Tíminn - 17.10.1959, Qupperneq 2
T í M I N N , laugardaginn 17. október 1959.
lir samvinnumenn þekkja
inn og málflutninginn
Egill Thorarensen, stjórnarformaíur Mjólkur-
bús Flóamanna, svarar 'aítígreinum Morgun-
hla<$sins um samvinnufélög sunnlenzkra bænda
I gær, föstudaginn 16. októ-
óer, kvartar Morgunblaðið yfir
oví, að. því hafi ekki verið
;varað narti í Kf. Árnesinga
og Mjólkurbú Flóamanna. sem
blaðið hefur flutt fjói'a s. 1.
iaga. Fyrsta greinin af þessu
:agi var í 225. tölublaðinu og
var þar einnig minnst á milli-
iðakostriað á landbúnaðar-
■/öru ásaxnt nokkrum hnútum
il Samsölunnar. i
ICafla greinarinnar, sem er um
.nilliliðako&tnaðinn sérstaklega
xeíur Sveinn Tryggvason fram-
(væmdastjóri Framleiðsluráðs
ivarað.
Ég skal þá minnast hér á eitt
;triði úr greininni, þar sem segir:
.Þjónusta við neytendur er mjög
■anrækt af -Mjóikursamsölunni.
— Mjólkin fæst ekki send heim
il þeirra".
Því fer fjarri, að Mjólkursam-'
;alan hefði nokkuð á móti því að
geta sent mjólk heim til neytenda,
overt á 'móti hefur það mál oft
/erið rætt þar, en niðurstaðan
lafnan orðið sú, að heimsendingar
/rðu neytendum allt of dýrar. j
Sérfræðingur frá tækniþjónustu
Bandarikjanna (ICA). Howard
'■.Soforth, sem fenginn var til athug
xnar á heimsendingu mjólkur i
Beykjavík og athugaði það mál í
lóvember 1958 komst að sömu
íiðurstöðu. |
Það verður því að teljast af um
hyggju fyrir neytendum að .mjólk-
in er ekki send heim til þeirra,
því að varla ætlast Mogginn með
alla bændaumhyggjuna til þess að
þeir bæti á sig ofan á allt annað
heimsendingarkostnaðinum.
Um þetta mál segir ennfremur
í Mbl.: „Einn af helztu ráðamönn
um Mjólkursamsölunnar hefur
sagt,'að húsmæðurnar í Reykjavík
væru ekki of góðar til þess að
sækja mjólkina sjálfar í búðirnar“.
Hér er áreiðanlega um tilbúning
að ræða cg Iiklega af einhverjum
miklum ráðamanni Mogga.
Allir, sem þekkja ráðamenn
Mjólkursamsölunnar vita nú fyrst
hvað þeir eru orðvarir, en svo
ekki síður að þeir eru a. ;m. k.
taldir margir hverjir hyggnir í
viðskiptum cg mundu því aldrei
kasta svona orðum til háttvirtra
viðskiptavina.
Þá er hin staðhæfingin, að Sam-
salan vanræki þjónustuna við
neytendur.
Að vísu er hér um órökstudda
staðhæfingu að ræða og skal þá
heldur ekki að þessu sinni leitað
margs til að sanna hið gagnstæða,.
þótt af ncgu sé að taka, þyí að
það er kunnara en. frá þurfi að
segja, að staðhæfingar Mbl. eru
hin mestu öfugmæli, því að varla
mun annað fyrirtæki en Mjólkur-
■samsalan leggja sig meir fram um
að veita viðskiptavinum sínum
'Sem bezta þjóhustu í hvívetna.
Nægir í því sambandi að minna á
þátt Samsölunnar í stofnun Osta-
og smjörsölunnar, sem með ærn-
um kostnaði var sett á laggirnar til
Blaðburður
Tímann vantar ungling til blaðburðar um
Hagana
Afgreiðsia Tímans.
Flokksstarfið úti á landi
UTANKJÖRSTAÐARKOSNING: Kosningaskrifstofa Framsóknar-
fiokksins vegna kosninga úti á landi er í Edduhúsinu, Lindar-
götu 9A, 3. hæð. Gefið sem allra fyrst upplýsingar um kjós-
endur, innan lands og utan, sem yerða ekki á heimakjörstað á
kjordag. Opið kl. 10—10. Símar 1G066 — 14327 — 19613.
AKUREYRI: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna á Akureyri er
Hafnarstræti 95, símar 1443 og 2406. Munið 50 kr. veltuna.
Á Akureyri fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram hjá bæjar-
fógeta alla virka daga frá klukkan 9—12 f. h., kl. 1—4,30 e. h.
og kl. 8—10 e. h. Á laugardögum er kosið kl. 9—12 f. h. og 4—6
eJ h. Á sunnudögmn er kosið frá kl. 1—3 e. h.
CELFOSS: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna í Árnessýslu er að
Aústíirvegi 21, sími 100. Gefið upplýsingar um fjarverandi kjós-
endur.
[CEFLAVÍK: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er á Framnesvegi
12, oþin kl. 1—7 og 8—10, símar 864 — 94 og 49.
KÓPAVOGUR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er að Álfhóls-
veg 11, sími 15904, opin kl. 2—10 síðd.
VE5TMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er á
Skólaveg 13. sími 797, opin kl. 10—1Ö.
SAUÐÁRKRÓKUR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna í Skaga
firði er á Hótel Tindastól. Opin alla daga.
AKRANES: Skrifstofa Framsóknarmanna er að Skólabraut 19. Sími
160.
HAFNARFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofá' Framsóknarmanna er á
Austurgötu 1, sími 50192.
Egill Gr. THorarensen
hagræðis fyrir neytendur og ör
yggis fyrir vandaðri vöru. Því mið
ur misskildu vinir Mbl. -eitthvað
þetta framtak í byrjun en munu
nú vera farnir að skilja hina miklu
framför, sem orðið hafa í osta og
smjörsölu við tilkomu þessa fyrir-
tækis.
Þá er greinarhöfundur æði
óánægður með samvinnufyrirtæk-
in okkar hérna, K.Á. og M.B.F.
Það virðist fara geysilega í taug
arnar á honum, að Benedikt Grön-
dal hefur eignað K.Á. mjólkurbíl-
ana, sem eru þó skrásett eign
M.B.F. Ég játa það, að mér þótti
einnig miður, þegar mér barst rit
‘Gröndals, þar sem þessi missögn
stóð en of seint var þá að gera
neitt við því.
Hitt -er svo annað mál, að eins
og greinarhöfundur virðist einnig
vita, þá annast K.Á. rekstur bíl-
anna og sér um flutningana af
mikilli prýði að dómi þeirra, sem
til þekkja og dómbærir eru á þá
hluti og e. t. v. hefur gamli máls-
hátturinn, að sér eigni smalamað-
ur fé, brenglað um fyrir Gröndal,
sem vafalaust er gamall smali.
Samt verður að snúa geiri sínum
til hans hvað þessa missögn snert
ir en ekki til félaganna hér, sem
auðvifað áttu þar engan þátt að.
En nú færist greinarhöfundur
allur í aukana og segir „þá hafa
bændur sjálfir mjög gagnrýnt til-
högun og rekstur á flutningum
fyrir Mjólkurbú Flóamanna" og
ennfremur: „Sú .gagnrýni hefur
alltaf verið að engu höfð“.
Hér er nú heldur en ekki bland
að málum, því að sannleikurinn
er sá, að bændur eru almennt
mjög ánægðir með framkvæmd
flutninganna og allt fyrirkomulag.
Of lan-gt mál yrði hér að skilgreina
það frekar en nefna má að höfuð-
markmið sem unnið hefur verið
eftir er öryggi i flutningunum. '
'Dagleg-a þarf að flytja mjólk
frá hverjum framleiðanda. Snýr
■sú framkvæmd einnig að því að
tryggja neytendum sem bezta
vöru, allt hefur þetta þótt bezt
tryggt með því að K.Á. sæi um
rekstur bílanna. |
Hvað það snertir, að Kaupfélag-
ið annast viðgerðir á bílunum og
innkaup til rekstrarins, þá er það
aðeins eðlileg verkaskipting milli
þessara samvinnufélaga, sem að,
miklu leyti eru eign -sömu manna 1
og hafa bændur almennt hér á
því fulian skilning.
Verkstæðin út af fyrir sig eru
dýr og stór fyrirtæki og dettur
engum samvinnumanni hér í lnig
að tvær slíkar stofnanir á vegum
þeirra starfi hér hlið við Iilið.
Komum við þá að gágnrýni
hinna mörgu bænda, hún hefur
nú raunar aldrei heyrzt, en einn
bóndi, sem erfitt hefui’ ált me5
að-isemja sig að reglum samvinnu
og ný fluttur er í héraðið, og einn
stjórnmálamaður úr vinahópi
Mbl., hafa haldið uppi gagnrýni
á stjórn MBF. á nokkrum aðal-
fundum, og það er rétt, að gagn-
rýni þeirrá hefur verið að er.gu
höí'ð.
En af hverjum ?.
Af bændunum, sem mynda full
■trúaráfj MBF. og hafa úrskurðar-
vald í öllum málefnum þess á aðal
fundi.
Fulltrúaráði MBF. hefur nefni
lega veriS fullljóst að hin svo-
nefnda gagnrýni hefur ekki verið
flutt af umhyggju fyrir félags-
samtökum þeirrað ,MBF.. heldur
af hinu taumlausa ofsóknaræði,
sem einkennir viðhorf Mbl. og
erindreka þess til samvinnufé-
laganna. Ekki þurfum við heldur
að flýta okkur að svara, þótt
Moggi sendi samvinnufélögunum
níðgreinar fleiri eða faérri. Allir
'Samvinnumenn þekkja tilganginn
og málflutninginnn.
•— Og þurfa engar skýringar á
honum.
Sunnlenzkir bændur hafa ekki
gleymt mönnunum, sem stóðu fyr-
ir mjólkurverkfallinu hér um árið
né heldur blaðinu, sem gaf upp-j
skriftirnar ' á kjötréttunum úr
hnisukjötinu og ráðlagði ýsusoð
og vatnsgraut og grábland í stað
mjólkur og mjólkurafurða, ef
vera kynni að með þessum upp-
skriftum tækist að torvelda fyrir
bændum sölu á afurðum þeirra. |
Slík var umhyggjan fyrir bændum
þá á þessum bæ og enn mun hún
vera söm við sig. |
Egill Gr. Thorarensen.
Ekki hægt aS borga
(Framhald al 1. slðu)
orð og í greinum þessum stendur.
En tölurnar hér á undan um út-
borgunarverð og grundvallarverð,
þar sem öll áf'n vantar á -að
bændur geti fengið grundvallar-
verð greitt frá mjólkursamlögun-
um, sýna Ijóslega, að mjólkursam-
lögin hagnast ekki á álagningu
milliliðakostnaðar á mjólkina.
Ef milliliðakostnaðurinn hefði
verið of hátt ákveðinn, hefðu
mjólkursamlögin að minns'ta kosti
átt að geta greitt bændum verð
það, sem þeim er ætlað í grund-
vellinum.
Af þessu má margt læra, en
einkum ber þó að festa sér í minni,
að Framleiðsluráðið hefur ekki
ofmetið milliliðakostnaðinn á
kostnað neytenda. Þáð sem mjólk-
ursamlögin hefur vantað á að fá
kostnað sinn uppborinn, hafa þau
tekið frá framleiðendum en ekki
neytendum.
flMANS er 1*23-2;
Áskriftarsími
Gfaldeyrisþurrð
(Framhald af 1. síðu)
Bifreiðar og hvers konar hátolla
vörur eru hins vegar fluttar inn
síðustu mánuði fyrir hundruð
milljóna. Þannig skal flotið frarn
yfir kosningar, en þá gerir víst
■ekkert til, þótt að sverfi og grípa
verði til neyðarráðstafanna til
þess að bjarga þjóðinni.
Það er þessi voði, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn sér, að nú steðj-
ar að þjóðinni og hann er þegar
svo »ugljós cg nærri, að hann
þorii. wíkki annað en játa það,
þótt Alþýðuflokkurinn bindi enn
fyrir augu og eyru og þykist ekk-
ert jjá nema ráðherraljóma. Það
er sem sagt alveg komið að því
a'ð „þjóðin verði að borga aftur
hvern einasta eyri“, eins og Ólaf-
ur Thórs sagðh__________________
Gullfaxi
(Framhald af 1. síðu)
an fór hann kl. 18 sama dag og
var kominn aftur með farþegana
til Reykjavíkur kl. eitt aðfaranótt
föstudags.
Eftir að Gullfaxi hafði flogið á
þrem hreyflum til London var
vélin ransökuð af sérfræðingum
frá Rolls-Royce verksmiðjunum.
Gáfu þeir þann úrskurð að
skemmdir væru ekki finanlegar á
hreyfli no: 2. Einnig var allt í lagi
með skrúfuna. Hingað kom svo
Gullfaxi frá London laust upp úr
hádeginu í gær.
— i -i. .....-..... iii ' mrnmmmmm
Leikvellir
f'Yamhaid af 12. »lðu)
ýmiskonar leikföng sem komið
hefur verið upp. Hefur verið reynt
■að ha/fa þau /sem fjölbreyttust.
Ekkert gjald er tekið fyrir gæzl-
Smábarnagæzluvellir eru á 14
stöðum í bænum eins og áður er
sagt. Almennir gæzluvellir fyrir
börn á öllum aldri eru á 6 stöðum
í bænum, leikvellir búnir góðum
leiktækjum eru á 6 stöðum og
loks eru opin leiksvæði, þar sem
engin gæzla er en nokkur leik-
tæki, á 30 stöðum.
Aðsókn að leikvöllum bæjarins'
hefur verið með fádæmum.^Árið
1958 voru 311, 319 heimsóknir, en
9 fvrstu mánuði þessa ár-s hafa
319,946 heimsóknir verið gerðar á
leikvellina.
Á stíðustu árum hefur gæzlu-
völlum fjölgað mjög. Árið 1952
voru gæzluvellir 5 að tölu, en nú
eru þeir 17 að tölu og eru þá tveir
ekki taldir með, þar sem er smá-
barnagæzla að sumarlagi.
-'Húsin á þessum tveim nýju
gæzluvöllum, sem eru opnaðir í
dag, eru byggð eftir sömu teikn-
ingu og þau hin fyrri, og hafa þá
alls verið byggð 7 skýli eins.
Teikninguna gerði Skúli Norð-
dahl í samráði við leikvallanefnd.
Byggingu annaðist Rosmundur
Runólfsson, byggingarmeistari.
Þakka innilega hlýjar hugsanir, gjafir og kveðjur á
sjötugsafmæli mínu.
Tryggð og vináttu eldri og yngri nemenda og aðstand-
enda þeix-ra í garð Kvennaskólans i Reykjavík, fæ ég
aldrei fullbakkað.
Ragnheiður Jónsdóttir.
B-iistinn
Hverfaskrifstofur hafa verið opnaðar á eftirtöldum stöðum;
Kvisthaga 3 (risliæð). Sími 11367, opið frá kl. 8,30—10,00.
Álfheimum 60. Sími 35770. Opið frá kl. 8—10 e.h.
Skjólin: Nesveg 65, kjallara, Sími 16995. Opið kl. 8—10 síðdegis.
Laugarnesliverfi: Rauðalæk 39. Síini 35246.
Nökkvavogi 87, Sími 35258. Opið frá kl. 8—10 e.h.
Skógargerði ». Sími 35262. Opið frá kl. 8—10 e.h.
Áríðandi er a3 stuðningsfólk R-listans hafi seni mest sambané
við skrifstofurnar.
Miðbærinn. Framsóknarhúsið, Fríkirkjuveg 7, síini 12942.
Hringhraut, nr. 1—92, sími 32617.
B LISTINN *
er listabókstafnr Framsóknarflokksins í öilum kjördæmum