Tíminn - 05.12.1958, Síða 6
T I M I N N , föstudaginn 5. descmber 1958.
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. ■ Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Ríkisstjórnin biðst lausnar
RÍKISSTJÓRN Hermanns
Jónassonar bað'st lausnar i
gær, eftir að ljóst var orðið,
að ekkert samkomulag gæti
náðst milli stuðningsflokka
Jiennar um ráðstafanir til að
stoðva hina geigvænlegu
aukningu verðbólgunnar,
sem hljótast mun af hækk-
un kaupgjaldsvísitölunnar
nú um mánaðamótin, ef ekk-
ert raunhæft verður að gert
til að afstýra henni.
Vissulega er það rauna-
legt að þannig skyldi tiltak-
ast, þar sem tiltölulega er
auðvelt að afstýra þessari
hækkun og tryggja til fram-
búðar stöðvun á þeim grund-
velli, að kaupmáttur launa
verði sami og í febrúar í vet-
ur eða í okt. síðastl. Þetta er
þó ógerlegt, nema launafólk
og bændur gefi eftir veruleg
an hluta af vísitöluhækkun-
inni nú um mánaðamótin, en
við nánari athugun er þar
þó ekki um neina eftirgjöf
’að ræða, því að vöxtur verð-
bólgunnar, sem af þessari
hækkun hlýzt, mun reynast
þessum aðilum verstur þegar
stundir líða fram.
Framsóknarfl. beitti sér
eindregið fyrir þessari lausn.
Þing Alþýðuflokksins féllst
líka á hana í meginatriðum.
Kommúnistar, sem nú ráða
bersýnilega orðið lögum og
lofum í Alþýðubandalaginu
svonefnda, höfnuðu hins veg
ar slíkri lausn eindregið og
buðu ekki upp á annað en
einskis verðar sýndartillög-
ur. Á nýloknu þingi Alþýðu-
sambandsins tókst þeim að
koma ár sinni þannig
fyrir borð, að það lýsti fylgi
við þessar óraunhæfu skrum
tillögur þeirra.
Með þessu framferði sínu,
hafa kommúnistar orðið vald
ir að lausnarbeiðni rikis-
stjórnarinnar, því að það
hefði verið algert óráð og
ábyrgðarleysi, að hún héldi
áfram störfum eftir að sýnt
var, að henni var um megn
að afstýra þeirri gífurlegu
aukningu dýrtíðarinnar, sem
felst í vísitöluhækkuninni
áðurnefndu.
í RAUN réttri þarf fall
ríkisstjórnarinnar ekki að
koma neinum á óvart, sem
hefur fylgzt með málum sein
ustu misserin. Ríkisstjórnin
komst á laggirnar á sinum
tíma, vegna þess, að eftir
kosningarnar 1956 máttu
kommúnistar sín minna í A1
þýðubandalaginu en hin
frjálslyndari öfl, sem stóðu
aö því. Þá strax höfðu
Moskvumenn Sósíal.flokks-
ins mjög horn í síðu hennar,
enda hneigðist hugur þeirra
mest að því að endurnýja
samstarfið við Sjálfstæðis-
flokkinn frá „nýsköpunar"-
árunum. Óvild þeirra gegn
stjórninni hélt svo áfram að
magnast, m.a. vegna þess, að
þeir hafa engu fengið ráðið
um utanríkisstefnu hennar.
Berlegast kom þessi and-
staða þeirra í ljós þegar efna
hagslögin voru sett á síðastl.
vori. Einar Olgeirsson beitti
sér eindregið gegn lögunum
og fylgdi nær hálf miðstjórn
Sósíalistaflokksins honum að
málum. Síðan hefur Einar
notað yfirráð sín yfir Þjóð-
viljanum til að ófrægja eftir
megni þessa lagasetningu, er
sjö af átta þingmönnum Al-
þýðubandalagsins stóðu að,
og Þjóðviljinn að flestu öðru
leyti verið skrifaður eins og
stjórnarandstöðublað. Einar
og menn hans hafa jafnhliða
unnið markvíst að því að
treysta vald sitt í Sósíalista-
flokknum og gera Alþýðu-
bandalagið áhrifalaust. —
Stjórnarkosningin í Sósíal-
istafélagi Reykjavíkur er lít-
ið dæmi um þetta, en þar
var Brynjólfur Bjarnason
kosinn formaður, en fráfar-
andi form. rægður og felld-
ur. Málum er nú þannig j
komið, að Alþýðubandalagið j
má heita úr sögunni, en völd j
in í Sósíalistaflokknum í :
höndum Einars og fylgiliðs
hans. Þannig hefur Lúðvík !
Jósefsson ekki farið dult með
það að undanförnu, að hann
myndi ekki leggja í annað
sinn til átaka við Einar og
félaga hans eins og á siðast-
liðnu vori. Með þessum sigri
hægri kommúnista i Sósíal-
istafl. og endalokum Al-
þýðubandalagsins, voru ör-
lög ríkisstjórnarinnar raun-
verulega ráðin, eins og komið
er á daginn.
ÞEGAR rikisstjórn Her-
manns Jónassonar var mynd
uð, var m.a. komizt svo að
orði hér í blaðinu, að hún
væri tilraun til að tryggja
jákvætt samstarf vinstri afl-
anna í landinu. Fyrirfram
væri engu hægt að spá um
það, hvernig þessari tiiraun
myndi reiða af, því að þar
ylti mjög á því, að hin frjáls
lyndari öfl í Alþýðubanda-
laginu ykju áhrif sín, og
kommúnistar misstu svo ítök
að þeir hættu að geta staðið
í vegi vinstra samstarfs, eins
og þeir hefðu gert á undan-
förnum árum.
Vissulega hefur þeirri ríkis
stjórn vinstri aflanna, sem
var mynduð sumarið 1956,
heppnast vel á margan hátr..
Þrátt fyrir slæma aðkomu,
hefur verið tryggð næg at-
vinna og miklar framfarir.
Hlutur landsbyggðarinnar
hefur verið verulega réttur.
Vissulega bendir þessi
reynsla til þess, að samstarf
vinstri manna, stutt af al-
þýðustéttum landsins, sé
þjóðinni góð trygging fyrir
framtakssömu og réttsýnu
stjórnarfari.
Frjálslyndir rnenn og
vinstri sinnaðir mega því
ekki missa móðinn, þótt núv.
stjórn falli. Það hefur hins
vegar sannast áþreilaniega,
að traust samstarf vinstri
aflanna kemst ekki á lagg-
irnar, nema þaö geti verið
með öllu óháð hiutdeild
kommúnista.
MARG-IR munu nú varpa
fram spurningunni: Hvað tek
Spiliir engu þótt menn kunni skil
á lífsháttum og atvikum á fyrri tið
Rætt við Jón Helgason, ritstjóra nm
íslenzkt mannííf á nítjándu ö!d
Þegar undirritaður heyrði,
að bók væri að koma út eftir
Jón Helgason, ritstjóra, varð
það að ákveðinni sannfær-
ingu, að nú þyrfti að spjalla
við manninn; hafa við hann
eins konar blaðaviðtal um
þetta bríarí, sem sumt hefir
komið fyrir augu manna áð-
ur og þótt mikilsvert, langt
út fyrir raðir þeirrar skyldu-
viðurkenningar, sem fylgir
því, að skrifað er í pólitísk
blöð. Ekki þarf að geta þess,
að Jón Helgason er ritstjóri
Frjálsrar þjóðar, og þar hafa
frásagnir af ýmis konar
Sigríðum og Fríðum, sauða-
þjófum og snillingum verið
að birtast eftir hann undan-
farið. Og þótt ritstjórinn
hafi kannske ekki verið sem
allra mildilegastur 1 pólitík-
inni, þá hefir hann verið
góður við þetta fólk sitt
bæði heimildarlega og mann
fræðilega séð, og frásagnir
hans hafa þar að auki
skemmt mönnum prýðilega.
í fyrstu var talið að Jíessar frá-
sagnir væru ef-tir einhvern uppá-
skrifaðan sagnfræðing. En svo
kom upp úr dúrnum og kannske
helzt á óvart fyrrverandi sam-
starfsmönnum Jóns, að hann var
liöfundurinn. Ekki ber þó að
skilja þetta svo, að þeim, sem
þekktu Jón, þætti ótrúlegt að
hann hefði skrifað þeUa jafn vel
og það var samið, en menn spurðu
'bara, hvaðan úr fjandanum hon-
um kæmi nátlúra til að skipta sér
af svona nokkru.
Þá rám.aði minnsta kosti undir-
ritaðan í það, að eitt sinn, er Jón
átti þriggja mánaða frí hér á ár-
um áður frá fréttaritstjórastörf-
um við Tímann, fór hann beint
heim i garðinn sinn í Miðtúni 60
og umturnaði honum í þrjá mán-
uði, unz allt var þakið blómum
og. trjáplöntum. Undirritaður þótt
ist sjá i hendi sér, að Jón væri að
koma sér upp nýjum garði með
þessum frásögnum í blaðinu; og
ekki vantaði nalni ræktunarmanns
ins. Hver fyrntur og fúinn moldar
köggull sagnfræðilegra heimilda
var mulinn milli fingranna. svo að
hægt væri að láta kjarngrösin
spretta á jörð, sem hefir alltaf
verið iðin við að sjúga í sig minj-
ar þesáarar þjóðar.
Hvað sem þessu líður, þá fór
hvorki betur né verr en svo, að
undirritaður náði tali af Jóni fyr-
ir nokkru.
— Jæja, Jón. Ég vil fá viðtal.
— Við mig?
— Það var lóðið.
— Út af hverju?
— Bókinni_
— Æi.
— Heyrðu, vertu nú ekki að
þessu.
— Hún er ekki komin út.
— Það varðar mig ekkert um,
ur við? Hér verður ekki
reynt að svara peirri spurn-
ingu, en vandaríust er hins
vegar að svara því hvað
æskilegast er. Jafnt vegna
efnahagsmálanna inn á við
og landhelgismálsins út á við
skiptir nú sérstaklega miklu,
að stjórnmálaflokkarnir láti
ábyrgðartilfinningu og þjóð-
hollustu móta gerðir sínar,
en leggi yfirboð og blekking-
ar til hliðar. Nú sem hingað
til, mun þetta sjónarmiö
marka afstöðu Framsóknar-
flokksins. >
JÓN HELGASON
— fólk af holdi og blóði
ég birti það bara, þegar hún kem-
ur.
— Það er ekkert um hana að
segja.
— Láttu m.ig um það.
— Svo má ég ekki vera að
þessu núna, ég er að fara vestur.
— Hvert vestur?
— Til Bandaríkjanna.
Þá varð ekki frekar við þetla
ráðið að sinni og liðu tíu dagar.
Jóni snjóaði heim með öðrum
biaðamönnum úr Loftieiðaboíis'-
ferð og nú slapp hann ekki leng-
ur.
— Þetta er nú heldur mislit
hjörð, sagði Jón og átti við fólkið
í bókinni íslenzkt mannlíf, sem
hafði komið út meðan hann var
vestra. Hvað er ekki mislitt hér
á íslandi? lá mér við að segja, en
þagði, af því Jón hafði orðið,
eins og í öllum venjulegum við-
tölum,. — Þarna er fjallað um
fólk, allt frá Málfríði Þórhalla-
cióttur, sem komst í tæri við úti-
legumanninn úr Esjunni og Elená
Jónsdóttur, sem átti barnið á
hlaðinu á Hnjúki í Skíðadal í
hörku norðanbyl, upp í biskupa
og amtmenn og þeirra fólk, sem
aldrei komst í þess háttar krögg-
ur.
— Þannig fólk er alltaf heldur
ævisögulaust, skaut ég inn í.
— Það gat líka komið fyrir það
eitt og annað sögulegt, sagði Jón.
— Þarna segir til dæmis nokkuð
frá þeim Magnúsi Eiríkssyni, guð
fræðingi og Jónasi Hallgrímssyni
og stúlkunum, sem þeir umgeng-
ust hér í Reykjavík. Þá var Landa-
kot fyrir utan bæ, og þar áltu
heima ungar og kátar systur,
Landakotsrósirnar, og Jónas Hall-
grímsson og fleiri voru þar tíðir
gestir.
— Og hvernig gekk svo Jónasi
okkar kvennafarið?
— Hann hefir líklega ekki haft
gott lag á kvenfólki, því að ein
þeirra, sem hét Kristjana Knud-
sen, fór í kringum hann og var
eftirlátari við verzlunarmennina
— þeir voru líka hálf danskir og
aldanskir, og það var þyngra á
metunum heldur en vera skáld
r.orðan úr Öxnadal. En líldega
hefði hið öxndælska skáld aldrei
barið hana né dregið hana á hár-
inu, eins og sá verzlunarmaður
gerði, sem hreppti hana að lokum.
— Það hafa náttúrlega verið til
fleiri konur handa skáldum, þótt
Knudsen dytti með hárið í þessar
dönsku greipar?
— Já, það voru fleiri stúlkur í
Reykjavík en Landakotsrósirnar'
og fleiri piltar en Jónas Hallgríms
son og dönsku verzlunarmennirn-
i:. Ein var kölluð „jómfrú Sel-
hund“ af því að hún var af Eski-
móakyni að nokkru leyti. Jón Sig-
urðsson og Ingibjörg voru í
Iteykjavík á þessum, árum, og
Fríða í klúbbnum. scm ætlaði sér
að kljúfa báruna helzt til léttilega
— þeir þekktu hana Frakkarnir,
sem komu hingað með Paul
Gaimard.
— Og hafa síðan teiknað hana?
— Já, myndin er á kápu bókar-
innar.
— En Reykjavík hefir ekki ver-
ið allt?
— Nei, það gerðust ekki allir
atburðir í Revkjavík. Inni í Laug-
arnesi var biskup, og hann átti
stjúpdóttur, sem var ofurlítið far-
in að pipra. En sú var bót í máli,
að það var búið að sjá vei fyrir
ráði hennar, og svo kom unr.ust-
ir.n heim og drekkti sér i Reykja-
dalsá. Það var Þorsteinn Helga-
son, sem Jónas Hallgrímsson kvað
um. Með heimkom.u hans hefðu
átt að renna upp sælutímar í Laug
arnesi, en svo fór, að þá syrti
fyrst í álinn. „Hann hafði bara
Sigríðaskipti, pilturinn“, sögðu
kerlingarnar — sveik biskupsdótt
urina og tók vinnustelpuna,. sem
rcyndar var sýslumannsdóttir.
— Nokkur draugagangur?
— Ja, hvað segðir þú um það,
ef þú fvndir mann skorinn á háls,
bærir hann heim i skemmu og
legðir hann til, og svo væri hann
risinn upp og styddi hönd undir
kinn, þegar þú kæmir í skcmmuna
næsta morgun?
— Ég mundi sækja Þórberg.
Kann skrifar stundum um svona.
— Þetta gerðisí hjá þeim Svefn
eyjafeðgum, Évjóifi eyjajarli og
Hafliða, og átti sér bæði forsögu
og eftirmál.
— Studdi hann hönd undir
kinn?
— Það bera líéimildirnar.
— Svo hefir hann verið jarðað-
ur?
-— Jarðaður? Já, meðal annarra
orða. Vestur á Öndverðarnesi var
umsvifamikill útvegsbóndi, sem
hét Gísli og hafði i æsku verið í
líí'verði Jörundar hundadagakon-
ungs. Frakkar komu með dauðan
mann í land og létu fvlgja líkinu
nokkuð af salti og veiðarfæri. En
Gísli bóndi gerði sér lítið fyrir
og jarðsöng Frakkann sjálfur á
bökkunum hjá sér — var búinn
að vera við svo margar jarðarfar-
ir, að hann kunni öll prestsverkin
upp á sínar tíu fingur og fannst
ckki saka þótt hann læsi eitthvað
gott yfir manninum, þó aldrei
nem,a hann hefði verið kaþólskur
í liíanda lífi
— Margur er svartur sauður í
Drottins hjörð.
— Fólkið er af ýmsu tæi. Ég
hef reynt að segja hverja sögu
sem réttasta og hef hvergi hirt
um að draga fjöður yfir löst né
kost. Þarna finnur því enginn
h.iörð hvítra engla. eins og ég hef
rekizt á í sumum bókum.
— Engar huggulegar dánar-
n.inningar?
— Nei, og siálfur sakna ég þess
ekkert, þótt þessar jarðnesku
englasveitir hafi ekki orðið á vegi
mínum, þegar ég hef verið að
gtúska i gömlum skjölum eða
bréfum, því að mér þvkir fólk af
holdi og blóði mikið skemmtilegra.
— Heyrðu, hvenær fékkstu
þessa þakteríu?
— Ha?
— Ég á við, hvenær byrjaðir þú
á þessu?
— Það eru tíu ár síðan ég byrj-
aði að kanna heimildir. Ég hef
líka lítilsháttar talað við gamla
og fróða og hripað hjá mér. Lang-
mest af því, sem ég hef viðað að
mér, er þó enn í brotum, á laus-
um sneplum og blöðum, enda
geta stundum liðið heil ár, unz
maður rekst loks' af tilviljun á
það, sem maður hefir áður leitað
að líklega sem, óliklega. En þótt
þetta gamla fólk sé seintekið —-
það er að segia seinlegt að grafa
upp um það vitneskju úr gömliun
embættisbókum og bréfum og
skjölum, þá hef ég kunnað ágæt-
lega við mig í félagsskap við það.
Ég hef haft nlikla skemmtun af
kunningsskapnum við Þorgrím
Hermannsson til dæmis — ég
(Framh. á 8. síðu.)