Tíminn - 03.01.1959, Qupperneq 3
rÍMHN N, laugardaginn 3. janúar 1359.
AÐURINN 1958
Grein þessi er orörétt útvarps-
erindi, er Gisli Kristjánsson,
ritstjóri flutti þ. 29. des. s.l.
Tímans mikla móða fellur í far-
veg sinn. Við getum stemmt á að
ósi, eða hvar annars staðar er vera
skal, frá upptökum itil ósa, og með
hjálp tækninnar gerum við það
stundum. Við neizlum bæjarlæk-
inn, bununa og fossinn, en móða
tímans er okkur ofurefli — hún er
óstöðvandi.
Og það sem meu’a er. Á straumi
hennar eru við, hver og einn ein-
staklingur, aðeins smásprek, rek-
ald, sem berumst með straumn-
um, áleiðis að óst og út á tímans
víða haf------núsört að vísu, en
haf eilífðarinnar er þó öllum opið
að koma og 'hjá öllum er það
langt eða skammt undan.
Og blessað árið 1958 hefur bor-
ið okkur áleiðis öll saman. Það er
nú á enda, en á áramótum, þessum
vegámerkjum tímans. skulum við
staldra við stundarkorn og líta
yfir farna slóð. Lítum því yfir ögn
af því, er gerzt hefur árið 1958,
'Sjáum hvað það he-i'ur fært okkur,
hvers er vant og hvað við horfir.
Höfum við nú verið smátæk í at-
höfnum, eða v'orum við stórvirk,
eða voru afköst oikkar ámóta og
vant er á einu ári?
Fólki í landinu fjölgar, það tek-
ur tækni og náttúruöfl í þjónustu
sína í vaxandi mæ'li til alls konar
starfa og eiginlega ættu öll verks-
ummerki að ver.a að sama skapi
auðsœrri, umfangsm-eiri og eftir-
tektárverðari en fyrr, þess vegna.
í búnaðarþætti Kíkisútvarpsins
ber manni áð feta þá slóð, er varð-
ar búskap og sveitir sérstakeiga,
en þar er ekki um aukna fólks-
fjölgun að ræða þo að þjóðinni í
heild fjölgi árlega hátt á fjórða
þúsund manns. lí sveitinni má
'því ékki búast við"eftirtektarverð-
ari athöfnum en aniiars staðar.
ÁrtarSi og ræktunarstörf
Ná'kvæmar tölur um fólksfjölda
■sveitanna, eða fjölgún og fækkun
í ýmsum sveitum á árinu 1958, eru
ekki til, en æfcla tná að á öllu
landinu hafi Htli hreyting orðið
frá fyrra ári. Fólki get'ur tæpast
fækkað á svei'taheúnilunum, frá
því er verið hefur, nema lieimilin
falli í auðn, e,n fá tnunu hafa far-
ið í eyði þefcta ár.
Árið var í heild ekki í harðæra
tölu,en- víða um'land var veðrátta
andstæð og daglegar athafnir því
torveldar stundum og afköst í
minna lagi þess vegna. Með nú-
tíma bjargráðum og með hjálp
ýmiss konar tækni, tókst þó að
haga athöfnum svo, að afkoman
varð önnur og miklu betri en í
álíka árum fyrr á tímum.
Veturinn var ekkert óvenjuleg-
ur, þó að snjóasamt væri í sumum
sveitum, og hafís sást aðeins langt
á hafi úti og gerði engum íslend-
ingi mein eða miska. En vorið var
kalt, mjög kalt og þurrt, svo að
gróður kom óvenju seint og var
víða talið, að í fardögum væri
enginn gróður utan túna og sauð-
gróður ekki fyrr en á tímabilinu
frá .miðjum júní að sólstöðum.'
Þess vegna voru ifcúnin beitt. Sauð-;
fé var látið ganga á þeim, e.n kýr !
höfðu þar ekki haga fyrr en síðari
hluta júní. Vegna vorkuldanna
var vorið mjög gjæfáfrekt og það
því fremur sem að þessu sinni
munu fleiri ær hafa verið tví-
lembdar cn vant er. Viðleitni |
bænda til þess að fá sem flestar |
ær með tveim lömbum, gefur all-(
góðan árangur, enda vinna þar,
margir markvisst.
Og vorverkin töfðust eins og
gróðurinn, vegna vorkuldanna, en
lambáhöld urðu yfirleitt með á-
gætum, og hafa eflaust aldrei fyrr
nm iandsins sem sumarið 1958.,
Öll hey eyddust, eða því sem næst,
en þrátt fyrir að mikið var gefið
mun' nyt ánna alivíða hafa tak-
markazt svo, að lömbin haíi beðið
nokkurn hnekki af svo að þau
þess vegna 'hafi reynzt lakar á j
blóðvelli ea venja hefur verið um
EFTIR GÍSLA KRISTJANSSON
undanfarin haust. Sumarkuldar og
óvenjulega langvinnir þurrkar
hafa þó líka átt sinn þátt í því.
Já, því að sumarið var kalt, og
um norðanvej-, landið sólskins-
snautt og svo var þurrt sunnan
lands og vestan að vtansból þrutu
víða í ágúst og fé skorti vatn í
högum.
Sunnanlands var sumarið
með afbrigðum sólríkt. Úti-
störf hófust seint að vorinu
v.egna kulda, og má gera ráð fyrir
að ræktunarframkvæmdir hafi
þess vegna orðið minni en að und-
anförnu .Að því síuðlaði reyndar
líka skortur á varahlutum í rækt-
unarvélar ræktunarsambandanna,
sem sumar stóðu tímum saman
eða sumarlangt þess végna.
Vélasjóður og Landnám ríkisins
höfðu samanlagt 38 skurðgröfur
að störfum, og með þeim munu
hafa verið grafnir um 3 milljónir
m"’ eða álíka og í fyrra. Veður
voru hagstæð til þeirra starfa og
það lengdi starfstíma þeirra í
haust, að veðrátta var mjög hag-
stæð allt fram í desember.
Vaxandi áburiíarnotkun
Áburðarsala ríkisins tjáir, að á
árinu hafi verið seldur áburður,
er nam 7000 lestúm af hreinu
köfnunarefni, en það er um 600
lesta aukning frá fyrra ári. Er nú
svo komið, að mikið vantar á að
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi
geti fullnægt þörfum ræktunar-
manna fyrir þennan áburð. Hún
framleiddi á árinu aðeins um
17500 lestir af Kjarna — þar
skorti rafafl til þess að fram-
leiðslugetan yrði fullnýtt. Sala
köfnunarefni'sáburðar nam sem
svaraði 23 þúsund lestúm af
Kjarna svo að sala fram yf.jr
framleiðslu hefur numið meiru en
sem svaraði 6000 lestum, en það
þýðir að framleiðslan hefur aðeins
numið um 75% af því er notað var.
Ilvern hefði d:eymt um það fyrir
10 árum — eða bara fyrir 5 árum
þegar verksmiðjan hóf starfsem-
ina? Þá bjuggust ýmsir við, að til
útflutnings 'kæmi um áraraðir og
höíðu áhyggjur af, að við yrðum
ékki samkeppnisfærir á erlendum
vettvangi.
Af fosfór voru notaðar 3700
lestir eða 570 lestum meira en í
fyrra. Líklega er þörf fyrir ennþá
meira af þessum áburði en bænd-
ur nota. Er þvi eðlilegt að könnuð
séu viðhorf og leiðir til þess, að
Áburðarverksmið.jan gel'i hið
fyrsta hafið framleiðslu fosfat-
áburðar. Ilafa athuganir um þetta
verið gerðar en málið er á undir-
búningsstigi. Og svo hafa bændur
notað 2150 lestir af kalí en í fyrra
1790 lestir.
GISLI KRISTJANSSON
Aukin ræktunarlönd og aukin
notkun tilbúins áburðar stuðla að
auk'nni fóðuröflun og bættri beit,
en það skapar aftur meiri fram-
leiðslu kjöts og mjólkur.
Heyfengur mun hafa orðið
nokkru minni en í fyrra. Kuld-
arnir og þurrkarnir ollu grasbresti
víða og kom það einkum fram í
því, að síðari sláttur brást að
mestu eða öllu. Þokur og þurrk-
leysi um norðanvert landið, megin
hluta heyskapartimans, stöðvuðu
þar alla nýtingu töðu nema þar
sem votheysverkunarskilyrði eru,
en þau hafa bændur þar í alltof
litlum mæli.
Sólskin og þurrkar
sunnan lands tak-
mörkuðu háarsprettu
Á engjum var víða héyjað að
mun meira en gerzt hefur að und-
anförnu. Var það gert til þess að
bæta upp að nokkru misbrest
þann, er varð á öflun töðu af tún-
unum. Skýrslur yfir talningu fóð-
urmagns eru að sjálfsögðu ekki til
ennþá. En haustslátrunin segir
ofurlítið xim árangur heyskapar-
ins. Miklu fleira fé var til slátr-
unar leitt en nokkru sinni. Að
vísu var fleira á fóðrum í fyrra
en nokkurn tíma áður, og svo
voru lambahöid góð í vor, svo að
einnig það stuðlar að aukrium
sláturfjárfjölda.
Sláturfé á síÖasta hausti
680 þúsund
Á sláturhúsum var í haust
slátrað 644 þúsund dilkum, en í
fyrra aðeins 515 þúsundum dilka.
Af öðru fé var nú slátrað 10.200
geldfjár og 27.500 ám, en þessar
tölur samanlagðar segja þá, að um
680 þúsundir fjár hafi verið aflíf-
aðar á sláturhúsunum í haust. Töl-
urnar eru ekki endanlejgar en
miklu skeikar þar ekki. Þar að
auki má ætla, að um 100 þúsund
fjár hafi verið slátrað heima eins
og \rant er, en svo segja gærurnar,
sem koma á markaðinn. Aldrei
fyrr hafa svo stórar hjarðir gengið
í dslenzkum sumarhögum sem á
síðasta sumri.
Kjötmagn af fé því, er á slátur-
húsin köm, mun nema rétt nm
10.000 lestum, en sú aukning, er
nemur um 1700 lestum frá fyrra
ári, svarar ekki til hins aukna
fjárfjölda. Óhagstæð sumarveðr-
átta ófullnægjandi haglendi og
líklega óvenju margir tvilembing-
ar i hópi lambanna, hafa stuðlað
að rýrnuninni.
Dilkakjötið i ár var 9130 lestir,
en það svarar til þess, að meðab
fall lambs hafi verið 14,2 kg. í
fyrra vó kjöt af 515 þúsund dilk-
um 7700 les'tir, eða sem svaraði
15 kg meðal skrokkþunga. Það
gerir mismun svo dregur.
Um magn framleiðslu af hrossa-
kjöti og nautgripakjöti, er ekki
vitað fremur en vant er um þetta
leyti árs, en slátrun stórgripa
stendur jafnan á vetur fram. Einn-
ig þar mun um aukna framleiðslu
að ræða því að ýmsir förguðu lé-
legum kúm í haust og geldneytum
var fargað til þess að hafa ekki
of margt á fóðrum.
Mjólk og
mjólkuraíurííir
Svo er það mjólkin, verðmesta
afurð búskaparins. Hún er gerð
upp ársfjórðungslega og því vant-
ar enn tölur fyrir síðasta ársfjórð
unginn, en á þrem fyrstu árs-
fjórðungunum nam innvegið
magn til mjólkursamlaganna
55,653 milljónum lítra, en á sama
tima i fyrra var magnið 52,1 millj.
Aukningin hefur því numið um
314 milljón lítra. Verði tilsvarandi
aukning á siðasta ársfjórðungi,
nemur framleiðsluaukningin á ár-
inu þá a. m. k. 4’/2 milljón lítra,
miðað við 1957. Gæti það orðið
alit að 7% aukning, en það er tals-
vert 'ineira en fólkinu fjölgar í
landinu, svo að enn vex mjólkur-
magn á þjóðarþegn. 'Nokkuð
bendir til að mjólkurmagnið á
síðasta ársfjórðungi hafi orðið
mun minna en í fyn'a og aukn-
ingin á árinu því minni en þetta.
Þessi innvegna mjólk hefir ver-
ið notuð þannig; að 22,3 milljónir
lítra hafa verið seldar sem neyzlu-
mjólk, svo og um 650 þúsundir
iítra af rjóma, framleiddar voru
756 lestir af smjöri, 1419 lestir
af skyri, 896 lestir af ostum og
en úthey meira.
þar að auki 50 lestir af fóðurosti,
gert kaseins úr 4 milljónum iítrá
undanrennu og framleiddar 190
lestir af undanrennudufti og 162
lestir af nýmjólkurdufti, allt þetta
á þremur ársfjórðungum, eða til
septemberloka. Taining á síðasta
fjórðungi ársins hefur enn ekki
verið gerð til fulls.
Tölur yfir afurðir alifugla eru
engar til ábyggilegar. Víst er þó,
að eggjaframleiðslan hefur numið
1200 lestum á árinu a. m. k. og
kjöt meira en 100 lestum, ef not-
að hefur verið, en á því er nokkur
misbrestur að fólk hagnýti hænsna
kjöt — þessa ágætu fæðu — feins
og skyldi. Verðmæti þessara af-
urða í þjóðarbúi nema að minnsta
kosti 40 milljónum króna.
Kartöfluuppskeran
90 þúsund tunnur
Og svo er það larðargróður sá,
sem notaður er til manneldis.
Grrænmetisverzlun landbúnaðaip
ins telur, að uppskera af kartöfl-
um hafi í haust numið að minnsta
kosti 90 þúsund tunnum, ef til vill
eitthvað betur. Vantar þá mikið
til þess að þörf þjóðarirmar fyrir
þessa vöru sé fullnægt með inn-
lendri framleiðslu. Um rófnaupp-
skeru eru engar tölur, en hún var
lítil, þurrkar sumarsins ollu því.
Rófur spruttu aðallega í septem-
ber og október.
Framleiðsla garðyrkjubænda var
af flestum tegundum meiri en ár-
ið áður, metið eftir því er kom íil
sölumeðferðar hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna. Samkvæmt töluin
þess, nú rétt við jól, hefur það
tekið á móti 273 lestum tómata,
56 lestum af gulrótum, 73 lestum
hvítkáls, 78 lestum gulrófna, 272
þúsund gúrkum, 36 þúsund iblóm-
kálum ,23 þúsund salötum og 20
þúsund knippum af selju. Blómin,
sem eru aðal- eða eina uppsikera
margra garyrkjubænda, fara aðrar
leiðir á markað.
Umfangsmesta uppskera þeirra,
er jörð yrkja, er að sjálf'sögðu
fóðrið, en um magn þess vitum
við ekki með vissu fyrr en skýrsl-
um forðagæzlumanna hefur verið
safnað, hitt vitum við, eins og ég
nefndi fyrr, að töðufengur mun
verið hafa nokkru minni en á síð-
asta ári, og útheyja var nú aflað
í stærra mæli en verið hefur að
undanförnu. Fóðurkál var ræktað
víða en það óx misvel vegna þurr-
viðra, það er vatnsfrekt. Það var
haft til haustheitar handa kúm
og lömbum, með ágætum árangri.
Takmarkaður fóðurfengur hef-
ur valdið því, að í þetta sinn hefur
bústofn bænda ekki aukizt. Fyrn-
ingar voru því nær engar í vor og
á haustnóttum gat enginn séð það
fyrirfram, að sumarveðrátta héld-
ist fram í desember, svo sem raun
varð á. Styt'tist veturinn við það
um tvo mánuði og ætti að skapa
traustan ásetning og örugga'n. •
Bústofn á íóírum
Tölur yfir fjölda búfjár eru auð-
vitað ekki fengnar enn. í fyrra
gizkuðum við á, að 760 þúsund
fjár væri á fóðrum. Við talningu
eryndist það 770 þúsundir. Því
'hefur ekki fjólgað, líklega aðeins
fækkað, en færra en 750 þúsundir
munu þó ekki á fóðrum í vetur,
Nautpenmgi hefur heldur ekki
fjölgað. Lélegum kúm var að visu
slátrað svo og fjökla geldneyta,
en ætla má, að 48—49 þúsundir
sé á fóðrum samt. Hrossafjöldi
mun álíka og síðasta ár, um 33
þúsundir, svín líklega um þúsund
auk grísa, sem varið er að ala til
slátrunar, hænsni allt að 150 þús-
undir, cn geit'fé aðeins um 100
samtals. Við verðum að gæta þess
alvarlega, að geitur verði ekki al-
dauða á íslandi.
Búféð er sá höfuðstóll, sem
landbúnaðurinn hefur að stofnfé
framleiðslunnar. Að öðru leyti
hvílir hann í vélum, áhöldum,
húsum og birgðum. Við vélakost-
inn bættist enn á árinu allt að 500