Tíminn - 17.04.1959, Síða 8

Tíminn - 17.04.1959, Síða 8
3 T f !\I IN N, fósturiaginn 17. apríl 1959. Ögn um Njáluritara (Framhald af 4. síðu) aSeins einu sinni fyrir i Njálu og nær hún einnig til Eystri-Rangár: „itiu síðar riðu þeir vestan yfir ár (úr Grímsnesi) og komu þar, sem fundurinn hafði verið við Rangá (hjá Hofi)“. Þeir Kári og Þorgeir luku erindi sínu við Mörð Valgarðsson og „Reið þá Þorgeir austur aftur, en Kári reið vestur yfir ár“. En Njála bendir ekki einungis á það, að sá, sem ritaði hana, hafi átt heima við Rangá, hún bendir einnig á, að hann hafi átt heima neðanlega við hana. „Gunnar reið neðan úr Eyjum“. „Þeir Gunnar riðu neðan að Rangá“, segir um hreyfingar fyrir neðan Odda. Hins vegar: þeir Skarphéðinn „stefna upp til Rangár“, þeir Flosi „stefndu upp til Rangár og upp með henni“ eftir Njálsbrennu og á hvort tveggja við um það, þegar komið er að ánni skammt fyrir ofan Hof. „Réðu þeir þá af að fara ofan til Rangár (frá Kirkju- bæ)“. Og er þá afmarkað svæðið frá Odda eða Móeiðarhvoli upp til Hofs eða Valla. Þeir Skarphéðinn vógu bræður Lýtings við „læk einn“ eigi alllangt frá Völlum. Njáluritari lýsir landslagl í kring- um læk þennan greinilega og mun því hafa þekkt hann, en hann veit ekki nafn hans og bendir það til þess, að hann hafi átt heima neðar við Rangá. Þó má vera, að þegar á dögum hans hafi menn ekki verið á eltt sáttir um það, við hvaða læk vígið hafi farið fram, og hafi ritarinn því sannleikans vegna tal- ið fara betur á því að nefna engan ákveðinn læk til sögunnar. Eitt er það, sem mjög hefur verið hampað, því til sönunar, að Njáluritari hafi ekki verið nægi- lega kunnugur í Rangárþingi, en þar er „daJurinn í hvolnum" á Bergþórshvoli. Sagan ber það með sér, að þar áttu menn Flosa að felast, en dalurinn eða hvosin er ekki nógu stór til þess að slikt sé hægt. En ég get ekki betur séð, en að Njáluritara hafi verið þetta fuUkunnugt, en hafi jafnframt verið annt um að rekja söguna eins og hún var sögð. Njála segir: „Nú talar Flosi við sína menn: „Nú munum vér ríða til Bergþórs- hvols og koma þar fyrir náttmál“. Þeir gera nú svo. Dalur var i hvoln- ura, og riðu þeir þangað “ í Odda segir Njála: „ * ráku þeir féð I geilarnar “, en ekki: Þar voru geilar, og ráku þeir féð þang- aS. Njáluritari veit fullvel um geil- arnar í Odda og harrn veit Mka, að það er hæpið að tala um að það sé daltir i hvolnum á Bergþórshvoli, þess vegna segir hann ekki: Þeir ríða nú í dalinn í hvolnum, og hann heldur ekki einu sinni áfram að segja frá í nútíð og segja: Dalur er í hvolnum, og ríða þeir þangað. Nei, hann breytir skyndilega um tíð og segir: „Dalur var í hvoln- um“ af því hann veit að þar er enginn dalur í hvolnum, en sagan hermdi, að þar hafi verið dalur og það varð að standa. Arið 1076 gerist merkilegur at- burður í ísiandssögu (Konungs- armMl). Þá kemur Sæmundur hinn í'róði úr skóla í Frakklandi. Og Sæmundur flylur með sér það vopn, sem við myndum í dag kalla penna, og með þetta vopn í hendi fremur hann þá hluti, sem undar- legir hafa þótt, og það myndast þjóðsögur um Sæmund hinn fróða. Og i þjóðtrúnni nægir honum þetta vopn tii að sigra sjálfan andskot- ann, á sama hátt og margir eftir- 3. síðan þeyttist heimshornanna á milli. Þegar dónutrinn var kveðinn upp sat Olga Dawson á lítilli knæpu og drakk kaffi. Ilún var mjög niðurdregin, en sagði: Ég mun standa við fangelsisbliðið, þegar George minjx kemur út — og svo hefjum við Mfið á nýjan leik. Skammt frá fangelsínu, sem Dawson dvelur nú í, er geymslu- lóð með brotajárni, þar sem Daw son hóf hinn ævintýralega feril sinn. Dawson getur því sagt með sanni: Allt er í heiminum hverf- ult. komendur hans, sem því vopni hafa kunnað að 'beita, hafa sigrað ! afkomendur nefndrar persónu. I Odda var vagga íslenzkrar bók- menningar, og það er engin til- viljun að Ari fróði, frændi Sæ- mundar fróða, varð hinn mikli sagnamaður. Og það er heldur eng- in tilviljun að frá Odda kemur Snorri Sturluson alskapaður. sagna- maður. Ég held því varla að það geti talizt goðgá að láta sér detta í hug, að Njála hafi verið rituð í Odda. Og það kæmi mér ekki á óvart, að þegar íslenzkir fræði- menn fara að rannsaka íslendinga- sögur út frá öðrum sjónarmiðum en þeir hafa gert nú um sinn, kæmi það í Jjós, að miklu fleira hafi ver-j ið ritað í Odda en nokkurn hefur órað fyrir. Hallur, fóstri Ara fróða, er 14 vetra þegar Njálsbrenna fer fram. Það má því geta nærri, hvort Sæ- mundur hafi ekki þekkt marga menn, sem mundu Njálsbrennu, og það þarf enginn að segja mér, að hann láti söguna fara brenglaða frá sér til þeirra afkomenda sinna, sem söguna rita. Ættrakningin til Sæ- mundar fróða bendir til þess að hann hafi verið látinn, þegar sag- an er rituð. Á þeim tímum voru ættir ekki raktai’ til lifandi manna. Þegar Þorláks saga er rituð í Skál- halti í biskupstíð Páls Jónssonar, Loftssonar, er ætt Sæmundar rakin til Jóns Loftssonar, en ekki til Páls biskups, sem þó mætti teljast ekki óeðliiegt, sérstaklega þegar þess er gætt, að Þorláks saga forðast eins og heitan eldinn að geta Jóns Lolfssonar, sem hefði þó verið ærið tilefni til. Þórður Narfason rekur ættir til afa síns Skarðs-Snorra, sem hefur verið látinn, en ekki til föður sins og sjiáífs sín. Hins vegar hafi synir Sæmundar verið á lífi, þegar sagan er rituð, annars hefði átt að rekja ættir til þeirra. Eftir að þetta er skrifað las ég grein A. J. Jóhnsens um ferðalag Flosa um Austurfirði, í Árbók Fornfleifafélagsins árg. 1941—42. Þá sá ég, að mér hai'ði orðið það á, eins og Njáluritara, að veita því ekki athygli, að Flosi þurfti að fara frá Heydölum í Hrafnkels- staði í þremur dagleiðum. Þetta stafaði af því að ég hef aldrei farið þessa leið og ímyndaði mér hana miklu styttri en hún í raun og veru er. Þa'ð að A. J. Jobnsen telur það þrjár dagleiðir, sem ég tel tvær hér að framan, kemur hins vegar til af því, að hann reiknar með venjulegum dagleiðum Fiosa, þar sem þær eru greindar, en ég reiknaði með eius löngum dagleið- um og frekast væri hugsanlcgt að fara gangandi. Og að lokum get ég ekki látið hjá líða að láta í ljós undrun mína yfir niðurlagsorðum greinar Gunnars: „Og hvort sem niðurstaða fæst um höfund Njálu eða ekki, og hver sem hún verður, þá verður þessi foók Barða fræðimönnum framtíðarinnar áttaviti í leit að ör- lagaþáttum í sögu 13. aldar í bók- menntum þeim, sem sú öld gaf þessari þjóð. Höfundar þeirra bók- mennta áttu það sameiginlegt með höfundum allra annarra alda um allan heim, að í ritum sínum kynntu þeir og túlkuðu sína per- sónulegu reynslu og sín persónu- legu sjónarmið á atburðum sam- tíðarinnar“. Má það vera, að Gunn- ari hafi sézt yfir alla þá menn, sem enn þann dag í dag eru allt i kringum okkur safnandi og setj- andi á bækur aUs konar fróðleik um alla skapaða hluti, í þeim eina tilgangi að halda saman verðmæt- um, sem þeim og öðrurn þykir betur að varðveita en að glata, án þess að nokkur persónuleg sjónar- mið né áróður komi þar til greina, og má það vera að honum hafi einnig sézt yfir állar þær bækur, sem ritaðar hafa vcrið um fyrri tíma viðhorf, menn og atburði til lærdóms, samanburðar og/eða eft- irbreytni fyrir samtíðina? Nei, væntanlega hefui’ honum aðeins sézt yfii’ þetta í bili í hita þess strits að færa Njálu u:n set í bóka skáp sínum, úr öndvegi á hinn ó- æðri bekk. Janúar 1959. Árni Bcnediktsson frá Hofteigi. MiimingarorS: Ján Bergvinsson Brekku 29. maí s. 1. var til grafar borinn að Grenjaðarstað, Jón Bergvins- son, bóndi í Brekku í Aðaldal. Hann var fæddur 23. jan. 1886 og átti heima í Brekku frá barnæsku. Jón hlaut snemma góðan þroska og komst ungur í röð mestu krafta- rnanna. Þurfti hann snemma á afli sínu að halda, því að hann var enn á unglingsaldri, þegar faðir hans missti heilsuna og kom þá í hlut Jóns að veita heimilinu forsjá og snnast móður . sína og yngri systkini. Leysli hann það hlutverk af mikiMi prýði. Sjálfsagt hafa erfiðleikar ung- lingsáranna mótað Jón mjög. Ýms- um fannst hann hrjúfur á ytra borðið. Dómharður nokkuð um þá, sem honum fannst ekki nógu til- litss'amir við þá, er minnimáttar voru eða stóðu höllum fæti. Óvæg- inn ef hann taldi á hluta sinn gert. Hitt vissu þeir, er betur þekktu til, að í brjósti hans sló hjarta, sem var ríkt af hlýju og hluttekn- ingu með þeim, er áttu um sárt að binda. Hann kunni vel að meta, ef hon- um var greiði gerður, og var manna fúsastur að launa það í sönui mynd. Giftur var Jón Margréti Sigur- tryggvadóttur úr Bárðardal. Þau eignuðust 9 börn, er öll komust til fullorðinsára. Fjárhagurinn var jafnan fremur þröngur. En hjónin voru samhent í bezta lagi og dugnaður þeirra til vinnu frábær. Jörðin var fremur lítjl og kosta- rýr. En hún var vel í sveit sett og gerði það Jóni auðyeldara að sækja vinnu utan heimilis. Það gerði hann oft, einkum vor og haust, og bar bvort tyeggja til: Hann var eftirsóttur verknvaður 'og fús til að rétta öðrum hjálpar- hönd. Og á hinn bóginn kallaði þörfin fyrir auknar tekjur til fram færis fjölskyldunni. Öít munu þá heimastörfin hafa verið unnin meðan aðrir mitu svefns og hvild- ar. Þeim fækkar nú óðum ofan moldar mönnunum, sem fæddust á síðustu áratugum liðinnar aldar. Þeir voru fæddir á þeim tírna, þeg ar umkonvuleysi og allsleysi settu svip sinn á þjóðlífið allt og mót- uðu Mfsvenjur fólks og lífshætti öllu öðru fremur. Þeir lifðu það tímabil, þegar svo mikil breyting til bóta varð á kjörum manna og aðstöðu allri, að engum dettur í hug að líkja því við neitt annað cn bvltingu. Og nú má telja að allir búi við góð kjör og ailir eigi margra góðra kosta völ. Ég tel efalaust, að þeir menn, sem staðið hafa að starfi þetta tímabil, séu hamingjusamasta kyn slóðin, sem lifað hefir í þessu landi. Og Jón í Brekku kunni vel að njóta þeirrar hamingju. Hann unni sveit sinni og jörð sinni. Iíonum var það mikið metn- aðarmál að jörðin hans drægist ekki afturúr í umróti framfaranna. Og það tókst. Hann naut þess að sjá traustar og varanlegar bygging ar fyrir fólk og fénað risa • af gnunni og leysa gömlu moldarkof- ana af hólmi. Hann naut þess að sjá hrjóstur og móa breytast I vélsléttan töðu- völl. Og hann fagnaði því, hvað æska landsins hefir nú ríka ástaéðu til að liía björtum augum fram á veginn, er hún -gengur út í lífið og velur um kosti og leiðir. Vinir og sveiitungar Jóns í Brekku fylgdu honum fjölmennir til grafar fyrrgreindan dag. Það var kveðja þeirra og þökk fyrir trausta og góða samfylgd. K. J. ! Á víðavangi I t (Framhald af 7. síðu) Álma í Hrafnistu — dvalarheimili aldraðra sjómanna. Happdrætti D.A.S. (Framhald af 7. síðu) verið byggt þar fyrir rúmar 19 millj. króna. Þar dvelja nú 76 vistrnenn, auk 36 í hinni nýbyrj- uðu hjúkrunardeild. Bygging sam- komu- og kvikmyndahúss er orðin fokheld, en fáist áframhaldandi fjárfestingarleyfi og innflutnings- leyfi fyrir bíóvélum og tilheyr- andi, er vonast til, að bíóið geti tekið til starfa á næsta ári. Næsta verkefni er svo bygging tveggja vistmannaálma, en biðlisti liggur nú ætíð fyrir um vist í heimilinu. 6. happdrættisárið. 6. happdrællisárið er nú að liefj ast, og er byrjuð sala á miðum, er hafa losnað, en- endurnýjun árs- miða og flokksmiða hefst 18. þ. m. Tala útgefinna miða og verð verð- ur óbreytt, en nú verða 20 vinn- ingar útdregnir 3. hvers mánaðar í stað 10 áður. Fullgerð íbúð og tvær bifreiðir verða útdregnar rnánaðarlega eins og áður, en aðr ir vinningar verða húsbúnáður fyrir kr. 10.000.00 til kr. 20.000.00 hver eftir eigin vali vinnenda. H'eiidarverðmæti vinninga verður álta og hálf milljón króna eða 54.5% af veltu, sem er nokkru hærra en s. 1. ár. Happdrættið gefur út mjög smekklega vinningaskrá, sem Atli Nár Árnason hefir teiknað og annazt um og ljósprentuð í Litho-. prent h.f. Stjórn Happdrættis D.A.S. skipa Lenry Hálfdánarson, Þorvarður Björnsson, Gunnar Friðriksson, Garðar Jónsson og Tómas Guð- jónsson. Við aðalumboð og skrif- stofu starfa samtals 10 manns. Framkvæmdastjórar eru þeir Baldvin Jónsson og Auðijnn Her- mannsson. (Frá stjórn happdrættis D.A.S.) ræðis á Islandi eða annars stað- ar i heiminum yfirleiit? Einar er einhver sanntrúaðasti koitun- únisti í þessu þjóðfélagi. Hans skoðun er sú, a'5. kommúnistar eigi að taka völdin á fsiandi og halda þeim ef þeir komizt í færi, hvort sem þeir hafi lýðræðisleg- an þingstyrk til þess eða clcki. Svo halda öialdið og kratar að þeir geti elft lýðræðið með til- styrk þess manns, sem bíður fyrsta tækifæris til að kasta því út í yztu myrkur. Fávizka þess- ara manna er ekki einhöm. Éin- mitt fylgi manna eins og Éin- ars við fyrirætlanir stjórnarlðs- ins mætti vera kjósendum í land inu óskeikul ábending um, hvers eðlis þær em. Framhaldsstofnfundur byggingariðnaSarmanna Árnessýslu verður hald- inn í fundarsal Kaupfélags Árnesinga, mánudag- inn 20. apríl kl. 9 síðd. *♦ »♦ ♦♦ :: 8 :: á fundinum. teljast stofn- Þeir einir, sem mæta endur félagsins. Undirbúningsnefnd. Skólí ísaks Jónssonar (Sjálfseignarstofnun). Þeir styrktarfélagar, sem eiga börn fædd 1953 og ætla að láta þau sækja skól- ann næsta vetur, þurfa að láta innrita þau strax. skrifstofu skólans næstu daga — Sími: 3-25-90. H ♦♦ :: tt Innritun fer fram í kl. 10—11 árdegis. Skólastjóri. :nnnmm::::m:mm:::nmnm::nnmnm:nmnm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.