Tíminn - 07.08.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1959, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 7. ágústlflW) Landkrabbi á síldarmiðum anflHI *. JM to.r. W> ' Frá tiátíðaguðsþiónust'u í Frestbakkakirkju: Gísli Brynjólfsson, prófastur og sóknarprestur í prédikunarstól. Aldarafmæli Prestbakka- kirkju á Síöu Ktrkjiffini gefinn for- kisnnar fagur skírnar- fontur eftír Ríkarð ■Alda.S'áfmícli Prestbakkakirkja á Síöu var haldiö hátíðlegt s. 1. sunnu da# Fjöldi fólks var saman kominh á kiHqunhi er guðsþjónusta hófst t>£if íd. 2 e. h. Sóknarpresturinn sr. Gísli Brynjólfsson prófastiu- og sr. ÓSkáí J. Þorláksson, dómkirkju prestur, prédikuðu en aðrir prest ar prófastdæmisins, þeir sr. Val- geir Helgason, Ásum og sr, Jónas Gisláson í Vík aðstoðuðu við guðs þjiáhuStuaja. Fjöxfar ibcjm voru skírð í kirkjunni við þetta tæki færf. Efttt gúðsþjónustuha talaði í ikirkjutmi frú Gyðriður Pálsdóttir í ’SeglbúSum, form. krænfélags Kirkjubæjarhrepps. Kvehfélögin í IfijrgMands- og Kirkjubæjarhreppi gáfu kirkjunni forkúharfagran skírnarfo'nt eftir Ríkí rð Jónsson. Á fontimnn eru þrjá'r myndir af „eld oiessu" sr. Jóns Steingrímssonar sem allir kannast við. Kirkjunni foárust éinnig miklar gjafir bæði í penkngum og mörgum góðum gripum, verður nánar greint frá þeim síðar. A5 fokinni kirkjuathöfninni foauð sóknarnefndin öllum kirkju gestum til knffídrykkju í félags- heimilinu að Kirkjubæjarklaustri. Var þar og mikið fjölmenni svo að ekki gátu allir setzt að borði S einu þótt húsrými sé þar mikið. Gistihúsið á Klaustri sá um veit ingamar. Hóffeou stjórnaði sr. Gísli Brynj élfsson. Margar ræður og ávörp voru fiutt af hálfu samkomugesta, sóknarmönnum heima og burtflutt um. Björ^ prófessor Magnússon hélt f 0' fróðlegt og skemmtilegt erindi um Prestbakkakirkju, sr. Valgeir Helgasön í Ásum las frumsamið kvæði og lesið var aðsent kvæði frá Úlfari Ragnarssyni lækni í Hveragerði. Lesin voru upp mörg símskeyti sem söfnu'ðinum bárust, m. a. frá biskupi og fyrrverandi biskupi. einnig barst' skeyti aUa leið frá New York frá Esra Pét urssyni lækni, fyrrv. héraðslækni hér. Hóf þettn fór vel fram og stóð allt til kvölds. Að lokum söng kór kirkjunnar 4 sálmalög við undir leik Iíelga Þorlákssonar frá Múla koti, en hann er gamall orgaaisti kirkjunnar og híifði æft kórinn fyr ir þetta tækifæri. Veðri var svo farið þennan dag, að rok og rigning var að morgni en gerði logn og blíðu er á dag inn leið og liin fagra sveit' skart aði sumarskrúði á þessum hátíðis degi sínum. Áður en Prestbakkakirkja var reist 1859 var kirkja hér á Kirkjubæjarkkiustri en sökum þess að endurbyggja þurfti hana og flytja til vegna ágangs sand foks var horfið að því ;ið flytja hana til þar sem hún nú stendur í svonefndu Prestbakkavelli. Allt efni til kirkjunnar mun hafa verið keypt í Kaupmcnna höfn og flutt hingað til lands og var því skipað á land við Dyr hólaós og sumt var sett á land undir V.-Eyj.ifjölium. Var sóknar mönnum gert að skyldu að flytja éfnið frá uppskipunarstað hingað austur þar sem kirkjan var reist. í byrjun var byggingcimeist arinn danskur en verkinu lauk ís lenzkur maður Jóhann Jónsson að nafni og var kirkjan afhent full smíðuð 20 iipríl 1859. Stærð kirkjunar mun vera um 24x12 álnir og hæðin miðað við kirkjuturn 19 álnir, mun hún hafa verið með veglegri kirkjum 1 sem reistar hafa verið hér á landi frá þeim tíma. Kirkjan v; ir máluð árið 1910 af Einari Jónssyni frá Fossi í Mýrdal, hefur það verk verið vel af hendi ieyst, smekklegt og hefur lítið látið á sjá eftir nær fimmlíu ár. Nú í sumar hafa þau hjónin Gretci Björnsson listmálari og maður hennar Jón Björnsson end urnýjað alla málningu á kirkj unni en þó engu breytt frá því formi sem áður var. Er vinna þeirra framúrskarandi góð. V.V. Á víðavangi (Framhald af 7. síðu) afneita sinni pólitísku trúarjátn- ingu ef hann segði slikt. Hann er alveg á féttri leið þegar hann er að gera hosur sínar grænar fyr- ir fhaldinu. En hváð segja Alþýðu baiutalagsmenn utn þessa bónorðs för? Fjögur börn voru SkírS 1 aldarafmællnu (Framhatd aí 7 síða) um í tækið og nú er hringsólað á mjög hægri ferð í kringum torf- una. Það þarf að athuga gaum- gæfilega, hvernig hún veður, livernig straumur er, í hvaða átt j hún veður og svo framvegis. Þórður stýrimaður gefur sér ! góðan tíma til að athuga hegðan j torfunnar í tækinu. Á sjónum sést ekkert — ekki einu sinni múkki. í Svo kemur kallið: Látið fara! I Ferðin er aukin. Nótin rennur út1 af rennu nótabátsins. Siglt er í stórum hring umhverfis staðinn, sem tækið segir torfuna vera. Kastað er á enda og vel það. Þegar hringurinn er að lokast, er sett aftur á bak — ferð skipsins stöðvuð og baujan tekin upp. Snurpuvírinn er tengdur við spíl- ið og snurpað á fullu. Snurpuvír- inn er neðst í nótinni og þegar snurpað er lokast nótina að neðan. Hún er inni Skipstjórinn, Ársæll Egilsson, ungur maður, hávaxinn og vörpu- legur, stendur í stafni og kastar tiélíkingu af stórum fiski, sem tíðast niður í djúpið þar sem nót- in er enn opin, það gerir hann til að fæla síldina frá opinu. Shurping hefur gengi'ð vel og þeir, sem í bátnum éru, fara að draga inn netið. „Hún er inni“, segir Þórður nótabassi, hana legg- ur þarna í vænginn, sérðu. Ég fæ lánuð klofstígvél og stekk svo út í bátinn til hinna, sem þegar eru farnir að streðá inn garninu. Það er létt yfir mann- skapnum — hún er örugglega inni. Glensyrði fjúka. Nótin smá mjakast inn fyrir borðstokkinn og menn eru samtaka við drátinn og draga á öldunni. Þeir á Tálkn- firðingi hafa tekið tæknina í þjón ustu sína við nótardráttinn. Þeir slaka bátnum að aftan, setja kork- teininn fastan og draga síðan bát- inn að með dekkspilinu, gefa síð- an laust og þá er ekki annað en taka slakann af korkinum. Ársæll skipstjóri, segir mér, að þetta sé hreinasta þing. Við erum þeir einu í flotanum, sem notum þessar græjur, þú mátt til með að geta þess, og það er ekki laust við að nokkurs stolts gæti í röddinni. Það er hreinn barnaleikur að draga korkinn svona, segir skip- stjórinn og rykkir í korkinn til áherzlu. Það er tekið hraustlega á Nú fór ein og ein síld að koma upp með netinu, það þurfli ekki frekar vitnanna við, hún var í nót- inni. Það verður ekki scð strax, hve mikil síld er í nótinni, en það gengur vel að draga netið, menn taka hraustlegar á, þegar síld er í netinu, og klukkan um Lálfeitt erum við komnir að pok- ar.um og þeir gizka á 2—300 tunnur. Það glampar á iðandi síldina, og þegar lokið hefur verið við að þurrka upp eins og kallað er, hefst háfunin. Háfurinn cr stálhringur um metri í þvermál og við hann er festur netpoki. Pokanum er lokað með lás, sem opnast, ef kippt er í streng, sem við hann er tengdur. Háfnum er sökkt í síldina og upp kemur hann full- ur af spriklandi síld, sem sjórinn fossar af. Það cr nokkur bára og háfurinn sveiflast borðstokkanna á milli. Stýrimaður sætir lagi, þeg- ar háfurinn er miðskips, kippir í lásstrenginn, háfurinn opnast og síldin skellur niður á þilfarið og þaðan rennur hún niður í lest. Einn háfurinn af öðrum kcmur inn íyrir borðstokkinn og um kl. eitt köma síðustu .síldarnsc úr nót inni um borð. 250 tunnur segja þeir. Síldin er misjöfn og það er ekki búizt við, að hún verði tckin 1 salt, þótt siglt væri inn til Siglu- íjarðar strax, en þangað er aðcins vm klukkustundar sigling. Það er því haldið á hægri ferð um miðin til að freista þess, að asdictækið finni aðra torfu, til að fanga í nótina. Þeir, sem ekki ciga vakt, skríða í koju. Hvildiii er fles’túm orðin þörf. Þeir voru að í alla fyrrinótt og stóðu svo allan daginn í lqnd- un. Vökustundirnar geta orðið margar, ef síldin gefst. Ekki svefnfriSur En þejr hafa tæplega fest svefn, er kallið hljómar aftur: Klárir. Klárir. Menn hendast út ör koj- unum, i klofstígvél, upp lúkars- gatið, stakkur yfir. höfuðið ■ og síðan stokkið út í nótabátinn. Állt skeður þetta með ótrúlcga skömmum hætti; hrcyfingar manna eru vélrænar og öriiggar, þó hefur maður á tilíinningnnni, að ekki séu allir fyllilega vakn- aðir, fyrr en út í bátinn er komið. ErfiS vtSureígnar Það er stór og myndarlog torfa inni á tækinu. „Rókna hdv .. lóðning'1, segir skipstjórinn. Pok- inn er settur út og svó er lónað og hringsólað i kringum torfuna og hegðan hennar athuguð. Það cr betra að rasa ekki að neinu. IÞórður stýrimhðúr lítur títt í fækið, snýl- stýrishjólinu, stöðvar ferð, setur á ferð aftur, Hann hefur tapað henni út af tækinu. „Hvert. í fjáranum hefur hún hlaupið?" Hann hé.fur upp á henni í ftur, fær góða lóðningú, hún er stygg, það verður að snúa skip- inu. Það verður að koma rétt að henni. Hún hverfur aftur út af tækinu. Og hún hefur alveg skotið okkur ref fyrir rass, húh scst ekki meira. Það er gefizt upp við að elta ólar við torfuna. Pokinn cr tek- inn inn og aftur er sett á nokkra ferð. Gæfan er' ekki ætíð hlið- holl, og þótt tækin séu góð, þá ræður enginn við duttlunga síldar- innar og enginn stendur henni á sporði, ef sá gállinh er á henni. Ekki meira að hafa Alla nóttina er leitað og asdic- tækið tifar stöðugt, en án árang- urs. Kl. 7 um morguninn- er stefnan tekin á Siglufjörð, sett á fulla ferð. Við erum um klukku- stundar siglingu frá Sigluftrði. Guðinundur á Sveinseyrí kallar a TáJknfirðing í talstöðinni. Þeir hafa fengíð gríðarstört kast. Ná ekki öllu upp, segjast hafa afiögu um 200 tunnur. Tálknfirðingur er of langt frá, um tveggja stunda siglingu, hún er að drepast í ,nót- inni hjá þeim og all't að fava úr böndunum. Þar fóru 200 tunnur fyrir lítið. i s * Sólarhringur — mánuður Kl. átta er Iagzt við bryggju á Siglufirði. Það er strax hafizt Landa við löndun, Iandað i salt. Ég fer fram í lúkar til stúlkn- anna og sníki mér kaffi. Þetta eru Iaglegustu stúlkur, Híldiir úr Tálknafirði, Ólafía austan aí Síðu. Þær láta vel af dvöl sinni um borð. „Strákarnir eru ágælir og svo er mun skemmtilegra að við erum tvær. Tekjurnar eru ríf- andí. Við höfum stundum tekið inn á einum sólarhring, sem við erum heilan máhuð að vinna fyrir í landi.‘'‘ Ólafía hefur saltað síld i tvö sumur og hún segir mér að þetta sc mun auðveldara eh að salta, auk þess sem þetta gefur mcira í aðra hönd, þegar vel gétigur. Við etrum komnar méð vtn 15 þúsund krónur hvor, segir hún. Ætlið þið ekki á síld aftur að sumri? — Við höfum nú ekkért ákveð- ið um það ennþá, en ekki er ólík- legt, að græðgin reki okkur áftur á sjóinn. Annars finnst okklif við fara á mis við sumarið hér um borð. Só), hiti og sumar i landi, þoka og kuldi á hafinu. Annars er mjög þægilegt að sofa, meðaii strákarnir moka inn peningum handa okkur. Ég þakka fyrir kaffið og kveð þessa ágætu skipshöfn, mcð ósk- um um að hún eigi eftir að bera hærri hlut í viðskiptum sínum við duttiungafiskinn. Og Tálknfirðingur heldur aftuí á miðin og sækir gull í greipar Ægis. Ægir gamli var örlátari i næstu ferð. — þeir fvlltu skipið. — Tkarls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.