Tíminn - 17.10.1959, Page 9

Tíminn - 17.10.1959, Page 9
rÍMINN, laugardaginn 17. október 1959. 9 ALYSE LITTKENS Syndafall 41 lians, karlmannslyktma af föt um hans og finna stuðning styrkrar, hlýrrar handar við bakið. Það er sem hvíld. Hún finnur hann strjúka höndinni eftir hrygg hennar og þrýsta henni stöðugt fastar aö sér. — Karin, segir hann milt ofan við höfuð hennar. — Já, svarar hún og lítur upp. — Þetta er hlægilegt. — Hvað? — Allt, svarar hún hlægj- andi. Þau halda áfram þöglum dansi sínum. Eitt andartak þrýstir hann henni svo fast upp aö sér, að hún nær ekki andanum. Hún veit, að það er í hæsta máta ósiðsamlegt a ðdansa þannig. En hún segir ekkert um það. Þess í stað lít- ur hún upp til hans og hlær. Hann kyssir hana i hársræt- urnar og hún finnur andar- drátt hans, heitan og óreglu- legan. Þetta er allt saman á- kaflega óviðeigandi. En jafn- framt hugnast henni vel að því. Hún vill hafa þetta svona. Einu sinni vill hún gera eitt- hvað, sem ekki er viðeigandi. Öllum er hvort sem er sama, hvað hún tekur sér fyrir hend ur. Og-hver heldur því svo sem fram, að þetta sé óviðeigandi? Sjáið bara parið þarna úti i horni, sem krosskyssist .... þvílíkur koss! — Þessi náungi kyssir mig áreiðanlega á sama hátt áöur en kvöldið er úti, hugsar hún ánægð. — Að minnsta kosti ef við höldum svona áfram ... Hún lyftir höfðinu aftur og hann segir: — Líttu ekki svona á mig einu sinni enn, Karin, þá megna ég ekki leng ur að hafa stjórn á mér . . . Þessi djúpa rödd þín gerir mig óöan . : . Hún verður ekki skelfd. — Þá er bezt að ég þegi, svarar hún, en heldur áfram að stara á hann. Dansinum er lokið. Hann neyðist- til að sleppa henni. Þegar þau ganga aftur að sófanum kemur Karin auga á Maföldu úti í horni. Eins og flestir aðrir situr hún á gólf- inu. Umhverfis hana situr hóp- ur manna. Öðru megin við sig hefur hún hinn fræga rithöf- und Filip Bryngelson, sem ætl ar að gleypa hana með aug- unum. Roskinn vísnasöngv- ari situr hinum megin með krosslagða fætur, lútu í fang inu og syngur ástarvísur — sennilega til Maföldu. Efri hluti líkama hennar vaggar í takt við sönginn, og augu hennar vikja ekki af andliti söngvarans, sem er mjög ást- fanginn á svip. Karin og fylgisveinn henn- ar setjast til þess að hlýða á sönginn. En söngurinn trufl- ast af öðrum söng, ungs kvennagulls, sem situr í nánd inni og syngur glæsilegri konu söngva um það, hversu dá- samleg hún sé. Þessi heillandi kona er ekki ýkja heilluð á sviþinn. Þegar Karin og Gymnell hafa setið um hrið, byrjar nýr dans. Enn á ný dansa þau sin um þögla dansi og setjast svo aftur. Einhver hefur hellt úr rauðvínsglasi yfir dúkinn. Manni Ek er vaknaður og ræð ir ákafur um eitthvert list- fræðiatriði við mann, sem Kar in hefur séð áður. Umræðurn ar eru fjörugar, en ekki laus- ar við að vera ruglingslegar. Hún hefur að minnsta kosti ekki áhuga fyrir þeim. — Þú varst að segja, að þetta væri skoplegt, segir Gimnell og rannsakar hana alvarlegur. — En andskota- kornið að mér finnst það. Það er sjaldgæft að hitta konu, sem maður dregst jafn taum- laust að og þig . . . Eg hef ekki löngun til þess að taka þátt í þessum gauragangi hér . . . Mig langar ekki til annars en að fara með þig héðan. Hann lítur snöggt og spennt- ur á hana og leggur handlegg inn um herðar henni. — Segðu mér hvað þú heit- ir að fornafni, svarað hún. — Annars get ég ekki haldið áfram að þúa þig. — Folke, segir hann með svo mikilli alvöru, að hún skellihlær. — Vertu ekki svona sorg- mæddur á svipinn. Það hefur ekkert alvarlegt skeð. — Þú ert éins og allar hin- ar. Þú vilt aðeins daöra og gantast. — Já, en kæri Folke. Eg er hér til þess að skemmta mér. — Skilurðú ekki, að ég er alveg óöur í þig, hvíslar hann. — Að mig langar aðeins til þess að hrífa þig héðan burt, taka þig í fangiö, kyssa þig . . . fá að ... — Stopp, ' svarar hún. — Legðu hægt í brekkuna. Fáöu þér eitt vínglas í viöbót, þá lagast þetta. Hún tekur upp glasið sitt og uppgötvar, að hún skelfur. Hún þorir ekki að mæta augna ráði hans, þegar þau skála. Hún setur glasið varlega frá sér, og losar handtak hans. Hún styður 'hönd undir kinn og finnur hvernig blóðið eða vínið, eða hvaö það nú er, gengur í þungum, sogandi bylgjum um líkama hennar. Hvorugt mæiir orð af vör- um. Hún fiktar taugaóstyrk við eldspýtu, snýr henni óaf- látanlega milli þumal- og vísifingurs. — Karin7 hyíslar hann. Loks snýr hún ásjónu sinni móti hönum. Augu hennar eru dimm og gijáandi sem hans. — Já, muldrar hún. — Hvers vegna erum við að kveljá okkur? 'Hvers vegna förum við ekki héðan? — Það er ekki hægt, svarar hún fljótmælt. — Eg er hér meö Maföldu. Við getum hitzt seinna. Þegar þú villt. En lof- aðu mér að fara einni héðan. — Eg skal ekki gera þér neitt meih; svarar hann, hálft um hálft í spaugi. — Eg reikna heldur ekki ;með því. En við getum ekki yfirgefið samkvæmið tvö ein. Það hlýtur þú .að skilja. Ekki eftir allt það fjandans vín, sem þú hefur helt í mig. — Eg hefði ekki átt að drekka svona mikið. — Það er ekki bara vínið, svarar hann. — Endrum og eins hendir það, að tvær mann eskjur dragast hvor að ann- arri án nokkurrar skiljanlegr ar ástæðu. Það getur gripið hvern sem er og hvenær sem er. Skyndilega lýstur því nið- ur sem eldingu. Það skeður bara sjaldan á þennan hátt . . . að viðkomandi hafi raun- verulega . . . ástæðu til . . . til . . . til að vera saman . . . Komdu nú, Karin . . . — Hvaða andsokti eruð þið sorgleg á svipin, segir rit höfundurinn, sem allt í einu birtist utan úr chiantiþokunni og sezt viö borðið. — Eruð þið að leysa heimsvandamálin eða eru þetta bara chianti- draumar? Chianti gerir mann glaðan og góðan, fullan af alls konar líkamlegum þörfum. Auðvitað getur maður orðið fullur af því á venjulegan máta líka, en andskotinn eigi mig, ef það er nokkuð jarðar fararvín. Er trúlofunin dott- in fyrir borð, eða hvað? Nú drekkum við skál djöfulsins .. . Skál .. . Fjandin nsjálfur, reynið að herða ykkur upp! — Hana, nú er hann á síð- asta snúning, segir Folke Gimnell argur. — Og þú þarna, litla grey . . . hvað þú nú aftur heitir, röflar rithöfundurinn áfram. — Þú vildir ekki dansa við mig. Skál, fröken grey. Yðar náð, ætti maður kanske aö segja. — Hættu þessu kjaftæði! savrar Karin, — þér er alveg óhætt að segja þú. — Mér finnst nú fara að verða heldur óheimilislegt hérna, segir Folke. — Eftir stundarkorn erum við öll orð- in blindfull. Því þeir, sem enn hafa kollinn í sæmilegu standi, fara núna. Tæmdu glasið þitt, Karin, og komdu svo. Karin tæmir glaisð vélrænt. Hún tekur veskið á borðinu og finnur höfuðklútinn á sófan- um. .... ^pariö yður tóaup á rajjl-i œargra verzlaua- OÓkUOðL Á ÖtlUM «! - Austurstxsetí. vv.v.v/^v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.vv.v.v í í Vi8 bjóSum ySur þetta frábæra kostaboS: jS Þér fáið tvo árganga — 640 bis. — fyrir 55 kr., £ er þér gerizt áskrifandi aS l Tímaritinu SAMTÍÐIN \ I; sem flytur ástasögur, kynjasögur. skopsögur, drauma- I; ;■ ráSningar, afmælisspádóma, kvennaþætti Freyju meö V9 Butterick-tízkusniðum, prjóna- og útsaumsmynztrum, I; ;« mataruppskriftum og hvers konar holiráðum. — í hverju !■ ;■ blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson og :■ ;■ bridgeþáttur eftir Árna M. Jónsson en auk þess úrvals- !■ greinar, getraunir, krossgáta, viðtöl, vinsælustu dans- £ £ lagatextarnir o. m. fl. jC ;■ 10 blöð á ári fyrir 55 kr. £ ,j ;■ ;• og nýir áskrifendur fá einn árgang í kaupbæti, ef !!• £ árgjaldið 1959 fylgir pöntun. Póstsendið í dag eftirfar- :■ 0* andi pöntunarseðil: £ ;■ Ég undirrit. .óska að gerast áskrifandi að SAMTfi)- ;■ ;■ INNI og sendi hér með árgjaldið 1959, 55 kr. (Vinsam- £ £ legast sendið það í ábvrgðarbréfi eða póstávísun) £ >;----------------------------------------------- S l* Nafn ................................... t. ^ Heimili .................................... ;■ Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík. VV.V.VV.V.VVV.V.V.VV.VV.V.V.V.V.VV.V.VVV.VVVVAV Umboðssalan selur ódýrt KVENREGNKÁPUR !■' i úr poplín, Seldar fyrir aðeins kr. 395,00. — Póst- sendum. Lf iim (Smásala) Laugavegi 81. Sími 17660. Tar::::::::::t:::tmu:t:»:h:n:i:i una ^W.V.W.V.VV.V.V.VV VVV.VVV.VV.V.VVV.V.VVWWJ Þakka innilega alla vinsemd og hlýhug á 75 ára af- mæli mínu 13/10 s. 1. Karl Þorsteinsson frá Ásmundarstöðum VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.W.Vi Innilega þökkum viS hluttekningu og aðstoð við andlát og jarðar. för frænda okkar og bróður, Dantels Jónssonar frá Akbraut. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Jón Jónsson. Ólafía Jónsdóttir Rauðarárstíg 28, lézt í Landsspítalanum föstudaginn 16. þ. m. Vandamenn. Sonur okkar og bróðir, Ingimar Vilhjálmsson, drukknaði 13. þ. m. við Hjörsey á Mýrum. Bergsteinn og Vilhjálmur Guðmundsson og systkini hins látna. Alúðar þakkir til allra fjær og nær, sem auðsýndu okkur vin* áttu og samúð við andlát og jarðarför okkar eiskulegu móður, fóst. urmóður, tengdamóður og ömmu, Valgerðar Ingibjargar Jóhannesdóttur frá Bildudal. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Finnbogadóttir, Ragnar Jóhannsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.