Tíminn - 13.06.1959, Page 8

Tíminn - 13.06.1959, Page 8
8 TíMINN, laugardaginn 13. júní 1959. Er þetta það sem þjóðin vill? (Framhaid af 7 síðn) isvinnu fyrir 4 milljónir að skipta þessum eina milljarði, sem píndur er út úr þjóðinni í sköttum á hverju ári. Þá er ekki víst, að þingið stæði allan veturinn sjálfu sér til skammar og skrattanum til athiægis. Ég fyrir mitt leyti er þess full- viss, að bændur geta sagt það sama nú og hinn mikli herforingi Rómverja, Júlíus Sesar, sagði eftir orrustuna við sonu Pompejusar: „Pram að þessu hefi ég barizt til þess að sigra, en í dag hefi ég bar. izt fyrir lífi minu“, og hafi bænda. stéttin áður barizt til þess að sigra,, þá á hún í dag og framvegis að berjast fyrir lífi sínu. Það er staðreynd, sem allir hljóta að sjá, að hugmyndin er að gera bænda, stéttina, þessa elztu og traustustu stétt þjóðfélagsins, að hornreku, stéttina, sem hefir haldið uppi menningu þessarar þjóðar frá önd. verðu og skapað þau verðmæti, sem eru einstæð í heiminum, og þar með skipað þessari litlu kot- þjóð á bekk með niestu menningar- þjóðuin heims. Á ég þar við bók. menntiraar. Það er ekki hægt að leggja allt í kúgildi, það er líka til nokkuð, sem heitir manngildi, og þar er hlutur bændanna ekki 5% eins og í útflutningnum, ætli hann gæti ekki nálgazt 95%, ef miðað er við liðna tíð? (Þetta er að breytast eins og ann. að, og nú vaða uppi í okkar þjóð. félagi alls konar skrapalaupar, sem leggja stund á að framleiða misjafnlega heimskulegt kjaftæði handa þjóðinni, og það með góðum áraagri eftir því, sem séð verður. Það eru þessir herrar, sem telja sig þess umkomna að taka alla bændastéttina á kné sér og segja henni, að hún sé orðin óþörf þessu þjóðfélagi og væri þjóðnytjaverk að skera hana niður við trog, sam_ anber ræðm-nar 1. maí síðastlið- jnn, og þetta tekst áreiðanlega, ef bændurnir verða sínir eigin böðl- ar, eins og þeir hafa oft verið. Nú situr við stjórn í landinu alþýðuflokkur með Emil Jónsson í for.sæti. Þó að Emil sé Hreppa. maður að ætt og náfrændi minn, get ég vel unnt honum þess sann- mælls, að verra meinhorn í garð bænda hefir ekki setið á þingi hin síðari ár. En tilraunin, sem gerð hefir verið til þess að reyna að stöðva dýrtíðina, á vísa samúð bænda, enda eru þeir eina stéttin í þjóðfélaginu, sem hefir rétt fram hendina í þá átt oftar en einu sinni, en jafnoft verið svikin af öðrum stéttum. HLnu mótmæli ég í nafni allrar bændastéttarinnar, að það sé rétt byrjun hjá Emil að láta það verða sitt fyrsta verk að rjúfa sætt á bændum og brjóta á þeim lög, sem þeir bafa búið við hin síðustu ár. Á ég þar við sexmannanefndar. grundvöllinn, sem bændur hafa sætt sig við möglunarlaust, síðan hann var fundinn. Þó er rausnin ekki meiri en það, að bændum er skammtað kaup eins og þeim, sem lægst eru launaðir í þessu þjóð. félagi. Það er lítil áhættuþóknun in, sem þeir fá, þegar út af ber. Þó 'hefir núverandi ríkisstjórn þótt þetta ofrausn. Þegar verðlagið var lækkað í febrúar síðastliðnum, hélt ég og víst fleiri, að það ætti að ganga jafnt yfir alla, en hvað skeður? Fyrst eru bændur sviknir um 3,3%, sem þeim bar með réttu, og látum það nú vera, en hitt var óþolandi að lækka heildsöluverð á öllum kjöfbirgðum, sem til voru í landinu, til muna, og lækka þar með kaup bændanna 1958. Ef rík- isstjórninni er stætt á þessu, þá er henni allt leyfilegt, og virðist næsta óþarft fyrir hana að breyta stjórnarskránni til þess að níðast á bændum. Finnst engum bónda nema mér, að bændur iiafi unnið fyrir 8 stunda kaupi við að halda lífinu í lömbunum síðastliðið vor, einu því versta, sem komið hefur á þessari öld. Þó bændur þræluðu þetta 16—18 tíma á sólarhring, voru það hreinir smámunir saman- borið við annan kostnað, sem af harðindunum stöfuðu. En það eru aðrir menn í þessu þjóðfélagi, sem borgar sig betur að verðlauna en þá, sem stríðið unrtu í harðindunum. Það eru þeir, sem vinna það mikla afrek að éta kjötið. Það er staðreynd, þó brosleg sé, að ríkið borgar rík. ustu mönnum þjóðarinar ca. 150 kr. fyrir að éta meðallambskropp. Sæmileg atvinna það. Eg get sýnt mönnum það svart á hvítu, að að- eins í einni verzlun í Sláturfélagi Suðurlands komst niðurgreiðslan á einum degi í 125 þús.. Ég ætla ekki að leggja meira á bændur í bili. Auðvitað veit ég, að svona smá. munir fara fyrir ofan garð eða neðan bæði í Skollagróf og Mykju. nesi, og sjálfsagt heldur bóndinn £ Seljatungu vöku sinni eftir sem áður. En samt á ég erfitt með að hugsa mér, að Þorsteinn Erlings. .son hefði getað átt við alla þá mætu menn í bændastétt, sem fylgja stjórninni, þegar hann kvað: „Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka af nógu. Hann gerir allt, sem hundur kann, 'hefði hann aðeins rófu.“ iÞó skal ég bæta við þetta, til þess að ekki valdi misskilningi, að ’þetta niðurgreiðslufargan hef- ir einn Ijósan puhkt, sem rétt' er að meta og nóg er að segja eins og satt er um stjórnina. Það standa vonir til, að meira verði étið af kjöti í ár en nokkru sinni áður, og þá þarf minna að neyða ofan í Bretann, og því fagna allir. Nú náigast kosningar óðum, og þar standa öðru megin nýsköpun arstjórnin sáluga (friður veri meö moldum hennar) afturgengin, eða Mklega væri rétt að orða það þannig, að hún hefði bylt sér í gröfinni, því nú er upp það sem áður sneri niður. Hvernig sem hún snýr, þá ætla þessir herrar að hanga saman á kjöftunum í næstu kosningum, og hvað svo? Stíga þeir svo ekki um borð í stjórnarfleyið? Ef svo verður get um við bændur tekið undir með Eiríki jarli: Ke.nni ég fullvel karfa þann, ikóngsskip er það varia. Að öðrum kosti væri það, að Sjálfstæðisflokkurinn næði settu rnarki og fengi meiriiiluta við síð ari kosningarnar. Það má sá flokk ur eiga, að hann er konungsger- semi og á engan alnafna í lýð- frjálsu landi í veröldinni. „Allra stétta flokkur", það er áreiðan- lega snjallasta öfugmæli, sem ■sem tungan geymir, og þessu öfugmæli velta .sjálfstæðilpmemn uppi í sér eins og munntóbaki við öll hugsanleg tækifæri. Þeir gætu alveg jafnvel tekið alvarlega vísuna: Fljúgandi ég sauðinn sá og saltarann hjá tröllum. Hestar sigla hafinu á, en hoppa skip á fjöllum. Það er þá ekki eins hörð stétta skipting í þessu landi eins og af er látið, ef einn og sami flokkur getur verið fulltrúi allra stétta. Hvernig ætli það sé mcð Alþýðu- sambandið og Samband ísl. sam- vLnnufélaga? Um áramótin í vetur hélt Ólafur Thors ' eina af sínum dómadags- ræðiun og sagði meðal annars: „Það er sýnt, að þjóðin trúir Sjálfstæðisflokknum bezt til þess að skipta þjóðartekjunum og skipta þeim i-étt,“ Mikil er trú þin. Það hefir nú aldrei verið miklu að skipta með þessari þjóð, því að hún hefir aldrei komizt hærra en vera milli húsgangs og bjargálna. Þó er frá þessu ein undantekning. Eftir síðara stríð átti hún 600 milljónir í útlendum bönkum og allir bankar hér svo fullir, að þeir voru hættir að Iborga vexti af hærri upphæð en 50 þúsundum. Það hefir verið tal ið, að þá ætti þjóðin 1200 milljón ir, og það var mikið fé í þá daga, þá var það ekki neinar 5 aura krónur. Að þessari 'krás settust svo þríflokkarnir með Ólaf Thor í forsæti. Það hefir sjálfsa-gt aldrei geng ið betur að skipa kolum út í Kveldúlfstogara en Ólafi gekk að koma öllum þessum gífurlega auði, á okkar mælikvarða, fyrir ;borð og L sjóinn. Náttúrlega isumt fyrir nytsama hluti eins og skip, því' svo mikill fjármálaglóp ur hefir aldrei uppi verið að geta eytt þessu öllu í alls ekki neitt, en sorglega mikið var, sem bein- línis var fleygt í sjóinn í þeirra orða venjulegu merkingu. En einu gleymdi Ólafur, og það var, að ísland næði lengra en upp að Elliðaám. Hver var hlutur sveit- anna hjá manninum, sem stærir sig af því, að hann skipti þjóðar tekjunum rétt? Það voru nú I meiri drápsklyfjamar, sem þang- ' að fóru. Þó var það að skömminni til skárra en á merinni hjá Bólu- Hjálmari, þar voru loforð öðru megin en svik hinu megin. Það voru þó ekki svik nema í öðrum bagganum á truntu Ólafs Thors, en auðvitað var sá baggi þriðjungi þyngri, því lofað var 50 milljón- um en fengust um 20 milljónir. | Nú skora ég á Ólaf Thors að [birta sundurliðaðan reikning yfir það, hvernig hann skipti stríðs- gróðanum. Koma svo með slagorð in og upphrópanimar á eftir, sem eru gagnleg á fjöldafundum í Reykjavik. Við bændurnir erum svo raunsæir, að okkur langar til þess að vita, hvað er eftir, Óli minn, ef hann bregzt þér hávað- inn? En 'það var ekki eina afrek Ólafs Thors að skipta stríðsgróð- anum. Annað var jafnvel enn af- drifarikara. Hann vakti upp þann draug, sem heitir verðbólga og kom honum svo vel á legg, að síðan hefir enginn séð við honum. írafellsmóri var að rölta um kjör dæmi Ólafs Thors á öldinni sem leið og þótti 'hrekkjalómur hinn mesti, en hann var hreinasta lamb að leika við móti þessum Ólafs- Móra, sem riðið hefir húsum á þessu landi undanfarin ár og eytt hyggðina í miklu stærri stíl en ‘Glámur, þegar hann var að eyða Forsæludal forðum. Verst er, að allir stjórnmála- flokkar virðast svo tröllriðnir af þessum óvætti, að enginn þorir að taka að sér hlutverk Grettis, að taka dólginn hryggspennu, og kunnu þó sumir foringjarnir glímuiökin, að sagt er. Það er til enskur máisháttur, sem segir: Fortíðin er bezti spá- dómur um framtíðina. Þetta skulu menn athuga vel við kjörborðið í vor. Ekki efa ég það, að sjálf- stæðismenn hafa nógan vind í segl in til þess að komast út í kjör- dæmin til þess að biðja menn að 'styrkja sig til þess að leggja nið- ur það kjördæmi, sem kýs þá. En þá er íslendingseðlið breytt frá fyrri tíð, ef einhverjir fá ekki bæði að sigla og róa heim aftur. Svo kvað Örn Árnarson: „Suðræn hræsni, austræn auðmýkt ótal greinar hafa sýkt, þó er skapið, innsta eðlið, Óðni, Þór og Freyju vígt. Ennþá myndi fáa fýsa að faðma og kyssa böðul sinn, eftir högg á hægri vang.a hver vill bjóða vinstri kinn?“ Kosningarnar í vor -skera úr um það, hvort skáldið hefir þekkt íslendingseðlið rétt. HeZgi Ilaraldison, Hrafnkelsstöðum. Á vertíðargöngu til Grindavíkur með eina og fimmtíu upp á vasann Rabbatf vitf Gest Helgason frá Mel áttræSan Góður og glaður maður Fyrirhleðslur leit hér inn á skrifstofur — Hvað geturðu sagt mér um blaðsins í gær og staldraði vatnságang þarna í Þykkvabæn- ~ . um, eg hef eitthvao heyrt talao litla stund. Það var Gestur um hannV Helgason frá Mei í Þykkva- — Vatnságangurinn var mikill bæ. Einhvernvegin hafði bað frá því ég fyrst man eftir og kvisazt, að Gestur yroi átt- ræður laugardaginn 13. þessa mánaðar og fréttamað- ur notaði tækifærið og nær- veru Gests til að spjalla ögn við hann um liðna daga í Þykkvabænum. Gestur er fæddur á Mel í Þykkvabæ, Þykkvabæingur í báð ar ættir og hefur runnið skeið sitt í áttatíu ár að mestu í Þykkvabænum. Þykkvibærinn var ekkert rikramannapláss á yngri árum Gests fremur en önnur sveitaþorp á landinu, enda gat hann þess, að farareyrir sinn í vertíðargöngu til Grindavikur hefði verið króna og fimmtiu, og taldi, að nágrannar sínir og sam ferðamenn hefðu verið svipuðum efniun búnir í upphafi ferðar. Þykkvabæingar hafa löngum isótt sjó á opnum iskipum frá hafnleysunni þar við ströndina og þaðan fór Geslur sinn fyrsta róður. Hann var þá 15 ára gamall. — Þá réru fjögur skip úr Þykkvabænum, sagði Gestur. — Einu hafði slegið upp svo því varð ekki róið í það sinn, enda gerði afspyrnu veður svo einu hinna þriggja hvolfdi í endingu og drukknuðu tveir menn. Hin tvö, og þar var ég á öðru, urðu að leggja frá og róa út á móts við Loftsstaði. Þangað var komið í rökkurbyrjun í bráðum háska alla ströndinni í brááðum háska alla nóttina. Um morguninn var okkur hjálpað.til lands. Hætiulegar lendingar ( — Eftir þetta lagðist útræði niður frá Þykkvabæjarsandi í nokkur ár, en var tekið upp seinna. Ég gengdi þar formennsku nær fjörutíu vertíðir, og þar voru oft hættulegar lendingar. Nú hafa róðrar aftur lagzt niður .síð an báti hvolfdi þar í lendingu fyriir nokkrulm árum, og þeir verða ekki teknir upp að nýju fyrr en harðnar í ári, það er nokk uð isem víst er. — Þú hefur róið á þilskipum? — Jú, ég hef verið á skútum. Byrjaði þegar ég var 22 ára og reri þrjár eða fjórar vertíðir hjá svokölluðum Engeyjarútvegi og tvær vertíðir hjá Geirsútvegi, sem kallaður var. Og svo var ég kom inn í húskapinn á Mel. — Var ekki nokkuð erfitt að hefja búskap þá? — Jú, fátækt og erfiðleikar á öllum sviðum meiri en nokkur ungur maður eða kona nú til dags gæti ímyndað sér. þangað til hlaðið var i Fjarka- stokk og Djúpós. Þverá geröi mesta óleikinn, flæddi yfir svo að segja öll lönd Þykkvabæinga. Svo var ráðist í fyrirhleðslúrn- ar, 'byxjað á Fjarkasekk og snydd an borin í fanginu eða á bakinu og þar stóðu að bæði karlar og konur. Trékláfar fylltir af isnyddu voru settir niður í dýpstu álana í Djúpós og festir niður með táug um og akkerum. Staurar reknir niður með fallhamar, sem sai á fleka, en öll var sú tækni £. frúm- stæðara lagi. Hestvagnar voru þá að byrja að sjást og ríldð skaffaði nokkra til fyrirlileðolunnar' í Djúpós. Eftir það keyptu mar'gir bændur þá vagna og . það varð upphafið aö vagnaeign í Þykkva- bænum. Rjómabúið — iMvaða aðrar framkvæmdir Þykkvabæinga má telja merkastar á þessum tímum? — Það mætti nefna stofnun rjómabúsins 1908. Það þótti strax til mikilla bóta. — Komst þú þar ekki við sögu? — Eg var í stjórninni frá býrj- un og formaður í tvö ár. Rjóma- búið var svo að 'segja við bæjar- dyrnar á Meí og ég þv: oft kall- aður þangað. Búið var svo I'agt niður árið 1926 og þá gengu flestir í Mjólkurbú Flóamanna. Þessi samvinnufyrirtæki, mj ólkurbúin og kaupfélögin hafa orðið mikil lyftistöng fyrir sveitirnar og þar gætir áhrifa Framsóknarflokks- ins hvarvetna til heilla. Eg álít að hánn hafi gert' me3t fyrir sveit- irnar og cnda sjávarplássin líka; ég get ekki séð að það hafi hallað Framhald á 11. síðú. ;iniiianroatiiu:iniimamuigangi8CTgiiii 11 »»»11»: ÞJÓÐBÓTARSKRIFSTOFAN Frjálsir fiskar Sýning í Framsóknarhúsinu íkvöld kl. 8,30 Miðasala kl. 4-8 Pantið í síma 22643 Þjóðbót

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.