Tíminn - 05.12.1958, Side 7

Tíminn - 05.12.1958, Side 7
TÍMINN, föstudaginn 5. descinber 1958. 2 Stjornarandstæðingar í liði kommúnista réðu tillög- um þeirra og miðuðu þær við að loka færum leiðum Tillögur Framsóknarmanna em í beinu framhaldi af yfirlýstri afstöðu ríkisstjórnarinnar í vor RætJa Eysteins Jónssonar, fiármálaráíh. á fundi Framsóknarfél. í fyrrakvöld Nú hefur forsætisráð- herra lýst því hvað ríkis- stjórnin áleit í vor að þyrfti til þess að nokkur von væri að leysa efnaahgsmálin á for svaranlegan hátt, og ég ætla ekki að endurtaka það, því að það hefur verið endurtek ið í allt sumar í okkar blöð- um og annars staðar. Það varð niðurstaðan, að það væri óhugsandi að konia þess- ’ um málum í nokkurt viðunandi horf, ef vísitöluskrúfan ætti að halda áfrani að leika I.ausum hala. Og þctta var viðurkennt af allri ríkisstjórnfnni þá. Næster spurningin: Hverjar eru tillögur Framsóknarmanna eins og 3iú er komið? Okkar höfuðuppástunga er sú, að Iaunastéttir og þá um leið framleiðendur, bændur, falli frá 15 vísitölustigum á jafnréttis- grundvelli. Þessar stéttir féllu frá 6 vísitölustigmn 1956, og mun enginn hafa talið sig skaðast' á því. Þessum 15 stigum er hægt að falla frá og búa samt við jafn- niikinn kaupmátt launa og í októ- ber í haust eða febrúar í vetur sem leið. Mun þá margur segja: Ekki standa þessi mál sérstaklega hættu- lega, ef hægt er að stöðva verð- bólguhjólið eftir þessa grunnkaups- hækkunarveltu með því, að falla frá 15 vísitölustigum. En eftir þá hreytingu mundi kaupgeta tíma- kaupsverkamanna verða meiri en í febrúar s.l. Við álílum að þetta sé hægt, ef menn vildu sýna þessa tilhliðrunar- semi, sem er ekki fórn fyrir neinn, því að þó að menn haldi áfram að velta áfram dýrtíðarhjólinu, hvort sem það verður eftir niðurgreiðslu- leiðinni eða með því að taka nýju vísitölustigin inn í kaupið og fram- leiðslukostnaðinn, þá græðir eng- inn á því. Það græðir enginn á því, að veita yfir sig dýrtíðarbylgjunni á nýjan leik. Það verður allt tekið af mönnum aftur, og menn hafa ekkert nema skaðann af hinu ægi- ]ega dýrtíðarflóði. Hvað þarf þá af fé, til þess að þetta sé framkvæmanlegt, og hvern' ig er þetta hugsað í einstökum atriðum? Það þarf fé til þess að auka út- flutningsuppbæturnar vegna grunn kaupshækkananna umfram 5%, sem standa auðvitað áfram í gildi. Hagfræðingar telja, að ef bæta setti .allan þann kostnaðarauka þyríti 105 milli. Álitið er að frysti- húsin þurfi alls ekki fullar við- aukabælur. Aftur á móti kemst Norðurlandssíldin ekki af nema fá tiltölulega betri bælur en i fyrra. Þessi tala gæti máske lækkað eitt- hvað, en ekki svo neinum úrslitum valdi í þessu öllu. Þá þarf 55—90 millj. króna, til þe.ss að greiða fyrirsjáanlegan halla á litflutningssjóði á næsta ári, að óbreytlum ástæðum. Tekjuöflunin í fyrra er þannig, að það vantar 55—90 millj. fyrir hæsta ár, að öllu óbreytlu. Á þessu ári er úlkoman hetri, því að mikið af framleiðsl- unni í ár var bætt með gamla upp- bótarlaginu, Þá þarf að greiða 56 millj. eða svo í launauppbætur til opinberra starfsmanna, upphætur á trygg- ingargreiðslur og hækkun á ýmsum rekstrarliðum fjárlaganna vegna grunnkaupshækkananna frá í fyrra. Þetta er cnginn smápeningur samanlagt, sem fram er talið, þótt fallið sé frá vísitölustigum. Verður þá ekki svo gífurleg EYSTEINN JÓNSSON hækkun á verðlagi og vísitöiu vegna nýrrar tekjuöflunar, að vísi- töluskrúfan fari af stað á nýjan leik? Svarið við þessu er, að við getum ekki stöðvað skrúfugang- inn á þessum grundvelli, lienia liafa líka peninga til þess að vem færir um að greiða niður þá hækkun á vísitölunni, sem verð- ur af nýjum álöguni og 4—5 vísi- tölustigum að auki, sem eru ým- ist komin fram eða rétt ókomin umfrarn þessi umtöluðu 15 stig. Þetta teljum við að mundi verða hægt, ef við þyrftum ekki að afla fjár með almennum álögum nema til útflutningssjóðs, en gætum af- greitt fjárlögin án stórfelldra, nýrra álaga, og þá án þess að lækka framlög til atvinnuveganna og verklegra framkvæmda. Þetta telj- um við að mundi geta tekizt. Og við teljum einnig, að áætlanir á tekj- um útflutningssjóðs hjá hagfræð- ingum séu það \rarlegar að gera megi ráð fyrir umframtekjum, til þess að standa undir nauðsynleg- um niðurgreiðslum, til þess að stöðva dýrtíðarvöxtinn við 217 stig. Okkur er ljóst, að með þessu yrði teflt á tæpasta vaðið; ekki mætti mikið út af bera — en með all- góðri útkomu ríkisrekstrarins í ár að bakhjarli, virðist vel verjandi að taka þessa áhættu, enda mikið að vinna: Víxlgaugur dýrtíðarinnar stöðv- aður. Framleiðslunni skapaður góður grundvöllur áfram. Kaup- máttur launa eins og í október og laun verkamanna þar með betri en í febrúar s.I. Komið í veg fyrir stöðvun framfara og uppbyggingu atvinnulífsins víðs- vegar uni I.andið. Af þessu má sjá, að það er liægt að leysa þessi mál án veru- legra fórna, ef hyggilega er að farið. En af þessu sést lika glöggt hversu gersamlega óviðráðanleg þessi ,mál eru, ef vísitölustigin 15, ættu að halda fullu gildi í kaupgjaldinu eða greiðast niður ásamt liinu öllu. Reist hefur verið aldá gegn því einu sinni enn, að vísitölu- skrúfan sé tekin úr sambandi. Kommúnistar standa fyrir því, sem fyrr. Vísitölunni beri að halda í órofa sambandi við kaupgjaid og afurðaverð. Þessu fylgir sú tillaga, að notaðar séu niðurgreiðslur og aðrar slíkar ráðstafanir til þess að stöðva dýrtíðina. Því er sem sagt haldið að niönnum, að það sé hægt að stöðva dýrtíðina, með því að greiða niður og hafa vísitöluskrúf- una í sambandi. En þelta er blekk- ing. Ef vísitalan er höfð í órofa sambandi við kaup og afurða- verð, þá heldur dýrtíðarspólan áfram, hvernig sem íarið er að. Þó reýnt verði að eyða áhrifun- um í bili með niðurgreiðslum, þá kostar það svo mikia tekjuöflun, að það ræðst ekki við neitt. Af- leiðingaBnar verða aftur gífurleg hækkun á vísitölunni og svo áfram ög áfram. Ég nefni hér nokkrar tölur til þess að sýna mönnum hvert þetta myndi leiða: Ef þessa leið ætti að fara, þá mundi þurfa að greiða vísitöluna niður fyrst um 20—21 stig. Það eru 17 stig komin núna strax og 3 eða 4 bætast við eftir örstuttan tíma, sem afleiðing af því, sem þegar hef- ur gerzt, m. ö. o. 20—21 stig. Þetta kostar ekki minna en 130 millj., en er lítt eða ekki framkvæmanlegt þótt fé væri til, því að úr þessu yrði mjög stórfellt misræmi í verð- lagsmálum innanlands. Þá þyrfii vitanlega að afla nýrra útflutningsuppbóta, jafn mikilla eins og eftir okkar ieið eða eftir áællun hagfræðinga 85—105 millj. og upp í hallann á útflutnings- sjóðnum 55—90 millj. Loks launa- uppbætur og grunnkaupshækkanir á fjárlögum 56 millj. Þetta gerir samtals gífurlegar fjárhæðir. Upp í þær kæmi eins og í okkar dæmi það, sem kannske mætti hækka tekjuáætlanir, sem fyrir liggja, en eftir stæði a. m. k. 200—250 millj., sem afla yrði með nýjum álögum, og þar til viðbótar þó einhver tekjuöflun vegna fjárlaganna. Afleiðingar þessa yrðu svo stórfelldar, nýjar hækkanir á vísitölunni, sem ekkert fé væri til þess að greiða niður, og dýr- tíðarskrúfan því í fulluni gangi áfram. Engi,nn gæti á þessu grætt. Þannig fer, ef skrúfu- ganginum er við lialdið, og það engu síður þótt menn þykist ætla að stiiðvvi dýrtíðina nieð því einu að „borga hana niður“. Fram hjá þessu atriði er bara gengið einfaldlega með því að segja að afla eigi tekna til þess að greiða niður vísitöluna, án þess að það snerti nokkuð almenning í landinu. En við, sem höfum fengizt' við þessi mál nokkuð lengi og með ýmsum, þekkjum svona hér um bil hvaða úrræði það eru, sem þessir herrar, sem þannig tala, hafa þegar kemur að því að ákveða, hvar eigi að taka peningana, þá verðitr alltaf það sama uppi á teningnum. Það er ekki hægt að leggja á svo gífur- legar fjárhæðir, án þess að það snerti allan almenning í landinu. Þá er stungið upp á því, að. í þessa lút sé kastað 50 til 60 millj. af því fé, seni varið er til verk- legra framkvæmda víðsvegar um landið, m. a. til atvinnuaukningar og annarrar slíkrar starfsenii. Þetta inundi jiafngilda helmings niðurskurði eða svo á öllum slík- um framkvæmdum, og valda al- veg straumlivörfum í þessu efni, algerri stefnubreytingu. Þetta er stefna kommúnista. Það yrði eyði’agt, sem upp hef- - ir verið byggt Undanfarið. Mundi þetta gerbreyta atvinnuástandinu víðsvegar um Iand, og eyðileggja trú manna á áfmmhaldandi upp- byggingu atvinnulífsins út um land. Straumurinn til Reykjavík- ur mundi hefjast aftur til stór- tjöns fyrir alla landsmenn jaftit. Þessi stefi?i'i, að viðhalda vísi- töluskrúfunni og ausa í gin ófreskjunnar því fé, sem varið hefir verið til framfara, mundi leiða út í verra kviksyndi en nokkru sinni fyrr. Launastéttir og alþýða gætu ekki grætt á þessu, en skulda- köngar og veTðbólgubraskarnr ílialdsins mundu græða. Nú höfum við i i'ikisstj. fengið í hendur tillögur Alþýðubandalags ins. sem eru eins konar ,,út- færsla“ á þessari stei'nu. Það er ekki einu sinni hirt um að hafa samhengi í eí’ninu. Það er talað um að borga niður 15 vísitölustig, þótt fyrir liggi að glíman stendur strax við 17 stig og 3—4 stig að- eins rétt ókomin. Engar tillögur eru um þetta til, sem hægt er að henda reiður á, nema helzt hin þráláta krafa um einhliða lækkun á verði iandbúnaðarafurða. Þá er byggt á því, að til auk- inna útflutningsuppbóta þurfi 39 milljónir, en það er ekki helming ur þess, sem þarf, að dómi hag- Lræfjinga ef sjávarúitvegurtnn (hátar og togarar) ættu að búa við sömu kjör áfram og hann hef- ur nú. Ráðherrar koipmúnisla segja, að útvegurinn þurfi ekki meira. Þetta cr ekkert nema blekking og alveg. óframkvæman- legt að þrengja svo að framleiðsl- unni. Sami ráðherra, sem þetta segir, sagði líka í fyrra í febrúar, að það þyrfti 25 milljónir vegna útfluíningssjóðs og 65 milljónir vegna rikissjóðs. — En eftir 7 mánaða þóf stóð hann frammi fyr- ir því, að það þurfti 280 milljónir en ekki 90 milljónir. Á halla útflutningssjóðs, 55—90 milljónir kr. er ekki minnst í til- lögiinum, né upphætur á laun opin berra starfsmanna og • önnur slík útgjöld, sem þúið er að sam- þykkja. Tekjuöflunarúrræðin, til þess að standa undir hinum gífurlegu nið- urgreiðslum, útflutningsuppbótun- um nýju og launauppbótum ríkis- ins eru þessi: að hækka verð á tóbaki og á- fengi og benzínskatt. að skera niður á fjárlögum, fyrst og fremst fjárfestingar- útgjöld. að nota af greiðsluafgangi ríkis- ins á þessu ári (20 millj). að Seðlabankinn hækki vexti sína. Þesasr tillögur eru hreinar málamyndatillögur um tekjuöfl- un, til þess að mæta þeim gífur- Iegu útgjölduni, sem ímindL leiða af vísitöluskrúfustefnu fcomniún- ista. Fjáröflunin þyrfti að nema liundruðum milljóna króna, eins og ég hefi sýnt fram á. Varðandi lækkun á fjárlögum haf3 ekki skriflegar, sundurliðað- ar tillögur borizt, en nefnd til dæmis lækkun á atvinnuaukningar fénu, greiðslu jarðræktarframlaga i skuldabréfum og sömuleiðis að greiða hluia af framlagi til at- vinnuleysistryggingasjóðs í skulda bréfum. Mörgum mun þykja svona till. í efnahagsmálum furðulegar. Það er ekki nema von. Hér býr sérstak ur hugsunarháttur á bak við. Þeim dettur ekki i hug að þetta fái staðizt. Skýringarinnar er að leita í hugs unarhætti, sem Haraldur Jóhanns- son hagfr. gefur uppiýsingar um í Þjóðviljanum í haust, þegar hann ræðir um það, sem gerðist í fyrra- vetur. Hann segir: „Alþýðubandalagið vildi ekki leggja svo mikla nýja skatta á, að þeir dvgðu lil að brúa : bil tekna og útgjalda.“ Og svo . kemur skýringin neðanmáls: „Að baki þessari afstöðu Al- þýðubandalagsins er þessi þanka- gangur: Er nokkur munur á eðli verðhækkana vegna víxl- verkana vísitölunnar og verð- ! afiað með álögum, sem hækkuðu 1 vöruverðið og síðan kaupgreiðslu- ! vísitölu og kaupgjald, og að lokum ■ vöruverð. Skattheimtan sjálf leiddi þannig til verðrýrnunar gjaldmiðilsins. Hefði þess vegna ekki komið í sama stað niður að grípa til deficit financing, þ.e. aukinna bankaútlána.“ Þarna hafq menn það. í fyrsta lagi álitið á skrúfugangi vísitölunn ar, sem kommúnistar nú heimta að viðhaldið verði. í öðru lagi, að það sem fyrir þeim vakir er að’ i það séu búnir til nýir peningar : í seðlabankanum, til þess að leysa vandann og halda niðri dýrtíðinni! j Þess vegna leggja þeir ekki til nú fremur en áður, að afla tekna i útgjöldin. Bara að prenta seðla. Þelta er þá það, sem kommúnist ar höi'ðu fram að léggja þegar ! skera á úr um það, hvort eigi að’ . leysa efnahagsmálin í ríkisstjórn- inni eða ekki. Engin sem hér er inni mun efast um hvað verið er að fara. Tillögunuin ráða líka andslæi? ingar stjórnrinnar í Sósíalista- flokknum. Þeir sem liafa viljaö og vilja stjórnarsamstarfið feigt og liafa unnið gegn því • undan.- farið fyrir opnum tjöldum. Þetta kemur ekki svo injög á óvart þegar þess er gætt, scni ekkerí hefur farið dult undanfarið, a‘ö þeir sem staðið liafa að stjórnar samstarfinu hafa alvég gefist upp og afhent hinurn ráðin. Eg ætla ekki hér að rekja stai í: ríkisstjórnariWnar. Hún hefur mörgu góðu til vegar komið og margir munu eftir henni sjá, e£ hún verður nú felld af þessuin öflum. i Mest er þó það afrek stjórnar- ; innar að hafa valdið strauihhvörf- ' um í atvinnulífi landsins með ! stuðningi sínum við uppbyggingu atvinnulífsins víðs vegar um land, jafnhiiða því sem hún hefur einn- ig borið gæfu til að leysa stærstu mál höfuðborgarinnar og nágrenn, is, svo sem t.d. Spgsvirkjunai- málið. En sá galli hefur verið á sam- starfinu frá upphafi, eins og for sætisráðherra rakti hér mjög greinilega, að enginn flokkur hef- ur raunverulega staðið með þess- ari ríkisstjórn heill og óskiplur, nema Framsóknarfl. og kvcður svc ramt að þessu, eins og hann, sagði, að stjórnin hefur ekkert málgagn haft lieils hugar nema málgagn Framsóknarflokksins — Tíminn. í Aiþýðuflokknum og Sösialista fiokknum hefur frá upphafi verið öflug stjórnarandstaða undir for- ustu Einars Olgeirssonar, sem hef ur ráðið Þjóðviljanum frá fyrstu tíð og sem hefur allan tímann haft samband við stjórnarandstöðuna. Jafnframt þessu hefur í Áiþýðu- flokknum verið öflug klíka hægri- manna, sem hafa haft stöðugt sam band við stjórnarandstöðuna í Sjálfstæðisfl. frá því að þessi ríki; stjórn settist í stólana. Undir eins og það lá ljóst fyrir i sambandi við efnahagslöggjöfina á s.l. vori, að allt var undir því komið um framtíð þessarar stjórn- ar, að hægt væri að losná frá vísi- töluspólunni með einhverjú móti og finna nýjar leiðir í efnahags- málunum, sameinaðist allt- þetta lið, íhaldið, stjórnarandstaðan í sósfl. með Þjóðviljann að málgagni, og hluti af Alþ.fl., urn, að ckki kæmi til nokkurra mála að slíkt ódæði mætti ske! Og, eins og Hermann Jónassoni tók hér fram, hefur verið háður harðsnúinn undirbúningur og kosn- ingabarátta fyrir Alþýðusambands- . þingið, sem m.a. hefur mið’ast við I að koma þessari hugmynd, sem átti að leggja fyrir Alþýðusam- bandsþingið, fyrir kattarnef. Hér kom einnig til stjórnlau9 ótti, bæði kommúnistanna og Alþ.- fl.mannanna við áróður íhálds-ins í verkalýðsfélögunum. Þá er ein undirrótin að þessu, harðsnúin mótstaða gegn þeirri stefnu, að halda uppi öflugum fram ' förum í sjávarplássum og sveitum : landsins. ; Þessi hreyfing, innan samstarfs- ' flokka okkar, varð sterkari eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar, því i að þá jókst hræðsla sumra við' j áróður íhaldsins. | Hver varð svo niðurstaðan af þessum vinnubrögðum og’þessum | klofningi? Niðurstaðan varð sú, að ráðherrarnir í ríkisstj. töldu sér ekki fært að standa að neinum till. um efnahagsmálin n\eö Fram- i (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.