Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 9
T í M I N N, þriðjudaginn 21. október 1958. 9 Ræöa fljármálaráðherra athuguðu um leiðir til jafnvægis í þjóðarbúskapnum og til þess að stöðva verðbólguhjólið. ÍÞeir komust að þeirri jiiður- stöðu, sem raunar var í samræmi við það, sem áður hafði komið fram, að á meðan sá háttur væri á hafður að hækka kaupgjald og afurðaverð sífellt á víxl í fullu samræmi við hækkun framfærslu vísitölunnar, án tillits til ástands að öðru leyti, væri alveg von- laust að verðbólguhjólið yrði stöðvað. Það væri alveg sama til hvaða úrræða gripið væri til þess að koma á samræmi, hvort byrjað væri með gengislækkun, niður- færslu eða uppbótum, allt bæri að sama brunni. Vei’ðbólguhjólið hlyti að velta áfram á meðan vísi- talan eða spólan eins og hún hefir 'stundum verið kölluð, væri notuð á sama hátt og verið hefir sem mælikvarði r.ð kaupgjaldi og af- urðaverði. Af s'líku hlyti að leiða sifelldar víxlhækkanir, sem eng- liffi kæmi til góða en hefði í för með sér áframhaldandi verðbólgu þróun. Allt var þetta mjög til umræðu s. 1. vetur og vor og hefir verið síðan. I sambandi við setningu efna- hr.gslaganna í vor var því bent á aó brýna nauðsyn bæri til að vísi- tciustefnan í kaupgjalds- og verð- lagsmálum yrði endurskoðuð á þessu ári, áður en til þes's kæmi ac fyrh’sjáanlegar vísitöluhækkan- ir vegna hinna nýju ráðstafana væru farnar að hafa áhrif til hækkunar á kaupgjald og verðlag á víxl. Var gert ráð fyrir því og er enn, að þessi mál yfðu tekin til meðferðar sérstaklega á þingi Alþýðusambandsins í haust. Með öðrum þjóðum hefir hinn vélræni víxlgangur í þessum efn- um yfirleitt verið stöðvaður, en stefnan í kaupgjalds- og verðlags- málum byggð á samningum, og reynt að sæta lagi þannig að al- mennar kauphækkanir séu gerðar í samræmi við framleiðsluaukn- ingu í þjóðárbhinu og skili þannig ra unverulegum kjarabótum. Eru þá vísitölur um framfærslu kostnað einnig hafðar til hliðsjón- ar að sjálfsög'ðu. í mörgum löndum liefir verið komið upp öflugum hagdeildum stéttasamtaka, atvinnurekenda og ríkisvaldsins', ,sem hver urn sig skoðar þróun framleiðslumála of- an í kjölinn og leiðbeinir stjórn- um stéttasamtaka og stjórnarvöld- um um það, hvaða ákvarðanir niuni gefa bezta raun. J Ný hækkunaralda Enda þótt ráðstafanir í efnahags málum væru á síðasta ári miðað- ■ar við 5% almenna kauphækkun og gert ráð fyrir því að stefnan í kaupgjalds- og . verðlagsmálum yrði endurskoðuð, nefh' reyndin orðið sú, að kauphækkanir í land- inu hafa orðið miklu meiri. Hefir risið alnxenn kauphækkunaralda og kaupgjald ahnennt hækkað vcrulega umfrám þfessi 5%. Hafa mörg stéttarfélðgin talið að þau væru að leita gancirsamis með þess- um breytingum og vafalaust sum liaft rétt fyrir-sér í því. En hvað sem því líður, hefh' niðurstaðan orðið almenn kauphækkun og þar með almenn verðhækkun langt umfram það, sem htegt er að gera ráð fyrir að útflutningsframleiðsi- an geti undir staðfð með núver- andi verðlagi og uppbótum. Ég ætla ekki að rekja hér ein- stök atriði þéksaráFhiála, en aðeins gc-ta þess, að vitaskuld hefir það hal’t mikil áhrif á allan gang þeh’ra, að úr þeím pólitísku her- búðum, sem fjöldi atvinnurekenda í landinu heíir verjð talinn lialda sig í, hefir það verið óspart látið út ganga, að ékkert væri óeðlilegt að leitað væt'i éftir kauphækkun- um og það epda^þótt vitað væri að framlciðsjan' gæti ekki staðið undir þeim. Engum déffiií fTiug, að þessu og þvílíku hafi -ráðíð umhyggja fyr- ir kjarabólum .þéirra, sem hér eiga hlut að máli, þegar þess er gætt, að úr þessum sömu herbúðum hef ir á -undanförnum árum verið lögð megin áherzla á að sýna fram á, að almennar kauphækkanir, gem framleiðslan geti ekki staðið und- ir án nýrra hjálparráðstafana, væru verri en gagnslausar fyrir þá, sem laun taka, og væri þeim ti.’ tjóns' eins og ófarnaðar. En það gefur auga leið, hvernig til muni takast varðandi jafnvægið í efnahagsmálum, þar sem einn hinn veigamesti þáttur þeirra mála, stefriau í kaupgjaldsmálum, er látin á’ vald félagssamtaka án íhlutunar ríkisvaldsins, þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð. Engum gelur dulizt, vegna þess hve öll þessi 'mál og s'amhengi þeirra var upplýst í fyrravetur, að verulegar almennar hækkanir á kaupi og þar af leiðandi hækkanir á verðlagi, umfram þau 5%, sem lögfest voru, hljóta að hafa í för með sér nýjar ráðstafanir vegna framleiðslunnar, hækkanir á yíir- færslugjaldi og útflutningsupp- bótum, eða þá aðrar nýjar ráðstaf anir. Verði svo engin breyting gerð á notkun vísitölunnar við mælingu kaupgjalds og afurða- verðs, verða hinar nýju ráðstafan- ir þeim mun stórfelldari. Sterkt miftstjórnarvald í efnahagsmáhim ekki til hér Ég skal engu spá um, hver nið- urstaða verður þeirra athugana, sem nú fer fram á næstunni inn- an stéttasamtakanna og annars staðar um þessi miklu vandamál, en augljóst mun öllum, að í þessu efni þarf endurskoðunar við. Það mun ósk allra góðviljaðra manna, að það takist að finna heppilegri leiðir en þær, sem farnar hafa ver ið undanfarið. i Það hefir margoft verið bent á og er ástæða til að rifja það upp enn, að hjá okkur er ekki til neitt slerkt miðstjórnarvald í efnahags- málurn fremur en í öðrum lönd- um, sem byggja á svipuðum stjórn| arháttum og við. Alþingi og ríkis- stjórn fjalla um rikisbúskapinn sjálfan. Bankarnir hafa með hönd- um útlánastarfið. En sumir hinir veigamestu þættir þessara mála eru alls ekki í höndum ríkisins eða ríkisstofnana, svo sem ákvarð- anir um kaupgjald og afurðaverð, en eru í höndum atvinnurekenda og stéttarsamtakanna. Stéttasamtökunum er því ætlað mjög þýðingarmikið hlutverk í þjóðarbúskapnum. Þeim er bein- línis ætlað að eiga ríkan þátt í meðferð efnahagsmálanna með ákvörðun stefnunnar í launamál- um. Engum getur dulizt, að stétta- samtökin eiga hér hjá okkur tals- vert erfitt með að gegna þessu hlutverki. Kemur þetta af því' hversu þau eru sett saman af mjkl um fjölda félaga. Mörg þessara fé- laga hafa sýnilega mikla tilhneig- ingu til þess að fara alveg sínar eigin götur án tillits til heildar- stefnu, og samkeppni milli stétta virðist afar mikil og hörð. Af þessu leiðir sífelldan skæruhernað í kaupgjaldsmálum, sem veldur launafólki ekki síður en öðrum miklum áhyggjum. Margvíslegt ósamræmi leiðir af þessu á ýmsar lundii'. Vinnustöðv anir, þar sem í hlut eiga stundum tiltölulega fámennir hópar valda stöðvun framleiðslunnar og miklu tjóni, fyrst og fremst þeim, sem ekki hafa fastar tekjur en eiga afkomu sína undir því að atvinnu- rekstur og framleiðslustarf gangi hrukkulaust með fyllsta hraða. Ég er sannfærður um, að ekk- ert er nauðsynlegra nú í þjóðarbú- skap okkar en að stéttafélögin nái að styrkja sig og efla. Að þeim auðnist að verða samstæð og sterk og fær um að j'etja sér ákveðna stefnu í kaupgjaldsmálum og fram fylgja henni. Þetta er bókstaflega lifsnauðsyn, ef forðast á stórfellt tjón og ef nokkur von á að vera um að koma á jafnvægi til frambúðar í þjóðar- búskapnum. Eftir þvi sem stéttasamtökin verða sterkari og samstæðari, og ná betri tökum á því þýðingar- mikla hlutverki, sem þeim er ætl- að að vinna í þjóðarbúskapnum, eftir því muriu þau reynast félags- mönnum sínum farsælli tæki í kjarabaráttunni og eftir því munu þau reynast þjóðinni í heild þýð- ir.garmeiri stofnanir. Þannig hefir þróunin orðið annars staðar og þannig mun hún einnig verða hér. Ósamstæð og sundruð samtök, þar sem hver vinnur í samkeppni við annan, munu alls ekki geta orðið félagsmönnum sínum sú stoð sem vera þarf og heldur ekki reynzt fær um að eiga jafn ríkan þátt í heilbrigðri þróun þjóðarbú- skaparins og slíkum samtökum verður að ætla í þjóðfélagi, sem byggir á félagafrelsi og samninga- frelsi, en ekki á lagaboði né sterku ríkisstjórnarvaldi um ákvarðanir í kaupgjaldsmálum. Það sama á við um samtök hinna vinnandi fram- leiðenda í landinu, sem eru áhrifa rík í verðlagsmálum. Hér þarf fyrst og fremst mikið starf í samtökunum sjálfum, og engir vita það betur en þeir, sem þar fylgjast bczt með og mestan hafa áhuga fyrir starfi þeirra. En því bendi ég á þessi atriði hér, að þarna er um einn veiga- mesta þátt efnahagsmálanna að ræða og að þau mál geta aldrei þróazt á æskilegasta hátt nema ríkisvaldið og félagavaldið í land- ir.u stefni að sama marki, þ. e. að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. í samráði við samtök stéttanna þarf m. a. að endurskoða þá lög- gjöf landsins, sem lýtur að þessum efnum og skoða vandlega hvort eigi er mögulegt að endurbæta löggjöfina til stuðnings við far- sæla lausn þessara mála. Engar ýkjur eru það, að hjá okkur í þjóðfélagi hinna frjálsu félagasaíntaka og hins dreifða valds', eru efnahagsmálin í margra höndum og erfitt að sam- stilla, en á því. er þó þjóðarnauð- syn. Og frelsið viljum við hafa. Itlftt /e/ tt.lK. 16. dagur liennar. — En hvao þú ert fákæn. Það er ekki hægt að taka þessa freistingu frá móö úi’ þinni svona snögglega. Hún gæti misst stjórn á sér, og nágrannafnir komizt að öllu saman. Þú verður aö láta mig ráða þessu máli til lykta, Katharine. Katharine hlö hásum hlátri. — Eg hefi lengi Játið þig einráðan, og nú sérðu af- leiðingar þess. Eg vil að lækn ir skoði mömmu og leggi á ráðin um lækningu hennar. —■ Læknir? — Guð minn góður, ætlaröu að láta ó- kunnan mann sjá niðurlæg- ingu móður þinnar? Guð fyr- irgefi þér, Katharine. —Láttu mig jafna það sjálfa við guð, pabbi. En ég vil ekki hafa Hetty hér á heimilinu lengur. Hún verður að fara — annars fer ég. Faðir hennar hallaði sér aft ur í stólnum. Allt í ehiu fannst henni sem hann þrútn aöi út og ýf'lif'stærri og öfl- ugri. Haim'Ieít fast á Katha rine. — Jæjá' ,fá^u þá, sagöi hann hægt’ én reiöilega. — — Eg vil'-:hiél5(ffir enga dóttir dóttir eiga en stelpu, sem ekki hlýðif méi'. Þú kannt ekki boðofÖíð; Heiðra skaltu fööur þinn-og móður. Katharine. h^i aftur. — Já, íárííu:" Taktu saman dót þitt og hypjaðu þið til einhverrar frsénku þinnar. — Pabbi. -N.ýtj.skalf hún svo mikið, að-'-hún varð að setj- ast. ' " , — Heyrirðu ekki til mín? Nú hafði faðir hennar kreppt hnefana ^yo að hnúarnir hvítnuðu. “ — Jú, ég heyri til þín. Það er satt, að þú einn hefir my.nd ugleik til þess'að reka Hetty, en ég mun gæta móður minn ar, hvort sem þér líkar betur eöa verr. Hettý' fær ekki lyk ilinn að herbergi hennar framar. Nú var faðir hennar lík- astur belg, sem loftinú hefir veriö hleypt úr. — Ef þú aö eins vissir, hve Hetty hefir oröið aö þola vegna móöur þinnar. — En hvaö heldurðu, aö fólk segi, ef þú rekur mig aö heiman? Heldurðu, að þaö „taki sig betur út“. Heldurðu, að álit þitt hjá söfnuðinum vaxi við þaö? Eg verð hér kyrr, en ég geri það ekki til þess aö gæta heiðurs heimil isins. — Katharine, ég meinti það heldur ekki,ð sem ég sagöi Þú veizt ekki, hvaö ég hefi orðiö að þola. Eg hefi raynt af öllum mætti að halda sann- leikanum leyndum fyrir börn um mínum. Þú ert svona hörö viö mig, af því að þú skilur þetta ekki til fulls. Þú munt líta með meira umburöar- lyndi á þetta, þegar þú kynn ist því betur. Þessi rödd, gömlu sögurn- ar og siðareglurnar, sem hún hafð'i fylgt öll þessi ár, yfir- buguðu hana nú alveg, og hún brast í grát. — Gráttu ekki, vina mín. Krjúptu á kné viö rúm þitt og biddu algóöan guö um fyrir- gefningu og handleiðslu. Eg skil það vel, að þér hefir orð ið mikið um þetta, en við munum hjálpast að við aö komast fram úr þessum ó- gö'ngum. Þaö er bezt að ‘þú hafir eftirlit með því, hve mik iö móðir þín fær. Eg skal tala við Hetty, og þú skalt hafa lykilinn aö herbergi móöur þinnar. Viltu þaö ekki? — Jú, pabbi. Hún lá á hnján um viö stól hans og grét. — Eg heföi ekki átt að tala þann ig við’ þig, pabbi. Faðir hennar strauk hug- hreystandi yfir hár hennar. Nú var hann rólegri. Hann hallaði sér aftur í stólinn og ánægjubros breiddist um andlit hans. — Við skulum biðja: Drott- inn minn, þú sem hefir lagt á okkur þessar raunir .... Orðin komu í runu. Já, faöir hennar var fagurmæltur mað ur. Hann hafði líka marga ára reynslu í starfinu, og orðin brugöust honum aldrei. 13. kafli. Pabbi hafði sigraö einu sinni enn. Katharine varð þaö ljóst jafnskjótt og hún hafði náð valdi á tilfinningum sín- um. Þó var hún staðráðin í einu — Steven og Ruth skyldu aldrei fá vitneskju um þetta. | Hún vakti yfir hverri hreyf ingu þeirra, föl og alvarleg. Drengurinn var fjórtán ára og stúlkan níu, þau hlýddu henni bæöi ,en þó var þeim i nöp j við hana. Þeim þótti nóg um ráöriki eldri systur sinnar. Þau fengu ekki aö sjá móöur sína nema þegar Katharine þókknaðist. Móðir þeirra var sjúk, var þeim sagt, og hún þoldi ekki hávaða. Stundum bráði þó af henni, svo að hún var hress og eðli- leg, og þá kom hún niður og spjallaði glaðlega við börnin. Svo lokaði hún sig kannske allt í einu inni i herbergi sínu, o gKatharine varði dyrnar. Faðir þeirra dvaldi æ meira einn inni i skrifstofu sinni. Honum var kannske ekki held ur alls kostar gefið um ráð- riki dótturihnar. Nú kom það meira aö segja stundum fyrir, aö hann sótti ekki messur eöa safnaöar- fundi. Það hafði aldrei hent áður. Katharine fór þá ein og Katharine varði dyrnar. þung á brún og alvarleg. Safn aðarfólkið haföi enga hug- mynd um það, sem gerðist heima hjá Venners-fólkinu. Þaö rabbaði vingjarnlega við Katharine og sagði: •— Blessaöur Venner, hann er ekki orðinn eins góður til heilsunnar og áöur. Það eru kannske áhyggjurnar vegna sjúkleika konu hans, sem fara svona með hann. Við verðum aó biöja fyrir þeim og vona, aö Katharine veitist styrkur til þess aö bera þessa þungu byröi. Henni tókst það, hvaðan henni kom styrkur til þess, vissi hún ekki ,og hún vissi heldur ekki, hve mjög mundi reyna á þrek hennar á næst- unni. Vonin um aö úr raknaði var henni allt. Hún var aðeins tvítug að aldri og átti enn bjartsýni æskunnar. Dagarnir uröu að mánuöum og Katharine fann, að ástand ið batnaöi ekki. Henni varð brátt ljóst, aö það var orðiö um seinan að reka aþnn högg orm út, sem kominn var i hús iö. Hina rströngu og gömlu fjölskylduvenjur tóku að slæv ast. Faöir hennar vanrækti sunnudagsfundina i söfnuöin- um æ oftar. Hann sat í skrif-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.