Tíminn - 28.06.1959, Side 9

Tíminn - 28.06.1959, Side 9
T í MI N K, snnnudaginn 28. júní 1959 9 MARY ROBERTS RINEHART: dJuarökk kjd j vunaí'teonci ki 15 sofið nóttina áður, og þegar allt hafði verið grafarhljótt stundarkorn, hafði hann setzt niður og dottið út af. Þetta var sagan, og það sem ég hafði séð, sló nýju ljósi,-á hana. En .ég efaöist um, að þetta væri öll sagan, enda- þótt sennileg'a vissi Maríá ekki meira. Mér fannst eins og Hugo væri ofurlítið var um sig, og öðru hvoru leit hann á konu sína eins og til að fullvissa sig um, að allt væri eins og það átti að vera. Eða ef til viil til að sjá, hver áhrif atburðirnir hefðu á hana. Hver veit það ■— j afn vel núna? Eg hafði grun um, að hann legöi það ekki i vana sinn aö gera Maríu að trúnaðar- manni sínum. Lögregluforinginn hafði tal af mér í síma eftir morgun- verðinn, og eins og venja okk ar var, þegar nauðsyn bar til, Iét ég sem hann væri læknir, — Heyrðu, sagði hann, — ég þarf að biðja þig að gera dálítið fyrir mig. — Já, læknir. — Fáðu þér ferskt loft þenrián morguninn og leit- aðu kringum húsið . að fari eftir. stiga, eins og nótaöir eru við ávaxtatré. Þú færö skýri'ngu seinna. — Mér þykir það leitt. sagði ég vegna Hugos, sem var í borðstofunni. En ég geri ráð fyrir aö veröa hér nokkra daga. Mér fyndist gaman að taka þetta aö mér fyrir þig. Þú ættir að liafa mig í huga síöar. — Gerðu þetta fljótt, og komdu hingað í kvöld, var svar hans. Síöan lagði hann tóliö á. Eg hafði komizt aö sam- komulagi um þaö viö þjónana aö halda sögu kvöldsins leyndri fyrir Júníu. Henni léiö hreint ekki vel þennan morg- un, og þótt mér dytti síöur en svo í.hug, að .hún syrgði dreng inn, varð það eins augljóst og vatnslitt sjúklingsnefið á and liti hennar, aö hún hafði á- hyggjur út af einhverju. Eg geröi ráð fyrir, aö það væri kvíði' vegna málsrannsóknar- innar ,sem stóö fyrir dyrum um morguninn. Þegar öllu var á botninn hvolft, skipti úr- skurðurinn gej'simiklu máli fyrir hana, vesalings gömlu konuna, og hún gat hvort eð var ekki gefið drengnum lif- iö aftur. Eg sá, að hún leit ööru hvoru á klukkuna. Að- eins einu sinni opnaöi hún munninn til aö tala. og það var þegar ég var biiin að nudd.a bakið á henni upp úr vínanda. — Þú hefur mjúkar hend- ur, góða mín. Og enn einu sinni fannst mér starfi minn viðbjóösleg- ur, ég sveikst inn í þetta hús undir fölsku yfirskini og gabb aöi vesalings gömlu konuna til1 að vera mér jafnvel þakk- lát fyrir. Eg varð að hleypa í mig hörku til að rifja upp fyrir mér, aö sennilega hafi hún fundiö og falið einhvern mikilvægan vitnisburö í mál inu, áður en mér fannst ég geta haldið verki mínu áfram. Ef til vill var þetta afar mérki legt sönnunargagn, sem leyni lögreglumenn trygginganna hefðu viljað géfa ár af ævi sinni fyrir. Þ'etta gerðist á miðviku- degi. Rannsóknin átti að fara fram klukkan ellefu, og Hugo og María fóru bæði út úr hús inu hálftíma fyrr. Júlía lá í móki, svo að mér gafst færi á að framkvæma leitina, sem lögregluforinginn hafði gefiö mér skipun um, án þess að nokkur, viökomandi málinu, vissi af því. Eg hafði aðeins óljósar liugmyndir um, hvernig þess konar stigi væri, sem lög- regluforinginn hafði lýst fyr- ir mér, en allir stigar skilja eftir tvö sams konar för. Eg gekk í hægöum mínum kring um húsið, lagöi af stað við aöalinnganginn, hélt áfram f ramhj á bókaherberginu, álmunni, þár sem eldhúsið var, og til baka aö viöhafnar stofunni. En ég fann engin för eftir stiga. Framan við dyrnar á húshliðinni gekk ég fram hjá nokkrum runnum, rétt hjá glugganum á bakhlið stofunnar, og þá stóð ég skyndilega andspænis stúlk- unni, sem hafði stöðvað mig í heimreiöinni kvöldiö, sem Herbert hafði látiö lífið. Hún stóð í horninu upp viö vegg- inn, og hafði ég nookkru sinni séö kvenmann dauðhræddan, var það Tiún. 7. kafli. Stúlka lostin skelfingu. Hún náði sér samt aftur um leiö og hún sá mig: — Guð minn góöur, ég. hélt þeir væru komnir aftur. — Aö hverjir væru komnir aftur? | — Þj ónarnir. Eg beiö þar |til ég sá þá fara út, og þá . læddist ég inn. I Mér gafst tími til að virða hana vel fyrir mér og ég sá, að ef hún hefði verið í eðli- . legu hugarjafnvægi, hefði hún verið mjög fögur. Nú var útlit hennar hiirs vegar eins og hún hefði ekki sofið dúr í viku. Augun voru þrútin, og ööru hvoru fékk ég frá henni 1 undarlega ögrandi augnatil- lit. I Hvaö í ósköpunum ert J þú að gera hér? spurði ég , hana. j — Eg kom til að hitta þig, sagði hún, eins og hún hefði staðið á öndinni. — Þegar öllu er á botnin hvolft, ertu hjúkrunarkona. Þú hlýtur að .skilja mig, óg ég verö að tala við einhvern. Annars verð ég brjáluð. Hann réð sér aldrei bana sjálfur, þú skilur. Mér er sama, hvað veröur úrskurð að, hann gerði það aldrei. — Hvernig veiztu það? — Af þvi að ég þekki hann mjög vel. Eg var . . . trúlofuð honurn, og hann vissi, að hann var í hættu. — Hvers konar hættu? Og frá hverjum? sagði ég. — Eg veit það ekki. Hann sagöist vera eltur. Þess vegna var hann að hreinsa byssuna sína. Hann sagði, að einhver væri að ráða sig af. — En hann hlýtur að hafa sagt eitthvað til að útskýra þetta. — Hann vildi ekki segja mér neitt. Það var eitthvað að ger ast, en hann vildi ekki segja mér, hvað það var. — Hefurðu ekki sagt lög- reglunni frá þessu, spurði ég. Hún hristi höfuðið. — Eg vil ekki flækjast inn í þetta, sagði hún. — En hann vissi, aö' þetta gat komið fyrir. Og hann vissi eitthvað enn meira. Hann sagði, að ef einhver réði sig af dögum, myndu þeir reyna að ná í mig líka. — En það er hlægilegt, hróp aði ég upp. Hví skyldi nokk- ur kæra sig um að drepa þig? Og hvað kemur þér til að halda, aö þetta hafi ekki allt saman verið slys? Þú veizt að slysin eru ekki lengi að vilja til. Hún hristi höfuðið. — Hann var myrtur, sagði hún og horfði á mig með augun, sem voru sollin af langvinnum gráti. Hann var myrtur, og ég veit, hver gerði það. Eg var samt ekki viss um, að hún vissi neitt um það, þegar hún hafði lokið frásögn sinni. Og áður en ég lét hana segja mér frá, bað ég hana að afsaka mig, því að ég þyrfti að vitja um Júniu. Eg geröi dálítið, sem ég hafði and- styggð á, en var þó óhjá- kvæmilegt. Eg hringdi á lög- reglustööina og bað fyrir skilabóð um, aö stúlkan væri viö Mitchell-húsið og aö ein hver yjrði að vera viöbúinn að fylgja henni eftir, þegar hún færi burtu aftur. Júlía var í ró, þegar ég kom upp til hennar. Eg hugsa að hún hafi vitaö, að rannsókn in var að fara fram, en hún hafði ekki minnzt á það við mig. — Það er allt í lagi meö mig, sagöi hún meö sinni sljóu rödd. Þú þarft ekki að vera hér. Farðu út og fáðu þér ferskt loft. Þegar ég kom aftur til stúlk unnar, fann ég hana í hnipri á tröppunum. Mér fannst sárt aö sjá, hversu illa henni leiö, og mér fannst ég sekari en nokkru sinni áður. En hún sagði mér sögu sína skýrt og skipulega. Hún hafði verið ástfangin í látna piltinum, og hann í henni. Hún þekkti bresti hans. Hann var latur og ekki alltof I ráövandur, skildist mér, en þaö virtist ekki hafa breytt íneinu um samband þeirra; ekki aö öðru leyti en því, að fjölskyldu hennar geöjaðist alls ekki að honum og mein- aði honum að lokum að heim sækja hana þangað. Eftir það urðu þau að hittast úti við, hvar sem þau gátu komið því við. Stundum fóru þau í göngu feröir eöa óku um í bílnum I hennar. Hún átti litinn jtveggja manna bíl. Stundum sátu þau bara og héludst í hendur í kvikmyndahúsum. Mér skildist líka, að þaö væri annar maður, sem ekki lét sér á sama standa um hana og ;sem einnig var líklegur til að koma af stað vandræöum, ef hann hefði séð hana með Her bert, svo aö þau urðu að halda sig á afviknum stöðum. — Hvers konar vandræð- um? spurði ég hvasst. MAGNÚS JÓNSSON, óperusöngvari Söngskemmtun í Gamla bíó þriðjudaginn 30. júní kl. 7,15 síðd. Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðasala hjá Eymundsen og Lárusi Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri Okkur vantar mjólkurfræðing 1. sept n. k Aðalstarf smjörgerð. Mjólkurfélag Skagfirðinga Sauðárkróki.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.