Tíminn - 10.07.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.07.1959, Blaðsíða 9
T í MIN KT, föstudaginn 10. júlí 1959. AAARY ROBERTS RINEHART: ,,A. iMMi ^Jruaröhh hlúLrunciruona 'Ki 24 bera niSur klæðnað piltsins látna og ilrúgað honiun á stiga pallinn. Fötin lágu nú fyrir framan. iierbergi Júlíu. skyrt- urnar, femdin og jakkafötin, hvert í sínnm bunka. Það bjó eitthvað undir þessum flýti hennar aS losna við síðustu j arðneskar eigur þessa óláns I sama unghngs, fannst mér að hlyti að vera. Eg kallaði á Maríu og spurði hana :—• Hvað liggur á? Hvers vegna þarf að gera þetta svona undir eins. — Það' var hennar uppá-; stunga, sagði hún gremjulega. Hún vildi líta yfir þau. Það á að gefa þau hjálpræðishern- um. Og hvað er rangt við það? Aldrei framar þarf hann sjálf ur á þeim að halda. Þegar ég kom inn til Júlíu, var hún enn komin með of hraðan æðaslátt, og leið alls ekki vel. Eg gaf henni róandi lyf og bað hana að láta fötin bíða í tvo eða þrjá daga. — Þú hefur enga heilsu til að standá í þessu, sagði ég ákveðin við hana. — Dagur skiptir ekki máli til eða frá, og ég vil ekki þurfa aö bera ábyrgð gagnvart lækninum. ef þú ferð ekki eftir því, sem þér er sagt. — María vildi losna við þau út úr faúsinu, sagði hún. — Það er rétt, að það liggur reyndar ekkert á. Eg gat dregið þær ályktanir sem mér sýndist af þessum mismunandi vitnisburði Mar- íu og hennar, þótt ég væri dálitið hissa. Höfðu báðar þess.ar gömiu konur verið áö leita saman í fötum piltsins að einhverju? Mér sýndist Júlía varla hafa snert mat- inn á bakkanum, sem ég færöi henni. Voru þær hrædd ar um, að hann hefði skilið eitthvað eftir, kannske bréf, sem gætl breytt úrskuröin- um, sem þeim var svo mikil- vægur. Það er algengt, aö sj álfismörðingj ar skiljd eftir bréf. Og þó, ef hann hafði drep- ið sig, hvers vegna þá alla þessa fyrirhöfn til að láta það líta :út eins og eitthvað ann- að, og skilja svo eftir svona bréf? Nema ef það hefði ver- ið bréf frá einhverjum, ef til vill Pálu. Auðvitaö hlaut hún að hafa skrifað honum ein- hvern tíma. Eina líklega tilgátan, sem ég hafði upp úr þessu grufli mínu, - var, að líklega hefði Pála einhvern tíma skrifað honum bréf um þá hættu, sem. hann var i, og að þessar tvær aldurhnignu konur höföu haft grun úm það. En í því fólst auðvitað, að þær vissu báðar um hættuna, sem vofði yfir piltinum, og þátt Pálu. Eg var þrátt fyrir allt ekki viss um, að þær hefðu vitneskju um hana né nein bréf. í raun og veru vár ekki nema eitt, sem ég var viss um. og það var, að þær höfðu leitað vandlega í fötum piits ins látna. Eg var ekki lengur í vafa um það, þegar ég sá jakk- ann, sem María hafði snúið út. Auðvitað sannaði það svo sem ekkert. Allir leita í fötum sem þeir ætla að gefa burt. Og ef til vill hafði lögregian gert það. Það var ekkert ann að en flýtirinn og laumuspil- ið í þessu atferli kvennanna, sem vakti grunsemdir mínar. Eg myndi heldur hafa vilj- að láta draga úr mér tönn heldur en leggja leið mína í snyrtilega og fábrotna skrif- j stofu lögregluforingjans þenn an dag. Skrifstofa hans var, gerólík skrifstofu lögreglu-1 stjórans, sem var eins konar morðminjasafn, fullt af skammbyssum, rýtingum og jafnvel þurrkuðum manna- beinum uppi á veggjum. Skrifstofa lögregluforingjans var hins vegar mjög eyðileg. Þar var ekki annað en einn eða tveir stólar og stórt borð, sem á voru tveir símar. En ég stóð dálitla stund með höndina á dyrahúninum áö- ur en ég herti mig upp í það að.ganga inn og mæta tilliti Pálu Bren.t. Ekki leið mér held ur neitt skár, þegar hún leit upp og brosti til mín, þessu undarlega brosi sínu. — Svo að þeir hafa sótt þig lika, sagði hún. — Það lítur út fyrir það. — Jæja, ég vona að hann trúi þér. Ekki trúir hann mér. Hann heldur að Herbert hafi drepið sig sjálfur. — Ef hann væri viss um það, værir þú ekki hér, sagöi ég við hana. Og það reyndist líka rétt vera. Yfirheyrslan var ekki nema rétt byrjuð, þegar ég sá, áð lögregluforinginn var að minnsta kosti í bili búinn Jað gefa sjálfsmorðskenning- una upp á bátinn. ! .Hún stóö sig bara vel með- ' an þetta stóð yfir, þótt ég | sæi — þarna sem hún sat jí höröum stól andspænis ljós in.u — eins og allir áðrir, sem yfirheyröir hafa verið í þess ari skrifstofu, — að hún hafði j farið í svört klæði og sett upp I lítinn, svartan hatt vegna jarðarfararinnar. Þetta vakti samúð mína. Þetta hafði sin áhrif á lögregluforingjann lika, því að hann var óvenju mildilegur í framkomu. Og . sagan, sem hún sagði honum, var sama sagan og hún hafði sagt mér, orð fyrir orð. Öðru hvoru leit hann til mín, og ég kinkaði kolli. Það var ekki fyrr en hann fór að þaul- spyrja, að hún virtist ekki eins örugg. — Hvernig stóð eiginlega á ferðum þínum við Mitchell- húsið þetta kvöld. Getur það vérið, að þú hafir verið inni í húsinu með honum. — Hvað áttu við með því? — Eg ber fram spurning- una, ungfrú Brent. Láttu þér ekki detta í hug, að ég haldi þig hafa drepið hann. Eg veii betur. En ef þið hefðuð farið að rífast, og á eftir hefði hann tekið ákvörðun . . . þú skilur við hvað ég á? — Aldrei. Við rifumst aldrei.. — Segðu mér frá klukku- stundunum tveimur, sem liðu, eftir að þið kvöddust og þangað til þú sást húsið upp ljómað og lögreglubíl í heim reiðinni. — Eg keyrði bara aftur og fram, sagði hún. — Eg var taugaóstyrk. — Keyrðlr um í bíl í tvær klukkustundir? Hvert fórst þú? • — Eg veit það eiginlega ekki. — Þú hlýtur að vita það, sagði hann höstugur. Þú þekk ir vegina hérna í kring. Og þú varst að komast heim aft ur. Heyrðu nú, ungfrú Brent. Viltu ekki að við komumst að hinu sanna um þetta allt? — Það sem ég gerði kernur þessu ekkert við. Eg myrti hann ekki. — Hvar varstu, þegar þú lentir í vandræðunum? Á hvaða vegi? — Vandræðum? Hvers konar vandræðum? — Kom ekki eitthvað fyrir bílinn þinn? Þá rann upp fyrir henni Ijós, og hún leit á mig, grun- semdaraugum. — Það sprakk hjól. Það var fyrir utan Norris ville. Eg var langa stund að skipta um. Og þá kastaði hann að henni sprengju, meðan hún var enn ofurlítið rugluð vegna þessara andartaks mistaka. — En hvers vegna varst þú að burðast með þennan stiga? Hún starði á hann með hálf opinn munninn. Andar- tak leið, og hún mátti ekki mæla. — Eg veit ekki hvað þú meinar með því að tala um stiga. | — Það hugsa ég nú samt, sagði hann rólega. — Og ég vara þig við að dylja neins, sem getur komið þessu máli við. Þú náðir i stiga, dróstl I hann yfir tvær grasflatir og ’ gegnum runnana á Mitchell- lóðinni; slóöin var greinileg. Ef þig langar til að sjá hana, hef ég hérna uppdrátt af henni í stórum dráttum. En hún hreyfði sig ekki til að, Uta á hann. Hún sat álút í stólnum, andlitiö var fölt með þöndum dráttum. — Eg |skil ekki, sagði hún veiklulega. j— Eg veit ekki, um hvað þú ert að tala. j Eg skildi það heldur ekki. Kvöldið áður hafði hann sagt mér, að karlmaöur hefði ver- ið að bera þennan stiga, og nú var hann aö bera stúlkuna þeirri sök. En hann hafði nú alltaf sínar eigin aðferðir, og af næstu spurningu var aug- ljóst, að hann var hættur við stigann og sneri sér að öðrum atriöum. — Þú sagðir, ungfrú Adams, að fjölskylda Herberts, eða öllu heldur gamla frú Mitchell og þjónarnir hennar hefðu síður en svo verið hlýlegir í hans garð. — Þau hötuðu hann. — Hvernig veiztu það? — Hann sagði það ævin- lega. Það var að versna upp á síðkastið. Síðasta mánuð- inn, eða þar um bil. — Hvað áttu við með, að það hafi versnað? — Hann varð hræddur. Þau ofsóttu hann. — En það er fjarstæða, sjáið þér það ekki? Júlía gat ekki elt neinn né ofsótt. — Einhver var alltaf að elta hann. Hann fór að bera skammbyssu. — Sagði hann aldrei hver það væri? — Hann vissi það ekki. Eg MMaawiBiBtaaaaanaHiaiiiiiiiBwnmwwwBUMmiBM Allir þeir, sem eiga garðskýli í leigugarðlöndUm Reykjavílcurbæjar, skulu hafa málað þau fyrir 1, ágúst n. k , eftir þann tíma hefst hreinsun á hvers konar rusli úr garðlöndum og verða þá fjarlægð öll þau garðskýli, sem eru í slæmu ásigkomulagi, Reykjavík, 9. júlí 1959. Garðyrkjustjóri Reykjavíkurbæjar. V.V2V.VWAW.V.V.W.V.V.VV.Y.V.V.V,VAW.V.V%V. m í Síldarstúlkur óskast til Raufarl.'afnar strax. Fríar ferðir og kauptrygging. — Upplýsingar í síma 16762. I V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VVV.V.V.V.V.V.’.VAVVVrY.V. TIL SÖLU 1 2,8 tonna bátur, Breiðfirðingur. 1 2 tonna bátur, nýr. 1 5 tonna bátur, nýýuppgerður. Skipti á bílum möguleg. BÍLA- og BÚVÉLASALAN, Baldursgötu 8. — Sími 23136. ittuttuuttttutuutíiiutuxœuttuitttxuitttæittiutxitiiæut •• M «« | Höfum kaupendur að öllum tegundum bifreiða og H landbúnaðarvéla. H BÍLA- og BÚVÉLASALAN, Baldursgötu 8. — Sími 23136. H j*w»uiintn:::nm:tisiunun;:nmiit?:»uiiiii;i»:um»iiii»uii»»itmw: TIL SÖLU Unimog dráttarvél í góðu standí. T.D. 6 International jarðýta og mikið af als koaar dráttar- og jarðvinnsluvéíum. BÍLA- og BÚVÉLASALAN, Baldursgötu '8. — Sími 23136. nututmtuutuuuuuutututt! Nýbýli Til sölu með góðum kjörum land undir nýbýli úr. landi jarðanna Kjalarlands og Blálands í Vínd- hælishreppi, A-Hún. Þeir, sem vildu sinna þessu, snúi sér til undirrít- aðrar, eiganda jarðanna, sem gefur allar nánari upplýsingar. Elinborg Kristmundsdóttir frá Kjalarlandi, Karfavog 34, Reykjavík. Sími 32440. <mn»»:i»»n»»»T::n»»iiii niniii iiiiiiiiniiiiiiiHm«n!nnimiiiniiimnW VILJUM HJARTANLEGA þakka öllum n»r og fj»r, sem auSsýntfu okkur samúð og vinsemd við andlát og úfför eigtnmanns, föður, tengdaföður og afa okkar, *-‘v Kristjáns Hjaltasonar frá Fjarðarhorni. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir Valgerður Þ. Kristjánsdóttir Sveinn Kristjánsson Gunnar J. Kristjánsson Birna Ólafsdóttir Erla Krisfjánsdóttir Gunnar D. Júliusson Jóhanna Kristjánsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir og barnabörn. ......... i * ;• • •• • i v '■ v v- í v ' -ý > y- ' 'Ty* '';»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.