Tíminn - 20.07.1959, Blaðsíða 4
4
T í IV! IN N, suamidaging 20, júlí 1959l
-WMhm-
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18 305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948
Sala Fiskiðjuversins
EINS og skýrt hefur verið
frá hér i talaöinu hefur taæjar
stjórn Reykjavíkur nú ákveð
ið að kaupa Fiskiðjuver ríkis
ins, en núverandi ríkisstjórn
hefur boðizt til að selja bæn
um það fyrir ákveðið mats-
verð. í Iögunum um Fiskiðju
verið hefur ríkisstjórnin
heimild til að selja það, en
vafasamt er þó, að sú heim-
ild nægi í þessu tilfelli, þar
sem hún er takmörkuð við
ákveöna aðila, sem vafasamt
er að bærinn eða bæjarfélag-
ið geti flokkazt undir.
Það verður því að telja
eðlilegt, að ríkisstjórnin beri
söluna undir Alþingi áður
en endanlega er gengið frá
henni. Annars er hætt við,
að þetta skapi fordæmi fyrir
því, aö ríkiseignir verði seld-
ar, þótt ekki séu fyrir hendi
fullnægjandi heimildir til
þess. Við þetta bætist svo,
að núverandi ríkisstjórn er
minnihlutastjórn, er ekki-
srtyðst við nema réttan helm-
ing þingmanna, og hlýtur
hún þvi að sýna meiri var-
færni í málinu en ella.
ANNARS er þetta ekki
sagt vegna þess, að það verði
talið neitt óeðlilegt, að
Reykjavíkurbær gerist eig-
andi Fiskiðjuvers ríkisins.
Af hálfu Frámsóknarmanna
var það á sínum tíma talin
mjög vafasöm ráðstöfun, er
nýsköpunarstjórnin réðst í
byggingu Fiskiðjuversins, því
að ekki virðast meiri rök fyrir
því, að ríkið starfrækti fisk-
iðjuver í Reykjavík en annars
staðar á landinu, nema síður
væri. Framsóknarmenn, er
sæti hafa átt í stjórn Fisk-
iðjuversins, hafa því yfirleitt
verið því heldur fylgjandi að
ríkið seldi Fiskiðjuverið, ef
eðlilegur kuapandi byðist.
Slíkt hefur hins vegar ekki
legið fyrir fyrr en nú. Það
er á margan hátt eðlilegt,
að Reykjavíkurbær eigi og
reki Fiskiðjuverið.
TILGANGUR Reykjavík-
urbæjar með rekstri fiskiðju-
versins hlýtur og á að vera
tvíþættur. í fyrsta lagi þarf
bærinn á því að halda, vegna
bæjarútgerðarinnar, að ráða
yfir eigin frystihúsi. í öðru
lagi þarf bærinn að tryggja
sanngjarna vinnsluaðstöðu
þeim útgerðarmönnum, sem
Hin „vissa
Mbl. tönnlast nú mjög á
þeim ummælum Tímans, að
samvinnuhreyfinginin og
Framsóknarfl. hafi vissa
samstöðu. Því sleppir Mbl.
úr ummælum Tímans, að
víða annars staðar hafi sam-
vinnuhreyfingin og ákveðnir
stjórnmálaflokkar vissa sam-
stöðu, er væri fólgin í því,
að þessir flokkar styddu sam
vinnuhreyfinguna vegna sam
eiginlegra hugsjóna og
eiga ekki aðgang að eigin
frystihúsi, svo að þeir þurfi
ekki að vera alveg komnir
upp á náð einkahúsanna. —
Reynslan í Reykjavík hefur
sýnt, að þessir útgerðarmenn
hafa sérstaklega átt í vök að
verjast. Þessa aðstöðu á bær
inn hægiega að geta veitt,
án þess að gera þá meðaöila
í eign og rekstri Fiskiðju-
versins. Ef bærinn t.d. breytti
Fiskiðjuverinu úr bæjareign
í hlutafélag, gætu vissir
einkaaðilar öðlazt of sterka
aðstöðu og forréttindi á
kostnað annarra. Þess vegna
verður að leggja áherzlu á
— og eiginlega ætti það að
vera skilyrði fyrir sölunni —
að Fiskiðjuverið yrði rekið
sem hreint bæjarfyrirtæki.
ÞÆR raddir hafa heyrzt,
að vegna kaupanna á Fisk-
iðjuverinu, komist Reykja-
víkurbær undan þeirri kvöð
að byggja nýtt frystihús, því
að nóg sé nú af frystihúsum
í bænum. Þessu var m.a.
haldið fram af fulltrúa Al-
þýðuflokksins í útgerðarráði
bæjarins. Þetta er rétt, ef
miðað er einhliða við ástand-
ið í dag. Ástæðan er sú, að
vegna þess, hve illa bæjar-
yfirvöldin hafa búið að út-
gerðinni í bænum, hafa mörg
skip verið seld héðan í burtu
seinustu árin og útgerðin því
stórlega dregizt saman. Að
því verður hiklaust að
stefna, að Reykjavík verði
aftur vaxandi útgerðarbær.
Bæjaryfirvöldin þurfa að búa
þannig að útgerðinni, að skip
unum fjölgi hér að nýju og
því er eðlilegt, að hann vinni
að stækkun Fiskiðjuversins
eftir því sem það er rnögu-
legt, og auki svo vinnslu-
möguleikana á annan hátt.
REYNSLAN sýnir, að góð
vinnuskilyrði eru undirstaða
aukinnar útgerðar. Þess
vegna má ekki gefast upp við
það að auka þau hér í bæn-
um. Þar verður bærinn að
hafa forystuna. Hin hag-
stæðu kaup á Fiskiðjuverinu
ættu að vera áfangi á þeirri
leið. En vafalaust er stórum
betra, að bæjarfélgið hafi hér
forystu en einkaaðilar, sem
geta misnotaö aðstöðu sína
og hagað rekstrinum meira
frá sjónarmiði þröngrar
gróðahyggju en sameigin-
legra hagsmuna.
samstaða“
ættu því þátt í að verja hana
gegn ómaklegum árásum. —
Það er í þessu, sem hin vissa
samstaða samvinnuhreyfing-
arinnar og Framsóknarflokks
ins er fólgin. Ef forkólfar
Sjálfstæðisflokksins eru eitt
hvað afbrýðissamir yfir þeirri
samstöðu, geta þeir vel
tryggt sér hana sjálfir með
því að gerast fylgism. sam-
vinnustefnunnar og hætta
hinum lúalegu ofsóknum
gegn samvinnuhreyfingunni.
! VIÐSJÁ:
iiiiiiiiiiiiiiiiMiminiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM
Dauft yfir þýzkum bókmenntum
Skáldin snúa sér ýmist að stjórnmálum eSa fara úr Iandi
ADOLPH RASTEN fréttarit-
ari Politikens í Þýzkalandi.skrif
aði fyrir skömmu grein um bæk
ur og rifhöfunda í Þýzkalandi,
sem vakið hefur mikla athygli.
Bókamarkaðurinn í Þýzkalandi
hefur verið þunnskipaður og
klénn í sumar og rekur Rastén
ástæðurnar til þess í grein
sinni. Fara hér á eftir glefsur
ur þesari grein Rasténs.
YNGRI KYNSLÓÐ þýzkra
rithöfunda hefur staðið upp frá
skrifborðinu, lagt pennann á
hilluna og stigið í ræðustól til
baráttu gegn ,,atómdauðanum“
og deila hart á utanríkisstefnu
stjórnarinnar í her- og land-
varnamálum. Aðeins örfáir hafa
látið bók frá sér fara, og rís þar
hæst Erich Kubys, fyrir kvik-
myndahandrit sitt „Das Mád-
chen Rosemarie", sem e? hvöss
ádeila á „das deutsche Wirt-
chaftswunder“ eða hina efna-
legu endurreisn Þýzkalands.
Stuttu síðar gaf hann út skáld-
sögu um hina ■ ungu Rosemarie
og bæði kvikmyndinni og bók-
inni hefur verið tekið með mik-
illi hrifningu, en einnig úlfaþyt.
Þeir Þjóðverjar, sem eru orðn-
ir leiðir á tálmyndinni af hinu
efnahagslega kraftaverki V.-
Þýzkalands, sem sífellt er verið
að hampa, tóku bókinni út-
breiddum faðmi, bví að þeim
finnst heimskulegt að bera
þjóðhetjurnar, hina önnum
köfnu iðjuhölda, kaupsýslu-
menn og aðra slíka, sem fórna
heilsu og nætursvefni til að
vinna nýja sigra, halda fram-
leiðslunni uppi og bankainn-
stæðunni hækkandi, á gullstóli
þj óðarrembingsins.
BÓKMENNTATÍMARITIN í
Vestur-Þýzkalandi hafa ekki
flegið feitan gölt að undan-
förnu. Hvert tímaritið af öðru
hefur kollsteypzt. Rithöfundur-
inn Alfred Andersch, sem kunn
ur varð af bók sinni ,,Sansibar“,
hefur orðið að leggja niður
.tímarit sitt „Texte und Zeich-
en“, vegna skorts á lesendum
og þar af leiðandi fjárhags-
vandræðum. Og hið kunna tíma
rit: „Die 'Gegenwart", sem í
þrettán ár hefur verið vett-
vangur frjálslyndis og gagn-
rýni í stjórnmálum, bókmennt
um og menningu landsins, hef-
ur hlotið sömu örlög. Menn
sakna þeirra, og skarð þeirra
er vandfyllt.
HANS WERNER RICHTER,
skipuleggjari: „Gruppe 47“ hef-
ur ekkert látið frá sér fara
bókmenntalegs eðlis að undan-
förnu. Hann hefur þó ekki ver-
ið aðgerðarlaus að undanförnu,
því að hann er mjög ötull í
samtökunum gegn atómdauð-
anum, sem hafa haft mikil á-
hrif að undanförnu. Fjöldi
annarra rithöfunda, og þó eink-
um hinir yngri, hafa snúizt
gegn utanríkisstefnu ríkisstjórn
arinnar og lagt til hliðar bók-
menntahandritin og hafið áróð-
ur gegn því, að þýzki herinn
verði vopnaður atómvopnum.
Stíga þeir titt í ræðustól 'á
mannfundum, tala í útvarp og
skrifa urmul blaðagreina um
málið.
Þessi andstaða er þó
ekki skipulögð sem sérstakur
flokkur. Andstöðumennirnir
eru stjórnmálalega heimilislaus
ir, fyila engan stjórnmála-
flokk.
HAFT ER EFTIR ungum,
þýzkum rithöfundi, að hann
hefði ekki tíma til að skrifa
eins og málum væri komið, því
að hann teldi sig gera meira
gagn með því að tala. Það, sem
þjáir hann og marga starfsbræð
ur hans, er hin mikla pólitíska
andúð, sem grefur um sig með
þjóðinni. Andúð vaknar af
þeirri tilfinningu alþýðumanns-
ins, að hann geti engu hnikað í
stjórnmálum landsins. Þegar
þeir inna hina borgaralegu
skyldu sína fjórða hvert ár við
þingkosningar, færa þeir stjórn-
málamönnunum úrslitavaldið
og málefnin eru orðin svo mörg
og flókin, að alþýðumaðurinn
hefur ekki tök á að móta sér
ákveðna persónulega skoðun á
málefnunum, þótt þau geti haft
gífurleg áhrif á framtíð hans
Adenauer
— skáldin virðast ekki vera hrif-
in af stefnu hans
og þjóðfélagsstöðu. Þessi ungi |
höfundur taldi það skyldu sína 1
að fræða æsku Þýzkalands um |
þær hættur, sem invundu sigla í |
kjölfar kjarnvopnavæðingar =
Þýzkalands. |
BÚFÉRL AFLUTNIN GAR
þýzkra rithöfunda til annarra §
landa hafa verið mjög tíðir |
undan farin ár, og má það kall- |
ast undarlegt. Alfred Andersch, =
sem þegar hefur verið getið =
hér að framan, er fluttur til |
Sviss, en þar voru þegar fyrir i
þeir Hildesheimer og Becher, i
sem báðir eru frægir leikrita- i
höfundar. Þriðji leikritahöfund- i
urinn, Gtinter Grass, hefur setzt =
að í París, þrátt fyrir það að 1
vestur-þýzk leikhús leiti með =
logandi ljósi eftir ungum leik- |
ritahöfundum. Ljóðskáld eins |
og Ingeborg Bachmann, Maríe I
Louise von Kaschnitz, Paul Cel- |
an, Erish Fried og Hans Magn- \
us Enzberger, hafa toólfest sig í |
Zúrich, Róm, París, London og |
í Noregi. Heinz von Cramer i
hefur komið sér fyrir á eyju |
við Napólí, Walter Bauer er |
fluttur til Kanada og fleiri \
þekktir höfundar hafa „flúið |
land“. Svo rammt kveður að 1
þessum landflótta, að það má |
líkja honum við þann flótta, i
sem kom i rithöfundalið i
Þýzkalands eftir valdatöku i
Hitlers 1933. . |
EINN ÞESSARA ungu „flótta f
manna“ skrifaði, og skýrði |
brottför sína, sem svartsýni á |
framvinduna í þessari „Aden- i
auers-flatnsekju“, eins og hann i
kallar það. Hann sagði að það |
væri erfiðará að draga andann §
með hverjum degi, sem líður |
vegna hins sligandi oks efnis- §
hyggjunnar, sem lagt væri á |
hvern einstakling í Þýzkalandi |
og undir þessu oki kafnar hin \
andlega tjáningarþrá.
Það gefur góða mynd af bók- |
menntaheimi Vestur-Þýzka- |
lands um þessar mundir, að |
þau nýju leikrit, sem mest voru §
færð upp í Þýzkalandi á þessu \
ári, eru eftir tvo svissneska |
leikritahöfunda. |
Það er þvi ekki um auðugan 1
garð að gresja í bókmenntum |
Þjóðverja um þessar mundir. |
Er það hláleg þróun, þegar tek- |
ið er tillit til hinnar miklu |
efnahagslegu endurreisnar og |
velmegunar, sem Þjóðverjar |
státa af nú. Ef til vill hefur |
skáldneistinn slokknað í þeim =
istormbyljum efnishyggjunnar, |
sem blásið hafa um Þýzkaland |
síðustu ár.
Ferðalag Sinfóníuhljómsveitarinnar
Tónleikaför Sinfóníuhlj ómsveitar
íslands hefur gengið mjög að ósk-
um, aðsókn að tónleikunum hefur
verið góð og móttökur með ágæt-
um. Áður hefur verið skýrt frá
tónleikum í Reykjaskóla í Hrúta-
firði, á Sauðárkróki og á Siglu-
firði. Á þessai staði fór hljómsveit
in frá Ilólum í Hjaltadal, þar sem
hún hafði bækistöð fyrstu þrjá
dagana. Áður en farið var frá Hól
um, voru haldhir hljómleikar fynr
staðarfólk í þakklætisskyni fyrir
húsaskjólið og ágæta fyrirgreiðslu.
íessa tónleika sótti allt heima-
fólk að Hólum og nokkrir gesiir
úr nágrenninu. Kristján Karlsson
jskólajitjóri! á\larpaði hljómsveit-
armenn og árnaði þeim farar-
heilla.
Miðvikudaginn 8. júlí voru tón
lei'kar haldnir að Laugarborg,
hinu nýja félagsheimili að Hrafna
gili í Eyjafirði. Að þeim lokni-
um bauð kirkjukór Grundarkirkju
hJjómsveitinni til kaffidrykkju að
Laugarborg, og formaður kirkju-
kórsins, Ketill Guðjónsson að
Finnastöðum, ávarpaði hljómsveit
armenn.
í Akureyrarkirkju voru tónleik-
ar haldnir fimmtudaginn 9. júlí.
Einleikari á þeim tónleikum var
cellósnillingurinn Erling Blöndal
Bengtson. Kirkjan var þéttskipuð
áheyrendum, og mátti gllöggf
finna hrifningu þeirra. þótt eng-
in venj'uleg íagnaðarlæti væru!
höfð í frammi. Að bessum tón-'
leikum loknum sátu hljómsveitar-
menn kaffiboð bæjarráðs Akureyr
ar. Bæjarstjórinn, Magnús Guð-
jónsson, bauð gestina velkomna
og framkvæmdastjóri hljómsveit-
arinnar þakkaði. Hljómsveitar-
stjórinn, Róbert Abraham, Ottós-
son, flutti stutta en mjög fagra
og innilega ræðu og minntist
hinnar „íslenzku æsku“ sinnar á
Akureyri, en þar dvaldist hann
fju-stu áirin sem hann var hér-
iendis. Formaður Tónlistarfélags
Akureyrar, Stefán Ág. Kristjáns-
son, ávarpaði Erláng Blöndal1-
Bengtson og fairði konu hans
fagran blómvönd frá Tónlistarfé-
laginu. — Meðan dvalizt var á
Akureyri, hafði hljómsveitin bæki
stöð í hinu nýja heimavistarhúsi
Menntaskólans, og kann hún Þór-
arni Björnssyni skólameistara inni
legar þakkir fyrir þá velvild að
ljá húsið í þessu sfcyni.
Föstud. 10. júlí voru tónleikar
haldnir í samkomuhúsinu á Húsa-
vík og næsta dag að Skjólbrekku
í Mývatnssveit. Á báðum stöðum
voru imdirtektir áheyrenda f-rá-
bærlega góðar, og mun óhætt að
isegja, að Siinfóníuhljómsveitini
hafi aldrei hlotið hjartanlegri mót
tökur en í Mývatnssveit að þessu
sinni. Fagnaðarlátum ætlaðii
aldrei að linna, og eftir ósk á-
heyrenda var efrtisskráin lengd
til mikilla muna.
Sunr.ud. 12. júlí lagði hljóm-
(Framh. á 6. síðu.)