Tíminn - 10.12.1958, Side 5
T í MIN N, Miðvikudagiun 10. desemebr 1958.
5
LÍFIÐ í KRINGUM OKKUR
mm
Uppeldisaðferðir
dýranna
NÚ Á TÍMUM er barnaupp-
eldi mjög á dagskrá hjá okkur
mannanna börnum og sitt sýnist
hverjum í þeim eínum. En það
undarlega er: að því meira sem
um þetta er rætt og ritað, því
fleiri vandræðabörn virðast
spretta upp á uppeldisakri þjóð
anna. Uppeldisfræðingar nútím
ans eru að reyna að búa til ein-
hverja allsherjarreglu fyrir
réttu og farsælu uppeldi. En
ég hygg, að sú aðferð sé svip-
lík því og heimt'að væri af
hverju barni á sama reki að
neyta vissra fæðutegunda í á-
kveðnu magni við hvaða kring-
umstæður sem væri. Eg tel, að
hver verði að fá sinn skammt,
litinn eða stóran, eftir uppruna
og eðli. „Svo mörg eru sinnin
sem skinnin“. Enginn þekkir
betur eðii og þarfir barnsins
en móðir þess eða foreldrar, séu
þau andlega heilbrigð. í nútima-
þjóðfélagi eru móðir og barn
óðum að slitna úr tengslum
hvort frá öðru, en við það er
mannkynið að komast inn á
hættulegar brautir. .
Við skulum lita með hófsemi
í kringum okkur og kynna okk-
ur uppeldisaðferðir dýranna.
Þau kunna ekki skil á neinum
reglum; þau fara eftir því, sem
náttúran inngefur þeim, hvert
eftir sinni tegund.
Fyrst skyggnumst við inn í
hænsnagarð. Þar í einu horn-
inu sjáum við hænu með 12
smáa unga, og með sjálfum okk-
ur verðum við að viðurkenna,
að þeir eru yndislega af guði
gerðir. Þarna trítla þeir í
kringum mömmu sína og tísta
í sífellu, sennilega spyrjandi
um þessa stóru og undarlegu
veröld, sem þeif eiga svo bágt
með að átta sig á. Þetta var þó
eitthvað meirá frelsi heldur en
innan i þessu þremils ekkisen
eggjaskurni! Og hænumamma
reynir eftir beztu getu að kynna
börnum sínum umhverfið, en þó
er henni annað meira í mun;
það er að afla þeim viðurværis
og verja þau gegn utanaðkom-
andi hættum. Hún nær í orma,
fræ og blöð handa þeim og bút-
ar það niður eftir þörfum. Og
þegar hitinn verður of mikill
um hæstan daginn, þá fá þeir
litlu sér sætan miðdegisblund
undir vængjum hennar. Þeir
þola líka illa rigninguna, litlu
greyin. Mamman er ekkert að
sýta það, þó að hún blotni á
bakinu, takizt henni að verja.
börnin fyrir bleytunni. Og hvað
'er einn regnskúr í samanburði
við köttinn, smyrilinn eða val-
inn? Allt eru þetta hinir verstu
óvinir, sem mamman verður að
gjalda varhug við, og til þess
beitir hún öllu sínu hænuviti,
en við mennirnir höfum nú aldr
ei metið það mikils. En hvaða
mat svo sem við leggjum. á gáf-
ur einnar hænu, þá notar hún
þær að minnsta kosti í þágu
lífsins og eðlilegrar þróunar
þess.
UMIIYGGJA fyrir afkvæm-
inu er djúpstæð eðlishvöt, sem
i'
tina, fer nokkuð eftir gerð og
tmagni fóðursins, en lalið er, að kýr
á beit noti u. þ. b. 9 klst. á sólar-
hiúng til þess a? jórtra. Þær jórtra
einkum yfir næturtímann, en ann-
ars jórtra þær reglulega með viss-
lim millibilum allan sólarhringinn.
Meðan á jórtri stendiu-, gefst lítið
eða ekkert tóm til svefns. I viðbót
við það ónæði, sem verður af þvl
að þurfa sífellt að vera að tyggja
og kyngj-a, þarf fulla meðvitund til
þess að halda hálsi og höfði uppi
í þeirri stöðu, sem jórtrandi skepn-
nr þurfa að hafa. Aðeins það, að
Jiggja á brjóstinu, útheimtir visst
eamspil taugaviðþragða, svo fremi
að höfuðið 'hvíli ekki við útlimi.
Ástæðan til þess, að jórturdýr
iiggja nær ævinlega á brjóstinu,
flestum dýrum er gefin. Því
meira hjálparvana sem ungarn-
ir eru, þegar þeir fæðast, því
meiru verður móðirin að fórna
þeim til handa. Móðirin er sem
sé það foreldrið, sem verður að
standa í eldinum og sjá um upp-
eldið frá fyrstu tíð. Það er ekk-
ert ótítt að karlinn deyi drotlni
sínurn daginn eft'ir brúðkaups-
nóttina eða sitji um börn sín
að eta þau, þegar þau eru ný-
komin í heiminn. Svo er það
venjulega, að því hærra sem
dýrin standa í þróunarstiganum
yl um lengri eða skemmri tíma
og kenna þeirn síðan flugið. Það
eru ekki allir ungar eins fljótir
að læra að ganga og hænu- eða
rjúpnaungar. En líka eru til
„svartir sauðir" meðal fuglanna
— fugiar, sem virðist alveg
vanta móðureðlið. Það er gauk-
urinn, sem þannig er gerður.
Hann laumar eggjunum yfir í
hreiður annarra fugla og lætur
þá sjá um uppeldið. Það má því
seg'ja um gaukamóðurina ,áð
hún sé lítil mamma“, en þann-
ig er komizt að orði meðal okk-
ar mannanna um þá móður, sem
blátt áfram vanrækir börn sín.
Gauksungi í spörfuglshreiðri.
því lengri er ómagaháls afkvæm
anna. Hvað spendýrin snertir,
þá er þeim mest í mun að sjá
afkvælnum sínum fyrir góðum
og hollum mat. Og það gera þau
helzt með því að veita þeim
móðurmjólkina í ríkum rnæli.
En sum þeirra veita þeirn marg-
víslega vernd á annan hátt, eins
og t. d. pokadýrin, sem geyma
börn sín velvarin í kviðpoka
sinum, allt að 10 mánuðum.
Jórturdýrin hafa nokkra sér-
stöðu í þessum efnum. Sem villt
um dýrum er þeim nauðsynlegt
að vera á stöðugu flakki til að
leita sér nýrra haga; þess vegna
hefir móðir náttúra leitazt við
að gera ómagaháls afkvæmanna
svo stuttan sem hægt er, svo
að þau geti fylgt móðurinni eða
flokknum eftir hjálparlaust.
Meðal fuglanna er umönnun-
in fyrir ungunum oft mjög at-
hyglisverð, eins og ég hefi
minnzt á. En þessi umönnun er
miklu víðtækari en á meðal
spendýranna, því að hún hefst í
raun réttri með hreiðurbygging-
unni. Þvi að hvaða gagni kemur
það fuglinum að verpa eggjum
og geta svo ekkert við þau gert?
Hagkvæmar hreiðurstöðvar og
vönduð hreiðurgerð er því lífs-
nauðsyn fyrir margar-fuglateg-
undir. Margir ungar eru ósjálf-
bjarga, þegar þeir koma úr egg-
inu og verða því að njóta stöð-
ugrar umönnunar frá foreldr-
anna hálfu. Þau verða að sjá
þeim fyrir fæðu og hæfilegum
Mál og Menning
eftir dr. Halldór Halldórsson
33. þáttur 1958
STUNDUM heyrist sagt um
strútfuglana, að þeir séu mestu
„óartar“ fuglar gagnvart af-
kvæmum sínum, enda frámuna-
lega heimskir; þeir verpi eggj-
um sínum á eyðimerkursandinn
og láti svo sólarhitann um það,
hvort ungarnir komisf úr eggj-
unurn eða ekki. En þetta er
ekki að öllu leyti rétt, því að
móðirin situr á eggjunum um
nætur til þess að verja þau
kulda, og það er einmitt kuld-
inn, sem eggjunum er hættuleg-
astur.
Sum skriðdýr eru ekki neinir
fyrirmyndar uppalendur; en
það blessast allt furðanlega, þó
að egg og ungar séu ofurseld
duttlungum náttúrunnar. Eru
það einkum eðlur og skjaldbök
ur, sem sýna mest kæruleysið í
þeim efnum. Aftur á móti held
ur krókódíllinn vörð um egg-
in, og er engum of gott að sækja
þau í klærnar á honum. Oft
hjálpar hann líka krókódílabörn
unum að komast út úr eggjun-
um með því að brjóta á þeim,
þegar hann heyrir þrusk inni
fyrir. Þá gæta slöngurnar eggja
sinna með stakri þolinbæði;
þær marghringa sig utan um
þau, svo að hvorki menn né mál-
leysingjar fá þar nærri að
koma.
(Framhald).
Ingimar Óskarsson.
stendur eflaust að einhverju leyti
í sambandi við hina sérstæðu skipt-
ingu meltingarfæra þeirra. Vömb-
in og keppurinn er hjá þessum
skepnum ávallt full af miklu magni
af fljótandi fæðu. Ennfremur stíga
loftbólur þær, sem myndast sífellt
í vömbinni, upp á yfirborðið við
eölileg skilyrði, en þaðan fer loftið
í ropum uppeftir vélindinu. Ef kýr
liggur á hliðinni, t. d. þegar hún
hefur doða eða krarnpa, blæs hún
fljótt upp, líklega vegna þess, að
innihald vambarinnar hefur sigið
þannig til, að Iofttegundirnar kom-
ast ekki út um vélindið.
Nýfæddir kálfar, sem nærast
eingöngu á mjólk, og ekki hafa enn
fengið þroskuð meltingarfæri jórt-
urdýra, liggja aftur á móti oft á
hliðinni, án þess að þeim verði
meint af.
í svæfni er andardrátlur bæði
manna og skepna hægur og reglu-
legur. Með sérstökum tækjurn má
mæla á tilraunadýrum samtímis
andardrátt, iðrahreyfingar, það,
hvort skepnurnar standa eða liggja
og hvort þær jórtra eða hvíla sig.
Slíkar rannsóknir, sem hafa staðið
í marga sólarhringa sýna, að litill
munur er á starfsemi iðra og and-
ardrætti hvort heldur kýrin hvílist
eða jórtrkr. Öðru hvoru hefur þess
orðið vart, að andardráttur hefur
orðið hægari, sem hefur bent til
þess, að kýrin sofi, en það varir
yfirleitt skemur en fimm mínútur
1 hvert sinn. Á þessum st'uttu tíma-
bilum, sem eru eingöngu á nótt-
Lórenz Halldórsson á Akureyri
skrifaði mér nýlega bréf um j
Lórenznafn og beinir til mín ýms-1
um fyrirspurnum bæði um nafnið j
sjálft og nokkur önnur alriði, sem
varða íslenzka löggjöf.
| Tilefni bréfsins mun vera það, að
í haust skaut einn prestur þjóð-
! kirkjunnar, séra Bjarni Sigurðsson
á Mosfelli, því undir úrfskurð
Heimspekideildar Háskólans, hvort'
leyfilegt væri samkvæmt lögum
um mannanöfn frá 1925 að skíra
börn íslenzkra ríkisborgara Lór-
enznafni. En í téðum lögum er
ákvæði þess efnis, að Heimspeki-
deildin skuli skera úr, ef deilur
rísa milli prests og foreldra um
nafngift. Málið var úrskurðað á
þann hátt, að nafnið væri ekki í
samræmi við þá stefnu um nafn-
giftir, sem upp var tekin með
mannanafnalögunum og því ekki
leyfilegt áð skíra því. Þessi úr-
skurður var þannig aðeins lögskýr-
ing. Og ég hygg, að deildin hefði
engan annan úrskurð getað fellt,
ef hún vildi halda sér við lögin og
þá stefnu, sem þau boða. En um
stefnuna, sem í lögunum fellst, má
vitanlega endalaust deila.
I Mannanöfn eru af ýmsum sökum
mjög viðkvæmt mál, og ber nauð-j
syn til að fara með mestu gat að i
öllu, er þau varðar. Ég er því ekk-
ert undrandi á því, þótt Lórenz
Halldórssyni svelli móður í brjósti,
þegar nafn hans er bannað. En um
það verður hann að sakast við lög-
igjafann, en ckki dómarann.
j Með því að bréfið frá Lórenz er
! nokkuð langt og sumar spurning-
! anna þess eðlis, að ég hvorki tel
mér skylt né treysti mór til að
; I svara þeim, mun ég ekki birta það
í heild, heldur vinza það úr, sem
mér virðist mestu máli skipta.
Fyrst spyrst Lórenz fyrir um
uppruna nafnsins Lórenz. Þetta
nai'n — eða öllu heldur þessi rnynd
nafnsins — virðist vera mjög ungt
í íslenzku. í manntalinu frá 1910
eru tveir skráðir þessu nafni, einn
í Reykjavík (það mun vera Lórenz
Thors) og annar í Norður-Múla-
sýslu (það mun vera Lórenz Hall-
dórsson). Eyrir þann tíma þekki ég
ekki heimildir um Lórenznafn á ís-
landi. Það kemur að minnsta kosti
ekki fyrir í manntölunum frá 1855
og 1870. Ég hefi einnig gert nokkra
gangskör að því að leita þess í
eldri manntölum, einkum manntal
inu frá 1703 og ekki fundið það.
Þessi leit er þó ekki svo gagnger,
að ég þori að fullyrða, að nafnið
hafi alls ekki verið notað á íslandi
fyrr en um síðustu aldamót, en fá-
líít hefir það að minnsla kosti ver-
ið.
!
Um upprunann er það að segja,'
að Lórenz er þýzk mynd nafnsins !
Laurentius. Sú mynd nafnsins tíðk-1
aðist nokkuð fyrr á öldum hér á '
landi, og er Laurentius Kálfsson
Hólabiskup (d. 1331) elzlur með
því nafni hér. Þá tíðkaðist einnig
myndin Lafranz (framborið Lavvr-
ans) nokkuð, og má finna dæmi
hennar í manntalinu frá 1703, en
1910 ber enginn það nafn á ís-
landi. Sú mynd nafnsins, sem segja
má, að orðin sé svo til einráð 1910,
er Lárus. Þá heita 202 menn þessu
nafni, þar af 168 sem einnefni, og
Lárusarnafn bar 81 árið 1855. Þess
ur tölur ættu að sýna, hvert þróun-
in hefir stefnt. Því miður eru ekki
til skýrslur um mannanöfn eftir
1910, en það stendur nú til bóta.
unni, meðan kýrin hvílist og jórtr-
! ar ekki, eru iðrahreyfingarnar
einnig hægari, en halda þó áfram,
óslitið. Þetta cr þá sú mesta hvíld,
sem jórturdýrin veita sér, og Iík-
lega er það á slíkum stundum, sem
1 augu þeirra eru lokuð. En meðvit-
undin er ávallt vakandi.
Næsta atriði, sem Lórenz Hall-
dórsson spyrst fyrir um, er, hvað’
valdi því, að Lórenznafn samrým-
ist ekki íslenzkri tungu. Um þetta
hefir, að vísu enginn úrskurður
verið ypp kveðinn ,heldur hitt, ao
nafnið sé ekki i samræmi við hug-
myndir löggjafans um, hver nöfn
séu í samræmi við lögmál lungunn-
ar. Nafnið er mjög erlent að öll-
um blæ og svo ungt og fátítt, þegar
mannanafnalögin voru sett, að hæp
ið væri að segja, að það hefði unn
ið sér þegnrétt í tungunni. Það he:
ir ekki heldur lagað sig að ís-
lenzku beygingakerfi, því að fæsl-
ir munu nota á það fallendingar
(-i í þágufalli og -ar í eignarfalli),
eins og þó væri eðlilegasl. Þessu er
hins vegar ólíkt farið um nafnið
Lárus, þótt það beri allt um það að
ýmsu leyti erlendan svip. En þao
er ekki aðeins í samræmi við skoð-
anir þeirra, sem stóðu að manna-
nafnalögunum, að útrýma beri
nöfnum, sem líkt er ástatt um og
Lórenz, heldur einnig þeirra, sem
nú veita slíkum málum forstöðu.
Eins og kunnugt er, hefir þess ver-
ið krafizt undanfarið, að þeir, sem
vilja verða íslenzkir rikisborgarar
breyti nöfnum sínum í samræmi
við íslenzkar venjur. Um þetta
sjónarmið má deila, en Alþingi
hefir krafizt þessa, og þess er
valdið. Það mun hafa komið fyrir,
að maður, sem bar Lórenznafn,
hafi orðið að taka upp hafnið
Lárus, er hann gerðist íslenzkur
ríkisborgari. Og það ætti að vera
öllum Ijóst, að ekkert samræmi
væri í þvl að neyða erlendan
rnann, sem vill verða íslenzkur rík
isborgari, til þess að leggja nafniö
niður, en skíra síðan íslenzkt barn
sama nafni.
Síðasta atriðið, sem ég ætla að
víkja að, úr bréfinu frá Lórenz
varðar ættarnöfn. Hann spyr,
hvort ættarnöfn séu leyfð og hvor.
t. d. nafnið Thors samrýmist lög-
um málsins. Samkvæmt manna-
nafnalögunum er bannað að taka
upp ný ættarnöfn, en þeir, sem
áður höfðu þau, mega halda þeim
og sömuleiðis niðjar þeirra í karl-
legg. Orðið Thors mun háfa verið
löggilt, áður en lögin voru sam-
þykkt, og er því þeim, sem al
þeirri ætt eru, heimilt að bera það.
En engu að síður er nafnið ákaf-
lega óíslenzkulegt og samrýmist aö
mínu viti ekki islenzku málkerfi.
íslenzkar nafngiftir erú gamal!
arfur, sem mikilsvert er að varö-
veita sem bezt. Löggjafinn hefir
þó ekki viljað fara inn á þá braut
að banna með öllu nolkun æltar-
nafna. Og vitanlega orka bönn af
þessu tæi ávallt tvímælis. En
skemmtilegt er það, þegar fólk
leggur ættarnöfn niður af frjáls-
um vilja. En þess eru þó nokkiu
dæmi.
Yfirleitt er nauðsynlegt, að prest-
ar gefi nafnavalinu enn betur gaum
en þeir hafa gert. Mér er þó kunn-
ugt um, að margir prestar vinna
hér merkilegt starf og leiðbeina for
eldrum um nafnaval. Hafa nökkrir
prestar þrásinnis hringt í mig og
haft samráð við mig um þessi efni.
Og óneilanlega er það skemmti-
legra, að samkomulag geti orðið
milli presta og foreldra en til
þess komi, að úrskurða þurfi sum
nöfn óhæf. Ég hygg, að rnjög vær
þarflegt að gefa út skrá um gói
íslenzk mannanöfn prestum og
foreldrum til leiðbeiningar og þar
væru jafnframt reglur um það,
hvernig draga má kvenmannsnafn
af karlmannsnafni og öfugt. Hygr;
ég, að það væri að ýmsu leyti skyn
samlegri stefna en að gefa út
skrá um bönnuð nöfn, eins og
raddir hafa heyrzt um.
Það er mjög mikilvægt, að um
þetta mál allt ríki einlægur vilji
til umbóta og mönnum skiijist.mð
nafngiftirnar eru mikilsv'eröar fyr
ir þróun málsins. H.H.