Tíminn - 17.10.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.10.1959, Blaðsíða 6
ö T í M I N N , laugardaginn 17. október 1959. I Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstj&ri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur á Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Augiýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Stjómarflokkarnir eru jafnsekir ÞAÐ skýrist nú alltaf betur og betur hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn valdi heldur þann kost í desember síð'astl. að láta Alþýðuflokk- inn einan mynda stjórn, heidur en að flokkarnir mynduðu stjórn saman. For kólfar Sjál,fstæðisflok.ksijis ætluðu áð stjórna með slíkum kákráðstöfimum fram yfir kosningar, að þeir vildu ekki bera formlega ábyrgð á þeim. Alþýðuflokknum var það hins vegar ekki of gott, ef hann vildi vinna þetta til fyrir ráð herrastólana. Afleiðingar þeirrar stjórn- arstefnn, sem hófst með sam vinnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðufiokksins, eru nú sem óðast að koma í ljós. Þær eru þannig, að það er meira en skiljanlegt, að Sjálf stæðisflokkurinn vildi losna við ábyrgðina. AFLEIÐINGAR þær, sem þegar eru orðnar augljósar, eru þessar: Aldrei hefur verið lögð eins mikil skatta- og tollabyrði á þjóðina og á þessu ári. Ekki sizt hafa hinir beinu skatt- ar verið stórauknar. Þannig greiða einstaklingar í Reykja vík nú 30 millj. kr. meira í tekjuskatt og útsvar,,á þessu ári en í fyrra. Framlög til uppbóta og niðurgreiðslna hafa verið aukin frá 250—300 millj. kr. og mun síðari upphæðin þó nær sanni. Engra varanlegra tekna hefur verið aflað til að vega upp á móti þessum út- gjöldum. í ár hefur tekna til að vega á móti þessum auknu útgjöld um, verið aflað með því að eyða 80—90 millj. kr. greiðslu afgangi ríkisins frá siðastl. ári, með því að auka svo inn- flutning hátoilavara, að geig vænlegasti gjaldeyrisskort- ur er framundan, og með söfnun lausaskulda eftir því, sem þarf t il viðbótar. Á næsta ári verða allar þessar lindir þurausnar. Þá blasir við að afla 250—300 millj. kr. nýrra álaga eða gera einhverj ar ráðstafanir, sem hafa svip aðar afleiðingar fyrir al- menning. Vegna hins mikla innflutn ings hátollavara, er ástandið í gjaldeyrismálunum nú verra en það hefur nokkru sinni áður verið. Aðstaða bankanna gagnvart útlönd- um er nú 180 millj. kr. lakari en um áramótin. Mikill skort ur er þegar oröinn á ýmsum vörum, einkum á vörum til byggingar og iðnaðar. Þessi skortur mun stóraukast næstu mánuðina. Þær staðreyndir, sem hér eru raktar, sýna það ótví- rætt og sanna, að þær bráða birgðaráðstafanir, sem stjórn in hefur beitt til að leyna þjóðina hinu raunverulega ástandi fram yfir kosningar, munu á næstunni hafa í för með sér miklu meiri efna- hagsörðugleika en nokkru sinni hefur verið glímt við seinustu áratugina. Vegna þeirra er nú allt orðið verra og örðugra viðfangs en um seinustu áramót, þegar Fram sóknarmenn lögðu til, að reynt yrði að koma á alls- herjarsamstarfi til lausnar vandanum. Þá átti ríkið veru legan tekjuafgang, en um næstu áramót blasir við halli á rekstri þess. Þá var gjald- eyrisástandið sæmilegt, en nú geigvænlegt. Þá voru upp bæturnar og niðurgreiðslurn ar 250—300 millj. kr. lægri en þær eru nú. Aldrei síðan 1942, þegar flokksstjórn Ól- afs Thors fór með völd, hef ur sigiö eins mikið á ógæfu- hlið á einu ári og nú. ÞETTA sá Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir um sein- ustu áramót, að myndu verða afleiðingar af þeim bráða- birgðaráðstöfunum, er þá var stofnað til. Þess vegna var hann svo stórlátur að láta Alþýðuflokknum eftir alla ráðherrastólana. Þannig myndi hann losna við ábyrgð ina af þeim vandræðaráðstöf unum, sem geröar yrðu. En honum á ekki að gagna slík ur feluleikur. Báðir stjórnar- flokkarnir eru jafnsekir og sá ekki minna, sem reynir að vera í felum. Eftir stjórn arfarinu, sem ríkt hefur á þessu ári, ber þjóðinni ekki siður að dæma Sjálfstæöis- flokkínn en Alþýðuflokkinn. Val íhaldsandstæðinga ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að völd íhalds ins á íslandi hafa fyrst og fremst byggzt á sundrungu íhaldsandstæðinga. íhaldið hefur aldrei haft meirihluta í landinu og sjald an meirihluta í Reykjavík. Samt hefur það ráðið miklu á sviði landsmálanna og mátt heita einrátt í Reykja vík. Ástæðan er sú, að íhalds- andstæðingar hafa skipt sér í marga flokka í stað þess að fylkja sér undir merki eins flokks. Ef íhaldsandstæðingar halda þessari sundrungu á- fram, áorka þeir engu öðru en því að viðhalda völdum íhaldsins og efla þau. Þetta er líka fleirum og fleirum íhaldsandstæðingum að verða ljóst. Þess vegna óx Framsóknarflokkurinn mest allra flokka í þéttbýlinu í seinustu kosningum. íhalds andstæðingar geröu sér ljóst í enn ríkari mæli en áður, að hann er sá flokkur, sem væn legast er að efla gegn í- h'i’dinu. Hann"'hefur reynst bezt i baráttunni gegn því. í kosningahríðinni & Stríð Sjálfstæðisflokksins og Alþýðufiokksins heldnr áfram og harðnar með hverjum ilegi. Sumir eru að halda að þetta verði heitt stríð og kalla þurfi varnarliðíð til að skakka leik- inn. Eins og allir vita er þetta handritastríð um stefnuskrárn- ar, sem eru alveg eins, og þeir þekkja ekki sundur, stjórnar- flokkarnir. Alþýðuflokkurinn segir: Þú stalst lienni frá mér, og íhaldið segir: nei þú hnupl- aðir henni frá mér. Hnuplöld Sumir epru farnir að kalla þcssa kosningahríð hnuplöld. Þessi ósköp byrjuðu þegar „bréfhirðingamaður“ komma fór í tösku Hannesar, sem frægt er orðið. Svo virðist hann næst liafa komizt í gulu skúff- || una hans Bjarna Ben., sem var galtóm einn góðan veðurdag, | þegar Bjarni þurfti að grípa til \ hennar. Þá kom í ljós, að inni- | haldið var komið upp á Þjóð- || vilja, og Bjarni hefur síðan j \ orðið að fá endurnot þess fyrir II náð og miskunn. H Hitt verður aftur að telja Ivafamál, að „bréfhirðingamað- urinn“ sé nokkuð viðriðinn þetta víxlhnupl, sem kratar og A íhaldið eru að kenna hvorir ® öðrum. Sú deila er miklu lík- | ari því, þegar fjáreigendur eru m að togast á um sömu kindina, * af því að cyrnamarkið er eig- S. inlega alveg eins. II Handritamál || Þetta er eins konar liand- || ritamál, enda grípur Mbl. til þess ráðs í gær að leita langt aftur í tíinann máli sínu til sönnunar og eignarétti sínum á stefnuskránni til halds. Ilann segir, að Alþýðuflokkurinn sé nú alveg þversnúinn í skatta- máluniun síðan 1917. Þá hafi hann sagt: niður nieð tollana en upp méð beinu skattana. Nú segi hann liins vegar: niður með beinu skattana en upp með tollana. Þetta kallar Moggi hringsnúning og hneykslast á. Satt að segja finnst mér að þetta sé ekki sérlega mikill snúningshraði, og töluvert meiri snúður sé á öðrum, t. d. Mogga sjálfum, því að liann hefur hvað eftir annað leikið sér að því að snúast hraðar en jörðin, svo sem frægust dæini eru um af bráðabirgðalögunum. Annars eru vonir til, að þessi handritadeila leysist þeg- ar kratarnir eru komnir að fullu heim í íhaldsfaðminn eftir kosningar. Þá dugar eitt handrit af stefnuskránni. Það væri sannarlega gleðiefni|, eí lausn handritadeilunnar við Dani væri eins nærri, þótt fjarri sé mér að óska okkur vistar í náðarfaðmi Dana. En að vera að setja út á það, þótt kratar hafi breytt svolítið um stefnu síðan 1917, er hálf- gerð hótfyndni og þeir ættu að geta farið eins vel í íhaldsfaðm- inuin fyrir það. í beifu Þær skemmtilegu fréttir ber- ast frá Vestfjörðum, að íhald- ið hafi gripið til þess ráðs þar vestra að hafa Hannibal í beitu. Hið pólitíska fiskirí í- ha'Idsins liefur verið svo stein- dautt þar vestra, að það hefur (vúrla fengið bein úr sjó og orðið að dorga í dauðum sjó á fundum sínum. En þegar til Bolungarvíkur kom flaug Sig- urði frá Vigur það loks í hug að hvísla því og láta berast, að Hannibal mundi koma á fundinn. Fólk veit, að Hanni- bal getur verið tannhvass og það hlakkaði til að heyra hann leggja þá Sigurð, Þorvald og Kjartan undir jaxl. Ekki var nú velvildin í þeirra garð meiri en þetta. Allniargt fólk kom á fundinn í þesséjri tilhlökkun, en þar var þá enginn Hannibal, aðeins íhaldsduggarar með ber- an öngulinn eins og fyrr. Fólk fór því heim heldur vonsvikið, þótt þetta væri svo sem ekki í fyrsta sinn, sem lítt væri mark takandi á orðum þessara liðs- odda. Beita samt En þetta minnir menn á, að í raun og veru er framfooð kommúnista á Vestfjörðum eins konar íhaldsbcita samt, því það er með öllu vonlaust, áð sá listi komi að manni, en laðeins tVraun til að sundra fylkingu vinstri manna og auka sigurlíkur ílialdsins. Þetta veit íhaldið, og það er einmitt sú vissa sem* hefur blásið því í brjóst því snjallræði að nota Hannibal til að smala fólki á íhaldsfund. Það væri hlutvérk hans í kosningunum hvort sein væri. Hugmyndin átti sér aug- Ijósar rætur og var því ekki helber uppspuni. i Hárbarður Gunnars þáttur Thoroddsens Stjórnlaus Sjúkrahúsmálin. XIV. kafli. Við kvöddum Heilsuverndar- stöðina í síðasta þætti, og verð- ur nú vikið að öðru, sem meiri þýðingu hefur fyrir bæ og al- þjóð. (Þó skal þess getið, að í síðasta kafla láðist að geta þess, að lyftan í Heilsu- verndarstöðinni gleymdist. Varð því að setja lyftukassa upp úr þakinu og brjóta gang fyrir liana niður í kjall- ara. Þessi framkvæmd ein kostaði litla — eina milljón og finnn hundruð þúsund krónur). Það má segja að gulli hafi rignt yfir þessa þjóð allt frá stríðsbyrjun þó annað mál sé það, hvað heilsusamlegt það hefur verið fyrir andlegt heil- brigði þjóðarinnar. Mikið hef- ur verið byggt, margt gott, en því miður mangt sorglega mis- heppnað. (t. d. Faxi, Hæringur og Glerverksmiðjan og m. fl.). Það var eins og allt mætti byggja nema sjúkrahús. Lækn- ar bæjarins stóðu ráðþrota með hundruð sjúkra manna, sem hvergi var hægt að koma undir þak. Loks kom skriða á Hann er líka lang stærsti andstöðuflokkur þess. í kosningunum nú eiga í- haldsandstæðingar raunveru lega ekki nema um tvennt að dvelja: Að efla Framsókn arflokkinn og skapa þannig sterkan andstöðuflokk gegn íhaldinu, eða .tvístrast milli smáflokka og treysta þannig aðstöðu íhaldsins. Þetta val íhaldsandstæð- inga ætti ekki að verða erfitt. bær - án málið og þá átti líka að gera allt í einu. Það var rokið í að byggja þrjá slóra spítala alla í einu þó að vitað sé að sumir þeirra verði ekki komnir upp fyrr en eftir tug eða tugi ára. Hvaða bóndi mundi á vordegi hefja smíði á þremur heyhlöð- um samtímis og steypa kjall- arann á þeim öllum og láta síðan sumarheyskapinn liggja úti á túni? Svipað hefur skeð hér í sjúkrahúsmálum bæjar- ins. Það eru aðeins sjúkir menn, sem ei,ga að liggja úti, án aðstoðar samfélagsins. Það var reynt að fá bæinn til sam- starfs að koma upp Lands- spítalanum nýja, en við það var ekki komandi. Tröllaukið „Bæj arsjúkrahús“ var sýnt í bláu bókinni fyrir hverjar undan- farnar kosningar. Bæjarsjúkrahúsið er nú bú- ið að steypa upp að nokkru, en það kemur engum veikum manni að gegni í náinni fram- tíð. Þarna gætir sama óhófsins og íburðar og við Heilsuvernd- arstöðina. Spitalinn sjálfur á að vera 6 hæðir auk kjallara (mistök urðu með kjallarann, sem kostaði Vz milljón, en það ■köllum við nú smámuni). Óhemju mikill turn er þarna fyrirhugaður, skal hann rísa 7 hæðir yfir sjálfa byggingu, svo auðvelt ætti að vera fyrir vænt anlegt stairfslið spítalans, að fylgjast vel með „Spútnikum og Könnuðum framtíðarinnar. Þessi -gífurlegi -turn er svo rammbyggilegur, að undirstöð- ur hans eru að miklu leyti járn og veggþykkt hans neðantil er 1 metri! Allt er hús þetta gert eins dýrt og frekast er kostur, allir hliðarveggir eru járnbentir svo hraustlega, að slíkt hefur aldrei sézt nema við brúar- smíði, þar sem aka skal 10 6. grein tonna hlöðnum bíl. Það er mjög ánægjulegt að ge.ta haft hluti vandaða, en einhvers staðar þurfa þó takmörkin að vera. — Ég er viss um að þó himinn og jörð fyrirfærust, þá mundi Bæjarsjúkrahúsið okk- ar svífa óbrjótanlegt í geimn- um. í þessum sjúkrahúsmálum okkar hafa orðið sorgleg mis- tök, sem erfitt er að afsaka. Vitanlega átti að byggja 1 spítala fyrst og koma honum upp fullgerðum. Og það væri til -staðar nú, ef okkar litla þjóðfélag hefði haft samvinnu í stað sundrungar um þetta þjóðmál. Það verður ekki skilið svo við þetta mál, að minnast ekki nokkrum orðum á Fæðingar- deildina. Rekstur hennar ann- ast bær og ríki í félagi. Mikil- hæfur læknir veitir henni for- stöðu, sem er Pétur Jakobsson, .störf hans þarf ekki að fjöl- yrða um, þau eru viðurkennd af öllum. Þessi -stofnun er löngu orðin allt of litil. Reykja víkurbær átti þess kost að byggja við hana, en það vildu forustumenn bæjarins ekki taka í mál. í stað þess er rokið í það að byggja nýja fæðingar- deild á horni Eiríksgötu. Gam- all húshjallur, sem bærinn á, er byggður upp að innan, þar á að setja upp fæðingadeild án læknis eða skurðstofu, sem sagt II. fl. fjTÍrtæki; slitið úr sambandi við aðal fæðingar- spítala landsins. í þessa dæma- fáu ráðleysu, er nú búið að sóa ,að sögn fróðra manna, 3 mill- jónum. í gamalt hús, sem aldr- ei verður nema vandræða kofi. — Þarna er ein ný — synd bæj- arstjórnar íhaldsins, og voru þó nógar fyrir. — A.B.C. framh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.