Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 5
ríIVIINN, iiiiðvikiulaginn 24. desember 1958. 5 GUNNAR ÞÓRÐARSON: Þáttur úr Endursagður Samtaliö íer fram í skálanum á Þórhallsstöðum í Forsæludal. Þar eru staddir Grettir og Jökull Bárð- arson, ásamt Þórhalli bónda. Þórhallur: — Heill og sæll hing- að kominn, Jökull bóndi, og þið Grettir báðir. Eruð þið mér au- fúsugestir, mun ykkur kunnugt vandræði mitt, hinir miklu reim- leikar, sem ekkert stenzt við. Jökull: — Eg gerði ferð mína hingað að bæn Grettis frænda míns. Fýsti hann mjög að sjá, hversu hér væri umgengið, þótt ég letti ferðarinnar. Grettir: — Víst er mér forvitni á að' heyra sem gerzt frá tíðindum um, hversu það bar til, að- slík ódæmi eru á orðin, sem um er rætt. Þórhallur: — Það er upphaf þeirra tíðinda, að til mín kom í haust sauðamaður sá, er Glámur hét. Var hann stirfinn og viðskota- ■illur, trúlaus mjög, og hverjum manni hveimleiöur. Grettir: — Hvað er til marks um, að þú veitir húskarli þínum svo ófagurt eftirmæli? Þórhallur: — Það vil ég helzt telja, að Glámur vildi aldrei í kirkju koma og ekki fasta, taldi hann það hindurvitni ein, og heimti jafnan mat sinn og hótaði afarkostum ella. Grettir: — Vorkunn er það þeim, er úti starfar, að vera matbráöur nokkuð, og láti sér tómlega um föstur og helgihald. Er og matur mannsins megin. Þórhallur: — Á aðfangadag jóla var hann þó miklu verstur um allt, er að þessu heyrir. Heimti hann með þjósti þann mat, er hann kaus, og varð svo að vera, sem hann vildi. Jökull: — Það kalla ég firn mik- 11, að húskarlar beiti slíkum dólgs- hætti. Hefir Skafti lögsögumaður fengið þér uppvöðslumann. Grettir: — Mýktist ekki heldur skap Gláms, er hann var mettur orðinn. Eða hversu fór með ykkur að skilnaöi? Þórhallur: — Næsta fátt varð um kveöjur. Var og Glámur gustmikill, er hann snaraðist út. Var þá fjúk nokkurt, og grýr i lofti. Gekk og til stórhriöar, er á kvöldið leið. Jökull: — Það hefði mátt ætla, að Glámur hefði ekki orðið upp- næmur, þótt nokkuð þústaði að um veður. Eða hvað er næst frá tíð- indum að segja? Þórhallur: — Ekki kom Glámur heim síðan. Til hans heyrðist — þó nokkra hríð, var hann og hljóð- mikill og dimmradda, er hann hó- aði saman fénu. Er á leið kvöldiö heyrðist þó miður til hans eða ekki. Jökull: — Hvort var þá, er fram á leið kvöldið, eigi það ráð upp tekið að kanna, hvað dveldi fyrir heimkomu sauðamanns? Þórhallur: — Þegar er komið var að dagsetri, var myrkt mjög og hríð dimm, og fýsti menn litt til útgöngu til að hefja leitina. Jökull: — All illa var þaö að eiga bæði fé oitt og sauðamann úti á jólanótt í sliku veðri, og var slíkt líklegt til stórra tíðinda. Þórhallur: — Er birti á jóladag, hófu menn leitina, fundu þeir féð víða í fönn og lamið af hríðinni. Þeir komu og á traðk mikinn þar sem glímt hafði verið heldur sterk- lega. Var grjót víða uppfært svo og jörðin. Lá þar og Glámur dauð- ur. Var hann blár sem hel, og bauð af honum óþekkt mikla. Hraus mönnum hugur við. Grettir: — Ekki veröur það talið karlmannlegt að vera svo líkhrædd ur sem hér er lýst. En hversu Grettissögu í samtalsformi Gunnar Þórðarson hyggja menn að þessir atburðir hafi til borið? Þórhallur: —- Þeir kváðust rakið hafa spor svo stór sem keralds- botnum hefði verið ndður skellt, þaðan frá sem Glámur lá, að björg um nokkrum efst í dalnum. Ætla menn því að meinvættur nokkur hafi unnið á Glámi. Jökull: — Það ætla ég trúlegra að hér hafi hvítabjörn nokkur átt hlut að. Eru ísar miklir fyrir landi og dýr víða upp hlaupin. Grettir: — Víst miklast hrædd- um mönnum margt í augum. Eða hvort er það rétt, að húskarla þína brystu dug til að færa Glám til kirkju, svo sem tiðkast um aðra menn? Þórhallur: — All mjög var til þess reynt og eykjum fyrir beitt, og fengu því þó ekki fram komið. Varð því að ráði að dysja Glám, þar sem þeir voru þá komnir. Grettir: — Litt- tel ég það að lasta, þótt Glámur ekki hlyti leg að kirkju, og er ósýnt, að hann hefði það kosið, svo sem frá hon- um er sagt. En hvað geröist næst tíöinda? Þórhallur: — Brátt urðu menn þess varir, að Glámur lá ekki kyrr. Tók hann að ríða húsum svo mjög, að lá við broti. Hefir hann nú, svo sem sjá má, þvinær eitt bæinn að fénaði og svo mönnum. Grettir: — Hugleikið er mér að sjá fjanda þann. Vil ég hér kjósa mér náttstað að þér Þórhallur, og vita hvað verður til tiðinda. Jökull: — Þetta tel ég hið mesta óráð. Eigum við frændur mikið á hættu, þar sem þú, Grettir, ert, þyk ir nú enginn af oss að vaskleik sem þú. Mun engin gæfa fylgja, að lúta að því, sem hér liggur fyrir. Þórhallur: — Þökk kann ég þér Grettir fyrir boð þitt. Er mér traust mikið að nærveru þinni, slíkur af- reksmaður sem þú ert. Er og ungra manna að geta sér frægðarorð með því að leysa þrautir nokkrar, þótt torveldar þyki. Jökull: — Betra miklu er að fást við mennska menn, þótt afrenndir séu og illir viðskiptis, en óvætt slik- an sem Glámur er sagður, og að þvi varð Þórgauti siðasta sauða- manni þínum, Þórhallur. Eða fannst hann ekki dauður við dys- ina Gláms? Þórhallur: — Ekki verður þvi neitað, að ógiftusamlega tókst til um Þórgaut, en þótt hann væri hraustur maður, mun hann ekki hafa verið jafnoki Grettis hvorki um afl né áræöi. Grettir: — Ekki tjáir þér, Jökull frændi, að sjá ráö fyrir mér. Vil ég þar einn með fara.Ær þá og öðrum vá fyrir dyrum, þegar öðrum eru BERGNUMIN HJÖRÐ Ljómaöi í heiöbirtu langdegissólar lokkandi grastó í bergi og hjöröin, ei boð'anna beið, þræöandi einstig, sem aðeins varö fetaö áfram, en hvergi til baka. Þar luktist hver leið. Hugfanginn, ölvaöur hópurinn rakti hamarsins ókunnu stigu og vornœturvakan leiö hjá. Sumariö kvaddi, pess sílgrœnu skúfar sölnaöir hnigu unz hvergi var haga aö fá. Eitt andartak seitlar um afkima bergsins ómur af sumarsins tónum. Svo veröur þar válega hljótt. Hópurinn þéttist, hann hnappar sig saman. Höggdofa sjónum er starað í stirönaða nótt. Sofandi kindur á sillunni dreymir. — Sunnan af vorgrónum heiöum ber angan úr mýri og mó, andblœ þess sumars, er örœfin gisti, en á nú ei leiö um klettabrík, krepta viö sjó. — Frjálsborna hjörö, sem í hyllingum dagsins liugstola leitaöir vegar til fundar viö fjallabúa og álf, glapsýnum villt og því gengin í hamra gœfulaus tregar þaö frelsi, er þú fargaöir sjálf. Sól þín er hnigin og heiöamar standa hljóöar. Nú spyr enginn framar um veg þinn, hvar lá hann í vor. Þögnin, sem einráö á útnesi byggir ógengan hamar, mun innsigla um eilífö þín spor. — Skammdegisbylur um bjargflugiö œöir, Brimraustin ögrandi kveöur helsöng um bergnumda hjörö. Fárbliki stafandi miönœturmáni marvaöan treöur. Svo sekkur í sortann öll jörö. Jónas Tryggvason. inn komin. Og hygg að hversu þér mun sjálfum fara áður yfir lýkur. Jökull: — Vera kann, að báöir sjá um við nokkuð fram, en hvorug- ur fái að gert. Ætla ég og, aö það sannist á þér, að sitt er hvað gæfa og gjörfileiki. Grettir: — Ekki var það háttur hinna fyrri Vatnsdæla, að víla fyr- ir sér hverja raun, þótt tvísýn þætti, og ekki latti Jöliull afi þinn ferðar á fund Ljótar kerlingar og var hún þó hið mesta forað. Er nú sem atgjörfi og afrek Vatnsdæla séu mest eftir sig orðin. Jölcull (með þykkju): — Jafnan voru það ráð hinna vitrari Vatns- dæla, sem úrslitum réðu, þegar tví- sýnt þótti um viðhorfin. En ég sé gerla, að dregur til þess sem verða vill. Mun ég hér ekki lengur dvelj- ast, en vænta vil ég komu þinnar, Grettir, þegar þú hefir lokið gæfu raun þeirri, er hér bíöur þín. (Þeir kveðjast. Jökull fer). Þórhallur: — Reiöur var nú Jök- ull, frændi þinn. Væri illa, ef þú hlytir vandræði af mér. Er þér sannast að segj a, áð þótt þú komizt heill héðan á burt, þá veit ég vist, að þú missir hest þinn. Grettir: — Gott mun mér verða til hesta hjá Jökli frænda mínum, hvað sem um þennan verður, þó ætla ég að hann munu ekki saka. Þórhallur: — Vel bregöur þá við þína komu, því enginn gestur hef- ir hér haldið sínum fararskjóta sá er kemur. Grettir: — Eigi má ég þá minna hafa fyrir hest minn en að sjá þrælínn, og mun ég því gista hjá þér nótt aðra, ef með þarf. Þórhallur: — Sízt er betra aö sjá vom þann, ef ekki vinnst á að fyrir koma honum. En góö þykir mér hver sú stund, er þú vilt meö mér vera, og því betra sem lengur yrði. En nú er dagur mjög liðinn að kvöldi, og búumst til svefns, ei þess verður kostur. Grettir: — Ekki mun ég af klæö- um fara svo búið. Mun ég halla. mér hér i setið. En þú bóndi skalt þig í engri hættu hafa. Mun og til mín stefnt ef eitthvað gjörist tíð- inda. Þórhallur: — Svo er nú komið, að báöir eigum við ærið undir hvernig til tekst. En hlíta mun ég ráðum þínum og hafa mig lítt x frammi. (Hann fer. Grettir hallar sér í setið og breiðir feld sinn yfir sig).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.