Tíminn - 31.05.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunnudagiim 31. maí 1959 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaöamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948 Afnám kjördæmanna í ÁGÆTRI ræðu, sem Bernh^rð Stefánsson flutti í eldhúsumræöunum vék hann m. a. því gerræðisfuila á- formi þríflokkanna að ætla að afnema núverandi kjör- dæmi. Um það sagði Bern- harð m.a.: „Kjarni þessa mikla máls er sá, að þríflokkarnir vilja ekki á annað hlusta en leggja niður núverandi kjördæmi, enda þótt á því sé engin þörf til þess að jafna kosninga- réttinn meira en nú er í strjálbýli og þéttbýli. Það er hægt að gera eftir miðlunar- leið Framsóknarflokksins. Sá réttur manna og héraða, að kjósa sérstaka fulltrúa fyrir hvert byggðarlag á Alþingi, hefur frá upphafi hins nýja Alþingis beinlínis verið grundvöllurinn að þeim miklu almennu framförum, sem orðið hafa víðs vegar um landið. Kunnugleiki þing- manna, náið samband við kjósendur, bein ábyrgð þeirra hvers um sig á mál- efnum héraðsins, hefur orð iö grundvöllur að þeirri sókn í framfaramálum héraðanna hvers um sig og fleiri sam- an, sem þingmenn hafa hald ið uppi á Alþingi en þau öfl, sem fyrir kjördæmabreyt- ingunni standa nú kalla þetta aðhald, sem kjördæm- in veita þingmönnum til þess að vinna að málefnum héraðanna, pólitíska spill- ingu. Svo langt er gengið, að talað er um, að kjördæmin séu sett upp á þjóðina af dönskum konungi. Það var forustumaður íslendinga, einn fyrsti í frelsisbaráttu þjóðarinnar, sem fyrstur stakk upp á svipaðri kjör- dswnaskipmi og haldizt hef- ur. Það var Baldvin Einars son“. UM þá staðhæfingu kjör dæmabyltingarmanna, að réttur kjósenda ykist og að- staða þeirra til áhrifa batn aði við samsteypu kjördæm- anna, sagði Bernharð: „Tveir háttv. þingmenn Sjálfst.flokksins, þeir háttv. þingm. Borgfirðinga og hátt- v. 2. þingm. Skagfirðinga, hafa hafa haldiö því fram hér á Alþingi í útvarpsum- ræðum — að það væri miklu betra fyrir kjósendur, að kjördæmunum væri steypt saman i stærri heildir. Þá gæti hver k jósendi snúið sér til flokksbróöur síns á Al- þingi o.s.frv. Eg hefi aldrei orðið þess var í míiiu kjördæmi, að nienn hafi ekki getað snúið sér til mín, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, og sama veit ég, að er um báða þessa háttvirtu þingmenn og raun ar flesta þingmenn. Eg held t.d. að háttv. þingmenn Borg firðinga sé alveg talandi tákn um það, hvers virði þingniaður einmenningskj ör dæmis getur verið héraði sínu. Borgarfjarðarsýsla og Akraneskaupstaður bera ljóst vitni um það, og framfarir þar afsanna alveg þau um- mæli þessa þingmanns, að héraðið hafi nokkurntíma verið látið gjalda pólitískrar afstöðu hans. Eg er alveg viss um að þessi þingmaður hefði komið minnu til leiðar, ef hann hefði verið einn af fimm þingmönnum hins stóra svæðis frá Hvalfjarðar botni og í Gilsfjarðarbotn, sem nú á að verða kjördæmi. Það hefði dreift áhuga hans og kröftum.“ UM viðleitni kjördæma- byltingarmanna til þess að dreifa athygli kjósendanna frá þvi, að höfuðmál kosn- inganna í vor er kjördæma- málið, sagði sami ræðumað ur: - „Stjórnarskráin kveður svo á, að þegar stjórnarskrár- breyting er samþ. á Alþingi, skuli þingið rofið og kosning ar fara fram og öðlast stjórn arskrárbreytingin ekki gildi nema næsta þing á eftir kosningunum samþ. breyt- inguna aftur. Þetta ákvæði er sett til tryggingar kjós- endum til þess að þjóðin geti tekið í taumana, ef hún ér óánægð með breytinguna og sent þá meiri hluta á þing, sem vill fella slíka breytingu. Ráðgert er að hafa auka- þing í sumar. Ekki er ætlazt til að það þing geri annað en samþ. stjórnarskrárbreyting- una og setja kosningalög í samræmi við hana. í haust á svo venjulegt þing að koma saman að loknum nýjum kosningum. Kosningar í vor snúast þvi og eiga að snúast eingöngu um kjördæmamál- ið, því að aukaþingið, sem kosið er til, fjallar ekki um annað. Þeir, sem vilja af- nema núverandi kjördæmi, sem mundi leiða til áfram- haldandi glæfrastefnu nú- verandi stjórnarflokka í fjár málum, kjósa að sjálfsögðu Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. Hinir, sem vilja halda við nú verandi kjördæmum, sem eru midirstaða þess, að jafn vægi haldist í byggð lands- ins og að stjórn og þing sinni þörfum þess fólks, sem býr á landsbyggðinni, í sveitum landsins og kaupstöðum þar og öðrum sjávarplássum, kjósa Framsóknarfl. í kosn- ingunum í vor“. Ef Framsóknarfl. fær stór aukið fylgi í kosningunum „ . . . þá kynni svo að fara, að hætt yrði við að keyra þetta mál í gegn á auka- þinginu, en í stað þess yrði sezt að samningaborðinu og sanngjörn lausn fundin í kjördæmamálinu án þess aö leggja núverandi kjördæmi niður, svipað og gert var eft- ir kosningarnar 1931. Veitið því Framsóknarflokknum ör uggt fylgi í kosningunum í vor, kjósendur góðir.“ Herbert Olivecrona hefir fram- kvæmt um 10 þúsund heilaskurði Á lækningastofu prófess- ors Herberts Olivecrona í Stokkhólmi kemur fólk hvað- anæva að úr heiminum. Olivecrona er sá læknir á Norðurlöndum, sem mesta viðurkenningu hefir hlotið í heiminum, og er það vegna afreka hans á sviði heila- skurðlækninga. Starf hans hefur ekki einungis skapað fyrstu kaflana í sögu heila skurðlækninga í Evrópu, heldur hefir hann um áraraðir verið einn fremsti frömuður á sviði heila- skurðlækninga og nú er hann dreg ur >sig til baka stendur hann enn ó tindi frægðarinar. 40 ára starfsferill Olivecroa hefur starfað í 40 ár við sama sjúkrahúsið í Stokkhólmi og í þetta sjúkrahús flyikkjast læknar hvaðanæva að til nárns. Frægð Olivecrona og frami hefur ekki stigið honum til höfuðs og andinn á spítalanum er heimilis- legur og mildur. Það hefur verið sagt, að Svíar séu óvenju stórlát- ir og formfastir, en Olivecrona er algjör undantekning frá þessari reglu. Herbert Olivecrona verður 69 ára næsta sumar, og mun hann þá draga sig í hlé, en það er ekki ■ vegna þess að ellin sé að buga hann. Embættislögin sænsku mæla ■svo fyrir um hámarksaldur emb- ættismanna. Olivercrona er í fullu fjöri ennþá, fer á veiðar, leik ur golf, stundar skemmtisiglingar ^ og fleira af slíku t'agi. j Tíu þúsund heilaskurðir Á þeim 40 árum, sem Oliver crona hefur stundað lækningar hefur hann framkvæmt næstum tíu þúsund heilaskurði. Henn hafa lagt hálfan hnöttinn að baki til að leita hjálpar hans og nafn hans hefur af þeim isökum oft prýtt for síður stórhlaðanna. Fyrsti skurðurinn 1922 | Eftir stríðið 1914—18 fór Oli- vecrona til Bandaríkjanna. Banda ríkjamenn voru slyngari við lækn ingu heilabólgu. en Evrópumenn, segir Olivercrona. 60—70% þeirra manna, sem fengu heilabólgu í Evrópu dóu. Eg sá uppskurði í Bandaríkjunum, sem gengu mjög vel og mér kom í hug, hvort ekki mætti hjálpa fleirum af þeim mönnum, sem fengu þennan al- varlega sjúkdóm. Eg var venju legur skurðlæknir þá, en tók nú að lesa allt, sem ég náði í, um heilann og heilaskurði. Einn góð an veðurdag 1922 fékk ég fyrsta ! sjúkling minn og skurðurinn heppnaðist ekki. Næsti sjúklingur var með heilabólgu á háu stigi, og væri jafnvel í dag erfitt að lækna svo illkynjaða heilabólgu, en skurðurinn heppnaðist framar vonum og sjúklingurinn fékk bata. Engin deyfing Fynstu árin voru mjög erfið. Verst var að geta ekki beitt deyf ingu við heilauppskurði. Eter var ekki hægt að nota vegna þess að æðarnar í 'heilanum bólgnuðu út I og skurður var óframkvæmanleg | ur. Sama er að segja um narkosu. Fyrstu heilaskurðirnir voru því framkvæmdir á fólki sem hafði fulla meðvitund. Það var stað- deyft en gat fyígzt með hvernig skurðinum miðaði áfram. Heila- Hann er frægasti læknir Norfturlanda og talinn einn snjallasti heilaskurðlæknir í heimi Lífið á ekki að vera tómt strit — en mér líkar vel að taka til höndunum. skurður gat tekið um 7—8 tíma (nú taka þeir 2—-3 klst.) og varð maður jafnhliða því að einbeita sér að skurðinum að tala róandi við sjúklinginn og útskýra fyrir honum jafnóðum, hvað væri að gerast. Einn af sjúklingum mín- um, ungversfki rithöfundurinn Karinthy, skrifaði bók um reyn.slu sína á skurðborðinu, sem hann nefnii" „Á reisu um höfuðskel mína.“ Getgátur einar Það var mjög mikilvægt að sjúk dómsgreiningin heppnaðist vel. Taugalæknar gátu með nokkurri vissu sagt til um það, að >sjúkling urinn hefði heilabólgu, en þeir gátu ekki sagt nákvæmlega til um það, hvar í heilanum hún iværi. Við um helming sjúkdómstilfell- anna réðu getgátur einar um það, hvar við hófum skurðinn, og get- spekin gat oft brugðist okkur, og það gat haft alvarlegar afleiðing ar í för með sér. Við höfðum einn ig mjög ófullkomin tæki í hönd um og unnum við aðsðtæður, sem mundu nú teljast algerlega ófull nægjandi. 'Nú er þessu á annan og betri veg farið. Við höfum blóð- banka, fullkomin tæki og við get- um nú með algjörri vissu sagt nákvæmlega til um það, hvar mein ið er í heilanum — og er það að þakka tauga-geislafræðinni. í 60% heilabólgutilfella eru ekki I illkynjuð og eru læknanleg, og sjúklingurinn fær fullan bata. En illkynjuð heilabólga og heilaæxF eru enn mjög hættulegir sjúkdóm ar og á því sviði er enn margt óunnið. Auk þess er heilabóiga að eins ein tegund heilasjúkdóma og við skerum einnig gegn héilablæð ingum og flogaveiki. Bók um 120 ryrstu skurðina Árið 1927 skrifaði piivecrona bók um fyrsta 120 beilaskurðina, sem hann hafði framkvæmt, og þessi bó'k opnaði augu lækna fyrir því, að unnt væri að hjálpa þeim sjúklingum, sem þjáðust af heila bólgu. 1830 fékk hinn ungi læknir ■sérstakt sjúkrahús fyrir starfsemi sína cg 1935 varð hann prófessor. Þá þegar hafði Olivecrona skap- að sér fræð sem heilaékurðlæknir. Hann var kallaður til annarra landa til uppskurða og fólk tók að streyma til hans hvaðanæfa að. Engin spyr um dauðann Aðspurður sagði Olivecrona, að heilaskurðlæknir yrði að búa yfir feikilegri nákvæmni. Smá mistök geta gert mun meiri skaða við heilaskurði en við skurði í önnur líffæri. Ekki sízt riður á að stöðva allar blæðingar og var það oft erfitt áður fyrr, en nú rá3a lækn- ar yfir handhægum hjálpartækj um til stöðvunar folæðinga. Hann verður einnig að hafa hæflleika -fbu) Þa3 er gott a5 hvíla sig svolítið eftir erfiðan uppspurð. — Olivecrona í hægindastól sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.