Tíminn - 28.08.1959, Blaðsíða 7
T í M IN N, föstudaginn 28. ágúst 1959
7
3$
i.
Skóla- og íélagsheimilið Skúla-
garður í Kelduhveríi var vígt
isunnudaginn 9. ágúst að viðstöddu
fjölmenni, þar voru mættir um
400 Keldhverfingar og aðrir boðs-
ges'tir. |
Formaður bygginganefndar Björn
Þórarinsson Kílakoti, setti sam-
komuna og lýsti tilhögun hennar.
Þórhallur Snædal byggingámeist-
ari stjórnaði samkomunni. |
Vígsluræðu flutti Páll Þorleifs-
son prófastur. Lagði hann út af
orðunum: „Ef drottinn byggir
ekki húsið, erfiða smiðirnir t'il
einskis." Þá sagði formaður bygg-
ingarsögu stofnunarinnar og flutti.
glögga skýrslu um framkvæmd
verksins, framlög til byggingarinn
ar og fjárhag. Lauk hann miklu
lofsorði á yfirsmið og alla þá er
að byggingunni höfðu unnið. Að
svo mæltu afhenti hann bygging-
una eigendum hennar.
Af háifu eigenda stofnunarinn-
ar töluðu Erlingur Jóhannsson
oddviti, Þórarinn Haraldsson Lauf
ási og Friði’ika Jónsdóttir, Lóni,1
en eigendur eru sveitarfélagið,
ungmennafélagið og kvenfélagið.
Lýstu þau yfir ánægju með bygg-
inguna og rómuðu dugnað og trú
jnennsku þeirra er um höfðu fjall
að bæði Björns Þórarinssonar, Þór
iialls Snædal og allra annarra, er
hönd höfðu lagt á verkið.
Þar næsi töluðu fræðslumála-
stjóri Helgi Elíasson og Stefán
Jónsson námsstjóri. Lýstu þeir að
dáun sinni yfir þessu mikla afreki
fámennrar sveitar og þeim stórhug
og bjartsýni er Skúlagarður væri
vottur um. Sagði fræðslumálastj.
ðð skólamál 'Keldhverfinga væri
ekki hægt' að afgreiða eftir mann
talsskýrslum og landabréfi ein-
göngu, heldur bæri að taka tillit
til áhuga íbúanna og mikilla fram
tíðarskilyrða í byggðarlaginu.
Næsti þáttur þessa mannfagnað
ar var afhjúpun minnismerkis
Skúla landsfógeta, Magnússonar,
er sett hafði verið á hraundrang
í nánd við Skúlagarð. Minnismerk
ið er líkan af erni sitjandi á háum
stuðlabergsdrang, og er nafn
Skúla letrað á dranginn. Minnis-
merkið er gert' af Guðmundi frá
Miðdal, og er það gjöf frá Þingey-
ingafélaginu í Reykjavík til heima
sýslunnar.
Árni Óla blaðamaður afhenti
gjöf þessa me.ð >snjallri ræðu, Guð-
rún Hallgrímsdóttir húsfreyja á
Víkingavatni afhjúpaði minnis-
merkið en Jóhann Skaptason sýslu
maður veitti gjöfinni viðtöku með
ágætri ræðu og færði þakkir gef-
endum.
Skúli landfógeti var Keldhverf-
ingur, fæddur að Keldunesi, en
ólst upp að Garði. Sögn er að
á þeirri stund er hann fæddist
hafi örn setzt á baðstofumæninn
í Keldunesi. Þótti það undur og
var talinn fyrirboði.
Að lokinni afhjúpun minnis-
merkis Skúla Magnússonar var
setzt að veizluborði. Scóð borðhald
ið lengi dags og var glatt á hjalla
og margar ræður voru fluttar Þess
ir tóku 'íil máls: Þórarinn Víking-
ur, rithöfundur, Reykjavík, Þór-
arinn Stefánsison bóksali og fyrr-
verandi hreppstjóri, Húsavík, Þór-
hallur Snædal, byggingameistari,
Guðmundur Árnason, áður hrepp-
stjóri í Kelduhverfi, nú skrifstofu
-
1P
maður á Akureyri, Jóhanna Har-
aldsdóttir húsfreyja, Vogum, Guð
mundur Jónsson garðyrkjumaður
Blönduósi. Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli, Björn Haralds-
son, kennari, Erlingur Jóhanns-
son oddviti, Þórarinn Haraldsson
Kílakoti, er stjórnaði borðhaldi, og
sleit samkomunni, Kirkjukór Garðs
sóknar söng sálma fyr:r og eftir
vígsluræðu, ennfremur ættjarðar-
lög og aðra söngva, einn eða fleiri
efíir hverri ræðu sem flutt var.
Vakti söngur þessa fámenna kórs
almenna aðdáun gestanna. Stjórn-
andi kórsins og undirleikari er
ungfrú Björg Björnsdóttir í Lóni.
Söngmennt og leikmennt er á háu
stígi í Kelduhverfi, eftir því sem
gerist í fámennum sveitum, og
stendur á gömlum merg. Er þess
að vænta að hið nýja félagsheim-
ili verði vatn á millu þeirrar list-
ar.
Fjöldi heillaskeyta og árnaðar-
óska bárust Skúlagarði í tilefni af
vígslunni, meðal annars frá forseta
íslands herra Ásgeir Ásgeirssyni,
menntamálaráðherra Gylfa Þ.
Gíslasyni, og fræðslumálastjórn-
inni.
Margar góðar gjafir voru gefnar
stofnuninni og öðrum heitið, svo
■sem píanó, minningargjöf um hjón
in Guðbjörgu Jónsdóttur og Stefán
Jónsson, Syðri-Bakka, frá börnum
þeirra; bókahillur og gestabók frá
Keldhverfingum á Ilúsavík; Mál-
verk eftir Svein Þórarinsson, frá
Þingeyingafélaginu í Reykjavík;
trjáplöntur frá Guðmundi Jóns-
syni; minningargjöf um Björn Ind
riðason frá Keldunesi frá ekkju
hans Jónínu Jónsdóttir á Siglu-
firði; minningargjöf um hjónin frá
Nýjabæ, Guðbjörgu Ingimundar-
dóttur og Guðmund Guðmundsson,
gefin af dætrum þeiri’a; minning-
arsjóður AVillards Kristjánssonar
frá Austurgörðum, og bókasafn
með sérstakri skipulagsskrá gefið
af föður Willards, Kristjáni Egg-
ertssyni og Austurgarðasystkinum.
Ætla má að gjafir þessar séu
á annað hundrag þúsund kr. að
verðmæti.
Að borðhaldi loknu, en það sáiu
í einu yfir 300 manns, var stiginn
dans til kl. 1 eftir miðnætti. —
Ágæt hljómsveit' frá Akureyri lék
fyrir dansinum.
. Veður var kyrrt og mil't, en regn
dropar féllu öðru hvoru.
II.
Undanfarin sex ár hefur fámenn
ur hreppur (íb. um 240 manns),
Kelduhverfið, staðið í stórræðum,
en það er bygging skóla- og félags-
heimilisins Skúlagarður.
Skúlagarður stendur í miðri
sveit 1 fögru umhverfi norðan þjóð
vegarins við Litla. Þar er sund-
staður með 15 gr. heitu va'tni sum
ar sem vetur. Hugsjón Keldhverf
inga um menningarmiðs'töð í sveit
inni — 'sameiginlegan samkomu og
skólastað ■— er nú orðin hálfrar
aldar gömul og vel það.
Skúlagarður var vígður á fimmtugs
afmæli ungmennafélagsins Leifs
heppna, en innan vébanda þess fé
lagsskapar fæddist hugsjónin, þó
fleiri aðilar hafi, af dág og dug,
unnið að framkvæmd hennar. ■—
Eigendur félágsheimilisins eru
Kelduneshreppur, Ungmennafélag
ið Leifur heppni og kvenfélag
Keldhverfinga. Kelduneshreppur
kostar byggingu skólans að því
leyti sem skólabyggingarsjóður
ekki geri það.
Hugmyndin um sambyggingu
skóla og samkomuhúss átti erfitt
uppdráttar lengi vel. Ráðamenn
í Reykjavík voru henni andvígir,
þó kom að því að samþykki stjórn-
arvalda fékkst 1953 og var þá þeg-
ar hafizt handa. Hjónin í Krosadal
Guðný Þórarinsdótlir og Þórarinn
Jóhannesson gáfu land undir bygg
inguna, 5 da.ssláttur við Litla, og
hétu leigurétti á 9 dagsláttum af
ræktunarlandi, þegar stofnunin
þyrfti á að hálda.
Um síðustu áramót var heildar-
kostnaður byggingarinnar kr.
1.634.000. Á þessu sumri hefur mik
ríkissjóðsframlag kr. 288.000,- —
Nettóskuld, sem eigendur verða
að greiða var því kr. 183.000,- —
Af þeim 600 þús. kr., sem til hef-
ur verið kostað á þessu ári, korna
eigendur til með að þurfa að
greiða um kr. 225.000, og eiga þeir
þá eftir að leggja fram til skóla
og félagsheimilisins nú þegar það
er fullgert utan og innan ca. 408.
000 kr. Innifalin í heildarkoslnaði
eru nauðsvnleg húsgögn fyrir fé-
lagsheimilið, skólann, heimvegur,
bílastæði, vélahús með 2 díeselvél-
um og ummótum umhverfis
Stærð byggingarinnar er 2800
rúmm. Þar af tilheyrir félagsheim
ilinu 49,2% eða 1377,6 rúmm. en
heimavistarskólanum 50,8% eða
1422,4 rúmm.
Skólanum tilheyra tvær kennslu
stofur, 7 herbergi, sem eru vist-
Örnin á súlu Skúla fógeta, varSanum, sem pingeyingafélagiS í Reykjavík
gaf. Örnin er í fullri stærð og gerður af Guðmundi frá Miðdal. Myndin
tekin, er afhjúpun hafði farið fram.
ið verið unnið að byggingunni og
ér henni nú að fullu lokið.
Viðbótarokstnaður á þessu ári
er áætlaður um 600 þús. kr. —
Inngreidd framlög til byggingar-
innar voru við >síðu.stu áramót orð
in sem hér segir:
Framlag ríkissjóðs kr. 591.451,-
— félagsheimilissj. — 138.000,-
Gjafayinna — 128.060,-
Gjafafé — 55.814,-
Ágóði af happdrætti — 34.990,-
Framlag Kelduneshr. — 216.950,-
— Umf. Leifs heppna — 52.105,-
;— kvenfél. Keldhv. — 23.034,-
Samtals kr. 1.235.404,-
Stofnunin skuldaði þá kr. 471.
000,- — þar frá dregst vangreitt
herbergi nemenda o.fl. og fullkom
in skólastjóraíbúð. Eldhús og mat
salur eru sameiginleg með félags
heimilinu, og auk þes>s er .snyrting
og mikið geymslurúm í kjallara.
Félagsheimilið hefur auk þess
sem áður er talið, rúmgott fordyri
með fatageymslu, tvo snyrtiklefa,
samkomusal með leiksviði og er
salurinn áfastur veitingasalnum.
Rúmar samkomusalurinn um 200
manns í sætum, en auk þess nokk
urt stæði og rúm í vei'tingasal svo
að koma má fyrir hátt á þriðja
hundrað áhorfendum. Leiksviðið
er mjög rúmgott og útbúið eftir
nýjustu t'ízku. í kjallara undir leik
sviði eru búningsherbergi, snyrti
Framhald á bls 8
Séð yfir bilamergSina frá súlu Skúla heim að Skúlagarði yfir bilamergðina á snyrliiegu og stóru bilasfæðinu vigsludcginn. I-1 tur Kclduhv. i
Á víðavangi
Maðurirm á „sjónarhólnom''
Stöku sinnum birtast pistlar i
Mbl., sem bera yfirskriftina: Af
sjónarhóli sveitamanns. Kunnúg
ir segja pistla þessa vera ræðu
stúfa eftir prest nokkurn austur
í sveitum. Sjónarhóll „sveita-
manns' þessa er að því lej ;,i
sérkennilegur, að hann sér það
an ýmsa hluti mjög á annan veg
en sveitamenn almennt gera.
Hann þykir m. ö. o. glámskyggn.
Nýlega er pistlamaður með
vangaveltur yfir því, að bændum
fari fækkandi á Alþingi. Má
liann trútt um tala því þeir þríi
bændur, sem Sjálfstæðisfl. hefut
átt á þingi undanfarið, :hurfú
þaðan allir í vor. Að vísu kom
einn í staðinn, sem er þó emb
ættismaður að liálfu, en mjög
mun að honum hvarfla, að ekki
verði honum unnt að sinna livoru
tveggja í framtíðinni: búskap og
þingmennsku.
Pistlamaður segist ennfremur
vona, að bænclur lialdi hlut sín
um á þingi þrátt fyrir kjördæma
byltinguna. Það er fallega gert
að vona það. En það er' eins og:
hann segir sjálfur, aðeins von og,
það er meira að segja hæpin
von. Bændum hefur reynzt nógu
erfitt að sinna þingstörfum tií
þessa. Annir þeirra heima fyrir
eru meiri en svo að þeir fát
með góðu móti setið á þingi
hálft árið eða meira. Stækkun
kjördæmanna eykur þó stórum á
þessa erfiðleika. Vilji þingmenn
vinna fyrir uinbjóðendur sína
með nokkuð líkum hætti og
þeir hafa gert, verður það laugt
um tímafrekara en áður.'Þar við
bætist svo, að vart mun fjölguu
þingmauua hafa í för með séi'
styttra þinghalda heldur senni
lega þvert á móti.
Þannig benda allar líkur til
þess að það fyrirkomulag, sem
þessi sveitaprestur hefur eflaust
barizt fyrir að koma á í vor, muut
enn leiða til fækkunar bænda á
Alþingi. Þinginennskan færist
æ meira í það liorf, að vera að
eins fyrir atvinnumenn. Einhvers
staðar stendur, að enginn kimni
tveimur herrum að þjóna. Það
er ekkert síður nauðsynlegt fyr
ir presta að rnuna það en aðra.
Bréfaskriftir stóre:gna-
manna
Á miðvikudaginn var tíirtir Vís
ir bréf, sem stjórn Féíags síór
eignaskattsgreiðenda hefur ný-
lega ritað „þeim, er skattinn eiga
að gjalda”. Kennir þar ýmissa
grasa og er m. a. reynt að leiða
rök að því, að álagning stóreigna
skattsins sé árá.s á lýðræði og
mannréttindi og brot á stjórnar
skránni. Og úr því að Alþingi fá-
• ist ekki til að sinna nauðþurftum
stóreignaskattsgreiðenda <-g
Hæstiréttur ekki til að ógilda lög
in þá sé aðeins ein leið eftir til
þess að freista þess að forðast
sveit og það er að skjóta málinu
til mannréttindadóinstólsins.
Þegar þetta mál kom til um-
ræðu í þinginu í sumar, vegna
fyrirspurnar Ólafs Jóhannesson
ar, urðu menn vottar að tvennu:
Ræðumenn Sjálfstæðisfl. forðuð
ust alveg að láta í Ijósi álit sitt
á þessu dæmalausa málskoti.
Það var eins og þeir hugs.uðu:
„Ó, liafið lágt við litla gluggann
hans”. Og það er varasamt að
styggja suma. En á. hinn bógiun
þorðu þeir heldur ekki að taka
upp beina vörirfyrir tiltækið. Og
þcir reyndu að sverja af Sjálf-
stæðisfl. alla ábyrgð á uþpátæk
inu. Skyldi nú ekki geta hvarflað
að einhverjum, að eitthvað liljóti
að vera vafasamt við það mál,
sem jafnvel þingmenn íhaldsins
skirrast við að verja fyrir stór
eignanxennina í landinu, svo mik
ið sem sá flokkur á þeim upp að
umia?