Tíminn - 11.09.1958, Blaðsíða 2
TÍMINN, fimmtudaginn 11. septeniber 1958.
U
Minnisvarði um Þorstein Erlingsson Sjötugur: Skúli Gunnlaugsson,
afhjúpaður á 100 ára afmæli hans oddviti, Bræðratungu
Ratigæingaféiagið í Reykjavík reisir varftann.
Merkjasala til fjáröflunar á morgun
Rangæingafélagið í Reykjavík hyggst reisa Þorsteini
'íiiingssyni minnisvarða, og verður hann afhjúpaður að Hlíð-
arendakoti á hundrað ára afmæli skáldsins, 27. sept. n.k
Nína Sæmundsson myndhöggvari hefir gert minnisvarðann.
Forstöðumenn félagsins sögðu
réltamönnum frá þessum áform-
'tm í fyrradag, og jafnframt því
að félagig hyggðist efna til merkja
ölu til fjárcflunar. Við aíhjúpun
:na verður »fnt til samkomu að
'Slíðarendakoti, og mun Sigurður
Nordal flytja þar erindi um Þor-
,tein, og lesið verður úr verkum
;ians. Félagið mun sjá um ferðir
.ustur frá Bifreiðastöð íslands.
3rjóstmynd skáldsins.
Fyrir nokkrum árum sneri
iRangæingafélagið í Reykjavik sér
•«1 frk. Nínu Sæmundsson mynd-
íiöggvara og fól henni að gera
irjóstmynd af Þorsteini Erlings-
-yni, en Nína er Fljótshlíðingur
pins og Þorsteinn. Einnig hefir
verið girtur dálitill reitur við
Drííandafoss hjá Hlíðarendakoti,
ig verður þar ræktaður skógur.
iíteiturinn heitir Þorsteinslundur,
Og þar verður minnismerki skálds
:ins afhjúpað þann 27. sept. Þá
aefur félagið fengið frk. Nínu
til þess að gera mynd af sólskríkju,
og eftir henni hafa verið steypt
einkar falleg merki, sem seld
verða á fösludaginn til ágóða fyrir
Þorsteinslund og minnismerkið.
Þótt félagið hafi notið rausnar-
legra framlaga bæði einstaklinga
og stofnana, þ. á. m. Átthagafé-
lags Rangæinga í Vestmannaeyj-
um, þá heitir það á fólk að ljó
sér lið og heiðra minningu Þor-
steins Erlingssonar með því að
kaupa og selja merki. Formaður
fjársöfnunarnefndar Þor.steins-
sjóðs Rangæingafélagsins er dr.
Hákon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari.
Merkjasala.
í dag hefur merkjasölunefnd
Rangæingafélagsins opna skrif-
stofu í Skátaheimilinu við Snorra
braut, kl. 5—7 og allan daginn
á morgun. Félagið heitir á börn
og unglinga að koma og taka merki
til sölu; greidd verða góð sölu-
laun. Söludagur merkjanna er
föstudagurinn 12. september.
Kirkja Óháða safnaðarins í Reykja-
yík tekin í notkun á sunnudaginn
Þá vertíur kirkjudagur safna'ðarins hátí’ð-
Iegur haldinn
Á sunnudaginn er hinn árlegi kirkjudagur Óháða safn-
„ðarins í Reykjavík. Þá verður hin nýja kirkja safnaðarins
/ið Háteigsveg tekin í notkun og messað þar í fyrsta skipti.
Sins og* kunnugt er er féiagsheimili safnaðarins sambyggt
lirkjunni, og var það tekið í notkun fyrh* ári síðan. Þar
íafa guðsþjónustur safnaðarins farið fram hingað til.
Séra Emil Björnsson, prestur
i afnaðarins og fleiri forstöðumenn
.jháða safnaðarins, ræddu við
líréttamenn í gær og sögðu frá
'iirkjupudeginum og byggingar-
ramkvæmdum safnaðarins.
Dagskrá kirkjudagsins verður í
tórum dráttum á þessa leið: Kl. 2
/erður’ guðsþjónusta í kirkju safn-
iðarins, og að henni lokinni, fjár-
jöfnun til kirkjunnar við dyrnar.
I ?á verður einnig kaffisala í félags-
’ieimilmu, fram til kvölds, og sér
ikvenfélag safnaðarins um hana.
■ijm kvöldið verður samkoma í
drkjusalnum. Kirkjudagurinn er
’yrst og fremst ætlaður til kynn-
ngar á starfi safnaðarins og fjár-
..öfnunar. Söfnuðurinn heldur nú
ippi happdrætti, og verður það á
‘boðstólum þennan dag.
sýstárleg kirkja.
Enn er ekki lokið til fulls inn-
éttingu á kirkjusalnum, og verð-
' ■■r kirkjan því ekki vígð fyrr en i
;etur er hún verður fullbúin. Enn
/antar ýmsa muni til kirkjunnar,
.iltari, prédikunarstól o. fl., en
lestir eru þeir í smíðum. Má geta
'hess að Ásmundur Sveinsson gerir
• ikírnarfpnt fyrir kirkjuna, en
íivenfélag safnaðarins gefur. Þá
ígat séra Emil þess, að til orða
íefði komið, að efna til sam-
deppni myndlistarmanna um altar-
stöflu,; en það er allt óráðið enn-
iöá. Kirkjusalurinn er mjög nýstár-
'egur og smekklegur, og verður
ihér eflaust hið glæsilegasta guðs-
Áús þegar því er að fullu lokið.
titult starf.
Þá' rakti séra Emil Björnsson
l.iyggingarsögu safnaðarins. Óháði
.iöfnuðurinn var stofnaður 1950,
ig var þegar hugsað til kirkju-
ípyggingar. Byggingarleyfi fékkst
,>umarið 1956, og var þá starx haf-
:izt handa. Félagsheimilið Kirkjii-
ihær var fullgert í fyrrahaust og iþá
tekið í notkun. Þá hafði kirkjan
•íinnig verið steypt upp, og nú c-r
.‘kmréttingu svo langt lcomið, að
unnt er að taka hana í notkun.
Séra Emil kvað það stefnu safn-
aðarins að nýta húsnæði sitt um
leið og það væri unnt. Þá skyldi
kirkjan ekki einungis vera notuð
á helgidögum, heldur þyrfti þar
að vera s;em mest líf og starf alla
daga. Þannig liefur Barnavinafé-
lagið Sumargjöf fengið leigða
neðri hæð félagsheimilisins undir
leikskóla. Sóra Emil kvað söfnuð-
inn hafa unnið hér mikið starf
iað koma kirkjunni upp á svo
skömmum tíma og sýnt ósér-
plægni og fórnfýsi, hvorki horft í
fc né fyrirhöfn.
Formaður Óháða safnaðarins er
Andrés Andrésson.
Einn af kunnustu bænduin á
Suðurlandi er 70 ára í dag. Vil
ég gjarnan minnast þess mæta
manns með nokkrum orðum við
þessi tímamót í ævi hans, því
hér er góður drengur á ferð, og
ætla ég að undir þau orð mín
taki allir, sem manninn þekkja.
Þessi maður er Skúli Gunnlaugs-
son, bóndi og oddviíi í Bræðra-
tungu. Hann er fæddur að Kiðja-
bergi í Grímsnesi 11. sept. 1888,
sonur hinna alkunnu merkishjóna
Gunnlaugs hreppstjóra Þorsteins-
Happdrætti Há-
skólans
Dregið var í gær í 9. flokki um
893 vinninga að upph. 1.135.000,00
kr. Hæsti vinningur, 100 þús. kom
á miða nr. 42763 (hálfmiðar seldir
í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur og
Jóns Arnórssonar, Bankastræti).
Næsti vinningur, 50 þús., á miða
nr. 44596 (hálfmiðar, seldir á Ak-
ureyri). 10 þúsund króna vinning-
ar komu á miða nr’. 5724, 14875,
26854, 28525, 35083, 40962. — 5
þúsund króna vinningar komu á
miða nr. 2283, 3539, 7454, 11048,
20297, 29917, 34695, 38929. — Birt
án ábyrgðar.
Nefnd rannsaki or-
sakir eldsvoða
Samkvæmt þingsályktun, sam-
þylcktri á Alþingi 26. febrúar 1958,
hefur félagsmálaráðuneytið skip-
að nefnd til að rannsaka orsakir
hinna tíðu eldsvoða, sem valdið
hafa miklu tjóni á atvinnutækjum
þjóðarinnar, og gera tillögur um
þær ráðstaí'anir, sem þurfa þykir
t'il ag draga úr eldhættu í at-
vinnufyrirtækjum. — I nefndinni
eiga sæíi:
Ásgeir Ólafsson, forstjóri; Bene
dikt Gi’öndal, vei*kfræðingur; Gísli
Ólafsson, framkvæmdastjóri; Her
mann Hallgrímsson, fulltrúi; Jón
Sigurðsson, slökkviliðsstjóri og
Geir Zoega, fyrrverandi vegamála-
stjóri, sem er formaður nefndar-
innar.
Mikið byggt á
Aktireyri
Alcueryri, 7. sept. — Frá byrjun
ársins 1958 til 1. sept. er hafin
bygging 46 íbúðaúhúsa á Akureyri.
í þessum húsum eru alls 8.1 íbúð-
ír. — Auk þess eru um 70 íbúðar
hús í byggingu, sem byrjaö var
á fyrir áramóíin 1957—58. í þeim
húsum eru samtals 90 íbúðir. —
Þann 1. sept. s.l. voru því í bygg
ingu hér á Akureyri samtals 116
íbúðarhús méð alls 175 íbúðum.
Iþróttanámskeið
haldið á Akranesi
AKRANESI, 10. sept. — Axel
Andrésson sendikennari frá Í.S.Í.
hefir nýlokið mánaðar námskeiði
hjá Í.B.A. Þátttakendur voru 97
drengir og 84 stúlkur, eða alls 182,
á aldrinum 4 til 16 ára. Námskeið
ið hófst 20. ágúst og lauk því með
kerfissýningu 9. sept. í íþróttahús-
inu. Alls sýndu 100 drengir og
stúlkur. Sýningin tókst mjög vel
og vorú áhorfendur hátf a þriðja
hundrað. Á eftir sýninguna var
Axel haldið samsæti í Hótel Akra-
ness og var það I.B.A. sem stóð
fyrir því. Haldnar voru margar
ræður honum til hciðurs, ræðu-
menn voru: Guðm. Sveinhjörns-
son forin, Í.B.A., séra Jón Guð-
jónsson, Óiafur F. Sigurðsson,
fyrrverandi form. K.A., Jón Árna
son forstjóri og Óðinn Geirdal full
trúi Í.S.Í. — Formaðkir Í.B.A
færði Axel fána bandalagsins að
gjöf. Axel þakkaði ræðumönnum
fyrir hlý orð i sinn garð. Náruskeið
ið tókst rnjög vel og vona Akur-
nesingar að Axel Andrésson komi
hið bráðasta aftur.
isonar, sýsl'umanns, Jóns'sonar,
assesors á Stóra-Ármóti, og konu
lians Soffíu Skúladóttur prófasts
á Breiðabólsstað í Fljótshlíð,
Gíslasonar. Þarf ekki frá því að
segja svo kunnugt sem það er,
eldri mönnum í það minnsta, að
ættmenn Skúla í Tungu (svo er
hið forna nafn þessa höfuðbóls
fram til 1495) eru þjóðkunnir
menn. Afi hans, presturinn á
Breiðabólsstað, var ekki einungis
sómi sinnar stéttar, en hann var
líka rithöfundur og. lengst mun
nafn hans lifa vegna þjóðsagna-
ritunar hans. Langafi hans, asses-
brinn á Stóra-Ármóti, gaf út hið
kunna jarðatal 1847, sem er ó-
metanleg heimild fyrir íslenzkan
landbúnað.
•Skúli Gunnlaugsson ólst upp í
stórum og fríðum systkinahópi á
hinu víðkunna heimili foreldra
sinna að Kiðjabergi. Kiðjabergs-
heimilið setti svip sinn á sveit
sína og jafnvel hérað. Það var
ríkt að rausn og höfðingsskap,
mikill búskapnr og margt hjúa,
sem bundu við heimilið órofa
tryggð. Húsbóndinn hinn hógværi
höfðingi, og húsfreyjan í flokki
þeirra kvenna, er fremstar hafa
fai-ið fyrr og seinna að glæsileik
og skörungsskap. Slik heimili hafa,
sem betur fer, mótað margan
ungan mann til manndóms og
mikilla starfa, þegar út í lífið
kom.
Skúli gerðist snemma víðsýnn
tfélag'shyggjumaðúr og sá fram-
tíðina í björtu ljósi mikilla at-
hafna. Hann fék'k á æskuárum
góðan félaga, þar sem Gestur á
Hæli var, sá frábæri hugsjóna- og
athafnamaður, sem verzlaði með
láð og lög eins og smávarning.
En áður en þetta gerðist, hafði
Skúli leitað sér lærdóms, bæði í
Flensborgarskóla tvo vetur og
síðan á Hvanneyri. Um svipað
leyti gerðist hann forustumaður
í uugmennafélags- og íþróttamál-
um, bæði í sveit sinni og héraði.
Var einn af stofnendum íþrótta-
sambandsins Skarphéðins og í
stjórn þess noklcur fyrstu árin.
Það er nú svo, að \fið eldri menn
irnir lumum á ýmsu frá æsku-
árum okkar, sem unga fólkið renn
ir ekki grun í, sem vonlegt er.
Eitt af því tagi er það, að Skúli
var góður glímumaður og var
þátttakandi í fyrstu kappglímu
íþróttasambandsins Skarphéðins
að Þjórsártúni 9. júlí 1910.
Elcki man ég hvaða ár Skúli
lagði leið sína til búnaðarnáms
í Danmörku, og ekki þori ég
heldur að segja frá hvaða atvik
lágu til þess, að hann kynntist
Sven Paulsen ritstjóra við Berl-
ingske Tidende í Kaupmannahöfn,
enda skiptir það ekki öllu máli.
Hitt er víst, að þessi danski rit-
stjóri fékk áhuga fyrir íslandi
og íslenzkri jörð og keypti
Bræðratunguna með hjáleigum,
sex jarðir, og bætti þeirri sjö-
undu við seinna. En kynni Skúla'
i við Poulsen ritstjóra urðu til þess,
' að hann tók Bræðratunguna á
leigu og lióf þar búskap 1923 og
hefir búið þar síðan að undan-
teknu einu ári, en þá sendi
danski ritstjórinn danskan bónda
til að reka þar sótrbú fyrir sig.
Sá búskaur varð éins og goluþyt-
ur,_ sem engar sögur fara af.
Á fyrstu búskaparárum sínum
í Tungu byggði Skúli íbúðarhús
úr steinsteypu. Slíkt þykir ekki
í frásögur færandi nú, en þá var
„öldin Önnur“, þó að ekki sóu
nema 34 ár síöan. En þá voru
samgöngur þannig hér í sveit,
að allt byggingarefni til húsbygg
ingarinnar, sement, timbur og
járn, varð að flytja um langan
veg og yondan á klökkum, og
eklci nóg með það, á leiðinni
varð að flytja allt á ferju yfir
Tungufljót og sundleggja hest-
ana. Beri svo menn þetta saman
við þá aðstöðu, sem flestir hafa
nú, þegar bílar bruna með hvert
tangur og tetui* í byggingar
manna heim í hlað.
Þessum miklu samgöngubótum,
ásamt óteljandi öðrum fram-
kvæmdum, hefir sú kynslóð á-
orkað, sem nú er að láta af
völdum, og það á öi*skömmum
tíma. Engan skyldi undra, þótfe
eitt og annað gangi úr skorðutt
við slílc átök.
Alla stund síðan Skúli hóf bú-
skap í Tungu, hafa hlaðizt á hann
fjöldi trúnaðarslarfa. Þannig hcf-
ir hánn verið sýslunefndarmaður
í 30 ár, hreppsnefndarmaður öllu
lengui' og oddviti síðustu 12 árin.
Á sæti í Skólanefnd héraðsskól-
ans á Laugarv.atni, endurskoð-
andi Sláturfélags Suðurlands og
deildarstjóri þess liér um fjölda
ára. Fullan aldarfjórðung í stjórn
búnaðarfélags hreppsins og for-
maður nautgriparæktarfélagsins
með góðum árangri, skattanefnd-
armaður og margt fleira sem
ekki verður talið hér.
Skúli er einn hinn trúasti mað-
ur, sem ég þekki, í hverju starfi,
sem hann tekur að sér, réttsýnn
og ráðvandur og vill hvers manns
vanda leysa. Er þvi mjög vinsæll
og nýtur hvers manns trausts.
Iíann er mjög einlægur félag’s-
hyggjumaður og samvinnumaður,
og lætur þá stefnu ráða um úr-
slit mála, frekar en önnur sjón-
armið. Samslarfsmaður er hann
góður, svo að elcki þekki ég ann
an betri, fer þar saman góðar
og farsælar gáfur og vilji til sam-
starfs og að hvert mál verði
leyst til hagsbóta, hvort heldur
er, einstaklingum eða félagsheild-
um. Skúli er góður félagi. Laus
við hávært gleðiskvaldur, en þeim
mun minnugri á brosleg atvik og
orð og velkveðnar vísúr, sem
hann metur milcils. Hjiáipar þar
til hans frábæra minni, sem enn
er enginn bilbugur á.
Skúli er kvæntur Valgerði Páls
dóttur frá Tungu í Fáskrú&sfirði.
Þau eiga 3 sonu: Svein, bónda í
Bræðraungu, íkvæntur Sigiúði
Stefánsdóttur frá Skipholti, Gunn
laug, dýranæknanema í Þýzka-
landi, og Pál, sem er í Mennta-
skólanum á Laugarvatni.
Ég óska svo Skúla og fjölskyldu
hans allra heiila í tilefni afmælis-
ins og þaklca honuin margar á-
nægjulegar starfs- og gleðistundir,
sem við höfutn saman ótt.
Þorsteinn Sigurðsson
ampéfí nt
Saflagnir—Viðgerðir
Sími 1-85-56
Kaupmenn
Kaupfélög
vr*.. i /a*.
Kjorbiiöir
Getum afgreitt
rfrkörfur í ýmsum
stærðuMu
24 x 25x12 cm
24 x 30 x 12 cm
24 x 35 x 12 cm
40 x34x18 cm
40 x 40 x 18 cm
40x46x18 cm
Sendum gegn pósíkröfu
um land allt.
Pósthólf 1327, Reykjavík,