Tíminn - 17.10.1959, Síða 12
Suöaustan stinningskaldi, skúrir.
Reykjavík 10 st., Akureyri 6 st.,
Kaupmannahöfn 9 st„ N. Y. 16 st.,
Laugardagur 17. október 1959.
Eina ágreiningsefnið
Ofgamenn grípa til laun-
morða útaf Alsírdeilunni
Mitferand fyrrv. ráðhsrra sýnt banatilræói
Alsírstefna de Gaulle sigraði
Belgar orðnir hræddir
við ástandið í Kongo
Lofa heimastjórn og löggjafarþmgi næsta ár
NTB—París, 16. okt. Bana-
tilræðið við Francois Mitter-
and þingmann og fyrrv. dóms-
málaráðherra Frakklands hef-
ur vakið mikla athygli og er
af mörgum talinn fyrirboði
þess, að upphefjist í Frakk-
landi ógnaröld hermdarverka
og morða. Fyrir henni muni
standa öfgafullir hægri menn,
sem berjist gegn Alsírstefnu
dé Gaulie og annarra, sem
ganga vilja enn lengra til móts
við frelsiskröfur Serkja.
Mitterand var sýnt banatilræðig
aðeins nokkrum klukkustundum
eítir að atkvæðragreiðsla íór fram
á þingi um Alsírmálið, og fékk
stjórnin yfir 400 atkvæði e,n á
'móti voru 25 þingmenn. Allir
þingmenn Alsír sátu hjá en meðal
þeirra eru sumir svæsnustu öfga-
:menn og ofbeldisseggir jir hags-
munahópi Evrópumanna í Alsír.
Brú yfir Djúpá
Frá fréttaritara Tímans
í Bárðardal.
í gær var lokið við að gera við
brúna yfir Skjálfandafljót hjá
Fosshóli og hófst umferð um hana
nm kvöldið. Skipt hafði verið um
'brúargóff. og er nú komið nýtt.
Þá hefur einnig verið gerð brú
yfir Djúpá milli Fremstafells og
Hriflu. Er það steypt brú, traust
og vönduð. Brúarsmiður var Þor-
valdur Guðjónsson. SLV.
Mifrterand var á ferð í bíl sínum
um einn götu Parísar er hafin
var skothríð á hann úr öðrum
bíi. Var notuð vélbyssa. Mitter-
and, sem er 42 ára að aldri, kast-
a'ði sér út úr bílnum og hljóp í
var bak við runna í skemmtigarði
þar í nánd. Tilræðismennirnir
sluppu og hafa ekki enn fundizt
þrát fyrir mikla leit. Mitterand er
úr smáflokki einum, sem stendur
nærri Radikölum. Han ner ein-
dregið fylgjandi sjálfs'tjórn og
jafnvel sjálfstæði til handa Serkj
um.
Menn óttast, að öfgamennirnir
muni nú grípa lil hermdarverka
og morða. Debré forsætisráðherra
deildi hart í fyrrakvöld við
nokkra af æstustu hægrisinnum
í flokki sínum. Lauk með því að
níu þeirra sögðu sig úr floknum
Bretar vilja ving-
ast við Frakka
NTB—Washington, 16. okt.
Selvyn Lloyd utanríkisráð-
herra Breta fer í heimsókn til
Parísar 10. n. m.
Var þetta íilynnt í dag, og því
bætt við af fréttamönnum, að
stjórn Macmillans leggði nú allt
kapp á að bæta samkomulagið
við meginlandsríkin og þá eink-
um Frakka. Til hins sama benti,
að Reginald Mauling, sem hefur
verið aðalsérfræðingur Breta í
fríverzlunarmálinu, hefur verið
greður að viðskiptamálaráðherra.
— til þess að hafa óbundnar
hendur. í gærkvöldi tilkynnti
einn þessara manna, að flokkur
ofbeldismanna væri þegar á leið
inn yfir landamæri Frakklands
frá Spáni og ætluðu þeir að
myrða þá menn, sem svikju mál-
stað Frakklands. Fregnir hafa
borizt um, að auknar ráðstafanir
hafi verið gerðar til að tryggja
líf og öryggi de Gaulle forseta.
í gær voru opnaðir tveir
nýir smábarnagæzluvellir við
Ljósheima og Kambsveg. Sex
ár ei’U liðin frá því að fyrsti
völlurinn af þessu tagi var
opnaður en nú' eru þeir orðnir
11 talsins og á sumrin eru
þeir starfræktir á 14 stöðum
í bænum.
Blaðamönnum gafst kostur á að
skoða hina nýju velli undir leið-
sögn Jónasar B. Jónssonar,
fræðslustjóra, en hann er formað-
ur leikvallanefndar. Einnig voru
með í förinni borgarstjóri og'
bæjarráð.
Fjölbreytt leikföng
Jónas B. Jónsson skýrði blaða-
mönnum stuttlega frá starfrækslu
leikvalla í Reykjavík. Kvað hann
þörfinni fyrir gæzluvelli ekki full-
nægt enn bó miklu hefði verið á-
NTB—Brussel, 16. okt.
Belgíska stjórnin hefur séð
sitt óvænna og tilkynnt, að
helgíska Kongo fái takmark-
aða sjálfstjórn og löggjafar-
þing fyrir septemherlok 1960.
Mikil ókyrrð hefur verið í
landinu síðustu tvö árin og nú
allra seinustu daga hefur kom-
ið til mikilla uppþota og tugir
eða hundruð manna verið
drepnir eða særðir.
Það var Auguste Schryver Belgíu
málaráðherra, sem tilkynti þessa
ákvörðun fyrir hönd stjórnarinn-
ar í dag.
Annað Alsír?
Einn af frjálslyndari stjórn-
málamönnum Belga sagði fyrir
nokkru að gera yrði rót'tækar
ráðstafanir til breytingar á stjórn
arhátum í Belgíska-Kongo og
veita innfæddum meiri sjálf-
stjórn og það strax, annans
myndu Belgar fá þar annað Alsír.
Löggjafarþingið á að skiptast
í tvær deildir. í neðri deild verða
100 fulltrúar, en ekki verða þeir
valdir með beinum kosningum,
heldur kjörnir af héraðsráðunum.
Útvarpað frá
Selfossi
Stjórnmálaumræðum frá fram
boðsfundinum á Selfossi í kvöld
verður titvarpað á 213 m. bylgju.
Fundurinn liefst kl. 8,30.
orkað. Á seinni árum hefði verið
stefnt að því að koma upp leik-
völlum í helztu bæjarhverfum.
Þeir eru ætlaðir börnum tveggja
til fimm ára og geta foreldrar ó-
ihullir skilið börniyi sín eftir í
höndum gæzlukvenna þeirra sem
gæta vallanna. Börnin dvelja þar
2—3 stundir á dag og una sér við
(Framhald á 2. síðu)
Lairdstjóri i Kongo verður jafn
framt forsætisráðherra hinnar
nýju heimastjórnar. Ekki verður
samin endanleg stjórnarskrá fyr
ir landið fyrr en að fjórum árum
liðnum. Fitlltrúi belgísku stjórn-
arinnar sagði í dag, að með þessu
væri innfæddum opnuð leið til
algers sjálfstæðis, ef þeir ósk-
uðu þess.
Nýstárlegt tón-
verk kynnt í
háskólanum
Tónlistarkynning fer fram í há-
tiðasal háskólans sunnudaginn 18.
þ. m. kl. 5 e. h. Verður þar flutt
af hljómplötum skólans verkið
Carmina Burana eftir Carl Orff,
fyrir kór, einsöngvara og hljóm-
sveit. Textarnir eru á latínu og
þýzku úr kvæðasafni frá 13. öld,
sem geymir kveðskap flökkustúd-
enta frá miðöldum, veraldleg
kvæði sem lofa vorið, vínið og
ástina. Verkið er samið 1937 og
hefur síðan hlotið miklar vinsæld-
ir víða um 'heim, enda fjarri því
að vera tormelt, þótt nýstárlegt
sé. Höfundurinn er einn af kunn-
ustu tónskáldum Þjóðverja, sem
nú eru uppi, en eftir hann hefur
ekkert verið flutt opinberlega hér
á landi, nema eit.t kórlag (úr Gar-
mina Catulli), sem Polyfonkórinn
söng á siðastliðnum vetri.
Guðmundur Matthiasson tónlist
arkennari mun kynna höfundinn
og verkið fyrir áheyrendum.
Tíu gervitungl
NTB—Washington, 16. okt.
Tilkynnt var í Washington í
dag, að sendar yrðu á loft 10
eldflaugar frá fjórurn tilrauna-
stöðvum í Bandaríkjunum á
næstu 7 dögum.
Er hér um að ræða eldflauga?
viku og markar endalok jarðeðlis-
fræðiársins, sem raunar hefur
staðið meira en ár. Eldflaugar
þessar verða búnar margvíslegum
vísindatækjum og eiga að afla
upplýs'inga um himingeiminn og
ástandið þar. Þekking sú, sem
þannig fæst, verður þegar látin í
té vísindamönnum um allan heim.
Hinn nýi leikvöllur við Kambsveg.
Kosmngaskemmtun
fyrir stuðningsfólk B-listans verður haldin í kvöld
í Framsóknarhúsinu og hefst kl. 20.30.
Á V Ö R P flytja 2 efstu menn iistans í Rvík Þórar-
inn Þórarinsson, alþm. og Einar Ágústsson, lögfr.
SKEMMTIATRIÐI: 1) Einsöngur: Jón Sig-
urbjörnsson. 2) Danssýning: Katrín og Þorgrímur.
3) ??
D A N S A Ð verður til kl. 2 e. m.
Aðgöngumiðar verða afhentir í Framsóknarhúsinu
eftir kl. 14 á laugardag. Pantanir aðgöngumiða í
síma 12942.
ÓKEYPIS AÐGANGUR.
Framsóknarfélögin.
Sjálf boðaliðar
Þeir stuðningsmenn B-listans er stai'fað geta á kjördag eru
vinsamlegast beðnir að hafa samband við ski'ifstofuna nú
þegar í síma 12942.
Nýir leikvellir opn-
aðir fyrir veturinn