Tíminn - 04.12.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.12.1958, Blaðsíða 1
Ágreiningurinn í ríkisstjórninni: Líklegt að málin skýr ist í dag eða á morgun Allmargir munu hafa búizí við því, að ríkisstjórnin léti af völclum í gær, en af því varð þó ekki. Ástæðan er sú, að Albýðuflokkurinn bað um frest til að skila tillög- um sínum í efnahagsmálun- um. Flokksþing hans stend- ur yfir, sem kunnugt er, og mun væntanlega vera að ganga frá tillögunum um úr- ræði flokksins í þeim vanda, sem nú steðjar að í efna- hagsmálunum. Þegar tillögur Alþýðu- flokksins liggja greinilega fyrir, hafa allir stjórnar- flokkarnir birt sín úrræði, og mun það væntanlega verða í dag, en eftir það munu málin skýrast og úr því fást skorið, hvort saman gengur með stjórnarflokk- unum eða ekki. Skólabruninn Skólabruninn í Chicago í fyrradag, er einn hinn hræ3i- $1 legasti bruni, sem orðið hefir lengi. 90—100 börn fórust og mörg skaðbrenndust. Ástandið var hræðilegt meðan stóð á björgun og slökkvistarfi. For- eldrar þyrptust að, grétu og æptu í angist á börn sín. Lög- reglan varð að beita valdi. Á efri myndinni sjást grátandi foreldrar hrópa í skelfingu, en á hinni neðri skaðbrennt barn, sem reynt er að hjúkra. 24 tegundir jurta alblómgaðar Þetta er jafní í göríum sem á ví<Savangi, slík blómatfÖ heíir ekki veriÖ hér á landi i byrjun desember síÖustu áratugina i>aA u:u- livassviðri og éljagang' ui’ iiní áll't lan'ti í giér,-Baiii;ua:ors hryssingslegra en verið hefur, og er ef fil vill lokið einum j mesta hlýviðriskafla, sem komið . heftir hér á landi í nóvember á ]>essari öld. Jörð er enn maijiíö um allt land og tún víða græn, og blómin hafa sprungið út hvert j af öðru. Ingólfur Davíðsson, grasafræð- j ingur, sagð-i blaðinu t.d. í gær, að í lyrradag, 2. des., hefði hann -taUfl 24 legundir blómgaðra jurta i görðum og. ú víAíu-amii í Iteyk.j.5 A og i\ígrenni. Ög þetta er ekki eitt og eitt blóm á tilangli, lieldur blónuifjöldi. Me'ðal þessara blómguðu j-urta má nefna túnfífil, gulbrá, bellis, stjúpublóm og þrjár grastegund ir. Þetta er uni allan bæ. Ingólfur segir að þetta sé meiri blómgun, cn sézt hafi hér á landi Brennur ofan af 17 manns í Sigiufirði Engin slys urÖu á fólki, en innbú fór mest allt, lítiÖ eÖa ekkert vátryggt Siglufirði i gær. — I morgun kviknaði í tvílvftu timburhúsi hér í Siglufirðí og brann það allt að innan. Þrjár fjölskvlcl- uf bjuggu í þassu húsi. sam- tals seytján manns. Björguð- ust allir en innbú fór mest allt í eldinn. lítið vátryggt eða ekki. Hús þetta. Eyrar- gata 26. var eign bæjarins. Eldsins varð vart klukkan hálf sjö i morgltn. Gerðusl það með þeim hætti, að einn íbúa hcissins varð var við reyk í kjallara undir húsinu, sem er með steyptum út- veggjum, en tirnbur að innan. — Gerði hann aðvart þegar. Unnið var rösklega að |>ví að slökkva i húsinu, en gólf öll brunnu upp úr, úður en það tókst, en húsið sjálft stendur enn. Einkum varð vestur- hluli hússins verst úti hvað skemmdir snertir. Ekki er kunnugt um eldsupp- tök. 15..). Skipin tefjast við Vestfirði Ráðstjórnin vill ekki fjórveldafund um Berlín Þing Austur-ÞjóÖverja samþykkir einróma atJ styÖja tillögu Rússa NTB, Moskva, Berlín og London, 3. des. — Austur-þýzka þignið samþykkti í dag einróma að styðja tillögu Rússa um að leg'gja niður fjórveldastjc-rnina á Berlín. Samtímis g'erð- ist það, að Ráðstjórnin birti greinargerð frá sér um málið í Izvestia. Telur hún þar, ao ekki beri að fjaila um Berlínar- málið sem einn hluta Þýzkalandsmálanna heldur sérstak- lega. Vísar Ráðstjórnin eirinig á bug tillögunni um fjór- veldafund um málið og frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi. 2. des. áratugum saman. Fyrir allmörgum árum voru allnuirgar tegundir með blómi 24. nóv. en nú eru þær mifclu fleiri. Hætt er samt við, að blóniin falli í þessu veðri, senv nú er skollið á. Hvítkál og fleiri káltegundir standa cnn óskemnidar í görðum. i*ess uió 3£tf*r «œ smns. staðar á Noréurlandi hafa kártöfíur ver- ið teknar upp úr görðum ó- skemmdar síðustu ilaiga — gott ef þær hafa ekki vaxið siðasta mánuðinn, sagði sögumaffur. FIÍKK BLÓMVÖND. Fréttaritari Tímans á Akur- eyri sagði í gærkveldi, að liann hefði komið' upp í kirkjugarð þar, ásamt öðrum nianni í gær. Kirfcjitgarffsvörðurinn, Jón Kiign valdsson, gerði sér þá hæg't um hönd og igaf þeim sinn bióm- vöndinn livorum. Voru þetta auiniómir mcð stórum blómum og vendirnir stórir. lireiddu ani- niónurnar fagurlega úr sér, er þær komu inn í stofuhitann. Fastaráð Atlanlshafsbandalags- ins fjallaði í dag um málið, en ekki var þar gerð nein samþykkt um fjórveldafund. í samþykkt aust ur-þýzka þingsins segir, að Austur Þjóðverjar muni takast á herðar þær skyldur, sem Rússar beri nú í Berlín, íbúum ailrar borgarinnar til blessunar. Vesturveldin hafi oft rofið Potzdam-sáttmálann og Vest ur-Berlín sé framvígi Atlantshafs- bandalagsins í kalda stríðinu. Vesturveldin hafi farið með Berlin rétt eins og borgin væri 50. ríki ■Bailttai-ikjn-nna. .111hnrn þrezka sam veldiSins eða frö'nsk nýlendti. ÍSAFIRÐI í gær. — Hér hefir verið stórviðri í allan dag og sæ- rokið gengið yfir bæinn. Skip, sem hingað áttu að konia, hafa tafizt. Hekla liggur suð'ur í fjörðum og Es.ja heldur sjó á Húnaflóa. Helga fell liggur hér úti á i'irði og kemst ekki inn. Bátar allir komusl inn undan veðrinu og ekki er vilað um tjón.á öðruni slöðum á Vest- ! fjörðum. Snjólaust er en gengur i á með éljuni. GS. hýleiTjte. Grotewohl sjúkur Grotevvohl er nú sjúkur, en til- kynnt var í þinginu, að hann myndi samt sem áður ganga fyrir þingheim og reifa málin á mánu- daginn. Síðan mun þingið greiða honum traustatkvæði sitt. Gomúlka vill rík jasamband Talsmaður brezka utanríkisráðu neytisins sagði 1 London í dag, að undirbúningsviðræður að fundi utanríkisráðherranna í París vænt vel á veg komnar. Gomulka, fram kvæmdastjóri pólska kommúnista flokksins, lýsti í ræðu fullum stuðningi við íillögur liússa. Hann sagði. að Þýzkalandsmálin væri að eins hægt að leysa með einu nióti á friðsamlegan hátt, þæ.a.s. með því að stofna ríkjasamband. Þessa tiilögu hefðu Austur-Þjóðverjar sett fram fyrir löngu, en vestur- veldin hafnað henni. Hann lagði áherzlu á mikla hættu af hervæð- ingu Vestur-Þjóðverja, en á bak við hana síæðu heimsvaldasinnar á vesturlöndum. Adenauer vill til Berlínar Adenauer forsætisráðherra V- Þjóðverja fer á morgun til Vestur- Berlínar, og verður þá kallaður saraan sérstakur borgðarráðsfund- ur til að ræða ástandið við for- sætisráðherrann. Að því er tals- maður borgaryfirvaldanna sagði í dag, mun Adenauer gefa út til- skipun um undirbúning að utan- rikisráðherrafundi i Berlín. Borg- arbúar mundu ennfremur leggja fast að forsætisráðherranum og krefjast svara af honum um. á hvern hátt sambandsstjórnin hefði hugsað scr, að Berlín sjálf gæti átt fulltrúa, sem gæti hafl áhrif á gang mála á slíkum fundi. Enn-. fremur mun borgarráð'ið fara þess a leil, :aö gei-ðnr vcr&i í-áðstafanil' | til að' treysta efnahag börgarinnar I á næstu mánuðum. DeGauileí Alsír NTB—Algeirsborg. 3 des. — De Gaulle er kominn íil Alsír í fimrn daga heimsókn. Kom hann fyrst til hafnarbæjar í austanverðu landinu, og ferð- aöist síðan í þyrilflugu til virkja Frakkahers nærri landamærum Túnis til að skoða þau. Siðan fer hann til olíulindanna í Sahara. För forsætisráðherrans er að þessu sinni fyrst og i'remst kynnisferð, og er talið, að de Gaulle muni hrinda í framkvæmd nokkrum atriðum l'imm ára áætl- unar þeirrar, er stjórn hans hefur gert um viðreisn í Alsir. Með de Gauile er í förinni Paul Delouvrier ráðher-ra, sem talinn er líklegur eftirmaður Salans hershöfðing.ja í Alsír, en honum mun de Gaulle huga stöðu heima í Frakklandi, og verður hann líklega eftirlits- maður landvarna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.