Tíminn - 04.11.1959, Síða 7
T í M Í N X, "mígýikudaginn 4. nóvember 1959.
Orlof húsmæðra er eitt af framtíðar- Á víðavangi
; „ Í
verhefnum Kvenféiagasambands Islands
Þegar Kvenfélagasamband
íslands hélt landsþing sitt á
s.l. hausti, fylgdist ég nokkuS
með störfum þingsins, en
hafði ekki tækifæri til að
sitja fundi síðustu dagana. En
þar sem mikil ástæða er til
þess að kynna starf og mark-
mið þessara félagssamtaka,
leitaði ég til formanns sam-
bandsins, Rannveigar Þor-
steinsdóttur, hæstaréttarlög-
manns, til þess að fá frekari
upplýsingar.
Rannveig tók við formanns-
störfum í s'ambandinu á þessu síð-
ásta þingi, er fráfarandi for-
maður, frú Guðrún Pétursdóttir,
gaf ekki kost á að vera aftur í
kjöri. Á hún að baki langt og þýð-
ingarmikið starf í þágu kvenna-
samtaka landsins og mun hennar
lengi minnst sem einnar hinnar
dugmestu konu, ,sem þar hefur
lagt hönd að verki. Frú Guðrún
hefur átt sæti í st.iórn sambands-
ins frá stofnun þess og verið for-
maður þess s.l. 12 ár.
Mikil samheldni
Mér er nær að halda, sagði
Rannveig, að Kvenfélagasamband
íslands sé meðal víðtæku.viu fé-
lagfcsamtaka héirlendis. Hin 214
félög, sem það mvnda, eru í öll-
um landshlutum og í þessum fé-
lögum starfa á fjórtánda þúsund
konur. Ég gæti líka trúað, að
kvenfélögin okkar væru dálítið
sérstæð í heiminum veg.na þess, að
i þeim sameinast konur úr öllum
stéttum og starfsgreinum og
starfa af slíkri einingu að menn-
ingar- og líknarmálum, auk vel-
farnaðarmála heimilanna, að félög-
in hafa aldrei klofnað vegna stjórn
mála né annarra óskildra mál-
efna. Úti um byggðir landsins
hafa konu.rnar alltaf g'ert sér
Ijóvc, að ættu bær að valda verk-
efnum sínurn, þá vrðu þær að
samstilla alla sína krafta í einu
kvenfélági. Á fjölmennari stöðum
starfa hin ýmsu félög saman í hér
aðssamböndunum. Það væri gam-
an að geta safnað saman í eina
skýrslu frásögnum af þeim störf-
um, sem eftir kvenfélögin liggja.
Þá myndi margur reka upp stór
augu.
Formannafundir
Ætti ég ag bera fram einhverja
ósk um breytingu á xtarfvháttum
félaganna, þá yrði það ósk um.
að okkur mætti takast að skapa
cnn sterkara og persónulegra sam
band milli félagsheildanna innan
héraðs'sambandanna og einnig'
hinna einstöku félaga við Kvenfé
lagasambandið, þannig að hver
einstök félagskpna væri í nánari
snertingu við stjórnarsamtökin í
heild. Stjcrnir héraðssamband-
anna eru tengiliður milli félaga
og heildarsambands, en cg sakna
þess' að ekki skuli vera hægt að
•ná meira til einstakra félags-
kvenna en núverandi skipulag
leyfir. Raunar er hafin tilraun til
að skana þarna nánari tengsli
með formannafundunum, sem
haldnir eru annað hvert ár og
það er von okkar að með þeim
aukizt enn einn hlekkur í þá
keðju, sem við revnum að skapa
frá ilandsþiingi Kvenfélag.asam-
bandsins urn héraðssamböndin til
einstakra félaga og einstakra fé-
lagskvenna.
Saga kvenfélaganna
Þú minntist áðan á að gaman
, væri að taka saman skýrslu um
störf kvenfélaga almennt. Er það
ekki framkvæmanlegt?
Ætli bað, ég héld að konurnar
séu viðast livar of önnum kafnar
við aðkallandi störf til þess að
SigríSur Thoriacius ræðir við form. Kvenfé-
iagasambandsins, Rannveigu Þorsteinsdóitur
hæstaréttariögmanii
gefa sér tíma til slíks. En saga
kvenfélaganna er í undirbúningi
og þar væntum við að verði
marga athvglisverða hluti að
finna.
Hvaða mál eru efst á baugi hjá
Kvenfélagasambandinu?
Orlof húsmæðra
Meðal framtíðarverkefna má
nefna orlof húsmæðra. Það mál
hefur æði oft borið á góma hjá
þeirri kennslu. En sú starfsemi er
í allt of smáum stíl. Hversu mikið
sem einn ráðunautur vill á s'ig
leggja, þá er ekki möguleiki á að
hún kornizt oftar en á þriggja ára
fresti til sömu félaga og á svo
löngum tíma gleymist margt það,
sem hafin var kennsla í.
Á starfssviði húsmæðra eru sí-
fellt að koma frarn nýjungar og
það er að mörgu leyti þjóðhags-
leg nauðsyn að þær fylgist með
RANNVEIG ÞORSTEINSDOTTIR
okkur og framkvæmd þess er snar
þáttúr í starfi systrafélaga okkar
á Norðurlöndum. Þar er fram-
kvæmd orlofsins með þelm hætti,
að í Svíbióð ber ríkissióður allan
kostnað, sem þvi fylgir, í Noregi
eru það húsmæðrasamtökin, sem
kosta það, en fá þó frá ríkinu vissá
upphæð fj’rir hverja konu, sem or:
lof hlýtur, og í Danmörku er það
samstarfsnefnd frá kvennasamtök-
unum, sem bæði safnar fé og
skipuleggur orlofsdvalirnar.
Hér var þessu máli fyrst hreyft
með stuttu millibili í tve'.mur hér-
aðssamböndum, i Austur Skapta-
fellssýslu og á fundi Bandalags
kvenna í Reykjavík. Frá Bandalagi
kvenna kom það inn á landsþing
Kveníélagasambandsins' og þar
hefur.það verið reifað á fundum
og i nefnd s. 1. ár, þar til að geng-
ið var frá frumvarpi um orlof
húsmæðra á siðasta landsþingi og
sambandsstjórn falið að koma því
á framfæri og fá það flutt á Al-
þingi því, sem næst kernur saman.
Áhugi þingfulltrúa var mikill
fyrir þessu máli og konur um
land allt munu fylgjast af m'.klum
áhuga með þvi hverja afgreiðslu
það hlýtur á Alþingi.
Ráðunautar
Hvernig hafa samskipti Alþlngis
og Kvenféiagasambandslns annars
gengið?
Bæði Alþingi og ríkisstjórn hafa
sýnt starfi sambandsins mik'.nn
skilning, enda er þvi fé, sem Al-
þingi veitir sambandinu, varið til
þess að halda uppi margháttaðri
félagsstarfsemi um land allt. Með
þvi fé hafa félög t. d. verið styrkt
til að halda námskeið, og liafa
kennara og heimilisráðunaut.
Undanfarin þrjú ár hefur sam-
bandíð haft heimilisráðunaut í
sinni þjónust uog konur finna æ
betur því lengur sem ráðunautur-
inn starfar, hve rnikið gagn er að
tækni tímans. Þó að konur séu
kanske vel menntaðar þegar þær
byrja búskap, þá eru breytingar
svo örar, að ekki er hægt að hag-
nýta sér nýjungar nerna með leið-
beiningum og endurnýjun.
Starfi ráðunauta fylgja mikil
umsvif og það þarf líka mikið af
tækjum til þess að það nýtist til
fullnustu. Er áhugi félagskvenna
mikill og almennur fyrir því, að
sem fyrs't verði hægt að fjölga
heimilisráður.autum og þá iafn-
framt víkaa starfssvið þeirra. Til
gamans má geta þess, að á fyrsta
stjórnarfundi sambandsins eftir
þingið._ sendi stjórn Ungmenna-
félag íslands okkur beiðni um að
Steinunn Ingimundardóttir, heim-
ilisráðunautur, sækti fyrir þeirra
hönd mót erlendis í starfsiþrótt-
um fyrir ungar stúlkur, enda hafði
hún áður kynnt sér það mál.
Verknám í skólum
Þá hefur oft á fundum sam-
bandsins verið rætt um verklega
fræðslu í skólum landsins og marg- (
ar óánægjuraddir hafa heyrzt um
það hve seint gengur að koma af
stað kennslu í skólum utan höf-
uðstaðarins.
í lögum Kvenfélagasambands-'
ins stendur, að tilgangur þess s'é j
m. a. að styðja í hvívetna að upp-'
eldis-, fræðslu- og menningarmál-!
um. Telia félagskonur vænlegustu
ieiðina til þess að stuðla að bættri j
kennslutilhögun, að reyna að fá
s'em flestar konur inn í skóla- j
nefndir, svo að þær geti þannig
fylgst sem bezt með framkvæmu j
fræðslulaganna og þá væntanlega ■
jafnframt kynnzt því, hverju
breyta mætti til bóta.
Á formannafundinum í fyrra var
gerð ályktun um hvað gera mætti >
til þess að bæta handavinnu-
kennslu stúlkna og er ekki að efa, I
að þeirri ályktun verður fylgt
eftir. |
I því máli sem öðrum skipt'r |
það mestu máli, að sem allra flest-
ar félags'koi.'Ur taki virkan þátt i
félagsstarfinu, jafnt heima fyrir.
sem í heildarsamtökunum.
— Hve lengi hefur þú setið í
stjórn Kvenfélagasambands ís-
lands?
— Ég hef starfað þar í tóif ár
og fyrst þetta tækifæri gefst, þá
vil ég þakka öllum þeim konum,
sem ég hef unnið með í stjórn
sambandsins, sem og formönnum
hóraðssambanda og ritstjórn Hús-.
freyjunnar fyrir það ágæta sam-!
starf, sem ætíð hefur verið með
okkur öl.um að hvaða máli, sem
unnið hefur verið. Og þá vil ég
ekki hvað sízt þakka frú Guðrúnu !
Pótursdóttur fyrir samstarfið við
hana sem formann Kvenfélaga-
samb. íslands.
— Hefur íslenzka sambandið (
samstarf við hliðstæð félög er-
lendis?
Við erum aðilar að Ilúsmæðra-
sambandi Norðurlanda, þar sem
öll fimm Norðurlöndin eiga sina'
fulltrúa, en hingað til höfum við
ekki gex'zt aðilar að öðrum er-
lendum samtökum. i
Ég þakka Rannveigu kærlega!
fyrir samtalið og vona að sá ár-'
angur, sem íslenzkar konur ná með
same'.ginlegu átaki á vettvangi
Kvenfélagasambandsins, megi.
verða sem mestur og beztur.
Sigríður Thorlacius.
úbbur fyrir ung hjón
Hinn nýstofnaði skemmti-
klúbbur ungs fólks „Unghjóna
klúbburinn í Reykjavík" tekur
til starfa innan skamms.
Fyrsta skemmtumn er ákveðin
þ. 19. nóvember n.k. í Fram>3Ókn-
arhúsinu, en þar mun klúbburinn
hafa aðsetur í vetur og er ráðgert
qð haldnar verði skemmtanir einu
sinni í mánuði.
Eins og áður hefur verig getið
í blöðum er tilgangurinn með
stofnun klúbbsins að koma á kynn
um milli ungs fólfcs úr sem flest
um starfsstéttum.
Hámarksaldur meðlima er 35
ára. Sfcemmtiklúbbar senx þessi
eru mjög vdnsælir víða erlendis
og fer það að miklu leyti eftir
meðlimun >sjálfum hvernig til
tekst, endq sjá þeir um öll
skemmtiatriði eftir því sem ástæð
ur leyfa.
i
Þeir sem gerast vilja meðlim
ir í „Unghjónaklúbbnum" sendi
umsók'nir sínar í pósthólf 197,
Reykjavík, ásamt upplýsingum
ilm aldur, heimilisfang svo og
vinnustað. Einnig eru þeir sem
áð'ur hafa >3Ótt urn inngöngu beðn
j ir að endurnýja umsóknir sínar
og ganga þeir fyrir öðrum nýjum
umsækjendum.
Forstöðumenn klúbbsins eru
þeir Jón B. Gunnlaugsson og
Jónas Jónasson og gefa þeir all
j ar nánari upplýsingar varðandi
i starfsemina ef óskað er. Símar
þeirra eru 35941 og 35890.
Uppsagnir verkalýðs-
félaganna
í forustugrein Þjóðviljans i
gær er rætt uni uppsagnir verka-
lýðsfélaganna á samningum
þcirra við atvinnurekendur.
Greinin hefst á. þessa leið:
„Það óvenjulega ástand hefur
nú skapazt að flest verkalýðsfé-
lögin, sem sagt gátu upp samn-
ingum sínurn um þetta leyti eru
með lausa sainning'a, eins og það
er kallað. Ekki hefur verið á-
greiningur um það meðal forystu
manna verkalýðsfélaganna að ó-
hyggilegt væri að hafa fasta
samninga meðan allt er í óvissu
hvað verður ofan á sem stjórnar-
stefna og stjórnaraðgerðir í efna-
hagsmálunum. Félög sem er
stjórnað af Alþýðufl.okksmönn-
um og Sjálfstæðisflokksmönnum
eru engin undantekning, þau
hafa ekki að ncinu leyti skorið
sig úr með það almenna álit inn-
an ' erkalýðshreyfingarinnar, að
á jafnmiklum óvissutímum og
nú eru, verði launþegar að vera
við öllu búnir.
Skýrt kom fram á ráðstefn-
unni, sem Alþýðusambandið boð-
aði til í ágústlok, að ein megin-
orsök þess að verkalýðsfélögin
þyrftu nú að segja upp, væru
kaupránslög ríkisstjórnar Alm
þýðuflckksins og Sjálfstæðis-
flokksin i Verkalýðsnreyfingin,
eða að minnsta kosti rnikill hluti
hennar, telur uppsagnivnar
fyrstu rá.ðstöfun til að snúast
gegn þeirri árás sem þá var gerð,
ekki einungis á laun allra laur.
þega landsins, heldur á einnig á
samninga verkalýðsfélaganna.
En hitt er öll verkalýðslireyfing-
in sammá’.a um, að það sem
mestu varðar nú er svarið við
spurningunum: „Hvað verður
gcrt?
„Aðvörun" Þjcðviljans
„Segja má því með sanni, að
nú scu ýmsar blikur á lofti, er
haft geti stórfeíld áhrif á lífskjör
fólksins í verkalýðsfélöguiium,
og það er því í fyllsta máta eðl’.
legt að félögin hafa kosið að
segja upp samningum og vera
við öllu búin. Hótanir afturhalds-
ins fyrir kosningar um „lausn"
efnaliagsmálanna með á.rásum á
lífskjör fólksins voru nógu skýr.
ar til þess að verkalýðsfélögin
tcldu nauðsyn að vera við öllu
búin. Og viðbrögð þcirra ættu
að vera afturhaldinu nokkur að-
vörun að það síeypi sér ekki —
og þjóðinni — út í átök, sem
lilytu að verða afleiðing þess að
framkvæma ætti liótunina um
stórfellda kjaraskei’ðingu."
Það er bersýnilegt á þessu, að
Þjóðviljamenn telja sig eiga hér
nokkuð ' ur.dir sér, ef stjórnar.
stefnan verður þeim ekki að
skapi. Þess ver'ður þó að vænta,
að launþegasamtökin rasi hér
ekki neitt um ráð fram, og grípi
ekki t'l örþrifaráða, nema það
sé fullkomlega réttlætanlegt.
Ekki samvinnufélög
í skrifum sínum um alíumálin
á Keflavfkurflugvelli, heidur
Mbl. því m. a. fram, að þau af-
. sanni þá fullyrðmgu Tímans, að
samvinnufélögin birti reikninga
síiia og félagsmenn þeirra geti
fylgzt með verkum þeirra. Ekki
hafi reikningar umræddra fé.
laga verið birtir eða auðvelt að
fylgjast með störfum þeirra.
Hér er um blekkingu lijá Mbl.
að ræða, eins og vænta mátti.
Hvorki Olíufélagi'ð eða Hið ísl.
stelnolíufélag eru samvinnufé-
lög. Þau eru bæði hlutafélög.
Þess vegna hefur ýmis Ieynd
getað dafnað innan þeiri-a, er
hefði verið útilokuð, ef þau
hefffu verið samvinnufélög.
I Vissulega má þetía vera ný
I áminning þess, að það á. að af-
j nema leyndina innan hlutafé.
laga, eins og innan samvinnu-
félaga. Það á að gera mönnum
eins auðvelt að fylgjast með
reikningum og rekstri hlutafé.
laganna og samvinnufélaganna.
Slíkt myndi skapa meira aðhald
á mörgum sviðum en nú á sér
stað.