Tíminn - 18.11.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1958, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 18. nóvember 1958. 5 Pétur Sigurðsson: — Auðæfum blásið burt — Niðui'lag. „Eins og villidýr í skógi." • Það var skuggalegt að litast um í heiminum upp ur fyrri heims- styrjöklinni. Þá var geigur í mörg- um framsýnum manni og uppi vá- þrungnar raddir. Þáverandi for- sætisráðherra Englendinga, David Lloyd George, sagði, að þjóðirnar væru eins og „villidýr í skógi. Þær eru að Sleikja sár sín, og þegar þau eru gróin, munu þær stökkva aftur hver á aðra,“ sagði ráðherr- ann. Þetta er sannspá. Árið 1923, 7. janúar, hafði San Fransisco Examiner eftir Lloyd George þessi orð: ,,Hinn gamli menntaheimur kastar nú með báðum höndum því brauði, sem hann ætti að ala börn- in á, fyrir stríðshundana. Og sá dagur mun renna, er þessir vígbún- aðarhundar munu ráðast í tryllings- hætti á börnin og rífa þau einnig í sig.“ Hór væri auðvelt að bæta við löngum lista af því, er ritstjór- ar og forustumenn víðs vegar um heim sögðu þá um framtíðarhorf- imnar, en aðeins lítið af því er unnt að nefna í þessari blaðagrein. Hinn kunni landsstjóri í Afríku, Smuts, sagði: „Sandarnir eru að skolast burt, og grípi ekki einhver sterk hönd í taumana og forði Evrópu frá að sökkva dýpi'a og dýpra, get- tir hinn svo kallaði friður endað með meiri skelfingu en jafnvel hið mikla stríð.“ Þetta ár, er stórblöð heimsins fluttu slikar raddir, ál'ti undirrit- aður heima í Canada. Þá kom Frið- þjófur Nansen til Winnipeg og flutti þar ræðu 27. nóvember 1923. iÞá voru orð hans m. a. á þessa leið: að Norðurálfan væri lík skipi í stórsjó, þoka á allar hliðar, hvergi grillti í stjörnu, hvergi glampi frá vita í náttmyrkrinu, skipshöfnin ósammála um stefn- una og lítt megnug þess að stýra framhjá blindskerjum. — Þannig lásum við í Lögbergi orð Nansens. Veruleiki, ekki bölsýni. Á þessum árum var siðgæðis- ástandið víða bágborið. Sæði styrj- aldarinnar og ýmissa undanfarinna kenningavinda, bar ávöxt. Nietz- sche ætlaði Þýzkalandi að fram- leiða ofurmennið, en ekki með Guðs hjálp, því að hann kallaði kristindóminn „ódauðlega skömm ög vansæmd mannkynsins". Einnig sagði hann, að allar aðrar bækur væru hreinar við hliðina á nýja- testamenntinu. Við lestur þess yrðu menn að hafa glófa á höndum sér. Þessi kenning mun finnast í bók eftir hann, er heitir And- kristur. Upp skyldi Þýzkaland. Það „hús“ skyldi voldugt, en „hús“ drottins niður. Liklega hefur Hitler ætlað að gera kenninguna um ofurmenn- ið að raunveruleika. En á þessu tirðu gersamlega endaskipti. Milli heimsstyrjaldanna er skráður furðulegur kafli í sögu Þýzkalands. Lýðræði er stofnsett. Þjóðin klofn- .ar í flokka svo að tugum skipti. Engin hæð gnæfði, er gæfi skjól í þeirri pólitísku flatneskju, en sið- spilling og fráhvarf frá kirkju flæddi um landið. Hundruð þús- unda manna sögðu sig úr kL kjunni og um götur Bcrlínar gengu þá þúsundir skólabarna í fylkingum með fána, sem á var letrað: „Burt irteð Guð úr skólunum! Gefið okkur skóla í samræmi við aldarandann! Trúin er svefnlyf! Gef oss Barrabas!, hrópuðu Gyðingar forðum. Á krossinn með Krist! Jerúsalem var rúst og ösku- haugur. Börnin í Berlín losnuðu um tíma við Guð, en Ðerlín fékk sitt þunga högg og losnaði við æskumenn sína í blóðbað styrjald- arinnar. Ekki munaði hársbreidd, að kommúnistar næðu algerlega völd- tim í Þýzkalandi rétt áður en Hitler hrifsaði völdin til sín. Þjóð- in varð öllu fegin, er gaf fyrirheit um róttækar aðgerðir. Það kom fótunum undir nazismann, og svo -kunna allir framhald sögunnar. Það var víðar etj í Þýzkalandi, sem sáð var sæði guðiéysisins. Nefna mætti menn á Norðurlönd- um eins og Georg; Brandes. Þeir voru og til í Svíþjóð, Frakklandi og yiðar. og þetta sæði fauk einnig til íslands og festi þar víða raatur. Mætti benda á rit þjóðkunnra manna frá því tímabili, þessu til íönnunar. Ofurmenni ætlaði heim- urinn að fæða af sér og voldug skyldu ríkin verða, en sannarlega án Guðs, en þar sem rembingur inn var mestur, varð hrunið mest. „Takið eftir, hvernig fyrir yður fer“, eru orð spámannsins. Höfum við tekið eftir þessu og lært af því? Hvað lærðu þjóðirnar af hörmungum fyrri heimsstyrjald- arinnar? í raun og veru ekki neitt. Hin gömlu óheillaöfl náðu tökum á þjóðunum, hroki, heimska og valdastreita hreyktu sér hátt, og svo kom hrunið á ný, geigvænlegra en nokkru sinni áður. Segja mætti, að þar hefði hrapað heimur í björtu báli. Hér er ekki rúm fyrir skýrslu um þáð, hversu síðari heimsstyrj- öldin sópaði burt auðlegð þjóð- an-na, mannslífum og eignum á sjó og landi. Mjög stutt en yfirgrips- mikil upptalning á því er í sögii- verkinu Heimsstyrjöldin 1939— 1945, eftir Ólaf Hansson, mennta- skólakennara. Þar eru margar og miklar tölur, allar um hina ægi- legu. eyðileggingu. Þannig blása stríðsvindarnir alltaf burt því, sem þjóðirnar safna, án þess að efla frið og guðsríki á jörðu. Þegar söguritarinn hefur, í áðurnefndu verki, lokið upptalningu um eyði- leggingu eigna og auðlegðar þjóð- anna, segir hann: „Hitt er þó alvarlegra, ef mikill hluti mannkynsins hefur beðið al- varlegan hnekki við styrjöldina eins og sumir óttast. Styrjaldir vaida alltaf mikilli siðferðilegri afturför. Hér er ekki fyrst og fremst átt við siðferði í kynferðis- málum, þó að áhrifa styrjalda gæti að jafnaði mikið á því sviði og mjög til ills. Spillingin er miklu viðtækri. í styrjöldum er hnefa- rétturinn settur í hásætið og mann- drápin löghelguð. Þetta verkar ó- beint á hugsunarhátt fólks, einkum æskulýðsins, sem er að vaxa upp. Hann fær aðdáun á ofbeldi, frekju og ruddaskap í hvers konar mynd, og sú kynslóð, sem hefur orðið fyrir þessu, verður mótuð af því til æviloka og hefur meiri og minni áhrif á komandi kynslóðir. Hætt er við, að styrjöldin hafi haft dýpri áhrif á sálarlíf og andlegt jafnvægi þeirrar kynslóðar, er fyrh' henni varð, en flestar fyrri styrjaldir. Veldur því margt. Styrjaldaræsing- ar og múgsefjun komst á hærra stig en nokkru sinni fyrr vegna síaukinnar áróðurstækni með út- varpi og blöðum. Styrjaldaráróður í öllum löndum skírskotar venju- lega til lægstu hvata fólksins, gagn- rýnislausrar aðdáunar, skefjalauss ofstækis, blinds haturs. Sú kynslóð sem orðið hefur fyrir slíkum áhrif- um, er ekki líkteg lil að íhuga nein mál rólega og velja og hafna að íhugun lokinni". Uni áratugi höfum við nú verið sjónarvottar að þessum styrjaldar- fylgjum: Ofbeldi, æsingum, heimtu- frekju, ruddaskap, skemmdarstarf- semi, lausung og miklum skorti á prúðmennsku, sjálfstjórn og sjálfs- afneitun. Nautnir og skemmtanir hafa verið dýrkaðar og óhollústu skemmtistaðirnir orðið helgidómar uppvaxandi 'kynslóðar. Geigvænleg öfl eru að verki og grafa undan hornsteinum mannfélagsbyggingar- innar, og allur heimurinn er stórt spurningarmerki. Verður þriðja og versta holskeflan umflúin? Enn er þó unnt að snúa við, en til þess verður hugsunarháttur manna að breytast. Þar þarf hin raunverulega bylting' að verða. Mannseðlið er enn hið sama og á dögum hins mikla brautryðjanda, Jóhannesar skírara, er krafðist þess að menn tækju sinnaskiptum, og boðskapur Krists var hinn sami: „Takið sinnaskiptum.“ Þetta er hin eilífa krafa um hugaffarsbetrun. Við kvörtum undan ólöghlýðni og skorti á þegnskap, og alls staðar cr gert ráð fyrir skattsvikum, enda skattalöggjöf örvandi í þá átf. En hvað gerist þegar menn taka sinna- skiptum? Fyrir allmörgum árum barst siðbótarhreyfing, sem þá var kölluð Oxfordhreyfing, til Oslóar í Noregi. Margir urðu fyrir sterk- um áhrifum og menn, sem tekið höfðu sinnaskiptum, skiluðu á nokkrum dögum sjö miljónum norskra króna í ríkiskassann, sögð- ust hafa dregið þetta undan í skattaframtali. Þetta er nefnt hér sem dæmi, en slík breyting verður á mönnum, er þeir taka sinnaskiptum, og með slíkum mönnum væri unnt að grundvalla friðarríki á jörðu. Þetta er það, sem þarf að gerast í lífi allra manna, en tvennt verður þó að fylgjast að í viðreisnarstarfi mannkynsins: Þessi hugarfarsbetr- un, þessi siðgæðisræktun, og svo fullkomin sanngirni og réttlæti af hendi þeirra, er með völdin fara og stjórna þjóðunum. Garðinli verð- ur að girða, og garðinn verður að rækta. Réttlátt' þjóðskipulag verður að rikja til þess að sálræktin og mannræktin geti borið fullan árang ■ur ,og sálræktina má ekki afrækja ef réttlátt þjóðskipulag á að geta haldið velli. Þetta er vandasamt’ verk og heppnast ekki nema undir leiðsögn Guðs heilaga anda. Hér dugár ekki nein feimni og ekki neinn rembingur. Menn verða að stjórnast atanda Guðs, sem er andi réttlætis og kærleika. Götóttar pvngjur. Ekki aðeins er heimfluttum feng blásið burt, segir spámaðurinn, heldur bætist þar á ofan, að menn fá vinnulaun sín í „götótta pyngju“. Er unnt að lýsa verðbólgunni betur í tveim orðum? Fáum við ekki allir laun okkar í götótta pyngju? Tollir nokkuð í pyngjunni, þótt launin séu hækkuð sí og æ? Gleypir verð- bólgan ekki allt? Blekkir hún ekki einstaklinginn en steypir hag heild- arinnar í fjárhagslegt öngþveiti, sem enginn virðist kunna ráð við? Vissulega má fullyrða, að undan- farin ár hafi flestir hér á landi „flýtt sér með sín eigin hús,“ það er að segja, hugsað mest um sig, heimtað og heimtað, hærra kaup, betri kjör, meiri þægindi. Látlaus- ar kröfugöngur, verkföll, kaup- skrúfa og vitleysa. Þetta hefur fætt af sér aðeins það, að hagur hinna fátækustu versnar stöðugt, þjóðin kemst í gjaldþrot, en stórum hóp manna hefur gefizt færi á að hegða sér þannig með peninga, sem væru minn blindfullir og viti sínu fjær. Keppzt hcfur verið við að lifa sem ríkmannlegast, eyða og sóa á alla vegu og kippa þannig fótunum undan atvinnuvegunum og þjóðar- búskapnum, en sjá þá ekki þessir gáleysingjar, að með sökkvandi fleytu hljóti þeir einnig að sökkva? Við búurn við óstarfhæft stjórn- skipulag, þar sem hjúin á heimil- inu geta komið öllu í uppnám þegar þeirn sýnisl', því að húsbónda- valdið er í raun og veru 'ekkert. Löggjafarvald höfum við, einnig dómsvald, en í raun og sannleika ekkert framkvæmdarvald. Þjóðin sjálf er munaðarleysinginn, niður- seta hjá flokkunum, sem stöðugt hafa hag hennar á uppboði. Sama gildir um flokkana eins og þjóðir og einstaklinga, þar hugsar hver og einn fyrst og fremst um „sitt eigið hús,“ en hirðir lítið um „hús“ drottins, það siðgæði, sem öll sönn menning og velferð manna grund- vallast á. Hér eiga við orð skálds- ins: „Þar eigingirni er í ráðum, öll eru verk á sandi byggð. Upp er skorið sem vér sáðum, sað var þekking, ekki dyggð. Úr síngirninnar þúsund þráðum þjóðmenning er snara tryggð.“ Betur verður þetta ekki sagt. Skáld og spámenn eru enn á meðal lýðsins, en þótt þeir hrópi, rumskar ekki blind efnishyggja. Vissulega þarf íslenzka þjóðin að „Sá hlær bezt ....“ Gamanleikorinn „Sá hlær bezt" hefir verið sýndur 8 sinnum í Þjóðleikhús inu við góða aðsókn. Þetta er eini gamanleikurinn, sem sýndur er i leik húsum höfuðsctaðarins um þessar mundir. — Myndin hér að ofan er ú einu atriði leiksins. — Bryndýs Pétursdóttir, Flosi Ólafsson, Haraldur Björn son og Emilía Jónasdóttir í hlutverkum sínum. Næsta sýning leikritsin verður á miðvikudagskvöld. SkarSsárbók komin ót á vegum hand- ritautgáíu Háskólans, vöndnS aS gerð Nýlega kom út Skarðsárbók sem svo hefir vsrið nefnd, snúa við. Hér þarf að verða róttæk siðabót. Öll heimiufrekjan og eig ingirnin og sú vitleysa öll er henni fylgir, þarf að snúast í þjónustu- vilja og nægjusemi. Mér þykir nú miður, að þurfa að slá botninn snubbótt í þetta spjall, en ég er áreiðanlega farinn að misbjóða gestrisni þess blaðs, er birtir þetta. Þó verð ég að bæta enn ofurlitlu við. Svipi sverðsins. Söguritarinn H. G. Wells, telur 6. öldina f. Kr. merkustu öld forn- aldarinnar sökum þess, að þá voru uppi hinir miklu spámenn Gyðinga og spekingar ýmissa þjóða, t. d. Kína og Indverja. Samkvæmt þeim dómi söguritarans ættiun við að gefa gaum leiðsögn hinna miklu andans manna. Þeir þjóðstjórar mundu veita þjóðum sína góða for- ustu, sem gerðu t. d. spádómsbók Jesaja að leiðarvísi sínum, fremur en ritverk æsingaskrjóða og byit- ingarseggja. Hér eru t. d. ein góð fyrirmæli: „Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir, skuluð þér njóta landsins gæða, en ef þér færizt undan því og þverskallizt, þá skitluð þér verða sverði bitnir, því að munnur drottins hefur talað það.“ Togstreita manna og allar kröfu- göngur snúast um „gæði landsins“. Hér er mönnum heitið því, að þeir skuli njóta gæða landsins, skilyrðið er aðeins þetta, sem aldrei verður umfiúið, að þeir framgangi í grand- varleik og hlýðni við það lífslög- mál, sem öll sambúðarvelferð manna byggist á. Vilji menn ekki fara þá leið, afræki þeir hið mikil- vægasta, láti „hús“ drottins liggja í rúst, afræki siðgæðisþroskann og allt réttlæti, þá er svipa sverðsins óumfiýjanleg og það styrjaldarbál, sem auðæfum þjóða blæs burt. Hér í dag, engu síður en á dögum Móse, blasir við mönnum vegur lífsins og dauðans, vegur velfarnaðar og veg- ur glötunar. Valið er okkar. í hinu vohduga kvæði Einars Benediktssonar: Meistari Jón, end ar eitt stefið á þessum línum: „Á hillunni er bók. Ilún boðar trú, sem blessar og reisir þjóðir.“ Við höfum séð hvað fellir þjóðir og breytir mannlífi í kvöl. Það er ekki öll trú, ekki allar stefnur, sem blessar og reisir þjóðir. Nei, það er sú trú á Guð sannleikans, kærleik- ans og réttlætisins, sem gerir menn heiðarlega, sanngjarna, þjónustu- fúsa og nægjusama, einmitt jæssi trú, sem blessar og rcisir þjóðir. Við .vitum og sjáum, hvað okkur ber að gera. Erum við þá nógu hyggnir menn og siðferðilega sterkir til þess að gera það? Á þessu veltur framtíðarvelferð ís- lands. og er hún samsteypugerS al Landnámutextum Hauksbók ar og Sturlubókar. Að út gáfu bókarinnar hefir unni? fjögurra manna nefnd, serr heimspekideild Háskólam hefir kjörið, en í henni eigi sæti Alexander Jóhannes son, Einar Ólafur Sveinsson Ólafur Lárusson og Þo-rkel Jóhannesson. Nefnd þess gaf út íslendingahók ári? 1955. Bókin er gefin út al: Jakobi Benediktssyni, er Bókaútgáfa Menningarsjóðt sér um dreifingu hennar. Bók þessi er hin vandaðasta ar allri gerð og mun hún verða mörg um bókamUnninum kærkomin o{, sjálfsögð handa öllum þeim, sen Icggja stund á visindalegar athug anh' á Landnámabók. í ráði er að gefa út íslenzkar riddarasögur, sem ekki hafa veric prentaðar, og mun á næsta ári. koma út Dinusar saga drambláta en síðan koma aðrar í kjölfarið en útgáfa slíkra bóka er vandi*: samt og seinunnið verk. Einnij. mun á vegum nefndarinnar kom út rímur til ársins 1550. - Skarðsárbók Skarðsárbók er samsteypugen af Landnámutextum Hauksbóka og Sturlubókar, sem Björn c. Skarðsá setli saman eftir skinnbói unum sjálfum og lauk við í síðas!. lagi árið 1636. Nú er skinnból: in af Sturlubók með öllu glötu'ö — brann 1728 —- og af Hauk: bókartexta Landnámu er aðein. um það bil þriðjungur varðveit ur á skinni. Báða textana skrifað . Jón Erlendsson upp eftir skinr bókunum nokkru síðar en Biörr og þó að uppskrift hans sé góð, er mikils um vert að hafa text '. Björns til samanburðar við upp- skrift Jóns. En annað og engu t- merkara kemur til. Auk þessar.. Landnámugerða var Melabók þ;. enn til á skinni, en af henui eri. nú ekki varðveitt nema tvö blöfi og engin bein uppskrift. Hins veg ar hafði sr. Þórður Jónsson í Hí:: ardal (d. 1670) Melabók með hönct um og gerði enn eina samsteypU' gerð (Þórðarbók) eftir henni og handriti af Skarðsárbók. Nú væri æskilegt að geta vinzaö eins mikið af texta Melabókar oj; unnt er úr Þórðarbók, en því ev nauðsyn að til sé eins traustu ■ texti af Skrarðsárbók og völ er a svo að hann verði borinn samar. við Þórðarbók. Ekkert eiginhand arrit Björns er til af SkarðsbóV en margar uppskriftir, og var þ\ i óhjákvæmilegt að athuga þær ali. ar og leggja fram í útgáfu þa< efni sem í þeim felst, enda hefu: texti Skarðsárbókar aldrei áðu1 verið gefinn út svo að við sé hli andi fyrr en nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.