Tíminn - 11.04.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1959, Blaðsíða 4
'4 TÍMINN, laugardaginn 11. apríl 195#> Þórður Valdimarsson: (Síðari grein) Islenzk og sovétsk myndlist Einn af útúrsnúningum yðar úr grein minni er sá, að ég haldi að (listaverk þessara „tetra“ verði tek- in niður í svipinn ti>l þess að rýma tit fýrir íslenzku myndlistinni. En Iþað er f jarri sanni. Þau eru og hafa verið alla tíð í sóttkví og fólk í Rússlandi útilokað frá því að sjá þau, og er það ein af ástæðunum til þess að mér finnst að éins kon- ar hallærisástand ríki í sovétsku menningarlífi (ekki hallaræris- ástand eins og þér legg- ið mér í munn, á mála dialectisks efnishyggjumanns, og kallið skáldskap yðar). „Mcnn- ingarfrömuðir“ hins kommúnist- iska þjóðfélagskerfis, hafa sern sé íkveðið upp sama dóm yfir öMum listaverkum þessara manna og allri vestur-evrópískri list, og þú, upp yfir öllum verkunum á Rússlands- sýningu íslenzkra listamanna — „ómynd, rusl einskis vert!“ — Hvað gengur þá Rússum og frum- kvöðlum umræddrar sýningar, sem yður finnst ég hafa móðgað svo gróflega, til þess að kalla yfir sig sýningu á hinni úrkynjuðu og list- snauðu „málverkum íslendinga“? Það skyldi þó ekki vera hugsað sem sams konar áróðursbrella og þeir léku með Frakka á árunum? Þeir koniu til leiðar víxlskiptum á málverkasýningum, eins og þér kallið það svo fagurlega, og Frakk- aj-nir gengu inn á þau. Það kom fljótlegjt í ljós að sá galli var á gjöf Njarðar, hvað sýningu á franskri myndlisit í Moskvu og Leningrad snerti, að fólk þorði ekki íyrir aitt litía líf að fara að sjá hana! Það hafði verið prédikað svo vandlega að valdhafarnir hefðu vanþóknun á slífcri list, og teldu hana mannskemmandi og hættu- lega, að það vildi ekki eiga á hættu stöðumissi og beinar og óbeinar refsingar fyrir að fara og skoða sýninguna. Franska málverkasýn- ingin var sem sé í sóttkví hræðslu almennings. Á meðan hömuðust svo frönsk kommúnistablöð við að koma því inn hjá lesendum sínum hvað Ráð- stjórnarfólk hefði mikinn áhuga á franskri list, eins og sjá mátti af þvi, að þeir biðu heim frönskum menningaráhrifum og listum! Sem sé þetta var í reynd tilraun af hálfu kommúnista til þess að látast ‘hafa áhuga á list 'listarinnar vegna, til þess að skapa sér áróðtírsvinning, jafnfrámt því sem kerfi þeirra heima fyrir aftr- aði fólki frá að sjá hina hættulegu og mannskemmandi eríendu list! Það er vitneskjan um þetta og álíká svínarí þessara dáindismanna og „menningarfrömuða'1, sem þér viljið ekki láta móðga fyrir nokk- urn mun, sem olli því að máls- hættinum að kasta perlum fyrir svin, skaut upp í huga mínum. Það er sem sé ekki andskotalaust að reyna að hafa menningarskipti við fólk, sem hefir látið ofstæki og 'kennisetningar forheimska sig eins hræðilega og' valdhafarnir sovétsku 'hafa gert. Það væri iilt til þess að vita, ef mrkið starf ísienzkra málara og annarra til að gera sýninguna vel úr garði væri unnið fyrir gýg, af því að sá þröskuldur væri fyrir, sem það þyrði ekki að hætta sér J"fir. Vil ég svo að 'lokum gera það að tillögu minni að menn hætti pexi um það hvort abstraktlist sé meiri eða minni list en hefðbundin list, og eitt af vandamálunum sem Rússlandssýningin hefir skapað verði leyst á þann hátt að Mennta- málaráð tojóði öllum þeim málur- «m, sem ekki var boðin þátttaka í Rússlandssýningunni að halda sýn- íngu á verkum sínum — 5 frá hverjum —- í husakynnum Lista- safns ríkisins, og svo verði Rúss- landssýningin og hún send til Bandaríkjanna. Eg held að það hljóti að vera eitthvert ráð til þess ið ýta við The Museum of Modern .4rt, eða einhverju af stóru banda- rísku ríkissöfnunum, og benda for cáðamönnum þeirar á að það væri enenningarauki fyrir Bandaríkin að Sá slíka sýningu frá sögu- og mynd- listareyjunni íslandi. Líka værij það athugandi að slík sýning væri haldin í tilsvarandi listasafni í Parfs, en í hvorugu þessara landa er nokkur hætta á því að við vær- um að kasta perlum fyrir svín, eða að grimmt ríkisvald varni fólki, I beint eða óbeint, að sjá sýningu, sem það hefir boðið erlendri þjóð að halda hjá sér. I Við þurfum að hefja herferð til að kynna islenzka list á erlendum vettvangi og koma íslenzkum mál- verkum inn á hvert einasta, liinna mörg hundruð bandarísku ríkis-, borga- og bæjarsafna. Við ættum líka að reyna að sýna þeim mönn- um, sem lyft hafa íslenzkri mál- aralist iti'l vegs og virðingar með ötulu starfi sínu, og góðum gáf- um, þakklætisvott í verki með því að við kunnum að meta Starf þeirra. Til dæmis mætti hvetja Bandaríkjastjórn til þess að losa bílaframleiðendur vestra við 40— 50 stykki af offramleiðslu þeirra á bílum, sem þeir eru í vandræðum með, og gefa þá íslenzkum málur- i;m. Það mundi ekki kosta Banda- ríkjastjórn nema 100 þús. dali eða svo, en það væri ómetanlegur greiði við áslenzka málara, og mundi gera þeim auðveldara að bruna um landið i leit að viðfangs- efnum og inspírasjónum“. Síðan ætti ríkið að veita þeim undanþágu frá tollum og gjöldum á þessum 50 toilum. Væri háttvirt menntamálaráð og ráðuneyti fúst tif að gera þetta? 1 lok pistils yðar slettið þér úr klaufunum í atómskáld nútímans, sem auffheyrilega eiga elcki upp á pallborðið hjá yður. Eg skal viður kenna að mér finnst öllu meira til um afrek íslenzkra málara al- mennt en ljóöagerð kjarnorku- skáldanna okkar, og þó vil ég fyrir engan mun láta stinga upp í þá eða varna þeim að yrkja eins og þeim ibíður við að horfa, því ekki er að vita nema ifyrr eða síðar geri einhver þeirra svo kröftugt kjarn- orkuljóð að fólk neyðist til að láta hrífast af þvi og foreyta viðhorf- um sínum til þeirrar tegundar Ijóðagerðar. Því er oft þannig var- ió með nýjungar að fólk tekur að geðjast að þeim þegar það hefir fengið tíma til að venjast þeim. Skáldsögur Lofts Guðmundssonar liafa orðið fyrir miklum áhrifum frá atómljóðagerð og samt eru þær svo vel skrifaðar, að það er ómögu- logt annað en skipa honum á bekk með öndvegisskáldum okkar. Það er ekki að vita nema fleira gott eigi eftir að leiða af atómljóðum. 'SAÐSroMN Hvers vegna er heims- ÍjjL íriðnum svo mikiS hætta húin? Um ofanritað efni talar O. J. Olsen .í Aðventkirkjunni annað kvöld (sunnudaginn 12. apríl 1959) kl. 20,30. Kórsöngur. Allir velkomnir Hákon J. Helgason sendir bað- ■stol'unni eftirfarandi grein: „Fyrir nokkrum árum fóru sum dag- blaðanna að aiefna blökkumenn ýmsum óvenjulegum nöfnum t. d. þeldökka anenn, litaða menn o. s. írv. Útvarpið tók þetta fljótt eftir blaðamönnum. Eg haif'ði oft fundið það, að þeir menn, sem önmiðust ritstjórn þáttanna, sem orð þessi iicomu oftast fyrir í, að minnsta kosti tveggja blað- anna, voru ekki sterikir í íslenzku. Taldi ég því ‘líklegt, að þetta vaeri máMeýsa. Til þess að ganga úr skugga um það, hvað væri rétf í þessu efni, slkrifaði ég út- varpinu, þættinum um íslenzkt mál og sþurði, hvort það væri gömul íslenzka og góð að kalla blök'kumienn þeldökka menn eða yfirleitt að kalla hörundið þel Mun ég hafa skrifað árið 1954 Eg fókk það svar, að elzt heim ild um notkun orðsins í þess ari merkingu muni vera rit Torf hildar Hólm og svo næst rit Ein ars H. Kvarans. En ég fékk ekk- ert svar við því, hvort það væri góð íslenzka að kalla hörundið þel. Um nokkurt skeið dró nú úr notkun þessa orðs, og sum dagblaðanna hættu ailveg að kaitla negra þel- dökka metvn en nefndu þá í þess stað iblökikumenn. Einhver út- varpsþulanna toélt þó áfram -að nota þetta orð um negra. Er ég fór að hugsa um þetta orð, sann- færðist óg æ betur um það, að þessi hörundsmerking þess væri vitleysa. Eg vildi þó vit'a hvað mátfræðingar segðu um það. — Skriíaði ég þess vegna enn út- varpsþættuium um íslenzkt mál. Nú önnuðust nýir menn þáttinn. Svar kom. Það var, að þessi merk ittg orðsins ætti futlan rétt á sér, enda væri orðið svertingi móðg- ándi. Eg er samt sannfærður um það, aS þessi merking orðsins væri mál- leysa. Skrifaði é,g enn útvarp- inu, ,nú þættinum um daglegt mál. Ég kvaðst hafa vanizt því, að hvítar kindur væru kallaðar þeldökkar, ef þeiið væri gúLleitt, en nú nokkur síðustu árin, væru dagblöð og útvarp farin að nefna hörund manna iþel og kölluðu negra þeldökka menn. Er þetta var tekdð til umræðu í þættinum ásamt fleiru, sem ég spurði um, var talið að orðin þel og hörund væm sifct hvað að merkingu og því ekki rétt að katla blökku- menn þeldökka menn. Nú fyrir nokkrum dögum vúr orðið þeldökkur um menn enn til um- ræðu í þættinum um daglegt mál. Einhver hafði spurt eins og ég, livort það væri rétt mál að kalla blökkumenn þeldökka menn, Nú var skrlningur þess manns, er þáttien annaðist, orðinn annar á þessu atriði heldur en er hann svaraði sömu spurningu frá mér. Nú kvað hann lekkert athugavert við þessa méi’kingu orðsins og bætti við, að orðið svertingi væri móðgandi. Áranour þessarar fræðslu kom fljótt í ljós. í næsta fréttatíma útvarps ins margstagaðisit útvarpsþulur- inn á þeidökkum mönnum. Ekki veit ég, hve orðin vánanþel og bróðurþel eru gömul íslenzka og góð. Eg kann betur við orðin vmarhuEur og bróðurhugur. „Til framandi ianda éig bróðurhug ber“, kvað Stephan G. Ett ef orS in bróðurþel og vinarþel eru gömul og góð íslenzka, held ég, að þá sé það ekfci síður móðg- andi að segja, að þetta þel sé dökfct hjá blökfcumönnuin og fcalla þá þeldökka menn en að kalia þá svertingja." '.V.VVV.V.V.WAV.V.V.V.V.SW.V.V.W.V.V.W.W.V. \ 5 > Hjartanlega þakka ég vinutn og kunmngjum, gjaf- ? ir, heillaskeyti og heimsóknir á áttræðisafmælinu. !■ - Guð hlessi ykkur öll. Ij Guðrún SigurSardóítir, I; * Flatey á Mýrum I; í W.V.V.V.V.VW.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.W.VV.VV.V.V.V '.VVVVVVVVVVVVVVVVV.VV.VVVV.W.W.VVW.W.W.VVVV Þakka öllum sveitungum mínum og' öðrum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á 60 ára afmæli mínu 3. apríl. Guð blessi ykkur öll. Valgeir Jónsson Gemlufalli P.VVVVVVVW.VVVVVVVVW.VVW.W.VVVW.VVVVW.WW. vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvw.vvvvv.vvvw.vw. Ég þakka öllum, sem sýndu mér vinarhug á sextíu ? ára afmæli mínu 31. marz s.l. Sérstaklega viljum við ^ hjónin þakka félögum í U.m.f. Egill Skallagrímsson, > fyrir hinar höfðinglegu gjafir er þeir færðu okkur. v Hákon hefir lokið má-li sinu, Óska eftir bújörð Áskilið er að húsakostur sé góður og tún vél- tækt. Sé um sauðjörð að ræða, að flæðihætta sé ekki í nánd eða aðrar torfærur er gætu valdið fjártjóni. Kristján Pétursson, Skriðnafelli, Barðaströnd. Vitamálastjóri óskar að leigja skip til flutninga vegna vitaþjónustu og hafnargerða. — Leigutíma- bil maí til sept. 1959. Nánari upplýsingar á Vita- málaskrifstofunni. Leigutilboð sem tilgreini nafn og stærð skipsins ásamt leiguskilmálum sendist vitamálastjóra fyrir 18. apríl. SigurSur Guðjónsson, Urriðaá Vita- og hafnamálastjóri tumtuumuuuuuuumtútu w.vvvvw.vv.w.vvvvvvvvv.vvvv.vvvvvvvv.vvw.vvv' Af.VWW.VV.W.V/.W.VVV/.V.WW.V.V.V.V.V.WW Innilegar þakkir sendi ég eftirtöldum aðilum, er unnu að björgun á búfé mínu, er það flæddi á páska- dag s.l. GarSari Andréssyni, Einari Sturllisyni, Gísla Gíslasyni, Marteini Gíslasyni, Þórffi Mal’tenssyni, Grétar Guðinunds- syni, Sverri Guðmundssyni, Ármanni Einarssyni, Mörtu Þórðardóttur. É* w.v, Með beztu kveðju. Kristján Pétursson, Ski’iðnafelli, Barðaströnd. I KVEÐJUATHÖFN um Bjarna Jónsson, Ósl, Reyöarfirði, sem andaðist 6. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. þ. m. kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Börnln. INNNILEGAR ÞAKKIR til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför sonar okkar og bróður, Hreins Þorsteinssonar Sandbrekku. Inglbjörg Geirmundsdóttir, Þorsieinn Sigfússon og systkinin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.