Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 6
5 \ I.ÉMINN, MiSvikudaginn 10. descmcbr 1958. sututmuuttttttxœtuttttœ Jólabækur Menningarsjóðs Veröld sem var Stefán Zweig er tvímæla- laust snjallasti og víðkunn asti listamaður þeirrar bókmenntagreinar, sem mjög hefir kveðið að á síðari áratugum og náð miklum vinsældum: hinn- ar sálfræðilegu sagnritun- ar í listrænum búningi. Slík sagnaritun er aðeins á skálda færi, enda var Stefán Zweig ágætt Ljóð- skáld, samdi nokkrar frá- bærar smásögur og eina langa skáidsögu, mikið listaverk. En bær bækur, sem halda munu nafni hans lengst á lofti, eru þó ævi- sögur hans. Af þeim má nefna bækurnar um Balzac, Erasmus frá Rot.terdam, Fouché, Magellan, Maríu Stúart og Maríu Antoinettu. Fjórar hinar síðasínefndu hafa verið þýddar á íslenzku, enda hefir Stefan Zweig verið lesinn hér á landi framar flestum öndvegishöfundum þessarar aldar. .., Ágætast alh-a rita Zweigs er þó ef til vill sjálfsæyisaga hans, VERÖLD SEM VAR (Die Welt von gestern), sem nú kem’ur í íslenzkri þýðingu. Þar er af mikilli snilld brugðið upp ógleymaniegum myndum úr sögu Evrópu í friði og stríði, allt frá síðustu áratugum 19. aldar og fram á daga heimsstyrjaldarinnar síðari. í bókinni lýsir höfundur af frábærri skarpskyggni og næmleik ýmsum fi-emstu skáldum og andans mönnum sinnar kynslóðar, er hann hafði af meiri og minni kynni. Eru í þeim hópi Hugo von Hofmannsthal, Rainer Maria Rilke, Gerhart Hauptmann, Theodor Herzl, Sigmund Freud, Romain Rolland, Emile Verhaern, Auguste Rodin, Maxim Gorki, Richard Strauss, Bernhard Shaw, James Joyce og ýmsir fleiri. Bókin er tvímælalaust 1 röð ágætustu minningar- rita, sem samin hafa verið á bessari öld. — Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason hafa íslenzkað bókina og leyst það torvelda verk vel af hendi. - Komin til bóksala. ÞjóÖhátíðin 1874 Konungskoman 1874. Bók Brynleifs Tobíassonar um þjóðhátíðina 1874 hefir að geyma greinargóða lýsingu á þjóðhátíðarhaldi um land allt og víða erlendis. í bókinni eru og þjóðhátíðar- minningar 30 merkra karla og kvenna úr ýmsum lands- hlutum. 150 myndir prýða ritið, og hafa margár þeirra hvergi verið birtar áður. Þessi eigulega bók mÚn kær- kominn gestur á mörgu íslenzku heimiti, enda í flokki þeirra rita, sem margir hljóta að hafa ánægju af, jafnt ungir sem gamlir. tt f. Höíundur Njálu Bók Barða Guðmunds- sonar um leitina að höf undi Njálu hefir þegar vakið mikla athygli og umræður. Upplag þess- arar stórmerku bókar er ekki stórt, og mun þrjóta fyrr en varir. Tryggið yður eintak, áður en það verður um seinan. Rit Pálina Hannessonar Hin nýja bók Pálma Hannessonar, FRÁ ÓBYGGÐUM, hefir að geyma ferðasögur hans um öræfi íslands og kafla úr dagbókum. Stórfróðleg bók og afburðavel rituð. Bókina prýða ágætar myndir, er Pálmi tók á öræfaferð- um sínum. Bók Pálma, LANDIÐ OKKAR, er kom út í fyrra, fæst ennþá hjá bóksölum, en upplagið er á þrotum. Ævíntýri dagsins Þulur og barnaljóð eftir ERLU. Með Ijómandi falleg. um teikningum eftir Barböru M. Árnason, Barnabók, sem vér viljum mæla eindregið með. Allar útgáfubækur vorar, gamlar og nýjar, eru til sýnis og sölu í BÓKAMARKAÐINUM Ingólfsstræti 8, og í BÓKABÚÐINNI, Hverfisgötu 21. Nýju bækurnar fást einnig hjá öllum bóksölum. BOKAUTGAFA MENNINGARSJOÐS Hverfisgötu 21. — Símar 10282 og 13652. »wtmTnnnnmttn»wffl»ttmttmrofflwn»Binnn«wm Leikhúsmál , jólin. Leiðbeinandi er Einar Krist- jánsson Freyr. Tvær nýjar (Framh. af bls. 3.) ásamt hinum trygga þjóni hertog- ans, Lutz, scm síðar gerðist til þess að segja þessa sögu. Borgarnes. Ungmennafélagið Skallagrímur frumsýnir þessa dagana „Tann- hvöss tengdamamma" í uppsetn- ingu Karls Guðmundssonar leik- ara. Lcikritið var sýnt 100 sinnum af Leikfélagi Reykjavíkur, sem einnig fór með það í sýningarferð til Vestfjarða. Leikfélag Akureyrar sýndi sama leikrit 20 sinnum á síðastliðnu leikári. Ólafsvík. Leikfélag Ólafsvíkur sýndi Mann og konu í haust. Nú æfir það „Leynimel 13“, sem það hyggst sýna mjög bráðlega. Stykkisliólmur. Það er Ungmennafélagið Snæ- fell nýbyrjað að æfa franskan gam anleik „Skyggna vinnukonan“: — Leikritið hefir víða notið mikilla vinsælda. Frumsýning verður um Eina veiðin í Mý- vatnssveit, minkar 'Reynihlíð, 1. des. — Einmuna góð veðrátta hefur verið hér allan nóvembermánuð, eða állt sem liðið er af þessum vetri. Allt sauðfé gengur um sjálfala og hefur því liðið mjög vel. Engin rjúpuveiðí hefur verið í haust eða vetur. Eina veiðin, sem hér er stunduð er minkaveiði með hundinum Snodd- asi, 'sem Finnbogi Stefánsson á Nónbjargi hefur. Hann hefur náð nokkrum minkum í vetur í skóg- lendinu fyrir norðan Mývatn. — Mývatn hefur ekki lagt enn svo að gegnt hafi verið á milli bæja. Patreksfjörður. Þar er verið að æfa „Aumingja Hanna'1 og síðar í vetur er ráð- gert að sýna „Logann helga“ eftir Somerset Mougham. Hárgreiðslustofan Lótus opnar í nýjum húsakynnum í fyrri viku enduropnaði Hár- greiðslustofan Lotus í Bankastræti 7 ,eftir miklar og gagngerðar breyt ingar á húsnæði. Stofan er nú lík- ari skemmtilegu heimili en hár- greiðslustofu, eins og þær tíðkast hér til þessa. Eigándi Lotus, Þóra Ólafsdóttir kynnti sér í sumar nýjungar á snyrtistofum erlendis og er breyt- ing stofu hennar árangur af því. — Inni'étting er gerð úr harðviði, mjög haganléga smíðuð af þeim Þorsteini Ólafssyni og Jóhanni Árnasyni. Málningarvinna var framkvæmd af þcim_ Guðmundi Jónssyni og Ólafi Á. Ólafssyni. — í hárgreiðslustofunni er sérstakt herbergi ti lhárþvotta og skolunar. Þurkuherbergi er búið 'bóstruðmn. húsgögnum. Greiðslustofan er mjög nýstárleg og sætum er hagan lega fyrir komið, þannig að bæði er til hagræðis fyrir viðskiptavin ina og þá sem að snyrtingunni vinna. Hárgreiðslustofan Lótus var stofnuð af Ester Einarsdóttur og var lengi til húsa að Laufásvegi 2. Erla Ólafsdóttir, sem um 13 ára skeið var eigandi stofunnar, ílutli hana að Bankastræti 7, þar sem 'hún starfar nú undir stjórn nú- verandi eiganda, ungfrú Þóru Ólafsdóttur. unglingabækur Meðal útgáfuMka Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri í haust eru tvær unglingabækur, — Önnur er íslenzk og heitir Strákur á kúskinnsskóm, eftir Gest Hanns- son, en Góki Hannson hefir gert all margar heilsíðu myndir.í bók- inu. 'Hér mun verá um höfunda- nöfn að. ræða og segii' þarna frá ævintýrum þeirra toræðra, Gests og Gáká, er þeir voru í sveií. | Hin unglingabókin er þýdd. og heitir Leyndardómur kínversku gullkeranna, eftir hinn kunna barnabókahöfund, P. F. Wester- man. Segir þar frá ævintýrum og mannraunum Péturs Annesleý í leit að dularfullum, kínverskum gullkerjum. Er frásögú sú rnjög spenuandi, enda koma kínverskir sjóræningjar yið sögu. Margar myndir eru einnig í þessari bók, sem er' þýdd af Davíð Áskelssyni. Þröskuldur hússins er þjöl Heimskríngla hefir gefið út íyrstu ljóðabók Arnfríðar Jónatans dóttur og nefnist hún Þröskuldur hússins er þjöl. Þétt'a er ekki stór bók, nær tuttugu Ijóð, flest stutt. Yrkisefnin eru úr íslenzku um- hverfi nútímans Og eru heitin þessi: Bárn vildi. byggja; Þú vitjar mín; Haust; Vaka; Sjólag; Þrá; í garði; Rímustef; Læstxr dagar; Jól; Þegjandin; Kvöld; Á strætum; Morgunkaffið; Lát hvarma skýla; Leikur; Til Þingvalla; Vor. — Ljóðin cru ói-ímuð að mestu. unnar og eiginkonunnar. Úrsúla og Evelyn eru fóstursystur. Úrsúla er öllum fyrirmynd að gæzku og dugnaði, en býr yfir öðru innræti, og af því sprettur atburðarás sögunnar. Patrik læknir og Val skógfræðingur eru bræður, og Evelyn veit ekki langa hríð hvorum hún ann heitar, — en rnálin skýrast að lokum . — cMa Bók, sem lengi mun minnst. Kjörbók allra ástfanginna kvenna, óskabók unnust- Astarsaga ársins SKUGGSJA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.