Tíminn - 11.09.1959, Qupperneq 8

Tíminn - 11.09.1959, Qupperneq 8
T í MIN N, föstudaginn 11. september 1959. 65 ára: Knútur Kristjánsson héraSslæknir Knútur Kristinsson héraðslæknir í Flatey á Breiðafirði, varð 65 ára í gær. Hann hefur gegnt lækn- dsembætti í meira en hálfan fjórða tug ára, og á því langan og góðan starfsferil að baki, sem verðskuld ar að sé minnzt. Knútur hefur lengst af starfstima sinum verið iæknir fámenna .strjálbýlisins — hinna dreifðu byggða, þar sem erf iðleikar læknisferðanna hafn verið mestir. Hann hóf læknisstör-f þeg ar að loknu námi og settist að í Nauteyrarhéraði við ísafjarðar- djúp, en að nokkrum árum liðnum fór hann í Hornafjarðarhérað og þjónaði því á annan áratug. Þar eru vegalengdir miklar og nær héraðið frá Lónsheiði að austan til Skeiðarársands að vestan. Er sú leið nærri tvö hundruð rastir vegar, og byggðin þó sundurskor in af óbrúuðum vötnum, stórum jökulám, sem breytast stundum frá degi til dags, en héraðið allt lítt vegað, og því oft ógreitt yfir ferðar bæði að vetri og sumri. Vorið 1944 tekur Knútur við Reykhólahéraði og gegnir því næstu fjö,gur árin. Læknissetrið var þá höfuðbólið Reykhólar, sem þá var að risa til aukins vegs og álíts. Að,liðnum fjórum árum í Reykhólahéraði gerðist hann lækn ir í Laugaráshéraði í . Á.rnessýslu og gegndi þá einnig störfum se'm skólalæknir á Laugarvatni.. Var þetta embætti annasámt og mikil ferðalög óhjákvæmileg. Varð hann þá eftir nokkurra ára starf þar, að taka sér hvíld frá störfum um stund, en tók þó brátt við embætti að nýjú, fyrst í Rúðardal en síðan í Flatey á Breiðafirði, en þar er hsnn nú, eins og áður greinir. Knútur læknir hefur þannig þjónsð sex læknishéruðum lengur eða skemur, sem flest eru þannig „í sveit sett“ að vera lítið eftir- sótt sökum fámennis, strjálbýlis og samgangnaerfiðleika, en Knút ur hefur ekki hikað við, að taka að sér þjónustu \ ið íbúa þeirra. í hinum afskekktu héruðum og lítt veguðu, hafa læknarnir, bæði Kr.útur og aðrir, orðið að treysta á sig sjálfa, trúa a mátt sinn og onegin, fremur en ar-narra og vera einir dómarar um vtndamál sjúkl inga sinna, án ráða eða ábendinga annarra sérmenntaðra manna, og sjáldan getað vísað þeim, sem hjálpar þurfi voru, til annarra lækna, eða til líknarstofnana. — Lestur bóka í fræðigreininni og reynsla læknisins sjálfs, hlýtur þar að hafa orðið sterkasta stoðin við hvern vanda, sem ráða varð fram úr. Um þetta var ólíku saman að jafna og því sem nú er orðið hér. Sími, bifreiðir og sjúkrafiug leysa oft úr vandanum nú á dög- «51 og í einu vetfangi. ■Knútur læknir hefur notið og nýtur mikils og almenns trausts, þeirra sem þekkja hann og hann vinnur með, enda skyldurækinn, góðviljaður og samvizkusamur í öll um störfum og viðskiptum. Hann hefur unnið hug fólksins og notið vaxandi áiits og virðingar. Þannig er það og í héraði því, sem hann nú þjónar. Þar óska þess allir, að hann megi sem lengst starfa, og mega ekki til þess hugsa, að hann hverfi á braut þaðan. Jafnfrmt læknisembætt-! inu hefur Knútur tekið verulegan þátt í félagsmálum héraða sinna, 1 og er kosifj var til hreppsnefndar í Flatey, er hann var nýkominn J þangað, hlaut hann kosningu ein- róma. Knútur læknir er kvæntur dug- mikilli og ágætri konu, Huldu, dóttur Þórhalls Danlelssonar, fyrr um kaupmanns og útgerðarmanns á Hornafirði, hins þjóðkunna at- hafnamanns. Hefur heimili þeirra hjóna jafnan verið stjórnáð af rausn og hlýleika, enda mjög sótt af gestum innanhéraðs og utan. Svo er einnig síðan þau komu til Flateyjar, þangaff sækja ýmsir langt að, þótt leiðin þangað sé torveld, og mun þó verða enn fast ar sótt, er frú Hulda .síofnar til gistihússrekstrar, sem væntan- lega verður á næsta sumri, og með þeim myndarbrag, sem henni er treystandi *il. Mun sú starf- semi geta orðið einn þáttur í end- urreisn Flateyjar, sem verður að koma og skylt er að stefna að, án langrar tafar. Þau hjón, Hulda og Knútur, eiga kjördóttur, Huldu, sem gift er Ragnari Bjarnasyni, sjómanni í Reykjavík. Auk hennar hafa þau hjón alið upp að nokkru tvö systurbörn frú Huldu, þau Ingi- björgu Kristjánsdóttur, konu Guðm. Jóhannssonar bæjargjald- kera á Ólafsfirði og Hauk Þór- hallsson, sem er fyrsti stýrimað- ur á Gullfossi, en hann er kvæntur Önnu, dóttur Sigurðar Heiðdal, og eru þau búsett í Reykjavík. Á þessum afmælisdegi Knúts læknis, eru þeir margir, sem óska honum, konu hans, írú Huldu. og öðrum nánum ætingjum þeirra, heillaríkrar framtíðar og farsæld- ar, og að hann megi enn, sem hingað til, líkna þeim, sem van- heilir eru. Br. F. Sjötug: GuSlaug Sigurðardóttir 3. síðao bronsi og Járni og gólfskán mikil. Þá hafa fundizt allmörg brot úr pottum, sem gerðir hafa verið í Borgundarhólmi, . en sýnilegra áhrifa gætir frá Slövum í þeirri smið. Bronsaldargrafreitirnir við Jóm- frúargarð hafa að geyma grafir frá yngri og eldri bronsöld. Grafirnar hafa legið þétt og hver ofan á ann- arri og þar hefur fundizt dálkur úr bronsi með hornskefti og hjölt- um úr vandlega unnu bronsi. Hníf- ur þessi er einkar vel varðveittur. Hjón eða einstaklingar óskast til starfa á sveitaheimili í Eyja- firði n.k. vetur. Sér íbúð. Til- boð sendist fyrir 20. sept. til afgreiðslu Dags, Akureyri, merkt „Sveitavinna.“ Bókamenn Hefi örfá eintök af BLÖNDU (conipl. og stök hefti. Vinsamlegast sendið pöntun í pósthólf 789. Pípulagnir Hitalagnir og vatnslagnir og hvers konar brevtingar og við- hald. Er til viðjals á Klappar- stíg 27, 1. hæð. í gær varð frú Guðlaug Sigurðar dóttir, nú til heimilis á Sólvangi í Hafnarfirði, sjötug. Hún er fædd að Hrygg í Hraungerðishreppi 10. sept. 1889 og voru foreldrar henn ar hjónin þar þau Ástríður Einars dóttir og Sigurður Jónsson, hin mestu sæmdarhjón. Ekki er hér rúm til að rekja ættir Guðlaugar, en geta má þess að þær eru rneðal hinna merkustu ætta hér um Árnes þing. Guðlaug var hjá foreldrum sínum fram að tvitugu, en fór þá í vinnumennsku til hinna góð- kunnu hjóna Valgerðar Jónsdóttur og Kristbjörns Hafliðasonar á Birnustöðum á Skeiðum og var hjá þeim í 12 ár, en árið 1922 giftist hún Ólafi Helgasyni frá Skálholti í Biskupstungum hinum ágætasta manni. Þau hjónin bjuggu í Reykja vík og áttu þar aðlaðandi og smekk legt heimili enda samvalin um snyrtimennsku. Var þar oft gest- kvæmt mjög af vinum þeirra og kunningjum austan úr sveitum. — Hefur það alla tíð verið nautn Guðlaugar að gleðja aðra og veita gestum beina. | Árið 1933 varð Guðlaug fyrir þeirri sáru sorg, að missa hinn hugljúfa eiginmann sinn og stóð hún þá ein uppi með 5 ung börn, hið yngsta tveggja ára. Á þsim árum var enginn barnalífeyrir eða önnur hjálp til ekkna og varð ’Guðlaug því að bjargast á eigin spýtur með aðstoð nánuslu vanda i manna, sem reyndust henni mjög j vel. Tengdafólk hennar á Álfstöð- um á Skeiðum ól upp Helga son hennar, nú starfsmann hjá S.Í.S. í Reykjavík. Guðmundur bróðir 'Guðlaugar í Austurkoti í Hruna- mannahreppi tók son hennar Sig- urð, sem nú er mjólkurfræðingur í Mjólkurbúi Flóamanna, og vei-tti honum uppeldi. Hin börnin: Ástráð starfsmann hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, Ólaf deildarstjóra hjá Kaupfélagi Árnesinga og Valgerði frú í Reykjavík, hafði Guðlaug með sér og ól önn fyrir þeim. Þegar Guðlaug var orðin ekkja þá fluttist hún austur á æskustöðv ar sinar aftur, enda var hugur hennar alltaf mjög bundinn við 50 fórust við Filipps- eyjar þær og sveitastörfin. Byggði hún af litl'um efnum hús yfir sig í Austurkoti hjá bróður sínum Guð mundi og tók þá til sín móður sína háaldraða, og veitti hinni ellimóðu konu umönnun þar til ævi hennar þraut. Oft var glatt á njalla í litla, snotra bænum hennar Guðlaugar í Austurkoti, því hún vai jafnan kát og hress í anda. Þar komu margir og öllum veitti hún af ör- læti 'SÍnu, svo var og einnig eftir að Guðlaug flutti frá Austurkoti að Selfossi og reisti hús sitt þar, að margra leiðir lágu inn á gest- risna heimilið fátæku ekkjunnar, sem var gædd þeim undraverða hæfileika, að það var eins og allt sem hún fór höndum um marg- faldaðist þannig, að fátækt henn ar gleymdist þeim er voru gestir hennar. Guðlaug var framúrskarandi dug leg kona, fjörmikil og áhugasöm og afkastaði miklu starfi, það var því engin furða þótt heilsa hinnar 'miklu starfskonu tæki að bila er árin færðust yfir hana, enda fór svo, að rúmlega sextug varð hún að hætta störfum vegna heilsu- ■bilunar. Dvaldist hún á sjúkrahús um í þrjá ár, en hefur nú síðustu 5 árin dvalist á Sólvangi í Hafnar firði og er nú allhress og heim- sækir öðru hverju börn sín og aðra vini. Er hún öllum ávallt aufúsu- gestur með góðvild sinni og glað værð. Það hafa skipzt á skin og skúrir í lífi Guðlaugar, en þegar á allt er litið hefur hún verið ham ingjumaður. Hún er sjálf úr þeim góðmálmi gerð, sem enzt hefur henni til gæfu og skírzt hef- ur við hverja raun. Hún hefur líka átt að fagna miklu barnaláni og almennum vinsældum, enda hefur hún líka vel rækt það heilræði Ifávamála að: „Vin sínum skal maður vinur vera“. Á afmælisdaginn dvaldist Guð- laug hjá Sigurði syni sínum á Sel- fossi. Þangað stefndu margra hug ir með hamingjuóskum og þakk- læti til hinnar sjötugu konu. Vil ég enda þessar línur með því að færa Guðlaugu innilegt þakklæti frá mér og mínum fyrir langa og trausta vináttu, og óskir um bjart ar ævistundir. Ágúst Þorvaldsson. Krúnur hreindýra Gúmmístimpla r Smáprentun ■ |Bi» M ■ WverfisgQlu 5Ó- Reykjavik 10615 NTB—Manilla 7. sept. Eldur kom upp í iitlu strandferða- skipi í gær fyrir utan evjuna Saman í Filippseyjaklasanum og sökk það á skammri stund. Óttast er að 50 manns sem með skipinu var hafi drukkn að. Léttibátar frá sjóhernum voru strax sendir á slysstaðinn, og hafa Ifjögur lík fundizt. (Framhald af 7. síðm urðum af hreindýrum, þó er eitthvað selt af kjöti, einkum afturpartar. Erfiðlega hefur geng ið að selja skinnin, þótt þau séu falleg, snögg og hárföst. Hornin er þó oft hægt að selja, þau eru látin fylgja krúnunni, hvítskai'in. Þykja þau hið mesta stáss, og eru dæmi til þess, að krúna með hornum hafi verið seld á kr. 400.00. Get útvegað öll heimspekirit Gunnars Dal: Rödd Indiands (um indverska heimspeki) ib. kr, 95.00 Þeir spáðu í stjörnurnar (12 heimspekingar Vesturlanda) ib. kr. 68.00 Sókrates (um gríska heimspeki) ib. kr. 85,00 Jónas Jónsson, frá Hriflu- „Einu sinni átti ísiand tvo dugandi og athafnasama heimspekmga.. Nú er heimspekingurinn ekki nema einn, Húnvetningurinn Gunnar Dal. Það ætti að vera venja á íslandi að mismuna greindum ungmennum með því að láta þau fá eitthvað heimspekirit eftir Gunnar í jólagjöf." í ritdómi um Sókrates segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur: „Mikil. filósóf getur erginn orðið nema.hann sé og skáld gott.... Þetta ætla ég, að sannist allvel á Gunnnri Dal: í Ijóðabók hans hinni síðari „Sfinxinum og hamingjunni“ er mikið af djúphugsuðum og fögrum skáld^kap, framandlégum og frumlegum, og hafa sumar myndir þessara ljóða orðið mér hgstæðan en annar skáldskapur yngri ljóðskálda þjóðarinnar. Sókrates er mjög vel rituð bók, þrauthugsuð. „bril!iant“. Kristmann Guðmundsson, rithöfundur: ,Bók Gnnars um Sókrates er rit í meistaraflokki; bar fer saman skáldleg víðsýni vitrænn skilniogur og vísindaleg þekking. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til þess að segja fyrir, að Gunnar Dal muni fyrr eða síðar verða heimskunnur á þessum vettvsngi." Sendist hvert á land sem er gegn póstkröfu. Bjarni Sveinsson, Pósthólf 1115, Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.