Tíminn - 06.03.1959, Síða 5

Tíminn - 06.03.1959, Síða 5
TÍMINN, föstudaginn 6. marz 1959. 1! LÁTIÐ EKKI HJÁ LÍÐA að skapa hinu nýstofnaða heimili fullkomið öryggi! Vér bjóíum yíur brunatryggingu á innbúi ýðar fyrir lægstu iðgiöld, sem fáanleg eru hér á landi. Auk þess bjóÖum vér ýður fuilkomna heimilistryggingu. I henni er inni- falin innbús-brunatrygging, skemmdir af völdum vatns og innbrota, slysa- trygging á húsmótfurinni, skemmdir, sem heimilisfólk kann aí vaída hjá öðrum og fleira slíkt. Allt ábyrgt og hyggið nútímafólk gerir sér grein fyrir þeim atvikum, sem geta hent. Enginn veit hvenær ógæfan getur barií atS dyrum, — en þá er of seint atS hugsa um tryggingar. Sambandshúsinu, Reykjavík, sími 17080. Frá Skákþingi Sovétríkjanna: Tal gaf drottnínguna í „vinargjöf” en Nikitin kom ekki aftur til leiks Freysteinn Þorbergsson skrifar 15.—17. umferÖ á skákþinginu um IMoskva, 20. febrúar. Skal nú tekið til þar sem frá var horfið óður en umferðasjúkdómur einn tafði iýsingu motsins. I>ar sem efnið er orðið gamalt, verður kepp endum ekki lýst nánar, aðeins eíðustu umferðunum, og skakir birtar. Úrslit biðskáka frá 13. umferð: Vasjúkoff—Tal 0—1 Averbach—Krogíus 1—0 Staða efstu mannanna eftir 14. mnferðir var þessi: 1. Petrosjan 10i/2 2 Tal 10 3.—4. Tæmanoff og Spasský 9 5 Lútíkoíf 8i/2' 6.—8. Keres, Holmoíf og Poiúgaevsky o ' i i . . . 15. nmferð. Gúrgenidze—Petrosjan i/2—V4 Túrmann—Tal i/2—V2 Spasský—Lútíkoff 1—0 Holmoff—Polúgaevský V2—’/2 Bronstein—Averbach 0—1 Gúfeid—Krogíus V4—14 Tæmanoff—JuKtmann 1—0 Vasjúkoíf—Nezmedinoff 1—0 Nikitin—Keres 14.—'/2 Korchnoj—Geller 1—0 Gurgeaidze reyndi vafasama leið gegn nimzöindverski-i vorn Petrosjans, og brátt náðu svörtu menmrnir ógnandi stöðum á borð- inu. Eftir drottningakaup vann Petrosjan peð, og horfði þá illa fyrir Grúsíu. En Gurgenidze brást ekki trausti landa sinna, var fund vís á varnaraðgerðir og eftir mikil anannakaup var saanið jafntefli við lófaklapp áhorfenda. Tal tefldi uppáhaldsafbrigði sitt af kógnsindverskri vörn gegn Fúr- niann og hóf brátt sóknaraðgerð- ir á drotiningarvœng. í 20. leik sá hann sér færi á mannsfórn, sem leiddi til peðsvinnings. Þjálf r.ri Tals og vinur, meistari Kobl- enz, gat nú ekki leynt ánægju- brosi sínu og mun eins og fleiri hafa talið, að sigurinn væri að- eins spurning um tækni og tíma, en reyndin varð önnur. Tal, sem einnig mun hafa talið „punktinn í vasanum“, tefli ekki sem ná- lcvæmast, og í fjögurra hróka enda tafli tókst Fúrmann að staðsetja hróka sína á sjöundu línu. Urðu þá hlutverkaskipti, Tal varð að snúast í vörn. Það hhitverk fórst honum þó vel úr hendi, í 41. leik var friður saminn. Efstu menn báru þvi aðeins hálf an vinning úr býtum dagsins, en Spasský og Tæmanoff sóttu á með •nýjum sigrum. Spasský vann Lútí- koff létt og fallega. Haíði Síberiu maðurinn oonaði taflið snemrna í kóngsindverskri vörn, en Spasský tókst með einföldum leikjum að notfæra sér hina opnu kóngs- stöðti andstæðingsins, og eftir 27 leiki var Lútíkoff algerlega varn- ai’laus sökum lamandi leppunnar. Bronstein hrókaði langt gegn Averbach, en kóngssókn hins síð- arnefnda olli Bronstein brátt mikl- uin heilabrotum. í tímaþröng varð hann að þiggja hrók, sem hafði molað kóngsstöðu hans. Litiu síð- ar varð hann svo mát úti á borði. Bronstein virðist eitthvað miður sín nú orðið. N'aumast verður var- izt þeirri hugsun, að ha-nn hafi ofreynt sig á risaverki sínu um Zurichmótið. En aulc þess' „getur það ekki talizt vænlegt fyrir eig- in árangur að auglýsa leynivopn sín í skákbókmenntunum“, eins og Bronstein komst að orði við mig í Portoroz. Skákin: Spasský—Lútíkoff. 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Iíbd7 4. c4 e5 5. Rf3 g6 6. Be2 Bg7 7. 0-0 0-0 8. lfel c6 9. Bfl Re8 10. Bg5 16 11. Be3 f5 12. ef gf 13. de Rxef 14. Rxe5 Bxe5 15. Dd2 Df6 16. Hadl Be6 17. Bg5 Dg6 18. Bf4 Df6 19. Bxe5 dxe5 20. De3 e4 21. 13 Rg7 22. fe fe 23. Dd4 Dg6 24. R.xe4 Hf4 25. Hd3 Haf8 26. Hg3 Df7 27. Bd3 Kh8 28. De5 Bg4 29. h3 Bh5 30. Rg5 Df6 31. Rxh7 Dxe5 32. Ilxe5 Hd8 33. Rg5 Hfd4 34. Re6 Hxd3 35. Hxg7 Hdl 36. Kh'2 Gefið. 16. umferð. Felrosjan—Fúrmann 1—0 Tal—Spasský i/2—14 Keres—Korchnoj 1—0 Polúgaevský—Tæmanoff 1—0 Gúfeld—Bronstein 14—5/2 Lútíkoff—Nikitín i/2—Vz Averbach—Vasjúkoff 1—0 Holmoff—Geller 1—0 Nezmedinoff—Gúlrgenidze 1—0 Krogíus—Júktmann i/4—1/2 í rólegri leið af drottningar- bragði 'sækir Petrosjan á á drottn ingarvæng, nær að mynda veilu á c6 og opna sér sóknarlínu. Fúr- mann verst lengi vel, en loks kem- ur hrókur upp á sjöundu línu. Með slíkan vágest í herbúðiim sín Mynd þessi er tekin á skákmóti í Moskvu 1956 á Minningamóti um Aljechin, fyrrum heimsmeistara. Gligoric, Júgóslavíu, til vinstri, teflir viS Smyslov, Rússlandi. Þessum tveimur mönnum mun Friðrik Ólafsson mæta á Kanadamótinu í haust. um fær Fúi'mann ekki lengur var- izt liðstapi. Ný Capa-skák hjá Petrosjan. Uppgjör þeirra Tals og Spasskýs er skák dagsins. Hér mþetast tveir höfuðandstæðingar. Djúpt cr hugsað. Hver leikur er veginn og bókaður, áður en hann er framkvæmdur, og naumast er litið upp frá skákborðinu. Tefld er kóngsindvcrsk vörn. Tal nær snemma þeim aðstöðumun á drottningarvæng, að geta hvenær sem er brotizt þar í gegn. Spasskv hefir hins vegar góða aðstöðu á kóngsvæng, en verður að hafa mestallt lið sitt viðbúið innrás á drottningarvæng. Eftir nokkurt þóf vendir Tal liði sínu yfir á kóngsvæng, en Spasský tekst að halda velli og verða nú drottning- arkaup. Er skákin fer í bið, hefir Tal þó nokkru betri horfur. í biðskákinni jafnast svo leikurinn, cg keppendur semja eftir að slcák- in hefir farið í bið í annað sinn. Pólúgaevský, sem eftir slæma byi'jun hafði, er hann loks vann skák, unnið fimm í röð og gert síðan eitt jafntefli, reynir nýja leið gegn nimzoindverskri vörn Tæmanoffs. Sú tilraun. ber lítinn árangur. en í miðtaflinu tekst Pólúgaevský að aðskilja peð Tæm- anoffs með þeim árangri, a'ð Tæm anoff verðttr um megn að verja alla einbúa sína í endataflinu. Góður sigur tijá Pólúgaevský, sem berst grimmilega fyrir stórmeist- aratitiinum, en hefir scnnilega liafið sprclt sinn of seinl, til að ná titlinum í þessu móti. Keres, sem eftir slæma býrjun hafði einnig sótt sig um miðbik mótsins, sýndi nú sitt bezta gegrt Korchnoj. Náði Keres snemma yfirhöndinni gegn sikileyjarvörn. andstæðingsins og hafði auga á öllum aðgerðum, unz hann á réttui andartaki sneri liði sínu til kóngs sóknar. Efir nokkra ónákvæmn: varð Korchnoj að gefast upp sök- ttm óverjandi mannstaps'. Einkennileg eru lögmál tilvilj- t'.narinnar, eða eru það viðjar var. ans? Gcllcr er eini maðurinn I heiminum, sem hefir ábe.randi góða útkomu úr teíldum skákunt við Botvinnik, hefir unnið þrjár og tapað einni, og Smysloff hefir hann sigrað í einvígi, en gegn Holmoff tapar hann jafnan. Árið (Framhald á 8. síðu)..

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.