Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 5
1. og 2. hefti seldust upp á fáum döguir Níú er 3. hefti komið út - kaupið stras TÍMINN, þriðjudaginn 21. október 1958. 0 TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRÁ-LÁ-Ll Leiksýning á Selfossi Sendið mér eint. af 3. hefti Textaritsins TRA-LA-LA: Grein um Helenu EyjólfstJóiCj ur og margar myndir. Grein um Þóri Roff mec myndum. Rabb um GuSmund Sfe > grímsson og mynd. Myndir af nýrri KK-hljóm sveit. yt- Heilsíðumynd af Tommy Steele. Ólafur Ólafsson, Svava Kjartansdóttir, sem fer með aöalhlutverkið, og Elin Arnaldsdóttir — (Ljósm.: Studio). Ritið er sent út um land ef greiðsla fylgir pöntun. Utanáskrift: Textarii TRA-LA-LA, Bergþórugötu 59, Reykjavík ★ Gítaraðferðin og fjöldi dæ:> uriagatexta, þeir nýjustu oy vinsælustu. Föstudaginn 17. þ. m. hóf leik félagið Mímir á Selfossi sýningu á sjónleiknum „Ljúfa Maren“ eft ir' norskan höfund, Oscar Brajit en að nafni. Kristmann Guð- mundsson skáld þýddi leikritið. Leikstjórn og leiktýaldamálun annaðist Gunnar R. Hansen. Leik rit þetta hefur ekki verið sett fyrr á svið hér á landi. Hér ausan Fjalls bíða menn þess með eftirvæntingu haust hvert, að leiksýningar hefjist, og hefur hið unga leikfélag, sem cr arftaki Kvenfólags Selfoss um leiksýning ar, rækt starf sitt með mikilli prýði og léttir mönnum ok skammdegisins með því að hefja sýningar þegar að Jiaustinu. Leik- húsgestir hafa jafnan komið á- nægðir af sýningum, og ætla ég svo hafi enn verið í þetta skipti. Ber þar einkum til, að val leik rita hefur verig gott, leikendur verið starfi sínu vel vaxnir, og sið ast en ekki sízt hefur ávalt tekizt gifusamlega með val leikstjóra, og ér það að sjálfsögðu fyrsta skil- yrði þess, að leiksýningar verði annað og meira en nafnið tómt. Leikurinn „Ljúfa Maren“ gerist í Osló um 1889 á heimili Nieisar Andréssonar, kaupmanns. Tvær stúlkur utan af landsbyggðinni, Maren og Karen, ráðast í vist til kaupmannsins. Þessar tvær stúlk ur eru algerar andstæður. Karen er veikbyggð og veikgeðja og vinn ur ekki fyrir brauði sínu, enda farin að heilsu. Hrasar hún með vinnumanni kaupmannsins, ábyrgð arlausu dusilmenni, og deyr í öðr um þætti leiksins, en lætur eftir sig barn. Það verður hlutverk Mar enar, að annast barnið, enda er hún mjög sterk og fórnfús. Heim dishaldið í kaupmannshúsinu hvíl ir á herðum hennar. Kona kaup- mannsins er farlama og endar ævi sína í miðjum leik. Kaupmaöur inn er vonlaus drykkjumaður og rola og auðsveipt tæki í höndum konu sinnar. Við danða hennar ætl ar hann sér Marenu til fylgilags, en þrár hennar og vonir beinast að æskuvininum heima í sveitinni. Þá kemur og við sögu annar sveit ungi hennar, sem kominn er til borgarinnar. Sá er hin argasta mannleysa,sem hrekst á milli vinnu staða og verður víðast illt til fanga. Það er því næsta lítið mann tak í persónum leiksins, nema Marenu. Ilún sendur sem klettur úr hafinu meðal þessara ógæfusam legu persóna, og virðist af höfund inum lögð áherzla á fórnfýsi henn ar og staðfestu, og í henni býr mót vægi og andstæða þeirra, sem hún hrærist á meðal. Annars er leikritið ekki rismikið og held lítill skáldskapur, en mörg eru tilsvörin hnyttin, og þrátt fyrir aumlegt umhverfi er andrúmsloft ið kímni blandið og vekur ósjald an hlátur sýningargesta. Verður því að teljast, að í leiknum hallist ekki á harmur og gamansemi, en það sem á vantar í reisn leikrits ins, bæta leikendur upp með prýði legum leik sínum, enda eru þeir nærri allir sviðsvanir. Ekki verður komizt hjá að minn ast á málið á þýðingunni. Höfund ur greinar þessarar hefur að visu ekkí lesið frumtexta le’kritsins, en hæpið hlýtur það að teljast að. leggja norsku sveitafólki á 19. öld í munn ýmis óvönduð slanguryrðí sem notuð eru á íslandi nú á dög um af þeim, sem ekki hirða um málfar sitt. Þá skal að nokkru getið hlut verkanna í leiknum. Marenu, aðalpersónuna, íeikur Svava Kjartansdóttir. Sýnir Svava enn hér, hvílíkum leikhæfileikum hún er gædd, fer hún með hlut- verk sitt af stakri prýði og skiln ingi. Ef nokkuð má að leik hennar finna, væri það helzt, ag innileik og viðkvæmni skorti í lok síðasta þáttar. Með hlutverk Karenar.stall systur Marenar, fer Elín Arnolds dóttir. Veldur hún hlutverki sínu ágætlega og er gædd þeim fínleika, sem hæfir hinni veikbyggðu og umkomulitlu Karenu. Níels, kaupmanninn, leikur Guff mundur Jónsson. Hann er að góðu kunnur á sviðinu og brást hér heldur ekki vonum manna. Er hlut verk hans öðrum fremur spaugi- legt. Hámarki náði leikur hans, er hann var að laumast í eldiviðar- geymsluna á fund Bakkusar, svo og er hann kemur af þeim fundi íram á sviðið aftur. Ólöf Ösferby túlkar kaupmanns- frúna, Matthildi, prýðilega. En við lestur leikritsins finnst manni, sem samband kaupmannshjónanna eins og það er túlkað á sviðinu, einkenhist ekki nægilega mikið af undirlægjuhætti eiginmannsins og yfirgangi konunnar. Axel Magnússon hefur ekki brugðizt á sviðinu til þessa. Skilar hann hinum ólíkustu hlutverkum frábærlega, hvort sem um er að ræða matsveininn í Nirflinum, Jón hónda í Gullna hliöinu eða toónda soninn Þóri í þessum leik. Axel vinnumaður kaupmanns- hjónanna er leikinn af Ólafi Ólafs syni. Skilar hann hlutverki sínu vel, en þó virðist persónan ekki fyllilega sjálfri sér samkvæm leik inn á enda. Ekki er fullt samræmi í framkomu Axels í upphafi leiks ins og t. d. í þriðja þætti. Páll Sigurðsson leikur bóndasoninn, Einar. Páll er nýliði á sviðinu, og geldur hann þess nokkuð. Honum eru líka fá tækifæri gefin í leikn um. Leikstjórn og leikljaldamáiun var slík, sem vænta mátti af hin um góðkunna leikstjóra. Var leik stjóra og leikuruin óspart klapp að lof í lófa að sýningu lokinni. (Þ.G.). Cuðmundur Jónsson, skósmiður og Ólöf Österby í hlufverkum sinum. Kaflagnir—VlðgerBlr Sími 1-85-56 TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRÁ-LÁ-LÍ fiiiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnno I I Til greina kemur að ráða á teiknistofu vora: arkitekt, húsgagnaarkitekt eða byggingariðnfræðing Upplýsingar gefur starfsmannahald vort í Sam bandshúsinu. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA 'llll(llfl[flllIIIIIIIilll[lillllll|[|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!llllllIIIIII!llllllllIIIIIIIIIilllIIIIIIIIim!Illimiilll{l!IIIIIIIIlllllIIHrc VW.%\V%V.',.V\VW.,.V.V.V.V.V.W.,.V.V.VWiVVLVAN í I ■. Innilega þakka ég öllum sem glöddu mig með v J heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugsafmæli ?■ í; mínu þann 12. þ. m. Guð blessi vkkur öll. I AV.V.V.V.V.V.V.V.V.VAVAV.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V Hólmfríður Jóhannesdóttir, Stóra-Gerði. Þekkum innilega samúð við ancllát og jarðarför móður okkar og fósturmóður, Guðrúnar Sveinsdóttur. Sveinborg Gísladóttir, Einar Gíslason, Vilmundur Gíslason, Úlfhildur Kristjánsdóttir. Móðir okkar, Margrét Jónsdóttir, frá Kvigsstöðum, andaðisf að heimili sínu Dalshúsi við Breiðholtsveg, 19. þessa mán- aðar. VilborgVigfúsdóttlr, Halldór Vigfússon. Maðurinn minn Sveinmar Jónsson, andaðlst að heimili sínu Hjallavegi 52, Reykjavík, aðfaranótt laugar- dagsins 18. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Hólmfríður Þóroddsdóttlr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.