Tíminn - 13.06.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, laugardaginn 13. j\W 1959.
7
Helgi Haraldsson. bóndi, Hrafnkelsstöíum:
Er þetta það, sem þjóðin vi
„Litla þjóð, sem átt í vök
að verjast,
vertu ei við sjálfa þig
að berjast.“
Svo kvað Bláskógaskáldið Jón
Magnússon, á fullveldisdaginn
1918.
Ég var staddur í Reykjavik 1.
des. 1918 og hlustaði á ræðu, sem
haldin var á fjölmennum útifundi
af einum vitrasta manni, er Sjálf
stæðisflokkurinn hefir átt, því að
þá átti sá flokkur vitra foringja
og það fleiri en einn, meira en
sagt verður um hann í dag.
Ræðumaðurinn lagði út af orð-
unum, sem ég minntist í upphafi,
óg þá heyrðu menn þau í fyrsta
skipti, því kvæðið var ekki orðið
kunnugt, og ég minnist ennþá eftir
40 ár fagnaðaröldunnar, sem þá
fór um mannfjöldann og engum
gat dulizt.
Það er víst, að ég var ekki sá
eini, sem þerraði tár af auga í
ræðulokin, því það gerðu allir í
kringum mig einnig, og mér er
nær að halda, að mikill meirihluti
hins mikla mannfjölda hafi gert
það sama. Þess má geta, að þjóðin
var í sárum þennan dag eftir hina
ægilegu spönsku veiki, sem var
nýlega afstaðan, og af þeirri
ástæðu auðhrifnari en á venjuleg-
um tíma. Það höfðu þrjár plágur
lierjað þessa þjóð þetta eftirminni
íega ár, 1918. Fyrst ægilegt gras.
leysi eftir gaddaveturinn mikla
1918 og Kötlugos í október um
liaustið, en þrátt fyrir allar þessar
plágur stóð ég sem bjartsýnn ung.
ur maður á Lækjartorgi þennan
eftirminnilega dag og hélt í hrifn.
ingu augnabliksins, að þessi þjóð
ætti glæsilegt friðar- og fram-
fara tímabil í vændum, nú þurfti
aldrei framár að berjast við Dani,
og þá íhund'i, ég ekki eftir neinu til
þess að rífast um. En heimskur
var ég þá og þekkti illa íslendings-
eðli þjóðar minnar. Þó hefði nú
saga hennar átt að geta minnt mig
á það, að samlyndi og friðsemi
hefir aldrei ‘verið sterka hliðin á
mörlandanum.
Mikið vatn hefir runnið til
sjávar þessi 40 ár og oft hefir
þjóðin átt í vök að verjast. Má þar
til nefna heimskreppuna eftir
1930 og öll þau vandræði, sem
henni fylgdu með markaðstöpum
fyrir fiskinn. Allt þetta bjargaðist
vonum framar, og margt þokaðist
í áttina á þessum árum, enda hefir
þjóðingóða æfingu í því að berjast
við fátæktina, og hana hefir hún
þekkt og þolað betur en nokkur
líkindi virðast til. Maður gæti því
hugsað sér, að það hefði mótazt
fast í huga þessarar þjóðar, að fá.
tæktin væri hennar eini bölvaldur
og allt væri fengið, ef hún væri úr
Það er að minnsta kosti tvennt,
sem er staðreynd í dag, að það er
kominn ægile.gur leki að þjóðar-
skútunni og þá ekki síður hitt, að
kjaftæðið er kátbroslegt.
Þó hefir rekið hval á fjörur hjá
einni stétt í þessu þjóðfélagi og
það er hjá blaðamönnunum. KjÖr.
dæmamáiið er meiri hvalreki á
þær fjörur en ég minnist að hafa
heyrt áður. Þó að ég sé á móti
kjördæmabreytingunni, er ekki
ástæða til að fara langt út í það
mál, sem svo er þaulrætt. Mér
hefir líka alltaf þótt heldur leiðin.
legt að taka í þyngri baggann, þeg.
ar hallast á truntunni, og ég minn.
ist varla ■ að hafa hlustað á mál-
færslu, þar sem menn hafa verið
eins kaghýddir hæls og hnakka á
milli eins og þeir menn, sem halda
með kjördæmabreytin.gunni.
Það er heldur ekki heiglum hent
að halda fram röngum málstað, ef
skeleggir menn eru til varnar. Þó
tekur út yfir, þegar verja á mál,
ef einu rökin á málinu eru þannig,
að það má ekki minnast á þau, eins
og hér á sér stað. Aðeins hin einu
rök fyrir kjördæmabreyUngunni
eru þau að efla flokksvaldið, og
auðvitað stikla mennirnir í kring-
um það eins og kettir í kr'ngum
heitan graut,. en í þess stað eru
þeir að búa til hinar og aðrar for-
sendur til að leggja út af, sem
alls ekki eru fyrir hendi, óg sumar
.svo fáránlegar, að engu tali tekur
eins og t. d. það, að sýsluskipting á
Islandi sé danskt fyrirbæri og því
lítil eftirsjón að henni. Ekki er nú
söguþekkingin á marga fiska, þar
sem þetta skipulag hefir verið að
smáþróast í þetta horf frá því að
Alþingi var stofnað 930 og fram á
þennan dag. Minnsta félagsein.
ingin í okkar þjóðfélagi eru auð.
vitað sveitarfélögin með sinn sam.
eiginlega fjárhag. Næst kemur
sýslan, venjulega skýrt afmörkuð
af vatnsföllum eða öðrum skýrucn
mörkum, sömuleiðis með sérstak
an fjárhag. Þetta hefir fólkið líka
fundið á umliðnum öldum, að er
eðlileg skipting. Sveitungar eru
tengdir nánustum böndum og sýsl-
ungar koma næst, eða hvað um öll
átthagafélögin í höfuðstaðnum?
Það eru menn úr sömu sýslu, sem
mynda með sér félag, af því að
þeir finna skyldleikann. Það er
kátlegt, að menn skuli deila um
svona augljósan hlut.
Sýslan hefir þótt og er það sjálf-
sagðasta kjördæmi, sem fundið
verður, enda veit ég ekki til þess,
að sveitamenn hafi kvartað undan
þessari skipan málanna. Sannleik.
urinn umbúðalaus er þetta: Það
eru nokkrir óvitrir og ófyrirleitnir
flokksforingjar í Reykjavík, sem
hafa komið þessu fargani á stað,
þvert ofan í vilja þeirra, sem eru
í kjördæmunum. Finnst bændum
ekki skönnn að því, að láta ekki
merkilegri persónur en Bjarna
Benediktsson og Ólaf Thors etja
sér saman eins og kapalhestum
um mál, aem enga úrslitaþýðingu
getur haft á gang þeirra mála, sem
nú eru mest aðkallandi? Finnst
bændunum sjálfum, að þeir séu
aðerns kalineyrð.ir öræfagemsar,
sem flokksforingjar í Reykjavík
geti réttað eins og hverju öðru
óskilafé? Spyr sá, er ekki veit.
Helgi Haraldsson
Svo er eitt í þessu sambandi,
sem margur myndi sakna, og það
eru þingmálafundirnir, sem oft
voru hinar skemmtilegustu sam.
komur. Þeir falla auðvitað niður
með öllu, því hvernig ætti að halda
fundi, t. d. um allt Suðurland, og
um 20 frambjóðendur að tala á
hverjum fundi? Hvað ætti líka
Vestmannaeyingur að vilja á fund
upp í Hreppa, eða Hreppamaður
út í Vestmannaeyjar. Ég vildi
gjarna vera í brúðkaupinu því,
þegar' Bjarni Benediktsson fer að
gifta Hreppamenn og Vestmanna.
eyin.ga, og heyra vígsluræðuna.
Það var víst ekki dæmalaust áður
fyrr, að lijón sæjust. fyrst á vigslu-
dag, en öfundarlaust er það af
mér, ef Bjarni ætlar að fara að
koma því skipulagi á aftur með
þeim hugsunarhætti, sem nú er
ríkjandi með þjóðinni.
Þetta er nú nóg um kjördæma-
málið, en hvað er svo um önnur
vandamál, sem að þjóðinni steðja
um þessar mundir? Það er spurn-
ing, að þjóðin hafi síðan 1918 átt
í þrengri vök að verjast en í dag.
Hún á að berjast á tvennum víg.
stöðvum, við eitt af stórveldum
heimsins í landhelgismálinu og
fjárhagsörðugleika svo mikla,‘ að
enginn sér fyrir endann á. Einu
sinni var það talið eitt það fyrsta
til þess að koma þjóð á kné að
neyða hana til þess að berjast á
tvennum vígslöðvum, enda reið
það mörgum þjóðum að fullu. En
hvernig hafa foringjar Sjálfstæðis.
flokksins farið eftir ráðum for.
ingjans vitra frá 1918? Þeir ætla
að neyða þjóðina til þess að berj-
ast á þrennum vigstöðvum í einu.
Þegar henni liggur lífið á að
standa sameinuð til þess að mæta
erfiðleikunum, þá finnst þeim
helzta ráðið að hrinda henni út í
tvennar kosningar sama sumarið
til þess að það sé alveg tryggt, að
hver höndin verði upp á móti ann-
arri.
Engan smalamann á þjóðin svo
he-mskan, að hann haldi, að helzta
ráðið til þess, að halda hjörðinni
saman og þoka henni áfram sé það
að set.ia á hana hundinn og tæta
hana í allar áttir, en það er stað
reynd, er ei verður móti mælt, að
svo heimska stjórnmálaforingja á
hún í dag, svo ekki er von, að vel
fari. Svo er hitt. Allir hugsandi
menn vita, að fjárhagsörðugleikar,
sem þjóðin á að stríða við í dagj
stafa af því eingön.gu, að lifað
hefir verið um efni fram hsilan
áratug, og' að minnsta kosti allir
bændur vita, hvernig þannig
vandamáli á að mæta. Það er eitt
ráð til og aðeins eitt, að fara
gætilegar og draga úr útgjöldum.
Sama gildir um þj'óðina alla, og
ég er þess fullviss, að enn á þjóð-
in þann manndóm, að hún vill
mikið á sig leggja í bili, til þess
að þjóðin bjargi sér á þurrt. Til
þess þarf þá eitt og það er það,
að hún treysti þeim, seni með
völdin fara, og trúi því, að þeir
vilji setja alla við sama borð. En
meðan alltaf er bruðlað meira og
meira á hærri stöðum en níðzt á
þeim, sem minnst fá úr þjóðar.
búinu, þá fæst engin samstaða, og
við fáfróðir sveitamenn sjáum
enga viðleitni í þessa átt með því
að hafa tvennar óþarfar kosningar
í sumar og fjölga þingmönnum í
60.
Það finnst víst mörgum, að nógu
margir séu að flækjast hver fyrir
öðrum á þeirri virðulegu stofnun,
sem heitir Alþingi, og einu sinni
var litið upp til af allri þjóðinni, en
jafnmargir nú hafa skömm á. Eða
finnst ráðamönnunum helzt til lít.
ið að eyða 8 milljónum í þinghald
á ári? Hefðu þeir nú í staðinn fyr.
ir þetta verið þeir menn að fækka
þingmönnum niður í 40 eða jafn.
vel þrennar tylftir eins og í gamla
da.ga og lækka kostnaðinn um
helming.
Við fáurn ekki skilið það, sem
minnst fáum kaupið, að það mætti
ekki fá sæmilegt kaup út úr því
fyrir 40 menn að taka það í ákvæð-
(Framhald á 8. síðu).
sögunni.
Þó hefir 'einhver vitur maður
á umliðnum öldum komið auga á
það, að fleira gæti verið hættulegt
en fátæktin ein. Það er maðurinn,
sem bjó til málsháttinn alkunna:
„Það þarf sterk bein til þess að
þola góða daga.“ Og reynslan hef.
ir sýnt og sannað að hann var ekki
neitt blávatn karlinn sá, sem bjó
þennan málshátt til.
íslendingar hafa átt góða daga
síðasta áratug, það verður ekki
dre,gið í efa, og jafnvel komizt svo
'hátt að verða ein ríkasta þjóð í
Noröurálfu, en hvað þá um beinin,
sem vitri karlinn sagði að þyrftu
að vera sterk? Hafa þau reynzt
nógu sterk til að þola góða daga?
Þar stendur nú hnífurinn í kúnni.
Náttúrlega er lítil von til þess að
fáfróður fjallabúi og kotkari ráði
svo torleysta gátu, að sjá um l'ram.
tíð þessarar þjóðar í dag; Þáð vefst
líka 'fyrir fleiri, en hlustað hefi
ég á mál manna, og verður ástand-
inu tæplega betur lýst í fáum orð-
um en með hinni snjöllu visu úr
Oddsrímu:
„íhald klagar Framsókn.frekt,
Framsókn lýsir íhalds nekt,
kjaftæðið er kátbroslegt
og kuggurinn lekur eins og
trekt.“
- --------:--------:--;------\
Gróðrarstía fyrir smáflokka
Stór kjördæmi með 8 eða
fleiri þingmönnum, kosna
með hlutfallskosningu, eru
hinn eini lífvænlegi jarðveg-
ur, blátt áfram gróðrarstíur
fyrir smáflokka og flokksbrot,
hvert öðru sundurþykkt. Hin-
ir svo kölluðu vinstri menn í
landinu ættu að liafa getað
lært nóg af ógæfu sinni, að
þeir skuli vera klofnir í 4
flokka og það við núverandi
stjórnarfarsskilyrði. Það er
óhugsandi að þeir, sem nú
fylla flokk Sjálfstæðismanna,
færu lengi varhluta af liinu
saina. Skoðanaands.tæðinga
og mjög áberandi og djúp.
stæðar hagsmunamótsetning-
ar eru til staðar í þeim flokki.
Þegar búið er að undirbúa
jarðveginn og hlúa að klofn.
ingsspírunum, þá skjóta þær
rótum, dafna og blómgast að
Iokum. Þá verður óhægt um
vik að reiða öxi að þeim rót.
um. Sannast hér liið forn.
kveðna að blindur er hver í
sjálfs sín sök.
Það er hægt, að vissu
marki, að virða minnstu
flokkunum í landinu það til
vorkunnar að þeir freistast til
að líta á stundarhag og telja
sér trú um bætta vígstöðu við
breytt skilyrði. Hitt væri þó
ólíkt rismeira og virðulegri
afstaða að trúa og treysta á
sigur góðs málstaðar án ann-
arra meðala en hans sjálfs.
Hitt er óskiljanlegt metn-
aðarleysi og undirmáls
mennska, að stærsti stjórn-
málaflokkurinn, sem nú er
með þjóðinni, skuli svo gott
sem undirstrika það,að hon.
um sé ekki sigurs auðið
nema með hjálparme'öali hlut.
falls kosninga. Það er meira
metnaðarleysi og meira van.
traust á eigin getu og málstað
en maður hefði að óreyndu
ætlað.
Þyki þeim mönnum, sem að
bera hita og þunga dagsins í
stjórnmálaforystunni þungt
fyrir fæti og erfitt að starfa
saman að lausn vandamála
þjóðlífsins við núverandi
stjórnarfarsskilyrði, hvað
verður þá eftir svo sem tvö
kjörtímabil hér frá? Ætli
þeim gengi betur eftir að
hlutfallskosningar væru
komnar í kring og flokkarnir
orðnir 6—7 talsins? Ætli
þeim þætti ekki sem þeir
hefðu farið úr öskunni í eld-
inn?
Framantalin rök gegn
stjórnarfarsumturnuninni
eiga við almennt og alls stað-
ar. Þau tala til allra, livar í
flokki, stétt eða stöðu sem
þeir standa og hvar sem þeir
búa. Enginn getur sloppið við
áhrifin og afleiðingarnar.
(Úr grein eftir
Játvarð Jökul).
* ^
A víðavangi
' Af litlu að státa
Broslegt er áð lesa þær skrum
I greinar Alþýðublaðsins um þuð,
i að núv. stjórn muni ekki léyfa
atvinnufyrirtækjum neinar verð-
hækkanir, þótt þau liækki kaup.
Alþýðublaðið lætur eins - og
þetta sé eitthvað sérstaklega hrós
vert. Þetta er þó ekki annað en
hið minnsta, sem liægt er áöl
krefjast af núverandi ríkisstjórn,
þar sem hún hefir ekki fengið
| uinboð til að fara með völd.
j nema fram yfir kosningarnar 28.
júní. Henni ber því fyllsta
skylda til að taka ekki ákvarff-
anir er geta bundið hendur
næstu ríkisstjórnar í jafn veiga-
miklu máli. Það myndi hún hins
vegar gera, ef hún færi að .leyfa
verðhækkanir nú vegna kaup-
hækkana.
Stjórn, sem er á förunj, bryti
frumstæðustu skyldu sina, ef
lmn ynni á slíkan liátt. Sú stjórn,
sem helzt getur stært sig af
því að brjóta ekki þessa frum-
skyldu, liefir vissulega ekki af
miklu að státa.
Mál séra Ingimars
Þjóðviljinn liefir undanfarið
gert sér tíðrætt urn fjársvika-
mál Ingimars Jónssonar og hald-
ið því fram, að fjárdráttúr hans
hafi aðallega verið þánnig til
kominn, að hann hafi látíð AI-
þý’ðuprentsmiðjuna og Alþýðu-
blaðið fá það fé, sem liann hafi
dregið sér ranglega frá . þeim
stofnunum er liann stjórnaði. í
því sambandi átelur blaðið m.a.,
að fyrrv. ríkisstjórn skuli ekki
hafa látið rannsaka þetta atriði
sérstaklega.
Þessu er vitanlega því • aff
svara, áð ríkisvaldið á aðeins að-
gang að séra Ingimar í þessu til-
felli cn ekki þeim aðilum, sem
hann kann að hafa látið fé renna
til. Það var hann, sem bar á-
byrgð á meðferð þess.
Hitt er hins vegar tvímæla-
laust skylt aðilum eins og Al-
þýðuprentsmiðjunni og Alþýðu-
blaðinu, að liggja ekki undir
því, að til þeirra liafi runnið
stolið fé. Alþýðublaðið og
Alþýðuprentsmiðjan ættu hér að
gera hreint fyrir sínum dyrum,
birta um þetta opinbera greinar-
gerð eða heimta rannsókn á
þessu atriði. Aunað gerir þetta
mál dularfullt og ógeðfeíit.
Styrkja erlend ríki
Alþýðublaðið og Þjóðviljann?
Þjóðviljinn ber Alþýðublaðið
þeim sökum, að það fái nú ríf-
legan fjárstyrk frá Bandaríkja-
mönnum. Alþýðublaðið heldur
því liins vegar fram, að Rúss-
ar styrki útgáfu Þjóðviljáns.
Gætu ekki Þjóðviljinn og Álþýðu
bláðið sameinazt um að íáta
þessar gagnkvæmu ásakanir falla
niður og orðið í slaðinn sam-
mála um að láta fara fram rann-
sókn á því. hvað hæft sé í þeim
getgátum, að erlendir aðilar
styrki hér pólitíska blaðaútgáfu.
Þetta myndi vera þjóðinni bezt
að skapi, en hún vill áreíðanlega
fá að vita hið sanna í þessum
efnum.
Annað hljóS í strokknum
nú en í fyrra
Forustugrein Mbl. í gær hefir
yfirskriftina: Hin eina sanna
kjarabarátta. F.fni greinarinnar
er á þá leið, að hin eina sanna
kjarabarátta sé sú að hækka ekki
kaupið. Fyrir íéttu ári síðan nélt
Mbl. hinu gagnstæða fram og
átti þá meginþátt í að kíiýja
fram þá kauphækkun, er s.öan
hefir valdið mesturn erfiðlemum.
Ilvernig geta kjósendur iriyst
flokki, sem fylgir á víxl tveú.iur
gagnstæðum stefnum eftir ví,
hvort Iiann er í stjórn eða
stjórnarandstöðu.