrir, að hafa
dregið sér í ákæruskjali dóms-
málaráðuneytisins. Er fjárdráttur-
inn aðalbrot hins dæmda.
Keypti bifreið.
Þá þykir sannað, að ákærður
liafi árið 1942 keypt bifreið, R-
2296 fyrir fé Gagnfræðaskólans.
Dómari telur sannað, að þessa bif-
reið hafi ákærði rekið í þágu sjálfs
Sín, m.a. í vinnu við Reykjavíkur-
flugvöll, hir( tekjur af rekstri bif-
reiðarinnar, en greitt gjöld vegna
rekstrara hennar úr rekstrarsjóði
skóians og fært síðan í bókum
rekstrarsjóðs kr. 54.051,20, sem
tap- á rekstri bifreiðarinnar, sem
seld var síðan í des. 1954 fyrir
kr. 18.000.00 og látið þá upphæð
ganga einnig til gréiðslu á tapi
af rekstri hennar. Hins vegar var
ákærði sýknaður af ákæru ákæru-
valdsins um að hafa keypt bifreið
í lieimildarleysi í þessum sama
tilgangi.
Veitt lán af fé skólans.
Þá er ákærði sakfelldur fyrir
að hafa veitt nokkrum aðilum lán
af fé skólans, þremur einstakling-
um, samtals að upphæð kr. 85.000,-
og einu fyrirtæki kr. 153.304,56,
eða samtals kr. 238.304,56. Hins
vegar var ákærði sýknaður af á-
kæru um að hafa lánað þrem
öðrum einstaklingum og fyrirtæki j
samtals kr. 205.000,00 af fé skól-
ans.
Einnig var ákærði sekur fund-'
inn um að hafa sett viss verðbréf
skólans að nafnverði kr. 60 þús.
að handveði í lánsstofnun fyrir
einkaskuldum sínum. Áækrði hef-
ir staðið skil á sumum þessara
bréfa, en andvirði sumra þeirra
fór fil greiðslu á einkaskuldum
ákærða.
Loks er ákærði dæmdur fyrir
stórfellda vanrækslu og hirðuleysi
í skólastjórastarfi, svo sem að
blanda saman við sin einkafjár-
mál hinum ýmsu sjóðum skólans
og með því að misfara með fjár-
muni skólans.
Ákærði var sekur fumtinn sam-
kvæmt 247 gr. og 141 gr., sbr.
138 gr. hinna almennu hegningar
laga.
Dómfelldi hefur áfrýjað dóms-
niðurstöðu til hæstáréttar.
Umfangsmikið mál.
Þórður Björnsson, fulltrúi saka-
dómara, sem hefir haft með mál
þetta að gera sllfr f-rá- upphafi,
kvað það mjög unxfangsmitíið. —
Sem dæmi um það má nefna, að
dómprófin sjálf eru um tSO vél-
ritaðar síður, auk fjölmargra
skjala og skýrslna, sem liggja í
frumriti. Dómurinn sjálfur var
ca. 150 vélritaðar síður.
Gangur málsins.
Upphaflega var mál þetta kært
árið 1955 og hófst rannsókn 23.
maí það ár. Það var sent til dóms
málaráðuneytisins 15. júní 1956
og síðan aftur að lokinni fram-
haldsrannsókn 16. júlí 1957. Var
málig svo endanlega tekið til flutn
ings og dóms 11. þ:m. og dómur
kveðinn upp í gær, eins og áður
segir.
Hvert fór féð?
Þórður Björnsson, setudómari
í máli þessu, kvað verulegan hluta
af rannsókn þess hafa beinzt að
því að finna, hvað orðið hefði af
því fé, er ákærði er dæmdur fyrir
að hafa dregið sér. Sú hlið máls-
ins væri þó mjög umfangsmikil
og flókin og taldi hann ekki unnt
að gera þvi atriði skil á hlutlægan
hátt í stuttu máli. Um endur-
greiðslu á því fé, sem ákærði liefir
dregið sér, sagði setudómari. að
í ákæruskjali ákæruvaldsins hefði
ekki verið krafizt endurgreiðslu
og væri það mál út af fyrir sig.
Óvænt kosninga-
úrslit í finnska
þinginu
A þriðjudaginn var Sukselainen
kjörinn forseti finnska þingsins
eftir sögulegar kosningar. Fager-
holm liafði verið þingforseti síðan
'árið 1945. Við fyrstu atkvæða-
greiðslu fékk Fagerholm 51 atkv.
Sukselainen 83 og þingforsetaefni
kommúnista 49 atkvæði. Með. því
að enginn fékk nægilegan meiri-
hluta, veittu kommúnistar Agrar-
flokksmanninum Sukselainen at-
kvæði sín, en fengu í staðinn vara-
forsetann kjörinn úr sínum hópi.
Keflvíkingar
Skemmtiferð verður farin á
vegum FUF í Keflavfk laugar-
daginn 2. ágúst kl. 2 e.h. Farið
verður vestur að Bjarkalundi í
Barðastrandarsýslu. Allar nánari
upplýsingar gefur Gunnar Árna-
son, síini 502, Keflavík.
FUF í Keflavík