Tíminn - 06.09.1958, Page 6

Tíminn - 06.09.1958, Page 6
6 T í IVIIN N, laugardagim 6. september H95& Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINtB Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur ( Edduhúsinu við Lindargðt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18804. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Annað er grobb en geta FRA upphafi Islandsbyggð ar og allt fram til síðustu áratuga, var landbúnaðurinn raunverulega eini atvinnu- vegur þjóðarinnar. Fiskveið ar voru að.vísu nokkuð stund aðar, en þó að mestu sem bjargræðisbót fyrir þá, sem annars höfðu aðalframfæri sitt af landbúnaði. Er aldir liðu, tók þó að vaxa upp í íandinu dugleg og harðsæk- in sjómannastétt, við eign- uðumst nýtízku fiskiskip, þorp og kaupstaðir mynduð- ust. Aðalatvinnuvegir þjóð- arinnar voru orðnir tveir og afkoma hennar öll traustari að sama skapi en áður. Með vaxandi þéttbýli tók smám saman að rísa upp ýmiss kon ar iðnaður. Og nú er svo komið, að hann er orðinn einn af þremur höfuðatvinnu vegum þjóðarinnar og ein- mitt sá þeirra, sem ætla má, ef allt fer að óskum, að komi til með að taka, að allveru- legu leyti við fólksfjödgun komandi ára. í því sambandi eru vonir manna ekki hvað sízt bundn ar við vaxandi stóriðnað. Að honum er nú þegar orðið myndarlegt upphaf, þar sem eru áíburðar- og sements- verksmiðjan. Undirstaða þeirra og jafnframt frekari framkvæmda á þessu sviði, er sú, að við höfum fjár- hagslegt bolmagn til þess, að hagnýta okkur, til nokk- urrar hlítar, hvera- og yatnsorkuna. (FYRIR nokkru var lagð- ur hornsteinn að hinni nýju virkjun við Efra Sog. Sú framkvæmd var mjög aðkall andi orðin. Án hennar er t.d. ekki unnt að fullnýta afkastagetu áburðar- og sem entsverksmiðjanna. Morgun blaðið hefii> af venjulegri smekkvisi, notað þetta til- efni til þess að narta í Her- mann Jónasson, forsætisráð herra. Ástæðan er talin vera ummæli, sem hann lét falla í ræðu, er hann flutti í til- efni af hátiðahöldunum við Efra Sog. í ræðu sinni benti forsætisráðherra á þá bros- legu staðreynd, að allir flokk ar vildu gjarnan láta þakka sér framkvæmdirnar en sum ir kærðu sig á hinn bóginn ekki um, að vera bendlaöir við þá skuldaaukningu, sem af framkvæmdinni leiddi. I>essu reiddist Mbl. ákaf- lega. Kveður það forsætis- ráðlierra aðeins hafa farið með hálfan sannleikann, er hann sagði, að virkjunina hefði ekki mátt hefja seinna en gert var. í næstu máls- grein etur þó blaöið þessa staðhæfingu ofan í sig er það segir: „Auðvitað er það rétt, að framkvæmd virkjun arinnar við Efra Sog mátti ekki dragast‘\ Er þvi ástæðu laust að eltast frekar við þetta fleipur. EN ÞÁ eru það skulda- málin. Varla líður sá dagur, að Mbl. jagist ekki yfir skuldasöfnun erlendis. Ekki er þó annaö vitað, en Mbl. menn hafi verið til með, er þeir voru í ríkisstjórn, að taka öll þau lán, er fáan- leg voru. Ólafur Thors var búinn að baksa í því í 3 ár að fá erlent lán til Sogs- virkjunarinnar en hafði ekki árangur sem erfiði. Þegar stjórnarskiptin fóru fram voru virkjunarframkvæmd- irnar strandaðar á fjár- skorti. Eftir á var Ólafur hinn sperrtasti og sagðist hafa átt kost á lánum bæði í Þýzkalandi og Bandaríkj- unum. Því tók hann ekki annað hvort þeirra? Var það vegna varfærni hans gagn- vart erlendri skuldasöfnun? Eða ætlaði hann ekkert aö skeyta um, þótt Sogsvirkjun- ina ræki upp á sker? Vitan- lega hvort tveggja fjar- stæða. Hið sanna er, að Ólaf ur gat ekkert lán fengið. Þetta tilkynnti hann stjórn Sogsvirkjunarinnar og skyldi hún sjálf reyna að útvega lán. Formaður hennar er Gunnar Thqrodcísen. Hver voru hans afrek í málinu? Enginn hefir komið auga á þau. Þannig var ástatt, þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Hún gekk þegar í að leita fyrir sér um lán. Það fékkst vestur í Bandaríkjunum. Og nú er verkið hafið. ÞAÐ ER svo þáttur út af fyrir sig, með hverjum endemum framkoma þess- ara lánleysingja Mbl.-liðsins var í sambandi við lánsum- leitanir rikisstjórnarinnai\ Búast hefði mátt við, að þeir hefðu a.m.k. látið þær af- skiptalausar. En það reynd- ist þeim ofraun. Einhver geðstirður huldumaður átti viðtal við blað vestur í Banda ríkjunum og lét þess getið að með því að veita íslend- ingum lán, væri verið að borga aögöngumiöa fyrir kommúnista að ráðherrastól um úti á íslandi. Á venju- legu máli þýðir þetta það, að með því að veita lánið, er verið að hjálpa ríkisstjórn inni til að halda velli. Og það þótti vænlegt til árang- urs úti í Bandaríkjunum að segja að kommúnistar væru í íslenzku ríkisstjórninni. M.ö.o. ekki var horfandi í að koma í veg fyrir Sogsvirkjun ina, þött það yrði til ómet- anlegs tjóns fyrir þjóðina alla, ef aðeins var unnt að valda ríkisstjórninni erfið- leikum. Kennir nokkur i þess ari einstæöu framkomu anda boðorðsins fræga: Fyrst okkar hagsmunir, svo flokksins, síðast þjóðarinn- ar? Einlægnina og heiðarleik- ann, sem býr að baki öllu skuldajapli Sjálfstæöis- manna má svo bezt marka á því, að sjálfir hafa þeir borið fram tillögur um ennþá meiri erlendar lántökur en framkvæmdar hafa verið. Og hverjar eru þær framkvæmd Íslenzk þrautseigja mun sigra brezka þráann Ræða Þórarins Þórarinssonar á úti- fundinum um landhelgismálið Góðir áheyrendur! Ég var staddur á iundi Stéttar- sambands bænda, þegar mér bár- ust tilmæli um að segja nokkur orð á þessum fundi. Ég átti þar tal við ýmsa menn um landhelgismálið, enda er nú ekki meira um annað talað. Ég held að það sé rétt, að ég byrji orð mín hér, með því að hafa yfir ummæli gamals bónda, sem voru á þessa leið: „í þessu máli þarf engin stór orð og allra sízt grjótkast. Hér þarf aðeins að halda virðulega og einbeittlega ó réttum mál- Btað.“ Það er sannfæring mín, að í ummælum þessa aldna og hyggna bónda, sé mótuð sú stefna, sem við eigum að fylgja, í þeirri bar- áttu við Breta, sem fram undan er. Við ætium okkur ekki að sigra með vopnum eða ofbeldi í neinni' mynd. Það er aðalsmerki íslend- inga að vera eina vopnlausa þjóð heimsins. í þessari deilu, eins og öllum öðrum, sem við kunnum að lenda í við aðrar v þjóðir, er það takmark okkar að ná sigri með því einu að fylgja fram réttu máli af staðfestu og virðu- leika. Eini bletturinn í landhelgisdeiiunni hefir þessa líka verið vel gætt hingað til, þegar undan er skilið grjótkastið 'á bústað j^rezka sendiherra!ns. Það er eini bletturinn, sem hefir fallið á hinn hreina skjöld ís- lands í þessu máli. Við skulum öll taka saman höndum, og gæta þess, að slíkir blettir verði ekki j íleiri. Ég vil í þessu sambandi minna á það, að við gerum þetta ekki aðeins okkar vegna. í öllum lönd um eigum við marga vini, og það er einlæg von þessara vina okk- ar, að við höldum á málstað okk ar einarðlega og virðulega. Hver mistök af hálfu okkar hryggja þá, en gleðja andstæðingana. Okkur er það mikilsvert, að þessi vina- hópur okkar fari stækkandi, því á samúð og skilningi annarra þjóða byggist það öðrum þræði, að sigur vinnist í þessari viður- eign. Við skulum því kappkosta að halda með þeirri háttvísi og festu á þessu máli, að það verði til þess að vinum okkar erlendis fari stöðugt fjölgandi. Fordæmi varískips- mannanna . Áður en ég vík frá þessu atriði, vil ég fyrir mína hönd og áreið- | anlega allra þeirra, sem hér eru, . og allrar íslenzku þjóðarinnar, 'flytja hinum íslenzku varðskips- Imönnum kveðjur og þakkir fyrir 1 hyggilega en djarflega fram- komu þeirra og fyrir að hafa staðizt allar ögranir hins brezka hervalds, er vel hefðu getað leitt ógætna menn til misíheppnaðra verka. Því þakkarverðara er þetta, að vafalaust svellur hinum ís- 1 lenzku varðskipsm'önnum oft móð I ur í brjósti, því áreiðanlega er 1 fáum ríkari í huga sæmd íslands þessa dagana, en einmitt þeim. Því skyldi hið virðulega fordæmi þeirra, vera öðrum íslendingum til eftirbreytni. Sennilega löng barátta framundan Ég sé ekki ástæðu til þess, að fara hér að skýra málstað okk- ir, sem ríkisstjórnin hefir tekið lán til, er íhaldið hefði viljað láta ógeröar? Fróðlegt hefði verið að heyra það. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri flytur ræSu sína. ar, eða rifja upp þá atburði, sem orðið hafa. Hvort tveggja er hverj um íslendingi kunnugt. Við höf- um orðið fyrir ranglátri árás og reynt er með valdi að neyða okk- ur til að víkja frá lífsnauðsynleg- um rétti okkar. Á þessari stundu mun okkur það efst í huga, hvernig við get- um bezt tryggt að málstaður okk- ar vinni sigur og hljóti sem fyrst fulla viðurkenningu. Fyrstu dagarnir hafa verið okkur hag- stæðir, en við megum samt ekki telja okkur trú um að fullur sig- ur sé unninn. Við getum enn átt fyrir höndum baráttu, sem getur staðið mánuðúm eða misserum saman. Brezki þráinn í sérhverri deilu er það frum- skilyrði til sigurs að vanmeta ekki andstæðihginn. Ef við skyggnumst yfir brezka stjórn- málasögu, komumst við að raun um, að þar er tvennt mest áber- andi: Annars vegar hin mestu stjórnmálahyggindi, en hins veg- ar hinn heimskulegas'ti þrái. Það eru ekki stjórnmála- hyggindi heldur heimskufull- ur þrái, sem stjörnar gerðum brezkra ráðamanna í þessari deilu. En því er ekki að neita, að oft hefir bessi þrái Breta gef- izt þeim véi, þegar þeir hafa glímt við andctæðinga, er ekki höfðu úthaid og seiglu til jafns við þá. Úrslit þessarar deilu velta ekki sízt á því að þeir mæti hér ofjörliun sínum í seíglú og út- haldi. Islenzka seiglan í þessu sambandi kemur mér það í hug, sem gáfaðasti Daninn, er um skeið var.andstæðingur okk- ar í sjálfstæðisbaráttunni, Georg Brandes, á eitt sinn að hafa sagt. Ummæli hans voru á þá leið, að þrennt væri mest á íslandi: Kuld- inn á jöklunum, eldurinn í Heklu og þrjózkan íslendingum. í alda- langri sjálfstæðisbaráttu við Dani, færðu íslendingar heim sanninn um það, að þeir bjuggu yfir nægri s'eiglu eða þrjózku, eins og and- stæðingarnir orðuðu það, til að vikja ekki frá réttu máli og vinna því sigur að lokum. Það, sem við þurfum nú að gera Bretum ljóst, er alveg sér- staklega þetta: Þótt íslendingum hafi að undanförnu liðið betur en forfeðrum þeirra, og ekki þurft eins mikið á seiglunni að halda í baráttunni við eld og ís, hafa þeir alveg nóga seiglu, eða þrjózku, ef Bretar vilja heldur orða það eins og Brandes, til þess að víkja ekki um hársbreidd frá tólf milna landhelginni, þótt það kosti þá átök í nokkra mánuði eða misseri, því að allir eru ís- lendingar vissir um, að hinn rétti málstaður þeirra hrósar siiri að lokum. Karlmannlega brugÖizl: við ósigri Því fyrr sem Bretar gera sér grein fyrir þessari seiglu íslend- inga, þvi fyrr munu þeir sjá sitt óvænna og láta undan siga. Því fyrr rnunu stjórnmálahyggindi þeirra vinna bug á hinum heimsku lega þráa þeirra. Og þegar Bretar hafa gert sér þetta Ijóst, .munu þeir snúa við blaðinu á hinn mynd arlegasta hátt. Ég minnist þess, að fyrir tveim árum sá ég og heyrði Selwyn Lloyd á þingi Sameinuðu þjóð- anna, snúast við ósigri Breta í Súezdeilunnt, með virðuleik og reisn, sem mér fannst mikið til um. Ég á þá ósk Selwyn Lloyd til handa, að hann eigi eftir að viðurkenna tó'lf milna fiskveiði- land'helgi ísiands (irúð engu minni reisn, og sú ósk mun á- reiðanlega rætast, ef íslendingar sýna nægilegt þol í deiiunni. * Takmark, sem ekki vertiur viki'S frá Eitt tel ég enn nauðsynlegt framar flestu öðru til að tryggja fullan sigur í landhelgismálinm í erlendum blöðum er alltaf stöð- ugur orðrómur um það, að ís- lendingar kunni að vera tilbúnir, á einum eðú öðrum vettvangi, að víkja meira eða minna frá tólf mílna fiskveiðilandhelginni. Meðan þessi orðrómur er ekki alveg kveðinn niður, mun það mjög torvelda okkur að ná full- um sigri i deilunni. Við þurfurn því við öll tækifæri, innan lands' og' utan, að láta það koima skýrt fram, að íslendingar víkja ekki um hársbreidd frá ákvörðun sinni um tólf milna fiskveiðilandhelgil Hún var takmark okkar áður en Bretar hófu ofbeldisaðgerðir sín- ar, og hún er það því enn meira nú eftir að ofbeldisverkin hafa verið framin á okkur. Áður var tólf mílna landhelgin takmark okkar vegna þess ao hún var, og er, okkur lífsnauð: synleg, ef við eigum að halda á- fram að lifa sem frjáls menning- arþjóð í landi okkar. Nú er hún orðin takmark okkar, einnig vegna þess, að við megum aldrei sætta okkur við, að það, sem við eig- um með réttu, sé af okkur tekið með ofbeldi. Ef við sættj um okkur við slíkt í þessu máli] er hin fyllsta hætta á að annað og meira verði tekið af okkur á eftir. ÞaÖ, sem skiptir mestu Eins og ég sagði í uppbafi, leyfir hinn takmarkaði ræðutímj það ekki, að hér sé rætt um ein: stök málsatriði, og því hefi ég aðeins stiklað á nokkrum atrið; um varðandi sjálfa málsmeðferð- ina. Ég vil að lokum endurtakg. þetta: Ofbeldi Breta eigum við að svara með virðuleik og festu, og láta aldrei ögra okkur til neinna óhæfuverka né mistaka. Heimsku fullum þráa Breta eigum við að svara með' þ\d að sýna í verki, að hin íslenzka seigla, studd af góð- um málstað, er ennþá úthalds- betri. Og við öll tækifæri hva.r í heiminum sem íslenzkur maður fer, verður það að koma fram, svo skýrt, að á því leiki enginn vafi, að tólf mílna 'fis'kveiðiland: helgi er réttur okkar og óhjá- kvæmileg nauðsyn, og frá því marki verður ekki hvikað, hvað sem fyrir kemur og hverju sem ógnað er. Bf við höldum þannig á mál- stað okkar þurfum við engu að lcvíða. Þá mun tólf milna fisk- veiðilandhelgi íslands verða virt og viðurkennd af öllum, fyrr en seinna, og íslenzk samheldni og seigla fagna einum sínum stærsta ■sigri í sjáifstæðis’baráttu íslend- inga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.