Tíminn - 28.06.1959, Síða 12

Tíminn - 28.06.1959, Síða 12
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík og nágrenni Þórarinn Þórarinsson Einar Ágústsson Frú Unnur Kolbeinsdóttir Jón Skaftason Guttormur Sigurbjörnsson 1. maður á B-listanum 2. maður á B-listanum 3. maður á B-listanum frambj. í Gullbr. ög Kjós. frambj. í J-Iafnarfirði Nýjasfa dæmið um róg íhaldsins gegn S. í, S. Vísir reynir aö draga bifreiðadeild S.I.S. inn í gjaldeyrissvik Reynis Þorsteinssonar Yfirlýsing frá bifreiíadeild S.Í.S., sem sýnir a<S rógburtJur Vísis er tilhæfulaus meíJ öllu Það er gott dæmi um takmarkalausa viðleitni íhaldsblað- anna til þess að reyna að ófrægja S.Í.S., að Vísir reynir í gær að bendla bifreiðadeild þess við gjaldeyrissvikamál. sem starfsmaður á Innflutningsskrifstofunni hefur orðið uppvís að. f tilefni af þessum rógskrifum Vísis, hefur Tímanum borizt eftir- farandi yfirlýsing frá bifreiðadeild S.Í.S.: „í dagblaðinu Vísi birtust í dag iklausur á bls. 7 og 12, þar sem því er drótlað að Sambandi ísl. samvinnufélaga, að bifreiðadeild þeas sé á einhvern hátt riðin við máí líeynis Þorgrímssonar, .starfs manns Innflutningsskrifstofunnar, en það mál ev nú í rannsókn fyrir sakadómi Reykjavíkur. Út af þessu vill Vélade'ild Sam bands ísl. samvinnufélaga táka þetta fram: iSvo sem almenningi er kunnugt giida og hafa gilt þær reglur hjá Innfiutningsskrifstofunni, að inn- iiutningsleyfi fyrir bifreið er ekki -veitt nema umsækjandi hafi áður gert grein fyrir því, að hann hafi með löglegum hætti aflað nægi- 3egs gjaldeyris til greiðslu bifreið arinnar og eigi hann óráðstafaðan enn. Véladeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefur hvorki talið sig ihafa til þess skyldu né heimild að íara að krefja viðskiptamann, sem Seggur fram innflutningsleyfi, út- gefið af .Innflutningsskrifstofunni, og óskar eftir, að deildin flytji inn fyrir hann bifreið, sagna um það, hvernig hann hafi aflað gjald eyris til greiðslu bifreiðarinnar. Er og ekki vitað til, að sá háttur sé á hafður hjá öðrum bifreiðainn- flytjendum hér á landi. Loks skal það tekið fram, að til- hæfulaust er hjá Vísi, að starfs- maður bifreiðadeildar S.Í.S. hafi verið til yfirheyrslu út af um- ræddu máli. Yfirlýsing þessi er send öllum dagblöðum Reykjavíkur til birt- ingar. Reykjavík, 27. júní 1959. f.h. Véladeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Hjalti Pálsson.“ Þess skal getið, að sá starfsmað ur Innflutningsskrifstofunnar, sem gjaldeyrissvik hefur sannast' á, hef ur undánfarið ár tekið mikinn þátt í ferðalögum Heimdallar, og verið velmetinn i þeim félagsskap. Með því að upplýsa þetta, er þó síður en svo verið að bendla Heimdall nokkuð við þetta mál, þótt slíkt væri hins vegar í góðu samræmi við starfshætti Mbl. og VísLs. Skröksaga krata um Þorlákshöfn Frambjóðendur Alþýðuflokks ins í Árnessýslu liafa dreift út þeirri fregn og birt í blaði sínu þar eystra fyrir kosningarnai-, að ríkisstjórnin væri búin að útvega lán til lúkningar Þor- lákshafnar og brúar á Ölfusá hjá Óseyrarnesi og væri dr. Benjamín Eiríksson úti í Þýzka landi að ganga frá lántökunni. Fregn þessi var liöfð eftir Eniil Jónssyni. Á framboðsfundi á Selfossi í fyrrakvöld var birt yfirlýsing frá Emil Jónssyni forsætisráð- herra til Páls Halígrímssonar, sýslumanns, formanns Þorláks- hafnarnefndar, þar sem lýst er yfir að fregn þessi sé tilhæfu laus. Sannleikurinn er sá, að þessi stjórn hefir ekkert gert í málinu. Gísli Sigurbjörnsson hefir verið að leita hófanna um lán og fengið nokkur tilboð, sem fyrir liggja, en engin ákvörðun livað þá lántaka lief- ur átt sér stað. Þorláksliafnar- málinu hefur ckki þokað fram um þumlung fyrir tilverknað þessarar ríkisstjórnar. v ____________________> Oglæsilegar horfur í fjár hags og gjaldeyrismálum Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 1958 er nýlega komin út. Skýrslan hefst á greinargerð stjórnar Seðla- bankans um fjárhagsástand- ið. f greinargerð stjórnar Seðla- bankans segir m.a. á þessa leið: „Sú hætta vofir hins vegar yfir, að hin stórauknu útgjöld, sem niðurgreiðslurnar hafa í för með sér, muni valda því, að verulegur halli geti o_rðið á reikningum ríkis sjóðs og Útfluíningssjóðs á yfir- standandi ári.“ Á öðrum stað í greinargerðinni segir svo um greiðslujöfnuðinn við útlönd á þessu ári: „Samkvæmt áætlunum, sem gerð ar hafa verið um greiðslujöfnuð- inn á þessu ári, virðist enn útlit fyrir mjög mikinn greiðsluhalla, sem jafna verður með erlendum lánum, ef fást. Búast má við, að þessi halli verði raunverulega meiri en á síðasta ári.“ Meðal þeirra, sem rita undir iþetta, eru Jón Axel Pétursson og j Jón Maríusson, sem eru eindregnir stuðningismenn núv. stjórnar- flokka. Sem t'rúnaðarmenn Seðla- ( bankans telja þeir sér hins vegar skylt að segja rétt frá staðreynd um og er því lýsing þeirra á horf unum í 'efnahagsmálum harla ólík því, sem talsmenn stjórnarflokk- anna vilja vera láta. Blað andstæðinga kjördæma- byltingarinnar á Akureyri Út er komiS á Akureyri nýtt blað. Nefnist það „Akur- eyri" og standa aö því andstæðingar kjördæmabylting- arinnar þar í bæ, Blaðið er mjög vandað, 12 síður lit- prentaðar. Um 30 menn með ýmsar stjórnmálaskoðanir láta þar í liósi álit sitt á kjördæmabyltingunni. Meðal annarra ritar Þórarinn Björnsson, skólameistari, í blaðið. Hann segir: „Ég er ekki hrifinn af þessari breytingu. Ég álít að hún verði til að auka múgmennsku í landinu, og á því er sízt þörf" Kjörseðill við Alþingiskosningarnar í Reykjavík 28. júní 1959 A X B D F G Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins Lis.ti Þjóðvarnarflokksins Listi Alþýðubandalagsins 1. Gylfi Þ. Gíslason 1. Þórarinn Þórarinsson 1. Bjarni Benediktsson 1. Gils Guðmundsson 1. Einar Olgeirsson 2. Eggert G. Þorsteinsson 2. Einar Ágústsson 2. Björn Ólafsson 2. Bárður Daníelsson 2. Hannibal Valdimarsson 3. Sigurður Ingimundarson 3. Unnur Kolbeinsdóttir 3. Jóhann Hafstein 3. Þórhallur Vilmundarson 3. Alfreð Gíslason 4. Katrín Smári 4. Kristján Thorlacius 4. Gunnar Thoroddsen 4. Helga Jöhannsdótlir 4. Eðvarð Sigurðsson 5. Garðar Jónsson 5. Kristinn Sveinsson 5. Ragnhildur Helgadóttir 5. Jóhann Gunnarsson 5. Adda Bára Sigfúsdóttir 6. Ingimundur Erlendsson 6. Jónas Guðmundsson 6. Ólafur Björnsson 6. Hafsteinn Guðmundsson 6. Snorri Jónsson 7. Sverrir Þorbjörnsson 7. Dóra Guðbjartsdóttir 7. Ásgeir Sigurðsson 7. Sigurleifur Guðjónsson 7. Eggert Ólafsson 8. Ellert Ág. Magnússon 8. Kristján Friðriksson 8. Angantýr Guðjónsson 8. Guðríður Gísladóttir 8. Hólmar Magnússon Þannig lítur kjörseðill í Reykjavík út, þegar B-listinn hefur verið kosinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.