Tíminn - 17.10.1959, Page 1
43. árgangur. Rcykjavík, laugardaginn 17. október 1959. 226. blað.
Margar eftirtektarverðar og skemmtilegar ljósmyndir eru nú til sýnis í Mokkakaffi á Skóla-
vörðustíg, en þar sýnir Félag áhugaljósmyndara myndir sínar nú um sinn. Þessi skemmti-
legá mynd er ein af mörgum góðum á sýningunni. Hún er eftir Hauk Helgason og hefur
hann gefið henni nafnið „Glens og. gusa“.
Vaxandi efnivöruskortur
vegna gjaideyrisþurrðar
G]aideyris{öfnuður viö útlönd þrisvar sinnum
óhagstæöari í september en sama mánuði í
fyrra
Hér í blaðinu í gær var það
rakið nokkuð, hvernig hinar
ömurlegu afleiðingar núver-
andi stjórnarstefnu eru nú að
koma fram í geigvænlegri
gjaldeyrisþurrð ofan á allt
annað, svo að brýnustu vörur
til atvinnurekstrar vantar nú
í landinu, á sama tíma sem
flutt er inn meira en nokkru
Skattar Ólafs
og Þórarins
Mbl. skýrír frá því í gær, að
niðurjöfnunarncfnd hafi lækk-
að útsvar Þórarins Þórarins-
sonar um 2000 kr. samkvæmt
kæru frá honum.
Það rétta er, að Þórarinn
kærði ekki útsvarið, heldur
bað einn niðurjöfnunarnefndar
manninn að athuga, hvort út-
svar lians væri í samræmi við
útsvarsstigann. Útsvarið var
svo lækkað, án þess að Þórar-
inn hefði frekari afskipti af
því.
Þess má svo geta, að þrátt
fyrir þessa lækkun hefur Þór-
arinn nær ZVz sinnum hærra
útsvar en tekjuskatt. Hann hef
ur líka talsvert hærra útsvar
en Ólafur Thórs, þótt hann
hafi hins vegar helmingi lægri
tekjuskatt en Ólafur. Kann
Mbl. eðlilega skýringu á þess-
um misrnun?
I sinni fyrr af lúxusvörum
(vegna hinna táu tolla, sem
^stjórnin verður að fá til þess
; að geta haldið skútunni á floti
i og leynd ríkir yfir hinu sanna
ástandi fram yfir kosningar.
Þessi efnisskortur gerir nú hvar
vetna vart við sig. Það er meira
að segja orðið mjög torvelt að
, halda áfram byggingum, sem eru
(í miðjum klíðum, vegna efnis-
skorts. Þetta gildir um svo að
segja allar greinar byggingaiðnað-
ar, húsbyggingar, skipa- og báta-
viðgerðir, raflagnir, varahluti í
tæki hvers konar o. s. frv.
Þótt vöruskorturinn sé þannig
mjög farinn að gera vart við sig,
er þó ekki því að lieilsa, að
lialdið liafi verið í gjaldeyrinn
til sparnaðar og að safna g'jald-
eyrisforða, heldur hefur skulda-
söfnun átt sér stað og gjaldeyris
jöfnuðurinn varð t. d. í septem-
berd s. 1. þrisvar sinnum óhag-
stæðari en á sama tíma í fyrra,
þótt útflutningur síldarafurð-
anna sé nú hafinn.
líið versta er þó, að gjaldeyr-
isvandræðin hljóta að stóraukast
næstu mánuði og vöruskortur að
sverfa að. Gæti þetta hægl«ga
leitt af sér atvinnuleysi, ef efni-
vörur þrýtur í ýmsum greinum
iðnaðar.
(Framhald á 2. síðu)
Kaupið merkin og
sendið vinum ytra
Samtök þau, er standa að útgáfu
og sölu merkja „til að búa sem
bezt úr garði hið nýja varðskip,
sem þjóðin nú á í smíðum“ vænta
þess að sem flestir, er eiga aðstand
endur og vini meðal íslendinga
erlendis, kaupi merkin og sendi
þeim hið fyrsta. Þessi merki til
handa íslendingum erlendis fást
i bókabúðum Lárusar Blöndals á
Skólavörðustíg og í Vesturveri í
Reykjavík og hjá útsölumönnum
samtakanna í öllum sýslum lands-
ins.
Þess er vænzt, að sem flestir
Islendingar, heima og erlendis,
beri merki þessi kosnin.gadagana
25. og 26. þ. m.
Sást geimstöðin?
Ljósfyrirbrigði sésf á Austur- og Norðurlandi
Að austan og norðan berast
þær fregnir, að menn hafi séð
undarlegt ljósfyrirbrigði á
lofti um klukkan fimm í fyrra-
dag.
Frá Seyðisfirði sást :skær
„stjarna, sem hélt í vesturátt.
Frá Egilsistöðum sást þetta klukk
an 4 til 5. Tveir menn ,sáu fyrir-
brigðið koma upp yfir Fjarðar-
heiði og fara með eðlilegum
stjörnuhraða vestur og hverfa í
skýjaþykkni. Ljósið sást þó
drjúga stund í skýjaröndinni. Þá
er talið að fyrirbrigðið hafi sézt
á Siglufirði og einnig á Akureyri.
'Gizka menn á afv þeir hafi séð
geims'töð Rússa en hún átti að
verða sýnileg seinnipart vik-
unnar.
Ekki hægt að borga
hændum grundvall
arverð fyrir mjólk
Ulndanfarin ár hefur útborgunarverð tii bænda
verið lægra en þeim er ætiað í verðiagsgrund-
vellinum
í Morgunblaðinu að undanförnu hefur verið talsvert um
það ritað að milliliðakostnaður á mjólk hafi verið of hátt
ákveðinn og að Framleiðsluráð landbúnaðarins hafi ekki að-
stöðu til þess að dæma „um hina framlögðu reikninga“, varð-
andi milliliðakostnað þann, sem fellur á mjólkina frá því hún
fer frá bóndanum og þar til hún kemst í hendur neytenda.
San,nleikurinn er sá í þessu máli, að mjólkursamlögin hafa
ekki getað greitt bændum verð það, sem þeim er ætlað í
verðlagsgrundvellinum.
I heldur hitt, að skipan Framleiðslu-
Síðustu fjögur árin hefur nieðal
útborgunarverð mjólkursamlag-
anna verið sem hér segir:
Útborgunarv. Grundv.v.
1955 kr. 2.78 pr. Itr. 2.85
1956 — 3.17 3.23
1957 — 3.39 3.45
1958 — 3.53 -------- 3.64
Þetta sýnir ljóslega að öll árin
vantar talsvert á það að bændur
gætu fengið það verð frá mjólkur-
sainlögunum, sem verðlagsgrund-
völlurinn hefur gert ráð fyrir
hverju sinni.
Hver veit?
Þar sem Morgunblaðið segir, að
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hafi ekki aðstöðu til að dæma „um
hina framlögðu reikninga", þá
væri fróðlegt að fá um það upp-
lýsingar hjá Morgunblaðinu, hver
sú stofnun væri, sem hefði betri
aðstöðu, faglega séð, en einmitt
Framleiðsluráðið,
Vi8 hvað á blaðið?
Nú getur vel komið til greina
að Morgunblaðið eigi ekki við
hina faglegu hlið þessa máls,
ráðsins sjálfs sé á þá lund, að þar
sé ekki að vænta mótstöðu gegn
ofríki þess „stórveldis sem mjólk-
urbúin“ eru, svo notuð séu svipuð
(Framhald á 2. sfðu)
/------------------------
Egill svarar
Morgunbl.
Á annarri síðu blaðsins í dag
birtist grein eftir Egil Gr.
Thorarensen, stjórnarformann
Mjólkurbús Flóamanna, þar
sem hann svarar ýtarlega níð-
greinum þeim, sem birzt hafa
um samvinnufélög Sunnlend-
inga í Morgunblaðinu síðustu
daga. Það er ástæða jafnt fyrir
bændur og neytendur í Reykja
vík að lesa þessa grein og
kynna sér, hve gersamlega raka
laus sá rógur er, sem Mbl. leyf
ir sér nú að birta um þessi fé-
lög.
-------------------------/
Svartbakur flaug á
skrúfu Gullfaxa
Hreyfiinum var<S ekki meint af, en svartbakur-
inn á ekki le'ngri sögu
Það óhapp vildi til er Gull-
faxi, flugvél F. í.( lenti á Ren-
frew-flugvellinum við Glasgow
s. I. fimmtudag að vélin fór í
gegnum hóp af svartbökum
er sátu þar. Einn af svartbök-
gætt þar á vellinum. Af öryggis-
ástæðum þótti rétt að láta sér-
fræðinga athuga hreyfil og skrúfu.
Voru farþegar skildir eftir í Glas-
gow, en Gullfaxa flogið til London
á þrem hreyflum.
Hrímfaxi sendur
unum lenti í skrúfu nr. 2 og
fór inn í hreyfilinn.
Flugvélin var á leið frá Kaup-
mannaliöfn til Reykjavíkur, með
viðkomu í Glasgow. Skemmdir
voru ekki sjáanlegar er að var
Þegar Flugfélagi íslands bárust
fréttirnar til Reykjavíkur var þeg-
ar ákveðið að senda Hrímfaxta
eftir farþegum félagsins er biðu í
Glasgow. Hrímfaxi hafði verið í
innanlandsflugi þennan dag. Héð-
(Framhald á 2. síðu)