Tíminn - 11.04.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 11 apríl 1959. Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Þegar Ólaíur TKórs tók að þroskast HÉR í blaðinu hafa að und anfömu verið birt ummæli ýmissa forystumanna Sjálf stæðisflokksins um fyrrver andi álit þeirra á kjördæma breytingu, sem gengi í svip aða eða sömu átt og sú, sem nú er fyrirhuguð. Meðal þess ara ummæla eru orð, sem Ó1 afur Thors lét falla á Alþingi 1942 og eru svohljóöandi: „Vill Framsóknarflokkur inn aðhyllast fyrri tillögu Alþýðuflokksins, að landið sé allt eitt kjördæmi? Sjálf stæöisflokkurinn gengur aldreiað þeirri lausn. Eða vill Framsóknarflokkurinn, að kjördæmin séu fá og stór? Eg veit ekki um einn einasta þingmann Sjálfstæðisflokks ins, að undanteknum háttv. 4. þingmanni Reykvikinga, Sigurði Kristjánssyni, sem það vill, og Sjálfstæðisflokk urinn gengur aldrei að þeirri skipan.“ í LANDSfundarræðu sinni segir sami Ólafur: „Mér dettur í þessu sam bandi í hug, að Tíminn hefur birt ummæli, er hann segir mig hafa viðhaft 1942, til að andmæla stækkun kjördæm anna, og spyr hvað valdi skoðanaskiptum minum. Eg hef ekki hirt um að aðgæta hvort rétt sé með farið, vegna þess, að það skiptir engu máli. Eg hefi skipt um skoð un á skemmri tíma en 17 árum, enda ekki svo alls varn að, aö ég geti ekki vaxið að viti og þekkingu og þroska líkt og aðrir menn. Frá því er iíka að segja, að fram til stoínunar Hræðslubandalags ins 1956 hneigðist ég mest að einmenningskjördæmum, en margt það, sem þá kom í Ijós, var óhugnanlegra en mig hafði órað fyrir. Eftir þá reynslu kýs ég miklu fremur stærri kjördæmin, sé þeirra kostur, enda þótt fantabrögð um verði alls ekki með öllu útrýmt meðan menn fá sig til að beita þeim. Skal ég svo ekki fara um það fleiri orð um.“ NÆR hefði nú verið fyrir Ólaf að leiða hjá sér með öliu að ræða nokkuð um mæli sín frá 1942 úr því hann hafði ekki fram að færa merkilegri afsakanir en þetta. Er það að vísu ekkert nýtt, að hann hlaupi á hunda vaði en öllu ófimlegar hefur hann ekki í annan tíma bor ið fjTir sig fæturna. í upphafi vill hann gefa í skyn, að óvist sé með öllu að hann hafj nokkurn tíma talað þau orð, sem Tíminn tilfærir eftir honum og seg ist að vísu „----ekki hafa hirt um að athuga hvort rétt sé með farið.“ Það skipti svo sem engu máli. Hver skyldi tr-úa því aö Ólafur hefði mót mælalaust látið hafa eftir sér Fréttaþáttur frá Danmörku Mikil ferðalög Dana um páskana - Pólitískt bitlingastríð hefur vaídið viðsjám í flokki Sósíafdemokrata hin tilfærðu orð ef hann ekki vissi að þau væru rétt eftir höfð? Og þótt sumir flokks bræður Ólafs taii um að hann sé farinn að sljóvgast, þá trúi því hver sem getur að hann muni ekki eftir hvaða skoðun hann hafði á þessum málum fyrir „17 árum.‘ ÓLAFUR játar það líka að hann hafi hneygzt að ein- m!enningskjördæmum allt fram á árið 1956. Þá loks tók „vit hans, þekking og þroski“ það heljarstökk, að augu hans opnúðust skyndilega fyr ir því, að það fyrirkomulag sem hann áður hafði talið sjálfsagt, varð allt í einu und irrót allrar verstu stjórnmála spilJingarinnar í landinu. Þegar Ólafur tók út þennan stórfenglega andlega vaxtar auka var hann kominn drjúg an spöl á 7. áratuginn, svo naumast verður nú karl orð aður við það að vera tiltakan lega bráðþroska. En betra er seint en aldrei, má Ólafur segja. Nú er það raunar ósannað mál hvort öll þessi viðbót við „vit þekkingu og þroska“ þessa flokksforingja hefði enzt honum til hinnar merki legu uppgötvunar á skaðsemd aráhrifum kjördæmaskipun arinnar, ef ekki hefði annað komið til. Og bað var kosningabandalag Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins vorið 1956. Segi menn svo aö það hafi til einskis orðið. Raunar stóð Ól- afur sjálfur að samskonar bandalagi með Bændaflokkn um á sinni tíö, en það er auðvitað allt annað mál. Þá 'var hann ekki nema hálf- fimmtugur og enn lítt vax- inn að „viti og þroska“. Það bandalag var því eins konar æskusynd og því eðlilegt að að það sé fyrirgefið. EN svona eftir á að hyggja: 1942 sagði Ólafur: „Sjálf- stæðisflokkurinn gengur aldrei að þeirri skipan“ að skipta landinu upp í „fá og stór“ kjördæmi. 1959 berst hann fyrir því með oddi og egg, að koma á einmitt þeirri kjördæmaskipun. Finnst nú Ólafi ekki eðlilegt, að ýms ir eigi erfitt með að leggja mikið upp úr orðum hans og heitum? Hann sagðist vera andvígur því 1942 að gera landið allt að einu kjördæmi. Hið sama segir hann nú. En hvað stendur það lengi? Hver getur treyst því, að Ó1 afur haldi ekki áfram að „þroskast“ úr því að hann er nú einu sinni byrjaður á því? Og hver getur vitað hvenær sá „þroski“ nemur staðar? Hver hefur tryggingu fyrir því, að bað verði fyrr en hann hefur uppgötvað að sjálfsagt sé að gera landið a’!'- aö einu kjördæmi? 1. Páskar og ferðalög Þá eru páskarnir um garð gengnir með öllu því tilstandi sém þeim fylgir í Danmörku. Það er svipað og um verzlunarmaruia- helgina heima. Allir, sem geta, fara i ferðalag. Þrátt fyrir þoku og kalsaveður og innílúenzu, sem gengur, virð.st það -engin áhrif hafa. Veturinn hefur verið einhver sá mildasti, sem menn muna, aldrei komið klaki í jörð, en vorið lætur standa á sér. Veðurfréttir segja nær allt- af hlýrra í Rvík en Höfn. Auglýsingar blaða og ferða- skrifst. um páskaferðir, minntu mjög á bókaaugl. fyrir jólin heima. Boðið var upp á ódýr ferðalög til alira landa Evrópu vestan tjalds (nema íslands) og með öEum f arartækj u.n, 2 danskar stúlkur fóru af stað ríðandi ein- hesta, og ætluðu suður til Rómar, en höfðu hvorki Ounnar eða Pál fyrir fylgdarmann. í vikunni fyrir páska, voru í Ilöfn einni skrásettir 300-550 bílar á dag, og nokkuð á annað hundrað skellinöðrur. Er það algert met. Frá því er skýrt, að yfir dansk- þýzku landamærin hafi farið 180 þús. manns og 23 þús. bílar og mótorhjól (aukn. frá fyrra ári 20%). Farþegar með járnbrautum frá Höfn yfir 120 þús. Ferjurnar yfir Stórabelti fluttu 27 þús. bíla, skip Sameinaða 35 þús. farþega. Eyrarsundsferjurnar milli Danm. og Svíþj. fluttu 8.300 bíla og 111 þús. farþega. Þar að auki eru svo þeir, sem fóru -sjóleiðina milli Sjálands og Þýzkalands, mrlli Danm. og Noregs, og svo sem ekki hafa verið skýrðri. Á igötum Hafnar ber nú mjö-g mikið á út- lendingum einkum Svíum, og nokkuð af Þjóðverjum. Einn dag- inn komu í dýragarððinn 10 þús. ! manns, nær allt útlendingar. Það þykir mikið afrek að geta annað jafnmiklum* ílutningum, þeir, sem ekki höfðu pantað far með ferjunum fyrir bíla sína, þurftu aldrei að toiðað lengur en 1 Vz tíma og járnbrautirnar fluttu til Hafnar á annan 60 þúsund farþ. á 9 klst. Þá má það teljast undravert hvað iítið var um slys í þessari óskapa umferð, ber það gott vitni um stjórnsemi löggæzlu manna og umferðarmenningu Dana. 2. Beinamál Eitt mest umræddasta mál dönsku blaðana um þessar rnund- ir er það ,sem ég hefi valið þetta nafn, og eru höfuðdrættir þess, er nú skal greina: Undanfarin ár hafa Danir var- ið stórfé til bygginga íbúðarhúsa handa ahneningi, gilda um þessi fjárframlög og lán sérslök lög til- svarandi löngum œn verkamanna- bústaðði og samvinnubyggingar heima. Stjórn og framkv. þessara mála er í höndum inana, sem kosnir eru af bæjarstjómum cig laun þeirr-a ákveðin 1%% af byggingarkostn- aði. E svo var fundið uppá því, að drýgja þetta svolítið með því að stofna stór allsherjarfélög og hverju þeirra síðan skipt í mörg smærri dótturfélög (og jafnvel tal- að um dótturdótturfélög), svo þóknun varð,3%. iÞannig gátu þeir, sem á spilamannamáli er kallað cloblað púlísma. . Þá hefur því verið haldið fram ! að form. þingflokks jafnaðar- 1 manna, Einar Jensen, muni vera í | stjórn um 40 slikra félaga, og get- ; ið til að tekjur af þessu starfi ! nemi um 40 þús. kr. Blað komm- únista Land og Folk, telur upp öll hans störf og metur árstekjur hans af þeim um 120 þús. kr. E. J. hefur svarað þessu og telur of- H. C. HANSHN reikn. um 70 þús., eftir eru þá 50 þús., sem teljast allgóðar tekj- ur á danskan mælikvarða. Mál þetta hefur verið rætt i danska þinginu og krafizt rannsóknar. Þá hafa byggingarfélög í Börndby- erne — þeim bæjarhlt Hafnar, sem fyrst urðu tilefni umræðn- anna í þinginu — kosið sína eig- in rannsóknarnefnd. Blöðin hafa daglega birt með stórum fyrirsögn um á 1. síðu. greinar um þetta og kalla það „bengnaveri" og „komrn- unale ben“ og tala um afturgöng- urnar í byggingarfélögunum. Háð- kviðlingar og grínmyndir fyigja, t. d. ein af þeim Eisenhower og H. C. Hansen forsætisráðh. Dana (hann hefur verið vestan hafs í heimsókn. Þeir mæta hundi með bein í kj., og Hansen látinn segja: Þetta minnirmig á nokkuð heima). Jafnvel Soeialdemokraten, blað jafnaðarm.( sem fékk hægt andlát þessa daga) vítti þetta eiiíkum eftir að blöð flokksins úti á landi, höfðu átalið þetta harðlega og krafizt þess, að E. J. verði aö víkja úr stjórn þingsflókksins. Saigt ér að miðstjórn flokksins hafi líka bor- izt kröftug nrótmæli og hótanir um úrsagnir, ef ekki yrði að gert. Forsætisráðh. beið því allóþægil. viðfangsefni við heimkomuna, því F.J. va rbúin að láta hafa eftir sér digurbarkaleg ummæli, að hann ætlaði ekki að láta af þesSum störfum í félögunum, sem hann hefði verið kjörinn til á fyllilega lögmætan hátt. í dag skýra svo blöðin frá því, að þingfl. jafnað- arm. hafi haMið fund um málið og hafi hann verið allstormasamur, svo að E. J. hafi fallið í yfirlið, en raknaði þó við í tæka tíð, svo fundinum varð haldið áfram. For- sætisráðh. hafi árangurlaust réynt að miðla málum, en það var engin miskunn hjá Magnúsi. Annað hvort að E. J. segði sig úr stjórn allra dótturfélaganna en fái að halda sæti í stjórn 4 aðalfélaganna — tða segja af sér formennskunni í þingflokkum. (Hann hefur nú valið fyrri kostinn). E. J. er nú nær sjötugur, hefir verið þingmaður í 34 ár, harðdug- legur og í miklu áliti innan síns flokks, hefir að minnsta kosti tvisvar hafnað ráðherrastöðu, og þykjast menn nú skilja hvers vegna ráðherra í Danm. má engin launuð aukastörf hafa. Kaupmannahöfn, 3. apríl 1959. Jón Guðmundssoa, Borgarnesi. Svar til Þjóðviljans Leiðarahöfundur Þjóðviljans ger ir mér þann ,,heiður“, að rang- túlka tiivitnun í grein þá, er ég ritaði í Tímann þann 9. þ. m. Þar stendur þetta: „Ég er per- sónulega hlynntur þvi, að stórir stjórnmálaflokkar og sterkir njóti hagræðis fram yfir smáflokka“. — Setning þessi er slitin úr sam- hengi og síðan lagt ÚL af henni á „smekklegan" hátt: Þar sem Fram- sókmarflokkurinn er smáflokkur og ég fylgi þeim flokki að málum, spyr leiðarahöfundur Þjóðviljans: „Hvernig kemur ungi maðurinn þessu heim við þá kenningu sína, að tvímælalaust sé að þrengja kosti smáflokkanna?“ Það leynir sér ekki að flokks- sjónarmiðin ríða húsum Þjóðvilj- ans og skriffinnar hans sjá ekkert nema hagsmuni flokksins. Hags- munir einstakra byggðarlaga og þjóðarheildarinnar yfirleitt eru hreint aukaatriði. í kjördæma-tillögum Framsókn- arflokksins er ekki verið að berj- ast fyrir neinni forréttindaaðstöðu eins eða annars flokks. En það eru aðrir hagsmunir en flokkshags- munir, sem eiga að vera þyngstir á metum í slíku stórmáli sem kjör- dæmamálinu. Framsóknarflokkur- inn berst fvrir því, að tryggja fólk- inu úti á landsbyggðinni nauðsyn- leg og sanngjörn áhrif á stjórn þjóðmála. Hins vegar er það ekki honum að kenna heldur þakka, að fólkið úti á landsbyggðinni fylgir honum að málum. í fyrrnefndri grein minni tel ég einmenningskjördæmi bezta trygg- ingu fyrir því, að hagsmunir eín- stakra byggðarlaga verði ekki fyr- ir borð bornir og enn fremur að slikt kerfi tryggi sterkt stjórnarfar hvers ríkis, og vitna ég þar í reynslu annarra lýðræðisþjóða. Ég lýsi ennfremur þeirri skoðun minni að það muni verða ógæfa vinstri manna í landinu að taka upp hlut- falls kosningakerfi vegna sundr- ungaráhrifa þess. Er þar ekki Ver- ið að berjast fyrir sérhagsmunum Framsóknarfiokksins heldur vinjtri manna yfirleitit, og komniiúnistar skyldu gera sér ljóst, að það verð- ur Alþýðubandalagið svonefnda, sem fyrst verður til að klofna! Einmenningskjördæniakerfi myndi hins vegar fylkja vinstri mönnum saman. Ef vinstri menn .bæru gæfu til að sameinast í einn stóran, sterkan flokk, og ná þannig nauð- synlegu mótvægi við Íhaldsflokk- inn, þá vita hinir föðurlandsvilltu iínudansarar Moskvukommúnism- ans, sem stjórna Þjóðviljanum, málgagni Alþýðubandalagsins, (blað inu, sem var í stjórnarandsitöðu, meðan Alþýðubandalagið sat í vinstri stjórn, að þeir, þ. e. Moskvukommúnis't'ar, verða ein- angraðir >og útilokaðir til áhrifa, því að mikill meirihluti vinstri- manna og stór hluti þeirra manna, sem kastað hafa atkvæði sínu á Alþýðubandalagið, vilja ekki bylla ríkjandi þjóðskipulagi, þó að þeir vilji sanngjarnri hlutdeild alþýðu- stéttanna í þjóðartekjunum. En kommún'istar þeir, sem skrifa Þjóðviljans, vilja ríkjandi þjóð- skipulag feigt og skal því enginn furða sig á þvi, þótt þeir aðhyUisí kjördæmaskipan og kosningahættl 1 sem munu ieiða til upplausnar ( þjóðfélaginu. Tómas Karlssou,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.